Þjóðviljinn - 26.08.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.08.1966, Blaðsíða 8
3 slÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 26. ágúst 1966. í H Ú S I MÓÐUR MINNAR ' / Eftir JULIAN GLOAG er ekki hsegt, Willy. Það er kominn tími til að borða morg- unmat — við skultrm koma að borða. Hann rejmdi að taka> um höndina á Willy. Willy reyndi að komast að rúminu- Mamma talar alltaf Við mig fyrir nKa-gunmat. Farið þid út. Willy, þú getur það ekki- Hú- bert flýtti sér til hans og tók litla drenginn í fang sér. — Slepptu mér! Hann barðist um. Mamma, hrópaði hann- Segðu Húbert að hann eigi að sleppa mér. — Msrmna getur ekki heyrt til þin’, Willy. Hann lyfti drengnum upp. Willy barði hann af öllu afli með hnefánum í andlitið. — Mamma, mamma! hrópaði hann. Þan taka mig. Mamma, þan taka mig. Elsa hljóp til og tók um hand- leggina á honum. Hættu, Willy- Hsettu undir eins! Og Húbert fann hvemig litli kroppurinn varð spenntur og stífur í fangi hans. WiHy starði á Elsu- Hann var hvítur í framan. Hann dró að sér andann og hélt honum í sér og einbKndi á hana. — Svona, svona, nú er það betra, sagði hún og sieppti hand- Ieggjum hans. Taktu hann niður með þér, Húbert. Húbert gekk af stað og Willy hleypti ölhi loftinu í lungunum út í einu reginöskri. Mamma, hrópaði hann — og hrópið ■ fyllti húsið, þannig að hin bömin uppi á lbftinu hættu við það sem þau voru að gera og komu í næstu andrá hlaupandi niður stigann. — Berðu hafin niður, Húbert; sagði Elsa., —»Mamma, hrópaði hann aft- ur. Húbert þrýsti drengnum fast- ar að sér og bar hann útúr her- berginu. Börnin stóðu frammi í Hársrreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu oer Dó^ó Laugavegi 18 III hæð 'flyítaT SÍMI 24-6-16. P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SfMI 33-968. D Ö M U R Hárgrelðsla vlð allra hæfl. TJARNARSTOFAN Tjarnargötn 10, Vonarstrætls- megtn — Sími 14-6-62. ganginum og horfðu á hann stór- eygð, þegar hann hraðaði sér framhjá þeim. — Mamma! Mamma! Hann hélt hrópunum áfram. alla leiðina niður stigann. Það bergmálaði innaní honum með þúsund röddum. Það var ekki aðeins hróp Willys — það var hans eigin hróp og hróp Elsu og hróp allra systkipa hans sem stóðu efst í stiganum og horfðu á, náföl í andliti- Húbert fannst sem hann hefði viljað gefa hvað sem var til að þagga niður hrópin í litla drengnum. 7 Hann tók í róluna, lyfti henni og sendi hana til baka. Og upp flaug hún þar til tæmar á Willy snertu blöðin á eplatrjánum. Og svo niður Dg aftur upp. 8 — Fimm, sagði Húbert um leið og hann sleppti henni aftur. — Hærra, hærra! hrópaði Willy. — Sex. Gerty togaði í skyrtuna hans- Nú má ég, Húbert. Hún hopp- aði upp og niður við hliðina á honum. Upp og niður. Tíu sinnum fyr- ir hvort þeirra, og svo varð hann að fara aftur inn og gera verk- in sín. Sólargeislarnir síuðust gegn- um laufið og dönsuðu á rytju- legri grasflötinni. Það þurfti að klippa vorgrasið, en það var ekki gert fyrr en í maílók. Samt var næstum eins og komið væri sumar. 1 garðinum við næsta hús stóð herra Halbert í tröppunni sinni og klippti limgerðið. Rétt í þessu burstaði hann ímyndað blað af gljáandi skallanum- Þetta var nú meiri kollurinn — hann glóði í sólskininu. Húbert velti fyrir sér, hvort það væri satt að frú Halbert fægði hann á hverju kvöldi með ,.Mansion“fægilegi. Það var ekki að undra þótt herra Halbert gætti þess vel. Hann laut fram og klippti og rumdi og tók sér hvíld og strauk sér um skallann- Énginn hafði nokkum tíma heyrt Halbert gamla segja neitt — annað en góðan daginn. En það var á morgnana þegar þau vom á leið í skóla og þá leit Halbert aHt öðru vísi út, þegar skallinn var hulinn unétir hatti. Talið ekki við ókunnugt fólk, sem þið hafið ekki verið kynnt fyrir, sagði mamma alltaf. Kannski var Halbert gamli sama sinnis, — Nú er röðin komin að mér, Húbbi, sagði Gerty óþoEnmóð- — Átta, sagði Húbert. Bara tvisvar enn, Gert. Garðurmn hjá Halbert var snyrtilegur og finn, ekkert líkur þeirra garði. Þar voru fallega klipptir rósamnnar og grasflötin var klippt og skorin í slaufur og hringi og trjálundur í einu hominu og ótal runnamynstur. Halbert hafði meira að segja dreifara á garðslöngunni sem sagði sviss-sviss um leið og hann snerist í hringi. Stundum á sumr- in fór Húbert upp í herbergið sitt á daginn og horfði niður á Halberthjónin drekka te í garð- inum. Herra Halbert las blaðið og frú Halbert saumaði- Þau sögðu aldrei mikið. Það var eig- inlega synd og skömm — þessi fallegi garður — og þau gerðu aldrei annað en lesa og sauma. Lesa og sauma. Sauma og lesa. Tíu hrópaði Húbert. — Nú má ég, nú má ég! — Já, já, Gerty. Þegar Willy var kominn riiður, tók Húbert undir handleggina á Gerty og lyfti henni upp í sætið. Ég get farið hærra en Willy, af því að ég er stærri, er það ekki Húbert? — Við sendum þig hátt upp í loftið eins og dreka, Gerty. Hann tók um bakið á henni og sleppti. Varaðu þig á múrsteinunum, Willy, hrópaði hann. Múrsteinamir lágu í ólögulegri hrúgu á brúninni á því sem mamma hafði lofað að skyldi verða almennilegur, niðurgrafinn garður. Nú var þama bara stór ferhymd og rytjuleg hola í miðri grasflötinni. Herra Stork hafði komið á hverjum fimmtudegi og verið allan veturinn að grafa hana. Hann hafði sáð í hana grasfræi í byrjun marz, og bráð- um ætlaði hann að klæða hlið- amir með múrsteinum — göml- um, gulum múrsteinum, sem hann hafði einhvers staðar feng- ið fyrir lítið- Börnunum féll ekki vel við herra Stork — og ekki heldur við frú Stork, sem kom til að gera hreint. Gömlu kjafta- storkamir, sögðu þau um hjónin. Bæði frú Stork og maðurinn hennar — „tígrisdýrið mitt“ — voru miklar kjaftakindur og sér- lega dugleg að spyrja og hnýs- ast- Hið eina góða við þau, sagði mamma, var að þau voru ódýr. Ég veit meira um flugvélar en Stork veit um garðyrkju. ■ Stork og mas. Mas og Stork. Upp' og niður. Fram og til baka. Sex, sagði Húbert og sleppti ról- unni með föstu átaki. Hann lokaði augunum andar- tak og fann vorilminn alls stað- ar í kringum sig- Hann fann , daufan ilm af liljukonvöllum. | Hann opnaði augun og sá snyrti- , legar raðirnar af liljukonvöllum í dökkum skugganum undir hús- p veggnum. En liljukonvaliar hefðu sjálfsagt ekki prýtt garðinn hjá Halbert. Ósjálfrátt leit Húbert upp að herbergisglugga mömmu ' og síðan að herberginu sem hann , og Dunstan höfðu saman. Hann | sá hvítt andlit hverfa úr glugg- | anum. Þetta hlýtur að hafa ver- j ið Durstan, hugsaði hann. Og honum kólnaði einhvem veginn | innvortis. Það hafði komið fyr- ir áður, að hann hafði verið nið- ursokkinn í eitthvað, oftast að dunda við eitthvað á verkstæði sínu, og begar hann sneri sér við stóð Dunstan bar og horfði á hann. — Ég er bara að horfa á, sagði Dunstan begar hann var spurður. Leyfist kettinum að líta á kónginn. — Tíu — þetta var síðasta skiptið, Gerty. Hann dró úr ferðinni á rólunni. — Má ég ekki halda áfram að róla sjálf, Húbert? — Allt í lagi, en bú mátt ekki detta. Hann horfði upp í himininn og deplaði augunum til að losna við svimann eftir sveiflumar. Þrjú eða fjögur létt ský svifu inn á blámann. Hann andvarpaði. Hann langaði ekkert til að fara inn úr garðinum og sólskiniriu og frá rólunni. Það var sjálfsagt inni í húsinu. En það var mik- að gera og eftir kvöldmatinn var fundur- Willy var að búa til litla múrsteinshrúgu fyrir sjálfan sig. Hann sótti steinana í þungum þönkum og raðaði þeim, gekk fyrst újr skugga um að þeir væm ekki brotnir eða sprungnir. And- artak hugsaði Húbert að hann hefði viljað óska þess að hann væri eins og Willy. Hann bægði hugsuninni frá sér/en um leið og hann gekk að eldhúströppun- um velti hann fyrir séí, hvort þau myndu nokkurn tíma fá nið- urgrafinn garð núna: Hugsunin var eins og lítil hönd sem kreisti eitthvað innaní honum. w Plaslmó ÞAKREMNUR 0G NIÐURFALLSPIPUR RYÐGAR EKKI ÞOLIR SELTU 0G SÓT, ÞARF ALDREI AÐ MÁLA E <uT —! MarsMngCompanytif u IAUGAVEG 103 — SlMI 17373 þórður sfóari 48l?0 — Áhöfnin á Ethel II. er kvíðin .... Skyldi nú eitthvað fleira bila? Þess er ekki langt að bíða. Ein lykkjan sem reipið á ^'-kkunni rennur í gegn um rifnar frá og seglið slæst til og frá í storminum. — Þeim tekst fljótlega að gera viö lykjuna^ en Stanley er hætt að iítast á blikuna. Þetta eru of mörg óhöpp í einu. Keppnin sem honurn fannst svo spennandi þegar hann lagði að stað er honum nú einskis virði. Við þessar aðstæður er ekki hin minnsta von um sigur. • . S KOTTA — Hringdu í lækni, hún hefur legið þarna í allan dag og hlust- að á somu plötuna. TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRS LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK SÍMI 22122 — 21260 Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin O. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þióðleikhúsinu). GúmmívÍnnusíofan h.f. Skiphoiti 35 — Símar 31055 og 30688

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.