Þjóðviljinn - 07.09.1966, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 7. september 1966 — SlÐA g
:
KR gegn
Nantes
íkvöld
1 kvöld kl- 7.00 hefst á
Laugardalsvellinum fyrri
leikur KK og Frakklands-
meistaranna Nantes í Evr-
ópukeppni meistaraliða.
Hér á myndinni sést hið
frægu lið Nantes sem sl.
tvð ár hefur verið bezta lið
Frakklands og vann mik-
inn yfirburðasigur á síð-
asta meistaramóti Frakk-
lands. JVIeð liðinu sem hing-
að kemur eru sjö leikmenn
sem Ieikið hafa með A-
Iandsliði Frakka
a,
C f ub
de
Nántes
* *
CASTa-SIMON • JORT-GRABOWSKi - BOD2ÍNSKI-GOND6T-DE M1CHECE-R08ÍN-MAGNI- EON
LE CHENADEC-SANTOS-BLANCHET-GEORGiN-MULLCH-SMAUDEAU-ARRIBAS ení.
Ingimar Jónsson skrifar frá Budapesf:
Attunda Evrópumeistara-
mótiÓ í frjálsum íþróttum
□ BUDAPEST 31/8 — í dag á öðrum keppn-
isdegi EM rigndi mikið hér í Budapest keppend-
um og áhorfendum EM til mikilla leiðinda. Rign-
ingunni fylgdi nokkur kuldi miðað við hitann
í gær. Leikvöllurinn varð snemma rennblautur
og þegar keppnin hófst
arvá hlaupabrautinni.
□ Þessar aðstæður gerðu auð-
vitað keppendum mjög erfitt
?fyrir og komu í flestum tilfell-
um í veg fyrir góðan árangur.
Vafalaust hafa þær líka átt sök
-á mörgum ósigrinum þvi ekki
eru allir jafnfærir um að haga
keppninni rétt við slík skilyrði.
í undankeppninni í hástökki
sem fór fram í morgun og í
stangarstökkinu um og eftir
hádegið urðu keppendur að
sigrast á ýmsum erfiðleikum
sem sköpuðust vegna rigning-
arinnar og bleytunnax en í
í kvöld voru stórir poll-
þessum greinum sem og í öðr-
um tæknigreinum má ekki mik-
ið út af bera. 1 stangarstökki
tókst t-d. engum stökkvananna
að stökkva lágmarkshæðina til
. að komast í úrslit og 5 m
mennirnir: Nordwig, D'Encause,
og Papanicolaou stukku aðeins
4 60 m og Igor Feld og Tomásek
sem einnig hafa stokkið 5 m í
sumar komust ekki hærra en
4.40 m. Sovézki stangarstökkv-
arinn Bliznetsov reyndi þríveg-
is við 4.40 m en felldi jafnoft.
Hann hefur stokkið 4.14 í sum-
Q Svipað má segja um undan-
keppnina í hástökki- Meistarar
eins og Skvorosov, Madubost
og Czemik sem venjulegast
stökkva 3.13 m — 2.16 m réðu
ekki heldur við lágmarkshæð-
ina 2.06 m. Aðeins Sieghart frá
V-Þýzkalandi stökk þá hæð.
Jón okkar Ólafsson átti ekki
síður en hinir £ erfiðleikum
vegna þessara aðstæðna, þó
stökk hann vel yfir 1-95 m í
fyrstu tilraun en hann hafði
sleppt byrjunarhæðinni sem
var 1-85. Við næstu hæð sem
var 2 m réyndi Jón tvívegis án
árangurs og skbrti nokkuð mik-
ið á að honum tækist að ráða
við hana. Jón virtist ekki vel
upplagður þennau dag og var
þungur á sér að eigin dómi,
en auk þess verður ekki lokað
augunum fyrir því að stökk-
tækni hans er í mörgu ábóta-
vant, sérstaklega þarf hann að
bæta aðhlaupið sem er alltof
hægt og ómarkvisst. Þegar að-
48. þingi ISI iauk á
Isafírði um he lgina
Sérsambönd stofnuð í fimleikum og badminton
íslandsmót haldið í borðtennis og lyftingum
□ 48. þing íþróttasambands íslands var hald-
ið á ísafirði um helgina. Um 60 fulltrúar frá 18
héraðssamböndum og 7 sérsamböndum sátu þing-
ið. Gísli Halldórsson var endurkjörinn forseti
sambandsins og stjórnin öll endurkjörin.
Þingið var haldið á Isafirði
áð þessu sinni í tilefni 100 ára
áfmæli kaupstaðarins. Gísli
Halldórsson setti þingið kl. 11
á( laugardagsmorgun og ræddi
helztu viðfangsefni samtakanna.
Einnig minntist hann Ölafs
Sveinssonar, prentara, sem lengi
var einn af forystumönnurn
frjálsíþróttasamtakanna.
Ávörp fluttu einnig Björ-gvin
Sighvatsson, forseti bæjar-
stjórnar ísafjarðar, og Benedikt
Waage, heiðttrsforseti ÍSl, sem
-ngelti nokkur hvatningarorð.
inginu bárust kveðjur frá
menntamálaráðherra og Eiríki
Eiríkssyni, formanni Ung-
mennasambands íslands. Þá
sendi þingið kveðjúr til Ásgeirs
Ásgeirssonar, forseta Islands, en
hann er verndari sambandsins.
Forseti þingsins var kosinn
Sigurður Jóhannsson, Isafirði,
og váraforseti var Sigurður
Greipsson, Haukadal'. Ritarar
voru þeir Þórður B. Sigurðsson,
Reykjavík, og Jón Hjartar,
Borgarnesi.
Margar tillögur og ályktanir
voru gerðar á þinginu og verð-
ur þeirranánargetiðíÞjóðvilj-
anum síðar. M.a. var samþykkt
að vinna að stofnun tveggja
nýrra sérsambanda, í fimleikum
og badminton, og að efnt verði
til Islandsmóts í lyftingum og
borðtennis.
Stjóm sambándsins var öll
endurkjörin og er hún þannig
skipuð: Forseti er Gisli Hall-
dórsson, aðrir í stjóm: Guðjón
Einarsson, Gunnlaugur J.
Briem, Sveinn Björnsson, Þor-
varður Árnason. Varastjórn:
Gunnar Vagnsson. Hannes Þ.
Sigurðsson, Atli Steinarsson,
Gunnar Hjaltason og Böðvar
Pétursson.
1 sambandsráð voru kosnir
eftirtaldir fulltrúar kjördæm-
anna: Óðinn Geirdal, Sigurður
Jóhannsson, Guðjón Ingimund-
arson, Ármann Dalmannsson,
Þórarinn Sveinsson, Þórir Þor-
geirsson, Jens Guðbjörnsson og
Ingvi R. Baldvinsson.
hlaupið er of hægt verður upp-
stökkið’ eðlilega einnig of hægt
og stökkhæðin þar af leiðandi
irúnni. Úr þessu þarf Jón endi-
lega að bæta. Jón var með-
al þeirra sex fyrstu sem urðu
Úr leik og varð að yfirgefa
völlinn án þess að hafa minnstu
von um að komast í úr.slitin,
en hefði hann stokkið 303 m,
sem er hæð sem hann ræður
vel við, hefði hann komizt í
úrslitin því í þeim eiga að yera
tólf keppendur hvort sem allir
hafa stokkið lágmarkshæðina
eða ekki.
Q Valbjörn Þorláksson varð
fyrstur Islendinganna til að
taka þátt í mótinu en keppnin
í tugþrautinni hófst kl. 9 í
morgun og einnig fyrstur til
að ljúka keppni því þátttaka
hans fékk heldur snubbóttan
endi. Honum tókst ekki að
Ijúka fyrstu greininni, 100 m
hl&upinu, því meiðslin frá tug-
þrautarkeppninni við A-Þjóð-
verja í Reykjavík fyrir stuttu
tóku sig upp á ný. Valbjörn
hafði aðeins hlaupið rúma 20
metra þegar hann varð að
hætta og haltra út af brautinni.
Þegar tekið er tillit til þess hve
stuttur tími leið milli lands-
keppninnar og þátttöku Val-
bj^rnar í tugþraut EM ætti
það ekki að koma á óvart að
svona fór. Slík meiðsli sem
Valbjörn varð fyrir eru yfir-
leitt langvinn og jafnvel óhugs-
andi að ætla sér að taka þátt
í slíkri þrekraun sem tugþraut
er- Meiðsljn hefðu tekið sig upp
á ný eða síðar í þrautinni.
■ / /
13 Þegar Valbjörn og Jón voru
úr leik stóð Sigrún Sæmunds-
dóttir frá HSÞ í ströngu í kúlu-
varpi fimmtarþrautarinnar- I
fyrstu grein þrautarinnar, 80
m grindahl. hljóp hún á sama
riðli og Hansen frá Danmörku,
Kovacs frá Ungverjalandi og
v-þýzku stúlkunni Rosendahl,
sem líkleg þykir að verða með-
al fyrstu. Sigrún átti því ekki
neina aukvisa við að etja enda
fór svo að hún kom síðust í
mark á 14 sek. Hansen vann
riðilinn á 11.3 sek en hina.r
tvær fengu 11.4 sek- Beztum
tíma í greininni rláði sænska
stúlkan Antenen, en hún hljóp
Framhald á 9. síðu.
Þríþraut FRÍ og
AEskunnar 1. sept.
til 31. okt. 1966
1 vor kynnti útbreiðslunefnd
Frjálsíþróttasambands Islands
þríþraut fyrir skólaböm, sem
hún í samvinnu við Barriablað-
ið Æskuna og fleiri aðila gengst
fyrir. Reglugerð um keppnina
ásamt ýmsum upplýsingum
hana varðandi var send öllum
skólastjórum og íþróttakennur-
um landsins, svo og ungmenna-
og íþróttafélögum. 1 íþrótta-
kennarar beðnir að Kenna nem-
endum sínum undirstöðuatriði
í keppnisgreinum þrautarinnar,
60 m. hlaupi, hástökki og knatt-
kasti. Margir íþróttakennarar
brugðust vel við þessari mála-
leitan. Þá birti Barnablaðið
Æskan kennsluþætti fyrir þá,
sem ekki nutu íþróttakennslu.
Ætlunin var að börnin hefðu
síðan sumarið til að undirbúa
sig fyrir keppnina. Fréttir hafa
borizt um að mörg hafa æft
af kappi, ýmist ein eða und-
ir leiðsögn. Meðal annars hef-
ur þrautin verið æfð í sumar-
búðum víða um land.
Undankeppni stendur yfir 1.
sepþ—31. október n.k. Enn hef-
ur öllum íþróttakennurum ver-
ið skrifað og þeir beðnir að
hvetja og aðstoða sína nemend-
ur. Aðstöðu er víðast hvar
hægt að finna fyrir keppnina.
Markmið útbreiðslunefndar F.
Reglur um keppnina
■
■
: 1. Allir skólar, sem hafa nemendur á aldrinum 11, 12 og
13 ára geta tekið þátt í keppninni. (Fædda 1953. 1954
j . og 1955).
| 2. Keppnisgreinarnar eru: 60 m HLAUP, HÁSTÖKK og
KNATTKAST (tennisknöttur, 80 gr.).
■
«
■ 3. Stig eru reiknuð samkvæmt meðfylgjandi stigatöflu
\ og samanlögð stigatala hvers nemanda fyrir þessar
þrjár greinar gildir sem heildarárangur hans.
■
: 4. Keppnin skal fara fram á tímabilinu 1. sept. — 31.
okt. 1966. Taka má tíma og mæla oftar en einu sinni
hjá sama nemanda. Ekki þarf að keppa í öllum grein-
um á sama degi. Á tíriiabilinu láta nemendur oft
keppa í greinunum.
'
: 5. Keppa skal samkvæmt leikreglum í frjáisum íþróttum.
Forráðamönnum skólanna er bent á að leita aðstoðar
■
hjá forráðamönnnm ungmenna- eða íþróttafélags í
sambandi við framkvæmd og leigu áhalda. ef skortur
er*á knnnáttumönnum eða áhöldum.
j 6. Árangur tveggja beztu einstaklinga hvers aldursflokks
— stúlkur sér og piltar sér — er færður inn á með-
fylgjandi eyðublað, ásamt þátttakendafjölda skólans og
fjölda 11, 12 og 13 ára nemenda hans (þeirra, sem
heilbrigðir eru).
7. Eyðublöðin þnrfa að hafa borizt eigi síðar en 15. nóv-
ember 1966 og skulu sendast til Útbreiðslunefndar FRÍ.
Verðlaunaviðurkenningar
; □ Sex (6) beztu drengir og sex (6) beztu stúlkur í hverj-
um aldursflokki mæta til úrslitakeppni, sem fer fram
i júní 1967 í Reykjavík.
• □ Sigurvegararnir í hverjum aldursflokki hljóta verðlaun.
(Stúlka og drengur).
j □ Stigahæsta stúlkan og drengurinn hljóta i verðlaun
flugfar á vegum Flugfélags íslands til austurstrandar
• . Grænlands.
■
□ Sá skóli. er hefur hlutfallslega flesta þátttakendur.
hlýtur viðurkenningu. Verði margir skólar með jafna
hæstu hundraðstölu (%), verður reynt að senda þeim
öllum viðurkenningarskjal.
R.l. með þessari keppni er að
örfa áhuga skólaæskunnar fyrir
íþróttum og gefa íþróttakenn-
urum kost á fjölbreytni í starfi
sínu. Keppni þessi er mikið
átak og ein fjölmennasta í-
þróttakeppni hérlendis næst
Samnorrænu sundkeppninni og
Landsgöngunni á skiðum. Er
það von útbreiðslunefndar, að
vel takist með framkvæmdina
og treystir þar mest á dugnað
og áhuga íþróttakennaranna.
Þar sem ekki eru starfandi
fþróttakennarar, treystir nefnd-
in skólastjórum og almennum
kennurum til að aðstoða börn-
in. Að lokum þakkar út-
breiðslunefnd öllum þeim aðil-
Framhald á 9. síðu.