Þjóðviljinn - 07.09.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.09.1966, Blaðsíða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJXNN — Miðvikudagur 7. september 1S66. /Íkvæðisvinna mnn hverfa í sænskum iðnaði STOKKHÓLMI 5/9 — Arne Geijer, forseti sænska alþýðu- sambandsins, sagði í ræðu á þingi sambandsins í Stokk- hólmi í dag að gera mætti ráð fyrir að ákvæðisvinna myndi leggjast niður smám saman í sænskum iðnaði. Tækniþróun- in stefndi öll í þá átt að tor- velda aðstöðu hvers verka- manns að ráða sjálfur afköst- unum og því væri eðlilegt að föst laun kæmu i stað ákvæð- istaxta. Á þingfundi í gær var á- kveðið að hæ'ícka félagsgjöldin, þar sem mjög hefur gengið á sjóði sambandsins, ekki hvað sízt vegna þess að það hefur með ærnum tilkostnaði haldið uppi dagblöðura sem ekki báru sig. Þanmg var varið um 100 miljónum sænskra króna í „Stoekholms-Tidningen" áður er ív-veðið var að leggja blað- ið niður. ONfur konuusur hrmsækir Títé BELGRAD 5/9 — Ólafur Nor- egskonungur kom til Belgrads fyi-ir hádegi i dag i fimm daga opinbera heimsókn til Júgó- slaviu. Tító forseti og aðrir leiðtogar Júgóslavíu tóku á móti honum á flugvellinum. í fylgd með konungi er m.a. John Lyng utanríkisráðherra. Skip strsmdar Framhald af 12. síðu. kom þó í ljós að elzti maðurinn af áhöfninni treysti sér ekki til ferðarinnar yfir fjallið, enda enri vonzkuveður. Sneru þá við með honum skipstjórinn af „Gesana“, einn Norðfirðingur- inn og1'stýrimaður af Þór. Höfð- ust þeir við í skýlinu í gær og í nótt, en ráðgert er að senda hesta eftir þeim í dag. Skipið er grafið í sand á strandstaðnum, stendur á rétt- um kili og enginn leki hefur komið að því. Skipbrotsmannaskýlið Skipbrotsmannaskýlið í Sand- vík var byggt fyrir nokkrumár- um og er mikið öryggi að þvi, þar eð Hellisfjörður, Viðfjörður og allur Barðsneskjálkinn er kominn í eyði og langt er orðið síðan búið var í Sandvík. Skýl- inu er ágætlega við haldið og hafast gangnamenn þar við vor og haust. Hrakningar Framháld af 1. síðu. mannaeyjum og verið fluttir i land í Surtsey á gúmbátnum., En þegar átti að flytja það um borð aftur hafði veður versnað allmjög og bátnum hvolfdi með Áma eins og fyrr segir. Ekki var viðlit vegna vefSurs að reyna lendingu þá um kvöld- ið og heldur ekki í gærdag, en samband var haft við mennina öðru hvoru í gær, höfðu þeir það sæmilegt og höfðu hreiðrað um sig í Skýlinu í eynni. Einar sagði að gerð yrði til- raun til að sækja fólkið með birtu i dag. þar sem veður virt- ist batnandi. Herbergi CJngur reglusamur maður óskar eftir herbergi strax í Kópavogi eða Hafnar- firði. — Tilboð' sendist blaðinu fyrir föst.udags- kvöld, merkt: „HERBERGI STRAX“. Miklar umræður um kynferði á EM Kona eða ekki kona Neituðu læknisskoðun Það hefur vakið mikla at- hygli á Evrópumeistaramót- inu í frjálsum íþróttum í Budapest, að ýmsar frægustu íþróttakonur álfunnar mættu ekki til leiks. Má þar nefna í- þróttakonur sem hefðu verið nær vissar um sigur í sinni grein, eins og t.d. þær systur Press frá Sovétríkjunum og hástökkvarinn Balas frá Rú- meníu. Ástæðan til þess arna • kann að vera sú að skipulags- nefnd mótsins ákvað að nú skyldi í fyrsta sinn fara fram læknisskoðun á keppendum til að ákvarða kynferði þeirra. Fjölmargar íþróttakonur mættu ekki til þessarar skoð- unar og fengu því ekki að taka þátt í keppni. Sagt er að keppnin sjálf hafi eiginlega fallið í skugga alls kyns um- ræðna og sögusagna um kyn- ferði keppenda. Gamalt vandamál Á fyrsta Evrópumeistara- mótinu í lijálsum íþróttum sem haldið var í Vín 1938 sigraði Dora Ratjen í hástökki kvenna. Fáum dögum seinna tilkynnti þýzka íþróttasam- bandið að ungfrú Ratjenhefði engan rétt til þess að „taka þátt í kvennakeppni". „Dora'* Ratjen er nú þjónn í Hamborg og heitir Hermann. Dans í lilekkjum Fréttaritari brezka blaðsins Observer segir að enginn sem hafi lengi verið í íþróttum sé undrandi á því að þessi mál hafi nú komið fram í dags- ljósið vegna þess að móts- stjórnin krefst læknisskoðun- ar á öllum íþróttakonum. Karlmenn eru betri íþrótta- menn en konur. Læknir nokk- ur befur sagt að konur sem stundi íþróttir séu raunveru- lega að reyna að dansa í hlekkjum. Konur hafa breiða mjaðmagrind, meira fitulag en menn og svo brjóstin. Það er greinilegt að þeim mun lík- ari kprlmönnum sem þær eru í vexti því betri íþróttakonur geta þær verið. En það furðurlega er að -læknisfræðilega er engin „á- -kveðin markalína til milli kynjanna." Iolanda Balas frá Rúmeniu, heimsmethafi í hástökki kvenna, er ein þeirra íþróttakvenna sem óvænt hafettu við þátttöku í Evrópumótinu. Hún mætti ekki til Iæknisskoðunar til að á- kvarða kynferði keppenda og bar við að meiðsli í vöðva hefðu gert henni ófært að taka þátt i keppni. ' í öllum er visst hlutfall milli karl- og kvenkynshormóna og hlutfallið sker úr um það hvort við líkjumst meira karli eða konu. Það er mjög erfitt að mæla þetta hlutfall, en það hefur áhrif á önnur kynferðisein- kenni svo sem hárvöxt og „ skiptingu fitulags um líkam- ann, brjóstastærð Og kynfæra,- Lokasönnun Það er ekki fyrr en nýlega að komið hafa fram líffræði- legar prófanir sem eiga að geta skorið úr því hvort við- komandi er karl- eða kven- kyns.' Eðlilegir karlmenn hafa litningapar í hverri frumu með einum Y litning og ein- um X litning. Konur hafa tvo X litninga. En mörg dæmi eru til um f alls konar afbrigði t.d. fleiri litningar í hverri frumu og sérstaklega geta sumar konur haft karlíltninga í sér og þær geta væntanlega orðið betri í- ^ þróttakonur. Þetta þýðig engan veginn að > allar íþróttakonur líkist karl- mönnum, né allar miklar í- þróttakonur séu karllegri en kvenfólk upp og ofan og margar þeirra hafa átt börn, sem er lokasönnun um kven- leik þeirra. BUÐ vinsaélu 1(1 lítra miolkurum- KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR h.f. sýningarsfúka 379 SJÚKRAHÚS - MÖTUNEYTI VEiTINGASTAÐIR - SKIP og aðrir, sem nota ófitusprengda brusamjólk í tilefni umbúðadags Iðnsýningarinnar sýnum við 25 lítra mjólkurumbúðir, sem notað- ar eru á Keflavíkurflugrvelli. Þessar umbúðir leysa brúsana af hólmi auk þess, sem mjólkin í þeim er fitusprengd og sezt ekki til. Sérstakir kælískápar eru framleiddir fyr- ir 25 — 50 og 75 lítra umbúðir. KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR h.f. sýningarsfúka 379 IPNÍSYNINGINl í filefni umbúðadags Iðnsýningarinnar sýnum við hinar búðir, sem notaðar eru á Akureyri og Húsavík. ití 1966 — EVRÖPUBIKARKEPPNI MEISTARALIÐA — 1967 KR — NANTES fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld 7. september kl. 7.00 e.b. — Forsala við Útveffsbankarm. Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 125,00 Stæði kr. 90,00 Rörn kr. 25,00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.