Þjóðviljinn - 17.08.1966, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 17.08.1966, Qupperneq 10
ISnsýningin 1966: Uppsetning á sýn- iigarmunum hafin Allur undirbúningur fyrir íðn- sýninguna 1966 gengur sam- kvæmt áætlun- Er lokið uppsetn- ingu sýningarstúkna fyrir um 140 sýnendur, sem munu nú taka við stúkum sínum og hefjast handa um skreytingu þeirra og koma sýningarmunum fyrir. Þeirfyrstu eru þegar byrjaðir á því verki. Stærstu sýningarstúkuna hefur Sláturfélag Suðurlands. Hraðað hefur verið ýmsum framkvæmdum við Sýningar- og íþróttahöllina í Laugardal vegna' Iðnsýningarinnar, m. a. hefur verið unnið að frágangi í and- dyri og aðalsal. Ýmislegt verður gert utan húss til skreytinga óg, til að vekja at- Fulltrúaráðs" fundur Fundur verður haldinn í fulltrúaráði ÆFR í kvöld kl. 8.30. — Fundarefni: Starfið framundan. Upplestur Annað kvöld kl. 8.30 mun Jón frá Pálmholti lesa upp nýja frumsamda smásögu sem væntanlega á eftir að vekja athygli þó að draga megi í efa að hún fáist birt á næstunni. Fylkingarfélagar Síðasta helgarferðin á þessu sumri verður farin helgina 21.—22. ágúst. — Verður farið til hins fagra staðar Þórsmerkur. Félag- ar eru hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. Allar nánari upplýs- ingar um förina og skrá- setningu í hana eru veitt- ar í símum 17513 og 50308. ÆFH. Bæjarsfjórnin fer ■ r a r I í kvöld, ef veður leyfir, fer fram á íþróttavellinum við Fífu- hvammsveg hinn árlegi stórleik- ur milli bæjarstjómar Kópavog^ (úrval) og meistarafl. Breiða- bliks- Búizt er við tvísýnni viður- eign og munu Breiðabliksmenn reyna eftir megni að stöðva 2ja ára sigurgöngu bæjarstjórnar, en þar eiga þeir við ramman keip að draga, því grunur liggur áað bæjarstjórnin hafi æft af kappi undanfarið. Á undan nefndum leik keppa í þriðja aldursflokki Breiðablik og Víkingur og hefst sá leikur klukkan 8. Fólk er eindregið hvatt til að fjölmenna og sjá skemmtilega leiki- Allur ágóði rennur í utanfar- arsjóð Knattspyrnudeildar Breiða bliks. Laus hverfi Blaðburðarböm óskast eftirtalin hverfi: Vogar Laufásvegui* Leifsgata . Reykj avíkurvégur ÞJÓÐVILJINN sími 17-500. hygli á sýningunni- Fyrirhugað er að reisa stóra grind úr stál- pípum í grennd við húsið og á hún að vera táknræn fyrir iðn- að-inn- Hópferðir á sýninguna. Til að auðvelda fólki úti 4 landsbyggðinni að komast á sýninguna verða sérstakar hóp- ferðir skipulagðar í því skyni- Mun ferðaskrifstofan Lönd & Leiðir annast hópferðir frá flest- um hinum stærri kaupstöðum og kauptúnum. Þá mun sérstakur strætisvagn fara úr miðborginni á hálftíma fresti með sýningargeSti. Auglýsiíigaspjöld á' sýningar- svæðinu. Fyrirtæki, stofnanir og aðrir aðilar, sem ekki taka þátt í sýn- ingunni, eiga þess kost að aug- lýsa á spjöldum, sem sett verða upp á sýningarsvæðinu. Spjöldin verða af tveim stærðum, 1% og 3 fermetrar. Iðnsýningarnefnd hefur samið við Jpn Ragnarsson, veitinga- mann,' um að annast allar veit- ingar á sýningunni- Verða á boð- stólum heitir og kaldir réttir, smurt brauð, kaffi og kökur, öl, j gosdrykkir, tóbak o.s.frv. Unnið er að uppsetningu sýniugarstúka. Einn nýr sérfræðingur sl. 15 ár Brýn þörf á betrí afctöfa □ Zontaklúbbur Reykjavíkur hefur á undanförnum ár- um unnið mikið starf til h’jálpar heymardaufum, og'kynnti klúbburinn þessa starfsemi sína fyrir blaðamönnum í fyrra- kvöld. Einnig var kynntur á fundinum íslenzkur læknir, Stefán Skaftason, sem sl. 10 ár hefur starfað í Svíþjóð og síðustu 3 árin verið aðstoðaryfirlæknir við Central-sjúkra- húsið í Kalmar, en Stefán er sérmenntaður í háls-, nef- og eyrnalækningum og hefur auk þess sérmenntað sig í upp- skurði á heyrnarskemmdum í miðeyra. Stefán er nú staddur hér á landi í sumarleyfi sínu, og að- spurður, hvort hann hygðist koma hingað til starfa, sagði Stefán að það væri sín heitasta ósk sem 'flestra annarra ís- lenzkra lækna erlendis að fá starfsaðstöðu hér heima, en erf- itt er að leysa vandamál hinna fjölmörgu sem þjást af heyrn- ardeyfu hér á landi, fyrr en komið hefur verið upp fullkom- inni háls- nef- og eyrnadeild, eins og í öllum öðrum lönd- um. Þess má geta að sl. 15 ár hefur aðeins einn sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum komið til starfa á íslandi. Heyrnarskemmdir Sagði Stefán, að heyrnar- skemmdir væru tvenns konar: í fyrsta lagi skemmd á miðeyra, sem stafar af bólgu eða ígerð, og mun láta nærri að um 400 aðgerð læknað, en heýrnartæki geta hjálpað. Heyrnarvernd Önnur hlið á starfi læknanna er að skipuleggja svokallaða heyrnarvernd, þ.e.a.s. að ná til sjúklinganna og koma þeim til læknisaðgerða ef með þarf. Er sérlega mikilvægt að uppgötva sem fyrst heyrnardeyfu í börn- um, en á þessu er mikill mis-1 brestur hér á landi, sérstaklega úti á landsbyggðinni, og eru þess mörg dæmi að skólabörn hafa fengið þann dóm hjá kennara sínum að þau séu svo heimsk að þau geti ekki lært, en siðar komið í ljós að einungis vegna heyrnardeyfu hafa þau ekki get- að notið kennslunnar. Segir sig sjálft að á sviði heyrnarverndar er hér mikið ó- unnið starf, en með góðri skipu- lagningu og notkun tækja til heyrnarprófunar ætti að vera hægt að finna hvert einasta barn sem þjáist af heyrnardéyfu. Fjöl- mörg ný tæki hafa verið fund- in upp á síðustu árum til heyrn- arprófunar, flest einföld í notk- un og ættu t.d. sérmenntaðar hjúkrunarkonur að geta létt þessu stárfi af læknunum. Hef- ur ungverskur verkfræðingur, sem starfar í Bandaríkjunum, Beksy að nafni, fundið upp fullkomnara heyrnartæki en áð- ur þektist, og hlaut hann Nób- Framhald á 7. síðu. 33 skip mei nmrrí 6000 lestír síldar Miðvikudagur 17. ágúst 1966 — 31. árgangur — 192. tölublað. 2000 tonna skip í framtíðinni UnniS að stækkun Slippstöbvarínnar Stærsta skipi sem hingað til hefur verið smíðað liérlendis, var hleypt »f stokkunum sl. laugardag. Skipið er Sigurbjörg OF, 346 lesta stálskip, smíðað hjá Slippstöðinni á Akureyri. í viðtali við Þjóðviljann í gær sagði framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar, Skapti --oKcls:: :, að nú væri unnið að stækkun slippsins og gengi vel. Slipp- stöðin hefur í smíðum viðbótar- hús, 22x28x80 metra að stærð á það að verða tilbúið í haust. í ráði er að stækka slippinn svo hægt . _ ,.ð smíða þar allt 2000 tonrií skip og hefur í því skyni verið samið við Pólverja um smiði nýrrar dráttarbrautar. Munu þær framkvæmdir hefjast næsta ár. Sigurbjörg OF 1 er fyrsta stálskipið sem Slippstöðin smíð- ar, en þegar er byrjað á öðru stærra, 48» tonna fiskiskipi fyrir Eldborgu h.f. í Hafnarfirði. Einn- ig hefur verið samið um smíði 480 tonna skips fyrir Sæmund Þórðarson í Stóru-Vatnsleysu. Kristmann enn gegn Thor: Eins og menn muna féll dómur í meiðyrðamáli Kristmanns Guð- mundssonar gegn Thor Vil- hjálmssyni og þótti mönnum Kristmann vart hafa erindi sem erfiði, hlaut 5000 krónur í miska- bætur. F.kki vantar þó, að fast er eftir fé þessu gengið. Thor hefur verið erlendis undanfar- ið og þegar hann kom heim beið hans tiikynning þess efnis, að búið væri að gera fjárnám í bifreið hans til lúkningar skuld- inni! Fréttamaður Þjóðviljans hitti íslendingar þjáist af slíkum Veður var gott á síldarmiðun- *Húni II. HU 82 heyrnarskemmdum, en flestum úm fyrra sólarhring og góð Elliði GK 110 er haígt að bæta heyrnardeyf- veiði 180-190 mílur ASA og SA Gunnar SU 150 una sem af slíkum skemmdum að austri frá Dalatanga. Siglfirðingair SI 210 stafar. Nú er farið að operera 33 skip tiikynntu um afla, Ámi Magnúss. GK 210 slíka sjúklinga með aðstoð smá- samtals 5.976 lestir. Sig. Jónsson SU 212 sjár, og sagði Stefán að það RALATANGI. lestir. Sveinbj. Jakobss. SH 140 hefði glatt sig mjög að sjá að Garðar GK 160 Halldór Jónsson SH 160 Erlingur Þorsteinsson læknir er Stapafell SH 50 Kristján Valgeir GK 340 farinn að gera slíkar aðgerðir Sigurfari AK 160 Auðunn GK 160 hér. Lómur KE 280 Þrymir BA 150 í öðru lagi er um að ræða Keflvíkingur KE 320 Súlan EA 260 skemmdir í heyrnartaug eða í Reykjanes GK 170 Ól. Friðbertsson ÍS 140 heila, sem geta m.a. stafað af Haraldur AK 190 Helga Björg HU 86 því að móðir hefur fengið Huginn II- VE 250 Ólafur bekkur OF 145 rauða hunda um meðgöngutím- Krossanes SU 245 Ingvar Guðjónsson SK 180 ann, og er ekki langt síðan um Héðinn ÞH 200 Skálaberg NS 60 20 böm fæddust hér með slík- Bára SU 120 Vigri GK 150 ar heyrnarskemmdir. Þessar Gullfaxi NK 230 Óskar Halldórsson RE 170 skemmdir getur enginn skurð- Bjarrni II. EA 386 Sólrún IS 100 Breytingar á fund- um hernámsand- stæðinga nyrðra Fundur sá, sem auglýstur var á vegum hernámsandstæðinga að Laugum í Þingeyjarsýsiu á laugardaginn, feilur niður þar eð húsnæði hefur ekki fengizt þann dag. Hinsvegar verður héraðsráðstefna . hernámsand- stæðinga á Akureyri haldin kl. 4 síðdegis á Iaugardag en ekki sunnudag eins og auglýst hafði verið. Nánar verður skýrt frá héraðsráðstefnum hernámsand- stæðinga í blöðum á morgun. Thor sem snöggvast í gær og innti. hann eftir þessari fjár- heimtu. Thor sagðist svo frá, að þetta skiptist i , áðurgreindar 5000 kr. til Kristmanns, 2000 væri krafizt í ríkissjóð en kdmi sex daga varðhald fyrir þar gjald þrýtur. Þetta er það eina sem Thor getur setið af sér af þessum sektum og gerir það að sjálfsögðu. Þá á Thor að greiða 2500 kr. fyrir tveggja ára öt- ult starf Ólafs Þorgrímssonar og kallast sá liðurinn málskostnað- ur. — Og enn er gert að greiða 2000 krónur í birtingarkostnað. Maður skyldi' nú ætla, sagði Thor, að skylt Væri að láta menn hafa nokkra viðvörun, en full- trúi Borgarfógetaembættisins, Raukur Davíðsson, staðfesti það í viðtali við mig, ég hitti hann raunar ekki fyrr en við ’ þriðju tilraun, að hefði ég komið heim svo sem mánuði síðar, hefði bíllinn verið seldur f.yrir mér þegjandi og hljóðalaust og án þess ég kæmi einföldustu vörn- um við. Þannig er lögfræðinga- mafían í þesum bæ. Ætli þeir gengju svona hart fram gegn Ól- afi Þorgrímssyni. þyrfti kannski einhverntíma að rukka hann með fógetavaldi, sagði Thor að lokum um l'eið og hann gat þess, að hann hefði sannað allt sitt mál og stæði við hvert sitt orð hvað sem dómsúrskurði liði. 2/a sólarhrínga við- dvölboiin nk. vetur Næsta vetur munu Loftleiðir bjóíja farþegum sínum tveggja sólarliringa viðdvöl hér á landi gegn vægu aukagjaldi. Er fé- lagið þegar tekið til við að kynna þetta nýmæli erlendis og hefur m.a. gefið út í því íjkyni lítinn myndskreyttan og smekk- legan auglýsingabækling. Þetta tveggja sólarhringa til- boð Loftleiða gildir á tímabil- inu frá október n.k. til maíloka næsta ár og greiða flugfarþegar 34 Bandaríkjadali fyrir gistingu á Loftleiðahótelinu þessa tvo daga, fæði og ferðir. Fyrri dag- inn er gert ráð fyrir skoðunar- ferðum um Reykjavík en síðari daginn verður farið til Hvera- gerðis. Tæp þrjú ár eru nú liðin síð- an Ltoftleiðir fóru fyrst að bjóða farþegum sínum á Ameríkuleið- um sólarhrings viðdvöl gegn hóflegu aukagjaldi. Tók að sjálf- sögðu nokkurn tíma að kynna þetta nýmæli erlendis, eh eftir að kynningarstarfið tók að bera* árangur hafa æ fleiri farþegar þegið boð Loftleiða og gert hér stuttan stanz á leið sinni vest- ur eða austur yfir hafið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.