Þjóðviljinn - 26.08.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVXLJINN — Föstudagur 26. ágúst 1966.
I
VIII. EM í frjálsíþróttum:
4. GREIN
Stórstígar framfarir í langhlaupum Jazy „favorítu á 5000 m
Roelants (Belgíu) gæti sigrað í 3000 m hindrun og á 10000
i
□ Á síðustu árum og eink-
um á því síðasta urðu geysi-
miklar framfarir í langhlaup-
um. Flestum eru afrek Clarke
frá Ástralíu frá í fyrra enn í
minni, þegar hann setti hvert
heimsmetið á eftir öðru. Jazy
og Keníubúinn Keino voru líka
að verki. Að margra áliti var
árið í fyrra aðeins byrjun-
in á stórkostlegri „byltingu“
í langhlaupum, sem nú á sér
stað. í>að sem áður — eða
fyrir 4—6 árum þýddi 14 mín
í 5000 m hlaupi þýðir nú
13.40,0 mín. Á þessu má sjá
hve framfarirnar hafa orðið
miklar.
Fyrir ári hafði Jazy tölu-
verða yfirburði yfir aðra
hlaupara í Evrópu á 5000 m
og hljóp þá á 13.27,6 mín. í
ár hefur Ungverjinn Mecsar
náð betri tima (13.36,6 mín)
en Jazy (13.38,2 mín.) en
þrátt fyrir það og svo hitt
að Wilkinson og Tulloh (Eng-
land), Makarov og Bajdjuk
(Sovétr.) og Norpoth (V-
Jazy
Þýzkaland) eru hlauparar
sem geta náð tíma um 13.36
mín mun varla nokkur efast
um að Jazy fer með sigur af
hólmi í Búdapest. Jazy, sem
nú er um þrítugt, hefur látið
í það skina að hann muni
hætta kepprti eftir EM.
□ Um 10.000 m hla\ipið
er svipaða sögu ,að segja og
um 5.000 metrana. Þar hafa
líka ný mörk verið sett á síð-
ustu árum. f ár hefur ungur
A-Þjóðverji, Júrgen Haase,
hlaupið á 28.12,6 mín og gæti
því orðið hættulegur þeim
Mecser frá Ungverjalandi og
Roelants frá Belgíu. Mecser
er „leynivopn“ Ungverja í
þessari grein og Roelants,
sem þekktari er fyrir hindr-
unarhlaup sín (Olympiusig-
urvegari 1964 og heimsmet-
hafi), átti næst bezta tíma
• sem náðist á lO.OOft m í heim-
inum í fyrra. En það er með
hann eins og Jazy — báðir
hafa sigurmöguleika í tveim
greinum — Roelants í 10.000
m og 3.000 m hindrunarhlaup-
inu. Roelants verður því að
velja og hafna og meta sigur-
líkur sínar en sjálfur hefur
hann lýst því yfir að hann
hlaupi fremur 10.000 m en
hindrunina. Sennilega hefur
hann líka „léttari" andstæð-
inga á 10.000 m þótt við
garpa eins og Haase, Mecser,
Chlystov, Dudov og Bajdjuk
(Sovétr.) sé að etja, en sá
síðastnefndi á að geta hlaup-
ið á 28 mínútum að áliti
landa sinna. í hindrunar-
hlaupinu má Roelants senni-
lega telja sovézku hlaupar-
ana Kurjan og Kudinski sína
skæðustu keppinauta en
einnig landi þeirra Morosov,
V-Þjóðv. Letzerich og Frakk-
inn Texereau geta veitt hon-
um harða keppni. Ef Roelants
hefur talað í alvöru þegar
hann í sumar sagði að hindr-
unarhlaupið í Búdapest ynn-
ist á 8.25,0 mín., en það væri
nýtt heimsmet, (núgildr.ndi
heimsmet á hann sjálfur
8.26,4) ætti valið fyrir hann
hvort hlaupið hann tekur
framyfir ekki að vera svo
erfitt.
Ein af RR.-400 flugvélum Loftleiða, Guðríður Þcrrbjarnardóttir, á Keflavíkurflugvclli.
,Land og Folk' tekur svari Loftleiða
í deilunni við SAS
□ Það er mikið
rætt um SAS og Loft-
leiðir þessa dagana og
yfírleitt munu borgara-
blöð á Norðurlöndum
hafa tekið málstað
SAS. í blaði danskra
kommúnista, „Land og
Folk“, birtist nýlega
grein þar sem þessum
málum eru gerð nokk-
ur skil. Fyrirsögnin er:
„Grófar fullyrðingar
SAS gegn Loftleiðum“,
og í undirfyrirsögn seg-
ir, að fyrirtækið haldi
því fram algjörlega
rakalaust að hafa ver-
ið „svikið“ um 32 milj.
danskra króna með ó-
heiðarlegri samkeppni.
Síðan segir „Land og Folk“:
SAS er þegar tekið að undir-
búa jarðveginn fyrir komandi
viðræður um þessi mál, en þær
viðræðnr hefjast þann 25. ág.
i Kaupmannahöfn. Að miklu
leyti munu viðræðurnar fjalla
um skiptingu lendingarleyfa
milli SAS og íslenzka flugfé-
lagsins Loftleiðir, en einn af
forstjórum þess svarar árásun-
um hér í blaðinu. Það kemur
ekki á óvart þeim er þekkja
til þessara mála, að SAS noti
þetta tilefni til þess nú þegar
að setja fram æsingakenndar á-
sakanir á Loftleiðir. Það hef-
ur SAS gert svo oft áður.
Sniðgengið
af SAS
Öll borgarapressan hefur
gleypt hráar fullyrðingar SAS,
sem fullyrðir að Loftleiðir hafi
rænt félagið nettógróða upp á
32 miljónir danskra króna und-
anfarin ár. SAS, sem ella fóðr-
ar „Land og Folk“ daglega með
plöggum um það, hvað félaginu
gangi ljómandi vel, hefur ein-
hverra hluta vegna látið hjá
líða að skýra blaðinu frá af-
stöðunni til Loftleiða.
SAS heldur því semsagt fram,
að fyrir samkeppnina frá Loft-
leiðum hafi félagið tapað þess-
um gróða. SAS heldur því enn-
fremur fram, að tala farþega
á leiðinni Skandinavía-Banda-
ríkin sé álíka stór með vélum
Loftleiða og SAS.
Að um það bil 15% lægra
verð farmiða hjá Loftleiðum sé
ójöfn samkeppni og
að Danmörk, samkvæmt
hlutabréfaskiptingunni í SAS
hafi beðið 9 milj. króna tap
— sem svari til 2,60 króna á
hvern danskan skattborgara.
Með því nú að þessar full-
yrðingar SAS eru í æpandi
mótsögn við sannleikann, hefur
„Land og Folk“ beðið H. Dav-
id Thomsen, hjá Loftleiðum,
um að ræða þessi mál,
SAS-tölurnar
falskar
Thomsen lætur svo um mælt:
— Að við höfum valdið SAS
nettótapi upp á 32 miljónir er
einfaldlega ómögulegt. Sé gert
ráð fyrir því, að SAS reikni
með 10% nettógróða á farmiða-
sölunni svarar það til þess, að
farmiðatekjur Loftleiða hefðu
verið 320 miljónir. Flutninga-
geta Loftleiða milli Skandi-
navíu og New York er ca.
16.600 sæti hvora leið. Sé reikn-
að með meðalverði fram og til
baka, 3.000 kr. hefur það í för
með sér, að Loftleiðir með
100% sætanýtingu hefðu haft
farmiðasölu upp á 49,8 miljón-
ir, og þar af má gera ráð fyr-
ir, að helmingurinn sé seldur
í Skandinavíu. Þar eð meðal
sætanýting Loftleiða síðastliðið
ár reyndist vera 76%, minnk-
ar farmiðaupphæðin niður í ca.
37,8 miljónir.
— Það þarf engan stærð-
fræðisnilling til þess að slá því
föstn, að þær tölnr, sem SAS
nefnir, eiga ekkert skylt við
staðreyndir, sagði H. David
Thomsen að lokum.
Því miður fer SAS oft eink-
ar frjálslega með staðreynd-
irnar. Af flugáætlunum sézt
það, að SAS býður árlega ca.
150.006 sæti milli Kaupmanna-
hafnar og New York. Ef far-
-þegatala SAS hefði verið jöfn
Loftleiða — eins og fram er
haldið — þýðir það aftur, að
sætanýting félagsins sé að-
eins 8%!
SAS heldur því væntanlega
ekki fram, að hver DC-8 vél
fljúgi aðeins með sex—sjö far-
þega og tekur hún þó • 131 f
sæti. Það getur varla verið,
að SAS sé þannig rekið ...
Krónur 2,60
Öll frambærileg rök brestur
fyrir því. að Loftleiðir haldi
með 15% lægri flugfargjöld-
um uppi ójafnri samkeppni við
SAS. Tími kostar peninga, og
það getur tæpast verið ósann--
gjarnt, að íslenzka flugfélagið
fljúgi fyrir ögn ódýrara verð
þegar þess er minnzt, að með
því félagi tekur ferðin um það
bil tvöfalt lengri tíma til New
Yor.k. Það er dýrara að ferðast
í hraðlest en öðrum lestum og
dýrara að taka leigubíl en spor-
vagn.
Framhald á 7. síðu.
Kcppcndur í kvennaflokki á stórsvigsmótinu í Kerlingarfjöllum.
Frá vinstri: Ilalldóra Ámadóttir Á, Guðrún Björnsdóttir Á, sig-
urvegarinn Jóna Jónsdóttir lsafirði, Marta Guðmundsdóttir KR,
Hrafnhildur Helgadóttir Á og Kristín Björnsdóttir Á.
Keppendur í karlaflokki á stórsvigsmótinu í Kerlingarfjöllum.
Frá vinstri: Ásgeir Úlfarsson KR, sigurvegarinn Haraldur Pálsson,
Leifur Gíslason, Sigurður Einarsson ÍR, Amór Guðbjartsson Á,
Georg Guðjónsson Á, Örn Kærnested A.
30 keppendm á stórsvigs-
mótinu í Keriingarfjöllum
' Kerlihgárfjailámótihu í sfór-"
svigi 1966 var sem kunnugt er
frestað vegna veðurs í júlí s.l.
en á laugardag, 20. ágúst, voru
keppendur komnir til leiks í
Kerlingarfjöllum og mótið fór
fram stuttu eftir hádegið í
hæðunum við Fannborg.
Veður var gott, sólskin og
logn og færið nokkuð hart,
grófur sunnansnjór. Mótsstjóri
var Valdimar Örnólfsson.
Keppendur voru um 30, frá
ísafirði, Ármanni, KR og ÍR í
Reykjavík. Úrslit urðu sem hér
segir:
KVENNAFLOKKUR: (32 hlið,
200 m. hæðarmism.). — sek.
Jóna Jónsdóttir, ísafirði 98,0
Marta B. Guðmundsd. KR 98,2
Hrafnhildur Helgad. Árm. 98,5
“ ‘Ú’RENGJAFLOKKUR? (32 híið,
200 m. hæðarmism.). — sek.
Eyþór Haraldsson ÍR 87,8
Tómas Jónsson, Ármanni 88,2
Har. Haraldsson, ÍR 94,0
TELPNAFLOKKUR: (25 hlið,
hæðarmism. 170 m.). — sek.
Margrét Eyfells ÍR 78,6
Jóna Bjarnadóttir Árm. 83,5
Edda Erlendsdóttir 94,5
KARLAFLOKKUR: (45 hlið,
hæðarmism.: 280 m.). — sek.
Haraldur Pálsson, ÍR 135,5
Leifur Gíslason KR 135,5
Sigurður Einarssqn ÍR 139,2
Georg Guðjónsson, Árm. 140,2
Ásgeir Úlfarsson KR 141,4
Arnór Guðbjartsson Árm. 142,6
HSÞ sigraii UMSE
i írjáisum íþróttum
■ í síðasta mánuði var háð
á íþróttavellinum að Lauga-
landi keppni í frjálsum íþrótt-
um milli Héraðssambands Suð-
ur-Þingeyinga og Ungmenna-
sambands Eyjafjarðar.
UMSE sá um mótið, en
mótsstjóri var Halldór Gunn-
arsson. Úrslit urðu þessi:
KARLAGREINAR:
Vilhj. Björnsson UMSE 4.32,8
Ármann Olgeirsson HSÞ 4.34,5
4x100 m boðhlaup: sek.
Sveit UMSE (Friðrik Friðbj.s.,
Jóhann Jónsson, Sigurður
Sigmunds.. Þóroddur Jó-
hannsson 46,5
Sveit HSÞ (Ágúst Óskarsson,
Gunnar Kristinsson, Sig-
urður Friðrikss., Haukur
100 m hlaup: sek. Ingibergsson) 48,0
Haukur Ingibergss. HSÞ 11,2
Sig. Sigriiundsson UMSE 11,3 Kúluvarp:
Friðrik Friðbjömss. UMSE 11,3 Guðm. Hallgrímss. HSÞ 13,82
Þóroddur Jóhannss. UMSE 13,68
400 m hlaup: sek. Þór M. Valtýss. HSÞ 11,99
Gunnar Kristinsson HSÞ 53,3
Marteinn Jónsson UMSE 55,7 Kringlukast: m.
Jóhann Jónsson UMSE 56,6 Guðm. Hallgrímsson HSÞ 42,15
Þór M. Valtýsson HSÞ 37,07
1500 m hlaup: mín. Þóroddur Jóhannss. UMSE 37,51
Gunnar Kristinss. HSÞ, 4.28,8 Framhald á 7. síðu.
»