Þjóðviljinn - 17.08.1966, Síða 6
g SH>A — ÞJÖÐVILJ.NN — Miðvikudagur 17. ágúsfc 1966.
OnO N. ÞORLAKSSON
Ottó ávarpar fundarmenn á 50 ára afmæli Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar 26. jan. 1956.
Framhald af 5. síðu.
af stjómarvöldum Iandsins sem
málsvari sjómannastéttarinnar
og aðili af hénnar hálfu. Þau
létu baejarmál, aJmenn stjóm-
mál og löggjafarmál til sín
taka og þjóðkunnir menn komu
á fundi þeirra og fluttu þar
erindi og ræddu við sjómenn.
Sjómennirnir, skútukarlam-
ir, nutu ekki mikils álits í
mannfélaginu um það bil sem
Eárufélögin voru stofnuð; um
það eru samtímaheimildir til-
tækar. Augljóst er að samtök-
in hafa átt drjúgan hlut að því
að sjómenn réttu úr sér og
áunnu sér allt annað orð og við-
urkenningu. Ottó skildi það rétt
að þennan fyrsta áfanga ís-
lenzkra sjómannasamtaka þurfti
að berjast jöfnum höndum gegn
ofdrykkju sjómanna og fyrir
kjaramálum þeirra. Enda vann
hann drjúgt starf í Góðtempl-
arareglunni, allt frá því að þau
Carólína gengust fyrir stofnun
sjómannastúknanna i Reykja-
vík, og átti um árabil sæti í
framkvæmdanefnd Stórstúku Is-
lands.
Bárufélögin urðu dýrmætur
skóli í starfsemi verkalýðsfé-
laga, og kemur sú þjálfun víða
fram næstu áratugi, ekki sízt
í starfi Ottós og fleiri í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún, og
hjá Jóni Guðnasyni, Jóni Bach
og fleirum í Hásetafélagi
(síðar Sjómannafélagi) Reykja-
víkur. Verður brautryðjenda-
starf Bárufélaganna í íslenzkri
verkalýðshreyfingu seint ofmet-
ið.
Ottó varð snemma Ijóst að
nauðsyn var að stofna lands-
samband verkalýðsfélaga. Báru-
félögin mynduðu með sér sam-
band, sem nefndist Stórdeild
(sbr. Stórstúka) og var Ottó
formaður hennar. Næst er gerð
tilraun með stofnun landssam-
bands íslenzkra verkalýðsfélaga
með Verkamannasambandinu
1907 og var Ottó lífið og sálin
í þeirri tilraun ásamt Pétri G.
Guðmundssyni, Þorvarði Þor-
varðssjmi og Pétri Zóphanías-
syni. Sambandsstofnun þessi er
hin merkasta, ekkí sízt vegna
hinnar sósíalistísku stefnuskrár
er sambandið setti sér. En sam-
bandíð varð skámmlíft. Ix>ks
á Ottó svo frumkvæðið að þeirri
tilraun sem heppnaðist, ntofn-
un AJþýðu~ambands Islands
1916; en wm barm merka ævi-
flokkunum, lyfti íslenzkri sjó-
mannastétt og verkalýðshreyf-
ingu á Islandi wn mörg og
örðug þrep.
Ungur og stórhuga kaushann
sér vitandi vits fátækt ogfylgd
með stórri hugsjón, sem Þor-
steinn Erlingsson orðar eins
látlaust og unnt er í kveðju til
Bárufélaganna:
„Að reyna að tryggja sína
og sitt, og samt að vera maður“.
Ég kveð hann með djúpri
virðingu fyrir trúmennsku með-
3.
þátt hans ritar Sverrir Kristj-
ánsson hér á eftir.
□
Ottó var háseti, stýrimaður,
og skipstjóri á skútum þar til
nokkrum árum fyrir fyrri
heimsstyrjöldma að hann tók
að stunda vinnu í landi, eyrar-
vinnu, fiskmat og fleira, lengi
stundaði hann hrognkelsaveiði
frá Reykjavík. Hann átti löng-
um heima í Vesturbænum, að
heita má allan sinn búskap í
sama húsinu, Vesturgötu 29, en
frá 1936 áttu þau Garolina
heima á Nýlendugötu 13, í hlýju
skjóli Margrétar dóttur þeirra
og Ársæls Sigurðssonar manns
hennar, og til dauðadags. A,llt
fram á síöustu ár las Ottó
mikið blöð og bækur, fylgdist
vel með í stjómmálum og öðr-
um þjóðmálum en þó
verkalýðsmálum I sérstak-
lega, var óþreytandi' að sækja
fundi í flokksfélaginu ogflokks-
þing, fundi í Kaupfélaginu og
fleiri félagsskap. Minni og
skýrri hugsun hélt hann að
heita má allt til æviloka og var
lengst af heilsugóður en sjón-
in var farin að daprast. Hann
veiktist um miöjan júní í sum-
ar og var fluttur á Landakots-
spítala 29. júní. Svo virtist að
hann ætlaði enn að rétta við
en þyngdi svo á ný og andað-
ist síðdegis 9. ágúst.
□
Unaðsfagrir sólskærir sum-
ardagar. Ottó er dáinn en svip-
mót hans og ævistarf hefur
ekki vikið mér úr hug frá því
ég kvaddi hann helsjúkan.
I dag er sólskinið eínrátt í
Reykjavík, borginni hans sem
honum þótti vænt um oghafði
séð stækka úr fátæklegu þorpi
i ríkmarmlega horg. Sindrandi
birta á sundunum og vog-
um, um eyjamar og á Esju, um
allan víðan Flóann, höfnin
gárulaus og einkennilcga þög-
ul, stórskip bundin, litlir bát-
ar sem bærast ekki, hafnar-
verkamenn fjarri.
Heiðríkjan hæfir minningu
Ottós N. Þorlákssonar; ég kveð
hann í mildu sólskini, eldhug-
ann, brautryðjandann; manninn
sem í brotlausri fimmtán ára
baráttu Bárufélaganna ogfram-
haldi hennar í Dagsbrún, í Al-
þýðusambandinu, í verkalýðs-
Framhald af 5. síðu.
brún er á þessum árum svo
hljóðlát og fyrirferðarlítil í
bæjarlífinu, að leita verður
vandlega til þess að finna hana.
Og þó er eins og allir viti að
hún sé til, ekki sizt kaupmenn
bæjarins og útgerðarmenn,
sem eru helztu atvinnurekend-
urnir. Þeir þekkja Dagsbrún,
en vilja sem minnst um hana
tala. í raun og veru var Dags-
brún hálfgerð huldukona
Reykjavíkur, en gerði þó eng-
um mein, ef þeir létu hólinn
hennar í friði. Dagsbriin var ó-
áleitin og gædd miklu lang-
lundargeði. Það liðu þannig
fimm ár, frá 1908 til 1913, að
hún fór ekki fram á kauphækk-
un. En á því ári krafðist hún
fimm aura hækkunar á tíma-
kaup. Þetta ár, 1913, var Ottó
N. Þorláksson ritari Dagsbrún-
ar. í þessari launadeilu reyndi
mjög á þolrif félagsins, því að
atvinnurekendur reyndu að
lengja vinnndaginn um tvær
stundir, úr 10 í 12 stundir
gegn því að ganga að kaup-
hækkun um íimm aura. Af
gerðabókum Dagsbrúnar má
ráða, að hiti var hlaupinn í
menn, því að hrópað var um
allan salinn: Við vinnum ekki
í heila viku heldur en að láta
undan! Það var engum blöðum
um það að fletta: huldukonan
bjóst til að verja hólinn sinn.
Þetta sama ár gerði Dags-
brún íyrsta skriflega kaup-
samning sinn við Kirk, hinn
danska verkfræðing, er stóð
fyrir hafnargerð í Reykjavík.
Hann varð að ganga að hinum
sömu kostum og íslenzkir at-
vinnurekendur, en fékk lætt
inn í samninginn því ákvæði,
að kaupgjaldið skyldi haldast
óbreytt til ársloka 1916. Engan
gnmaði þá, að heimsstyrjöld
væri skollin á eftir ertt ár og
verðlag allt mundi hækka upp
úr öllu valdi.
í hálft annað ár urðu verka-
menn að bera dýrtíðina bóta-
laust, en hinn 10. júní 1915 var
fundur haldinn í Dagsbrún að
óskorun 17 félagsm'anna og
hafði Ottó N. Þorláksson orð
fyrir þeím. Hann krafðist þess
að almennt tímakaup yrði 'enn
hækkað um fimm aura, í 40
aura á klukkustund. Þótt ís-
lenzkir atvinnurekendur skír-
skotuðu til kaupsamnings Dags-
brónar við Kirk hinn danska
frá 1913 urðu þeir þó að láta
undan og ganga að kostum fé-
lagsins.
Sama ár og Dagsbrún braut
af sér kaupbindinguna fyrir^
forgöngu Ottós N. Þorláksson-
ar, gerðust þau tíðindi í félag-
inu, sem áttu eftir að draga
mikinn slóða. Iiinn 28. október
1915 ílutti Ottó N. Þorláksson
ræðu á íundi félagsins um
íramtíðarhorfur þess. Hann var
óvenju hvassyrtur, leit yfir lið-
in ár, gagnrýndi starfsemi fé-
lagsins á líðandi stund og
orðaði viðfangsefnin, sem fram-
undan væru. í fyrstu hefði
verið mikill áhugi hjá félags-
mönnum, fjöldi manna hefði
streymt inn í Dagsbrún. Þá
hefðu menn vonazt eftir ein-
hverju. En svo hefði áhuginn
an ævin entist við hug-
sjón verkalýðshreyfingar og
sósíalisma. Kveð hann og
þakka honum að hann
veitti mér sýn í týnda heima
horfinnar sögu og marmlifs á
Islendi — þakka vináttu hans
sem ég fæ aldrei launað.
Starf hans og nafn mun ætið
lifa með Islendingum.
14. 8. 1966,
Sigurður Guðmundsson.
dofnað smátt og smátt. Á þessu
yrði að verða breyting. Félag-
ið þyrfti að breytast eins og
tímarnir. Nokkrir félagsmenn
væri vinnuveitendur og yrðu
þeir að verða á brottu úr félag-
inu. Stjórnin og deildarstjórn-
irnar vanræktu störf sín og
félagsmenn vildu ekkert fyrir
félagið gera, nema það færði
þeim aura beint í vasann. Hann
sagði að Dagsbrún yrði að
skipta sér meira af bæjarmál-
um og jafnvel alþingiskosning-
um og til þess þyrfti það að
fá aðstoð annarra alþýðufélaga
í bænum og stofna verka-
mannasamband. Að lokirmi
ræðu sinni lagði bann fram
svolátandi tillögu:
Fundurinn óskar eftir að
samband komist á milli Dags-
brúnar, Hásetafélagsins, Verka-
kvennafélagsins, Prentarafé-
lagsins og Bókbindarafélagsins,
og kýs 2 menn til að koma því
í framkvæmd í samráði^ við
væntanlegar nefndir úr ofan-
greindum félögum.
Tillaga þessi var samþykkt.
Og nú var eins og verkalýður
Reykjavíkur hefði brugðið
blundi. í bæjarstjórnarkosning-
unum í janúar 1916 fékk listi
verkamanna þrjá menn kosna
og vann þannig stórkostlegan
pólitískan sigur þegar í fyrstu
lotu. Nokkrum vikum síðar,
hinn 12. marz var Alþýðusam-
band íslands stofnað og Ottó
N. Þorláksson kjörinn fyrsti
forseti þess og gegndi hann því
starfi fram á haust sama ár.
Þá taldi Alþýðusambandið 650
félagsmenn.
Þess gerist ekki þörf að
rekja nánar árangurinn rf
brautryðjandastarfi Ottós N.
Þorlákssonar og þeirra manna,
er með honum unnu. Hver vinn-
andi maður í landinu getur í
dag borið þeim árangri vitni.
Og nú minnist ég þess, að á síð-
astliðnum vetri, er Alþýðusam-
bandið var háifrar aldar gam-
alt, ræddi ungur blaðamaður
við Ottó N. Þorláksson í út-
varpi og spurði hann, hvort
honum fyndist ekki mikið hafa<;>
áunnizt. Öldungurinn svaraði
og hvessti lítið eitt ellimóða
röddina: Ekki nóg! Það voru
síðustu orðin, sem hann mælti
til íslenzku þjóðarinnar.
Og þá er að lokum ekki ann-
að eftir en að votta honum látn-
um fátæklegt þakklæti fyrir rík-
an ávöxt af starfi langrar
mannsævi.
Sverrir Kristjánsson.
Hrökk út á
götuna
Um kl. hálfníu í fyrrakvöld
varð allharður árekstur milli
tveggja fólksbifreiða á mótum
Hagamels og Furumels. Bílarnir
skemmdust talsvert og eldri
kona, farþegi í öðrum þeirra,
hrökk út á götuna. Var hún flutt
á Slysavarðstofuna, en meiðsl
hennar reyndust ekki alvarleg.
Merkur brautryðj-
andi kvaddur
Alþýðusamband íslands minnist með virðingu og þökk
fyrsta forseta sins, Ottó N. Þorlákssonar, sem lézt 9. þ.m.
94 ára að aldri og er til moldar borinn í dag.
Ottó var reynslulítill unglingur — aðeins 22 ára gam-
all — þegar hann, þá nemandi í Stýrimannaskólanum, réðst
í stofnun fyrsta sjómannafélags á fslandi — Bárunnar í
Reykjavík. Þar með voru fyrstu sporin stigin á merkri
braut félagsmálanna.
Af stofnun Bárunnar spratt merkileg hreyfing hags-
munasamtaka sjómanna; Bárufélögin, og var Ottó N.
Þorláksson aðal forystumaður þeirrar hreyfingar. Er saga
Bárnfélaganna mikil og öll hin merkasta.
Þegar fyrsta tilraunin var gerð til stofnunar landssam-
taka verkalýðsfélaganna árið 1907, með stofnun Verka-
mannasambands íslands, var Ottó N. Þorlákssyni enn fal-
ið forystuhlutverkið.
Og enn er það Ottó N. Þorláksson, sem hreyfir þvi í
verkamannafélaginu Dagsbrún haustið 1915, að nú beri
að reyna að tengja verkalýðsfélögin samstarfsböndum,
beina orku þeirra í einn farveg. Það er þessi tilraun sem
leiðir beint til stofnunar Alþýðusambands íslands vet-
urinn 1916.
Það var því nokkurn veginn sjálfsagður hlutur, að mað-
urinn með þessa forsögu í félagsmálum verkafólks og sjó-
manna, auk félagsreynslu sinnar úr Góðtemplararegl-
unni, yrði kjörinn forseti Alþýðusambands fslands á stofn-
þingi þess árið 1916.
Ottó N. Þorláksson er því maðurinn, sem öllum öðrum
fremur hefur staðið við vöggu íslenzkra verkalýðssam-
taka. Þann mann kveður íslenzk verkalýðshreyfing, já,
íslenzka þjóðin, í dag.
Ottó var mikill gæfumaður í cinkalífi sínu og hans
mikla gæfa er sú að hafa séð veikan gróður vaxa og dafna,
unz af varð mikill meiður, sem nú teygir Iim sitt um gjörv-
allt ísland. f nafni Alþýðusambands fslands þakka ég
Ottó N. Þorlákssyni að leiðarlokum allt hans mikla og
merka brantryðjandastarf í íslenzkri verkalýðshreyfingu, og
sendi eftirlifandi ástvinum hans hlýjustu samúðarkveðjur.
Alþýðusamband fslands taldi sjálfsagt að heiðra fyrsta
forseta sinn með því að kosta útför hans.
F.h. Alþýðusambands íslands
HANNIBAE VAEDIMARSSON.
Kveija frá ÆF
Æskulýðsfylkingin, samband ungra
sósíalista á Islandi, færir Ottó N. Þor-
lákssyni innilegar þakkir fyrir langt og
heilladrjúgt starf í þágu íslenzkrar al-
þýðuhreyfingar og baráttu fyrir fram-
gangi sósíalismans á Islandi. Ættingjum
og íslenzkri alþýðu vottum við samúð
okkar.
Framkvæmdanefnd ÆF.
útvarpið
13.00 Viö vinrruna.
15.00 Miödegisútvarp. Oppert
leikur stef um tilbrigði eftir
Hallgrím Helgason. Philharm-
onía leikur fbrleik að óper-
unni Fidelio eftir Beethoven;
Klemperer stjórnar. Rothen-
berger syngur tvær aríur
Zabaleta leikur á hörpu
fantasíu op. 35 eftir Spohr.
Bream leikur á gítar ásamt
Melos hljóðfæraflokknum;
Arnold stjómar. Sinfóníusveit
Lundúna leikur sinfóníu í 3
þáttum eftir Stravinsky; Da-
vis stjómar-
16.30 Síðdegisútvarp. Ron Good-
win og hljómsveit hans leika
lagasyrpu. Bruck-kvartettinn
leikur n'okkur lög, syrpu af
lögum úr kvikmyndum. M.
Jackson syngur nokkur lög.
Errol Garner leikur lög á
píanó og Paul Weston og
hljómsveit hans leika þrjú
( lög-
18.00 Lög á nikkuna- Contino
og hljómsveit hans leikur,
Yankovic og félagar hans
syngja og leika og Franzen
leikur dansa frá Norðurlönd-
unum.
20.00 Daglegt mál.
20.05 Efst á baugi.
20-35 Samleikur á fiðlu og
píanó- Francescatti og Casa-
. desus leika sónötu nr. 10 op.
96 eftir Beethoven.
21.00 Lög unga fólksins- Bergur
Guðnason kynnir-
22.15 Kvöldsagan: Andrometa.
22-25 Guðni Guðmundsson
kynnir ýmis lög og smærri
tónverk-
23.25 Dagskrárlok.