Þjóðviljinn - 26.08.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.08.1966, Blaðsíða 10
Ætiaði að gabba siökkviliðið en hlaut gistingu í Síðumúla I fyrrinótt var g«rð tilraun til þess að gabba siökkviliðið í Rcykjavík en upp komst um sökudólginn sem var kona og hlaut hún gistingu í Síðumúla fyrir tiltækið. Hringt var á slökkvistöðma um kl- 2 um nóttina og tilkynnt að eldur væri laus í skrifstofu verk- smiðjunnar Eddu að Barónsstíg 2. Var það kvenmaður sem sagði þessi tíðindi. Slökkviliðsmaður- inn sem varð fyrir svörum vissi hins vegar að engin verksmiðja með þessu nafni var til húsa að Barónsstíg 2. Hélt hann því núm- erinu t>g gerði lögreglunni strax aðvart og tókst með aðstoð bæj- arsímans að upplýsa úr hvaða simanúmeri þessi fregn hafði verið hringd. Var það á skrif- stofu við Laugaveg- Lögreglan fór þegar á staðinn og var þá heljarmikið „partý“. Kom í ljós að ein stúlkan sem þama var hafði gert sér það að leik að hringja í slSdkviliðið og fleiri að- iia til þess að gabba. Var hún að sjálfsögðu undir áhrifum á- fengis- Tók lögreglan stúlkuna í sína vörzlu og bauð henni gistmgu að Síðumúla fyrir til- tækið. Blandaður kór í Kópavogi Nökkrir áhugamenn í Kópa- vogi hafa ókveðið að gangast fyrir srbofnun blandaðs söngkórs í kaupstaðnum. Ef nægilega marg- ir hafa áhuga fyrir þessu er meiningm að taka til við aef- ingar _ strax í haust ofe hefur fengizt loforð hins þekkta tón- listarmanns, Jan Moravek, að harm taki að sér að stjómá kómtim. Þeir Kópavogsbúar sem yilja vera með f stofnun söngkórsins eru heðnir að hafa samband við einhvem eftirtalinna manna: Jan Moravek í sima 40685, Garð- ar Sigfússon í síma 40847, Skafta Ólafsson í síma 41739 eða Val Fannar í síma 40847. Forsætisráðherra fór utan í gær Bjami Benediktsson. forsætis- ráðherra, og kona hans, fóm til útlanda í gærmorgun og munu þau dveljast erlendis til 5. sept. n.k. (Frá forsætisráðuneytinu). Eitt af þeim fyrirtækjum sem sýna á Iðnsýningunni 1966 er Rammi h.f. í Keflavík, sem framleiðir tilbúna glugga og svalahurðir í húsbyggingar. Fyrirtækið er ungt, tók til starfa haustið 1965, og eigend- 'ur þess ungir trésmiðir, Haf- steinn Ólafsson og Sverrir Kristmundsson, sem voru að leggja síðustu hönd á sýning- arbás sinn í Laugardalshöll- inni þegar Þjóðviljinn náði tali af þeim. ' í>eir eru þarna með nokkrar gerðir glugga, ólíka að stærð og úr mismunandi viðarteg- undum, einnig svalahurð. f fljótu bragði virðast þessir gluggar ekki óáþekkir öðrum, sem notaðir eru í nýtízku hús: stórar rúður úr tvöföldu gleri, fallegur viður í grind- unum. En við nánari athug- un sést að á rúðurömmunum eru listar úr gerfiefni til þéttingar. — Já, það er einmitt þetta sem er nýjungin, segir Haf- steinn. Þettá er norskt pat- ent — Te-tu — sem við höf- um einkaleyfi til að smíða hérlendis. Þéttingin byggist á þéttiköntum úr gerfiefni, eitt- hvað líku næloni, sem liggja í rauf á lausa rámmanum. Það er algjör vélvæðing yið framleiðsluna og engin smíði í þessu, ef notaðir eru glugg- ar með einni heilli rúðu. Hins vegar vilja flestir hér hafa póst öðru megin og opna þá aðeins* litlu rúðuna og stafar þessi smekkur sjálf- sagt af því að þéttingum hef- ur löngum verið ábótavant. Þéttingin hjá okkur á að vera hundrað prósent örugg og því bezt að sleppa öllum óþarfa póstum. — Eru þessir gluggar dýr- ari eða ódýrari en aðrir? — Þeir koma til að verða miklu ódýrari þegar stöðlun er komin á þetta, t.d. verður lækkunin þá bara á tvöfalda glerinu sjálfu 25—30 prósent fyrir utan lækkun á vinnu- kostnaði. Við verðum með upp- undir tíu staðlaðar stærðir af gluggum og það munar gífur- J.ega miklu á vinnuhraða hvort við smíðum staðlaðar stærðir, sem hægt er að vinna alger- lega i vélunum, eða afbrigði- legar, sem þarf þá meira og minna hbndverk við. Sérstak- lega er það slæmt þegar menn eru með mismunandi stóra glugga í húsinu. þá næst eng- inn hraði. — Það eru þá arkitektarnir sem þið þurfið að fá til að teikna réttar gluggastærðir, hafið þið fengið þá í lið með ykkur? — Suma, en við höfum ekki : náð til þeirra allra til að kynna : þetta. Við vonumst til að sýn- ■ ingin hér verði góð kynning. : Hins vegar er Húsnæðis- : málastjórn með okkur í þessu [ og hefur stutt okkur mikið, [ enda hlýtur það alltaf að lækka : bj'ggingarkostnað þegar hægt [ er að kwa á stöðlun og fram- [ leiða sem mest í vélum. -— [ Norska húsbyggingarannsókn- : arstofan hefur ' einnig gefið ■ þessari gerð glugga meðmæli i sín. Við höfum selt glugga um [ allt land og vitum ekki til [ annars en að þeir hafi líkað : vel. Það er of snemmt að tala [ um hvernig þeir hafa reynzt. ■ — Hvað afkastið þið miklu [ á dag? : — Við vinnum núna sjö [ menn við þetta, en afköstin [ fara algerlega eftir teikning- [ unum, því nær stöðlun og því : jafnari sem gluggarnir eru, því [ meiri hraði næst í framleiðsl- [ unni. — vh w Veria Stúdentarái og SISE sameinui í ein allsherjar stúdentasamtök? ■ Aðalfundur Sambands íslenzkra stúdenta erlendis (SÍSE) var haldinn dagana 18. og 19. ágúst sl. Fundinn sátu 25 skipaðir fulltrúar frá 11 þjóðlöndum auk áheymarfulltrúa frá Stúdentaráði Háskóla Íslands og gesta. SÍSE var stofn- að 13. ágúst 1961 og varð þvj 5 ára í þessum mánuði. Eru nú hátt á þrið’ja hundrað námsmenn í sambandinu. Tilgangur sambandsins er að gæta hagsmuna íslenzkra stúd- enta erlendis, efla samheldni þeirra í milli og kynna nám og kjör stúdenta erlendis. Kjörin var ný stjóro, en hana skipa: Gylfi fsaksson, formað- ur, Ólafur Einarsson, varafor- maður, Sven Sigurðsson, ritari, Gunnar Benediktsson og Huldar Piltur slasast Um kl. 4 í gærdag varð á- rekstur á mótum Vatnsstígs og Lindargötu. Piltur á skellinöðru á leið norður Vatnsstíg lenti á fólksbíl, sem ók austur Lindar- götu. Pilturinn féll í götuna og meiddist á fæti. Smári Ásmundsson meðstjórn- endur. Fyrir fundinum lágu álit nefnda í hagsmunamálum SÍSE. Þórir Bergsson, fulltrúi SÍSE í Lánasjóði námsmanna, skýrði frá tillögum nefndar ^þeirrar, sem skipuð var af ríkisstjórn til end- urskoðunar á lánamálum stúd- enta. Fundurinn samþykkti eftir- farandi ályktun: „SÍSE minnir á, að fjárhags- aðstaða íslenzkra stúdenta er- lendis er mjög erfið, og fer á- standið síversnandi (sbr. niður- stöðu könnunar Þóris Bergsson- ar). Því telur SÍSE knýjandi j nauðsyn ^að auka aðstoð við úthlutun Iána og styrkja. SÍSE vill því vekja athygli | ríkisstjórnar og Alþingis á efitir- farandi kröfum sínum: AÐ sami aðili úthluti fram- vegis öllum lánum og styrkj- um til námsmanna heima og erlendis. AÐ námsstyrkir verði ekki skertir frá því, sem nú er, og að lán námsmanna, sem lát- ast, örkumlast eða missa tekjuöflunarhæfni, verði óaft- urkræf. AÐ lán og styrkir verði ár hvert tilbúin til afgreiðslu eigi síðar en 1. febrúar. AÐ stefnt verði að því að koma á stighækkandi fjár- hagsaðstoð við stúdenta, sem miðuð verði við áætlaða um- framfjárþörf (þ.e. mismunur heildarnámskostnaðar og eðli- legrar tekjuöflunar). SÍSE telur það lágmarkskröfur, að fjárhagsaðstoð á fyrsta náms- ári nemi minnst helmingi um- framfjárþarfar og hækki síð- j an stig af sligi, unz hún nemi. allri umíramf járþörf á | fimmta, sjötta og sjöunda námsári. AÐ fellt verði niður almanna- tryggingasjóðsgjald á náms- mönnum. AÐ stefnt sé að því, að stúd- entar þurfi ekki að leita til annarra Iánastofnana, vegna námskostnaðar, en hins opin- bera, t.d. með stofnun viðbót- arlánasjóðs með venjulegum bankavöxtum til þess að forða námsmönnúm frá því að þurfa að velta áfram á víxlum. AÐ tekin verði upp ríkisá- byrgð á námslánum. AÐ allt það tekjntap, sem háskólamenn verða fyrir vegna náms sips, komi fram sem frádráttur við skattaá- lagningu næstu árin eftir að námi lýkur og sé þá miðað við meðallaun stúdents fyrir öll námsárin". Rætt var um sameiningu Stúdentaráðs Háskóla fslands (SHÍ) og SÍSE, en fundinn sátu, Framhald á 3. síðu. Síldveiðin: KomiB vont veBur á síUarmiðum / gær Bræla var á sildarmiðunum fyrra sólarhring, einkum er á leið, og £ gærmorgun var komið vont veður á SSV og misstu sum skipin a-fla af dekki á land- Ieiðinni. Veiðivcður hélzt leng- ur frameftix á syðra veiðisvæð- inu, enda hafa miklu fleiri skip tilkynnt afla þaðan en af nyrðra svæðinu. Nyrðra svæðið er svip- að eða hið sama og áður en á syðra svæðinu var vciðin 65— 70 mílur A að S frá Skrúð. Alls tilkynntu 47 skip um afla, samtals 5.770 lestir. Raufarhöfn: Súlan EA 260 lestir, Guðrún Þor- kelsdóttir SU 190, Sæþór OF 50, Hamravík KE 180, Óskar Hall- dórsson RE 400, Ól. Magnússon EA 180. Dalatangi: Dan IS 70 lestir, Fiskaskagi AK 110, Pétur Thorsteinsson BA 250, Hannes Hafstein EA 230, Fróðaklettur GK 250, Höfrung- ur II. AK 200, Bára SU 170, Ól. Sigurðsson AK 260, Gullfaxi NK 120, Kristján Valgeir GK 150, Gissur hvíti SF 55, Garðar GK 75, Þrymur BA 50, Sæúlfur BA 50, Jón.á Stapa SH 70, Haraldur AK 70, Seley SU 70, Auðunn GK 45, Þorsteinn RE 140, Hugrún IS 70, Geirfugl GK 45, Akurey SF 15 lestir, Sig- Jónsson SU 175, Ögri RE 120, Hoffell SU 110, Heimir SU 150, Fagriklettur GK 170, Jörundur III. RE 270, Fák- ur GK 60, Gullberg NS 60, Am- firðingur RE 115, Freyfaxi KE 60, Reykjaborg RE 100, Oddgeir ÞH 140, Kristbjörg VE 30, Ófeig- ur III. VE 25, Sveinbj. Jakobs- son SH 75, Barði NK 50, Húni II. HU 70, Halkion VE 150, Heið- rún II. IS 15. Þýzka skólaskiþið Gorch Fock í Rvík í gærmorgun kom þýzka skóla- 'skipið Gorch Fock til Reykja- víkur með um 170 sjóliðsfor- ingjaefni um borð. Þetta er í fjórða skipti sem skipið kem- ur til íslands en nú siglir það í fyrsta sinn í kringum landið. Héðan heldur Gorch Fock á- leiðis til ísafjarðar á sunnu- daginn kl. 5 og mun stanza þar í einn dag til að heiðra kaup- staðinn í tilefni af 100 ára af- mælinu. Því ‘miður, gátum við ekki siglt inn til Reykjavíkur fyrir fullum seglum, 'það leyfði vind- áttin ekki sagði Lohmeyer skip- stjóri sorgbitinn á svip, en mein- ingin er að bæta úr því þegar skipið heldur héðan á sunnu- dag. Seglskipið var fullsmíðað seint á árinu 1958 og árið eftir hófust þar þriggja mánaða nám- skeið fyrir sjólíðsforingjaefni og eru slík námskeið fyrsti á- fanginn í þjálfun þeirra. Aðspurður sagði skipstjórinn að þessir þrír mánuðir væru strangur timi . fyrir sjóliðana, þeir væru vaktir kl. 6.30 og hefðu nóg að gera fram á kvöld, en á skipinu hlytu þeir þjálfun í sjómennsku og hermennsku. Á kvöldm væru þeir yfirleitt of K ú I u h rauta rskot Appollofðrsins KENNEDYHÖFÐA 25/8 —Banda- ríkin skutu í dag á kúlubraut geimfari af gerðinni Appollo, sem ætlað er að fyrstu Banda- ríkjamenniimir sem fara t'l tunglsins ferðist með. Apollofarið lenti á Kyrrahafi, rétt hjá eynni Wake. og sagt var að allt hefði skotið gengið að óskum. Drukkinn maður varð fyrir bíl 1 fyrrinótt varð drukkinn mað- ur fyrir bíl í Álfheimum. Mað- urinn hafði gengið eftir gang- stéttinni með tveim kunningjum sínum, en slangrað út á götuna í veg fyrir bílinn. 'Hann var fluttur á slysavarðstofuna með skurð á enni og fleiri skrámur. þreyttir til að horfa á kvik- myndir sem þeir hefðu tækifæri til að sjá enda væri þessi tími ekki ætlaður þeim til skemmt- unar. Sjóliðarnir fara í dag í kynn- isferðir að Gullfossi, Geysi og til Þingvalla en halda sem fyrr segir til ísafjarðar á sunnudag kl. 5. Gorch Fock er eina sðipið sinnar tegundar í Þýzkalandi og eru öll sjóliðsforingjaefni þjálf- uð þar, þrjú þriggja mánaða námskeið fara fram um borð á ári. Gengið frá sölu á Aknrey Nú hefur loks verið gengift endanlega frá sölu á togaranum Akurey til Noregs og leggur skip- ið væntanlcga af stað þangað í dag eða á morgun. Það er útgerðarmaður frá Tromsö, Bjame Benediktsen að nafni, sem kaupir togarann af Akranesbæ fyrir tæpar tvær miljónir króna og á Akranes- kaupstaður . að skila skipinu í hendur kaupandans í Tromsö. Samningar um sölu togarans hafa dregizt allmjög á langinn- Kom norski útgerðarmaðurinn hingað til lands fyrir nokkru og skoðaði togarann en hvarf svo skyndilega heimleiðis án þess að ganga endanlega frá kaupunum og var jafnvel talið að hann væri hættur við þau en svo reyndist þó ekki. GamaS! maður slas- ast í stræfisvagni Á sjötta tímanum í gær slas- aðist gamall maður er hann var að stíga út úr strætisvagni, á Langlíoltsvegi á móts við Álf- heima. Lokaðist hurðin á hann áður en hann var kominn út úr vagninum og féll hann við það í götuna. Vagnstjórinn vissi ekki af þessu óhappi fyrr en bam sem var i vagninum sagði honum frá því næst er vagninn stanz- aði. Maðurinn var fluttur á Slysavarðstofuna en ókunnugt er um meiðsli. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.