Þjóðviljinn - 17.08.1966, Side 5
Miðvikudagur 17. ágúst 1966 — ÞJÖÐVXLJXNN — slÐA j
Ein síðasta myndin af Ottó N. I*orlákssyni, tekin í marz 1966.
ið niðri fyrir. Þar voru þær
mamma og gamla konan afa-
systir mín. Ég læt þær vita
umsvifalaust að það sé tóm
vitleysa sem standi í biblíu-
sögunum, jörðin sé ekki aðal-
atriðið í heiminum, hún gangi
kringum sólina, jörðin sé alls
ekki flöt, heldur hnöttur og
snúizt um möndul sinn — og
sitthvað fleira af vísindum.
Konumar urðu alveg æfar
vegna þessa guðleysis í mér.
Sigurður kom að í því og skír-
skotaði ég til hans, en hann
eyddi málinu með þessari ráð-
leggingu: ,,Blessaður vertuekki
að tala um þetta við kvenfólk-
ið. Það skilur ekki neitt í því!“
Ég minnist spurninganna hjá
séra Magnúsi Helgasyni, hann
var þa ' hýkominn austur, ég’
held það hafi verið í fyrsta
sinn sem hann fermdi á Torfa-
stöðum. Ein fermingarsystir
mín var Sigríður í Brattholti.
— Séra Magnús byrjaði ekki á
þvi að hlýða okkur yfir kverið,
heldur spurði hvort við værum
skrifandi, og kunnu flest eitt-
hvað að pára, næst spurði hann
eftir reikningskunnáttu. Var
víst Iítið um það en ég hafði
lært samlagningu, frádrátt,
margföldun og deilingu. Bróðir
fóstra míns, lausamaður og
söðlasmiður, dvaldist tíma í
Helludal, gáfumaður, hann
kenndi mér að skrifa og reikna.
— Við vorum viku hjá séra
Magnúsi og hann lét okkur
reikna alla dagana, en gekk
ekki eftir þvi að við kynnum
kverið utanbókar. Það varð
uppistand í sveitinni, fólki þótti
óþarft að verið væri að troða í
okkur reikningi, nær að hugsa
um kristindóminn. Það stóð
ekki lengi, séra Magnús sigraði
og varð ástsæll fræðari, um-
skapaði héraðið í sinni mynd.
□
Hvað var það svo sem strák-
urinn frá Helludal las á kirkju-
loftinu í Haukadal og heima
hjá sér? Skyldi það ekki hafa
reynzt á við meðalskólagöngu?
Áttræður svaraði Ottó í við-
tali spurningu um róttsékni sína
á þessa leið:
,,Blessaður vertu, ég hef allt-
af verið róttækur, ég var það
löngu áður en ég fór að braska
við verkalýðshreyfingu. Ég
drakk í mig róttæknina lengst
upp til fjalla og á kirkjuloftinu
í Haukadal, um fermingu var
ég orðinn svo trúlaus að ég
neitaði að vera til altaris." Og
spurningu um hvaða bækur hann
hefði lesið svaraði hann svo:
„Það skal ég segja þér. Ég las
Klausturpóstinn, Fjölni, Skírni,
Ný félagsrit, Þjóðólf, riorðan-
blöðin, Stjörnufræði Úrsíns (hún
gerði mig trúlausan) og svo
auðvitað íslendingasögur, Forn-
aldarsögur Norðurlanda. jNoregs-
konungasögur og margt fleira“.
□
Lesturinn kveikti útþrá og
framalöngun. Ný félagsrit
beindu huganum að þjóðmálum
og þjóðmálabaráttu. Því skyldu
ekki enn verða unnin afrek sem
sögur færu af? Bækumar
kunnu frá að segja svaðilförum
og hreystiverkum á sjó og vöktu
áhuga á sjómannsstarfi. Varþað
ekki einmitt útgönguleið úrvið-
burðasnauðum heimi vinnu-
manns og fátæks búandmanns
í sveit?
Útþráin og menntunarlöngun-
in urðu svo sterk að engin
bönd héldu. Ottó fór seytján
ára alfarinn frá Eiríki fóstra
sínum í Helludal, og tók að
stunda sjóróðra á Suðurnesj-
um og varð brátt háseti á
skútu, en skútuútgerð var einmitt
})á í miklum blóma, auðmagnað-
ur atvinnurekstur sem sogaði til
sín fólk og f ærði útgerðarmönn-
um oft stórgróða. En Ottó vildi
fyrir hvern mun læra eitthvað,
og honum tókst að komast í
Stýrimannaskólann og var þar
við nám þrjá vetrarparta. Á
þeim vetrum, 1894, er Sjó-
mannafélagið Báran nr. 1 í
Reykjavík stofnað. Ottó útskrif-
aðist 1895 úr Stýrimannaskólan-
um (fiskimannanróf) með hárri
einkunn. — Árið eftir, 17.
október 1896, kvæntist hann
Carolinu Siemsen, kaup-
mannsdóttur úr Reykjavík,
(f. 23. 12. 1875), hinni mestu á-
gætis- og hæfileikakonu, er
síðar varð brautryðjandi að
stofnun verkakvennafélaganna.
Voru þau hjónin svo samrýmd
að af bar, og unnust heitt alla
stund meðan þau lifðu bæði.
Það mun eitt þyngsta áfall Ott-
ós á ævinni þegar hann missti
konu sína nú fyrir nokkrum
árum, 1958. Þá fannst honum
sem örðugt mundi að lifa leng-
ur. Þau eignuðust fimm börn,
Hendrik, Kristin, Margréti, Jaf-
et og Steinunni, og eru þau
öll á lífi.
□
Hér skal minnt á einn megin-
þátt í ævistarfi Ottós N. Þor-
lákssonar: Stofnun og skipu-
lagningu sjómannafélaganna
sem nefndust Bárufélögin, en
saga þeirra á tímabilinu 1894—
1909 er einn gagnmerkasti þátt-
ur í sögu íslenzknar verkalýðs-
hreyfingar á fyrstu áratugum
hennar, brautryðjendastarf.
Ég hcld ekki að betur verði
sagt frá tildrögum að stofnun
Bárufélaganna en með orðum
Ottós sjálfs. En hann sagði
þannig frá i viðtali á hálfrar
aldar afmæli Bárufélaganna, 14.
nóvember 1944:
„Haustið 1894 í september,
stofnuðu útgerðarmenn í Reykja-
vík Útgerðarmannafélagið, og
var Tryggvi Gunnarsson helzti
forgöngumaður þess. Útgerðar-
menn sögðust stofna þetta félag
vegna ,heimtufrekju hásetanna1,
en því fór fjarri að kröfur há-
setanna væru harðar eða þær
bornar fram af neinum rosta.
Okkur Tryggva lenti saman
nokkrum sinnum, á fundum og
utan þeirra. Ég var uppi-
vöðslusamur Sjálfstæðismaður
en Tryggvi einn helzti máttar-
stólpi Heimastjórnarinnar. Á
bæjarstjómarfundum kom það
oft fyrir að ég kallaði fram í
hjá Tryggva þegar mér þótti
hann eitthvað halla á sjómenn.
Einu sinni við slíkt tækifæri,
þegar fullt var á áheyrenda-
bekkjunum, kallaði Halldór
Daníelsson bæjarfógeti: „Hver
var að grípa fram í?“. Þá
rumdi í Tryggva: „Ætli það
sé ekki hann Ottó eins og vant
er!“
□
Útgerðarmannafélagið sýndi
hvað það ætlaði sér með því
að setja reglur um ráðningu
sjómanna sem voru þeim mjög
óhagstæður. Mér datt í hug
að það væri fjandi leiðinlegt
að geta ekki hamlað eitthvað
á móti með samtökum sjó-
manna. Ég var þá á Stýri-
mannaskólanum og reyndi aðfá
skólafélagana í lið með mér,
reyndi víst við þá alla, en eng-
inn var fáanlegur nema Geir
Sigurðsson. Hinir nenntu ekki
að eiga við þetta eða vildu það
ekki af ýmsum ástæðum. Við
Gcir höfðum lengi verið beztu
vinir frá því að við vorum
saman til sjós á „Margréti11.
17—18 ára unglingar.
En þá kom vandinn mesti,
hvernig ætti að stofna félagið
og hver ætti að veita því for-
stöðu. Útilokað var að við Geir
yrðum í stjóm þess, vegna
skólans. Markús skólastjóri var
harðlega á móti þvi að skóla-
piltar væru í nokkru brauki
sem drægi hug þeirra frá nám-
inu; honum var meinilla við
drykkjuskap, en vildi síður að
nemendur væm í stúkum, hélt
þá að kvöldin fæm öll í fundi
og slíkan óþarfa. Ég held að
andúð hans á þátttöku okkar í
sjómannafélagsskapnum hafi
eingöngu verið af sömu ástæð-
um, hann var hræddur um að
það mundi tmfla námið.
Hvomgur okkar Geirs hafði
verið í nokkrum félagsskap,
nema í einhverri skólafélags-
nefnu, eri einhverjir skólabræð-
ur okkar vom templarar og
töldum við helzt að leita bæri
þangað eftir fyrirmynd. Við
höfðum eitthvað kynnzt Jóni
Jónssyni, hann var gagnfræð-
ingur frá Flensborg, en hafði
stundað sjómennsku, var nokkm
eldri en við og templari. Það
varð úr að ég fór til hans að
tala um félagsstofnunina og
fékk hann eftir langa mæðu til
þess að verða formaður. Við
fómm svo að ganga á milli
sjómanna og fengum góðar und-
irtektir. var félagið stofnað 14.
nóv. 1894 af nálega þrjátíu sjó-
mönnum. Vom strax gerðar
ráðstafanir til að rétta hlut há-
seta gagnvart útgerðarmanna-
félaginu og vom haldnir viku-
legir fundir fram undir ver-
tíðarbyrjun, í febrúarlok.
□
Strax þennan fyrsta vetur
gengu flestir búsettir sjómenn
í Reykjavík í félagið. Fyrir
utan hagsmunamálin beitti fé-
lagið sér af alefli móti drykkju-
skap sjómanna, sem þá var
mjög mikill.
Síðar kynntist ég Sigurði Ei-
ríkssyni regluboða, og gerðum
við samning með okkur að ég
og Carólína skyldum gangast
fyrir stofnun sjómannastúku í
Reykjavík en hann skyldi stofna
Bárufélagsdcildir í sjóplássum a
regluboðaferðalögum sínum.
Hér vora stofnaðar tvær sjó-
mannastúkur, ,,Dröfn“ og síð-
ar „Víkingur" en- Sigurður
stofriaði þrjú sjómannafélög,
Bámfélögin á Eyrarbakka,
Stokkseyri og í Keflavík.
Útgcrðarmenn lögðu mikla
fæð á þá sem stóðu fyrir þess-
um félagsskap sjómanna og
gerðu ýmislegt til að knésetja
hann. Mér var einu sinni boé-
in skipstjórastaða suður á Sel-
tjarnarnesi, éf cg vildi hætta
að skipta mér af' Bárufélögun-
um. Einmitt þá var of mikið
framboð af yfirmönnum. En
ég kunni ekki að verzla."
□
Spumingu í þessu sama við-
tali hvort stofnendur Bémfé-
lagsins hafi nokkuð kynnt sér
verkalýðshreyfingu erlendis
svaraði Ottó á þessa leið:
„Nei, enginn okkar sem stofn-
uðum Bámfélögin höfðum nein
kynni af verkalýðshreyfingu er-
lendis og þckktum engar rót-
tækar, pólitískar hreyfingar.
Það eina í þá áttina sem fyrir
okkur hafði borið voru blaða-
greinar og sögur um rússnesku
níhilistana. Verkamenn og sjó-
menn í Reykjavík fylgdu þá
flestir að málum Birni Jóns-
syni og ísafold, en hún flutti
alloft vinsamlegar greinar um
mál sjómanna og landverka-
manna, barðist móti kvenna-
vinnu við uppskipun, og átaldi
slæma aðbúð sjómanna.
En á fyrstu ámm Bámnnar
kom frá útlöndum sannurbylt-
ingamaður, og í félagið til okk-
ar. Það var Valdimar Bjama-
son. Hann hafði verið lengi í
siglingum og eitthvað tekið þátt
í sjómannafélagsskap erlendis.
Hann var nokkur ár í félaginu
og fræddi okkur um verkalýðs-
hreyfinguna í öðmm löndum,
hafði þó að ég held aðallega
kynnzt henni af bóklestri.
Valdimar var ágætlega gefinn,
fjörlegur í framkomu, vel máli-
farinn og mesti ákafamaður, en
ekki vel út.haldsgóður".
□
Því meir sem maður kynnist
Mig minnir það hafi verið
veturinn 1927—’28, að ég sá
Ottó N. Þorláksson í fyrsta
skipti. Ég var ekki enn skropp-
inn úr skóla, en hafði þó tek-
ið mínar fyrstu vígslur útí
kommúnismó. Kannski sá ég
hann fyrst á Spörtufundi, eða
kannski var það heima hjá
honum sjálfum á Vesturgötu
29, því húsi, sem fóstrað hefur
róttækastar pólitískar hugsan-
ir í hinum aristókratíska Vest-
urbæ. Mér varð maðurinn
minnisstæður: öldurmannlegur
í sjón, þótt ekki væri hann þá
á háum aldri, andlitið svip-
mikið og ennið gáfulegt, aug-
un snör og urðu stundum dökk.
Það stafaði af honum ró og
festu og þegar hann talaði
mátti fljótt merkja, að hann
bjó yfir mikilli reynslu í öllu
því, er varðaði verkalýð og
vinnandi fólk. Mér, ungri
menntamannsspírunni, þótti
gott að hlýða á tal hans, og
síðar datt mér stundum í hug,
að svo hefðu spakir menn sögu-
aldar litið út, þeir er fóstruðu
unga menn og kenndu þeim
lögvísi. Ég minnist alls þessa
nú, þegar Ottó N. Þorláksson
er hniginn til moldar nálega
hálftíræður að aldri. Með hon-
sitt, 1956.
um lýkur langri og mikilli sögu,
svo langri, að verkalýðshreyf-
ingin á fslandi getur tekið mið
af honum í tímatali sínu. Einn-
ig í þeim skilningi, að þar sem
var upphaf félagsbundinnar
verkalýðshreyfingar íslenzkrar,
þar var Ottó N. Þorláksson og
staddur.
Þegar ég kynntist Ottó N.
Þorlákssyni fyrst var mér raun-
ar alls ókunnugt um ævi hans
og starf, menntaskólagræningi,
sem þekkti lítt eða ekki sögu
vinnandi fólks í landinu. En
allmörgum árum síðar átti ég
kost á að snudda lítið eitt i
heimildum að sögu Dagsbrúnar.
einkum á fyrstu tveimur ára-
tugum þessarar aldar, og þá
bar oft fyrir augu mín nafnið
Ottó N. Þorláksson. Hann skar
sig víða úr í þessum heimild-
um, maður sem jafnan var þá
nær staddur, er nýstárlegar
hugmyndir bar á góma eða ný-
mæli vakin.
Það mun hafa verið um 1907,
að Ottó N. Þorláksson sagði
skilið við sjóinn. Bárufélögin,
sögu Bámfélaganna verður
augljósara að Ottó var lífið og
sálin í þeirri gagnmerku sjó-
mannahreyfingu, sá af fomstu-
mönnum þeirra sem markviss-
ast vann að skipulagningu
hennar og ætlaði henni stærst-
an hlut í þjóðlífinu.
Sjómannafélögin, Bámfélags-
deildir, spretta upp í verstöðv-
um Suðvesturlandsins á þessum
ámm. I>eim tekst að verða meira
og minna opinberlega viður-
kenndir aðilar af hálfu sjó-
manna við kjarasamninga, og
þar kom að Bámfélögin vom
við ýmis tækifæri viðurkennd
Framhald á 6. síðu.
fyrstu samtök íslenzkra sjó-
manna, sem Ottó hafði átt
mikinn þátt í að stofna höfðu
nú víst flest lifað sitt fegursta.
Þá var verkamannafélagið
Dagsbrún eins árs gömul, vart
farin að taka tennur. Á þessu
ári getur Ottós fyrst i sögu
Dagsbrúnar, svo ég viti. Hann
vakti þá máls á því á fundi, að
menn beittu sér fyrir stofnun
félagsbrauðgerðar. Innan Dags-
brúnar bar um það leyti tölu-
vert á hugmyndum um stofnun
pöntunarfélaga til að afla
verkamönnum lífsnauðsynja á
skaplegra verði en þeir áttu við
að búa undir alveldi kaup-
manna. en tillaga Ottós um fé-
lagsbrauðgerð var ekki fram-
kvæmd að þessu sinni. Tíu ár-
um síðar rættist draumurinn:
Alþýðubrauðgerðin varð fyrsta
sameign íslenzkra verkalýðsfé-
laga.
Á þessu sama ári, 1907, var
reynt að stofna heildarsamtök
með íslenzkum verkamönnum
og koma á fót fyrsta stjórn-
málaflokki þeirra, Verkamanna-
sambandi íslands. Ottó N. Þor-
láksson var einn af frumkvöðl-
um þessa sambands og átti sinn
þátt í, að Dagsbrún gerðist að-
ili að því. Nú munu þeir vera
sárafáir meðal fslendinga er
hafa nokkra hugmynd um. að
Verkamannasamband fslands
hafi verið til, og því þykir mér
skylt að rifja stuttlega upp
stefnuskrá þessa félagsskapar,
sem Ottó N. Þorláksson stofn-
aði ásamt samherjum sínum
í bernsku íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar, ef vera kynni að
núlifandi kynslóð minntist
þess, hverjir orðuðu fyrstir þau
lífsréttindi. sem hún býr við
í dag.
f stefnuskrá Verkamanna-
sambands íslands stendur sú
staðhæfing fremst að vinnan
sé móðir allrar velmegunar og
að arðurinn af vinnunni gangi
til þeirra. er taka þátt í henni.
Þá er þess krafizt, að allir
menn, karlar og konur. bæði
giftar og ógiftar, sem eru 21
árs að aldri, hafi óbundinn
kosningarrétt. Skylt er að kon-
ur hafi jafnrétti á við karl-
menn í stjórnmálum, atvinnu-
málum og menntamálum. Öll-
um skal veitt ókeypis fræðsla
fram að vissum aldri. Öreiga-
styrk skal veita öllum, er ekki
geta séð fyrir sér sjálfir, án
þess að missa nokkurs í af
réttindum sínum. Stofna skal
sjúkrasjóði og styrkja ■ af al-
mannafé. Engir aðrir en bú-
settir menn í landinu méga eiga
fasteignir, fossa, ítök, nám-
ur eða reka atvinnu í því eða
landhelgi þess. Fullt sjálfstæði
íslands skal viðurkennt.
Þessi voru helztu atriðin í
stefnuskrá Verkamannasam-
bands íslands, sem fáir muna
nú lengur að var til, en lifði
þó allt fram til ársins 1911.
Þessi fyrstu stjórnmálasamtök
íslenzkra verkamanna eru
tengd manndómsárum Ottós N.
Þorlákssonar og voru einn
þeirra drauma hans. sem áttu
eftir að rætast.
Alla stund frá því að Ottó
N. Þorláksson fór af sjónum
var verkamannafélagið Dags-
brún helzti vettvangur starf-
semi hans. Frumbýlingsár þessa
félags eru æði forvitnileg. Dags-
Framhald á 6. síðu.
Ottó og Carolina Sicmsen daginn fyrir 60 ára hjúskaparafmæli
i