Þjóðviljinn - 07.09.1966, Side 3

Þjóðviljinn - 07.09.1966, Side 3
N MÓÐVTLJiNN — MiSwffcDdagar T. september 1966 — SÍÐA 3 ■'V'N. 1111 iiwN Hllll ■ ■ ■ [ s ■ '• L váðu ’öáiáiijáii rtrma$gt*mw£$tiv u í]^\h£ttízx . Hert barátta gegn Mosnmgum1 Saigons \ SAIGON 8/9 — Bæði Þjóðfrelsisfylkingin og samtök búdda- trúarmanna hertu í dag baráttu sína gegn „kosningum“ þeim sem herforingjaklíka Kys og félaga hefur ákveðið að láta fara fram í Suður-Vietnam .á sunnudaginn. “ : ® Leiðtogar búddatrúarmanna mr - r || r kunngerðu að þeir myndu fasta Rodesia rædd a ! samveldisfundi LONDON 6/9 — Wilson, for- sætisráðherra Breta, varði á samveldisráðstefnunni í London í dag stefnu stjórnar sinnar í Ródesíumálinu og hvatti öll sam- veldislöndin til að styðja hana. Hann hélt því enn fram að efnahagsaðgerðirnar gegn stjórn Smiths myndu nægja til þess að henni yrði §teypt um síðir. Leið- togar Afríkuríkjanna sátu á fundi í dag til að ráða ráðum sínum um sameiginlega gagn- rýni á brezku stjórnina. Myndin er tekin þegar Verwœrd var sýnt banatilræði 1960 Nazistlnn sem var aðal . höfundur H, „apartheids'1 lendrik Frensch Verwoerd var ekki af Búa-ættum þótt hol- lenzkt blóð rynni í æðum hans. Hann var fæddur í Hollandi ár- ið 1901, en fluttist með foreldr- um sínum til Suður-Afríku eins árs gamall, árið sem Búastríðinu lauk. Hann stundaði nám íheim- speki og sálfræði við Stellen- bosch-háskóla og síðan við há- skólana í Hamborg, Leipzig og Berlín og hafði þýzkt doktors- iróf. Á námsárum sínum í pýzkalandi komst hann í kynrti við nazismann og þau kynni ‘ mótuðu allt starf John Vorster dómsmálaráðherra cr talinn einna líklegastur eftir- maður Verwoerds i zíðan. Hann hafði orðið prófess- or í sálfræði og síðar félags- fræði við Stellenbosch-háskóla 1928 og 1936 vakti hann á sér athygli þegar hann gekkst fyrir mótmælum suðurafrískra há- skólakennara gegn því að Gyð- ingar sem flúið höfðu ofsóknir þýzku nazistanna fengju að setj- ast að í Suður-Afríku. Tveimur f.rum síðar tók hann við rit- rtiórn málgagns Þjóðernissinna- flokksins, „Die Transvaaler", og með því má segja að stjórnmála- ferill háns hefjist. Hann gegndi -itstjórastarfinu í ellefu ár og fór þá aldrei dult með aðdáun sína á þýzku nazistunum; var andvígur stuðningi Suður-Afr- íku við Breta og bandamenn á -tríðsárunum. „Hugmyndafræðingur" Hann mátti kallast „hug- myndafræðingur“ Þjóðernissinn- anna, en þá hugmyndafræði hafði hann tekið að láni hjá þýzku nazistunum. Hún vann sér stöðugt meira fylgi meðal hinna hvítu íbúa Suður-Afríku, fyrst og fremst þeirra sem voru af hollenzku bergi brotnir, og 1948 vann Þjóðernissinnaflokkurinn mikinn kosningasigur. Dr. Malan myndaðj fyrstu stjórn þeirra og kvaddi Verwoerd brátt til starfa í henni. 1950 varð hann ráð- herra fyrir málefni ,,innfæddra“ og gegndi því embætti 1 átta ár. Á þeim árum mótaði hann frem- ur öllum öðrum stefnu „apart- heids“, aðskilnaðar kynþáttanna, með öllum þeim hörmungum sem hún leiddi yfir yfirgnæf- andi meirihluta íbúanna, Afríku- mennina, Indverjana og kyn- blendingana. Sharpeville Það var því næsta eðlilegt að við embætti forsæt- þegar eftirmaður Ma- lans, Strijdon, lézt 1958. Síðan hefur hann borið meiri ábyrgð en nokkur annar á síaukinni harðstjórn í Suður-Afríku og enn voru fyrirmyndirnar sóttar til Hitlers-Þýzkalands. Blððtíað- ið mikla í Sharpeville í marz 1960 verður jafnan tengf nafni hans, einnig vegna þess að mán- uði síðar munaði minnstu að hann fengi sjálfur sömu örlög og hann hafði búið hinum varn- arlausu íbúum Sharpeville. Brezkættaður bóndi skaut á hann og hæfði hann tveimur skotum (hann kvaðst hafa ætl- að að hitta „hjarta apartheids"), en Verwoerd lifði af tilræðið, og vinsældir hans meðal hinna of- stækisfyllstu í hópi Þjóðernis- sinnanna jukust enn. Síðar það ár var slitið sambandinu við brezku krúnuna og árið eftir sagði 1 SUður-Afríka sig úr brezka samveldinu. Sumir enn verri Þrátt fyrir ófagran feril Ver- woerds, hefur hann á seinni ár- um ekki verið talinn í hópi mestu öfgamannanna í stjórn Suður-Afríku. Þeir hafa legið honum á hálsi fyrir ráðagerðirn- ar um stofnun „sjálfstjórnarhér- aða“ Afríkumanna, hinna svo- nefndu „Bantústan" og í síðustu kosningum fyrr á þessu ári klauf hópur þeirra sig úr Þjóð- ernissinnaflokknum sem þeir sökuðu um’ linkind við Afriku- menn. Þeir fengu að vísu ekki mikinn byr undir vængi, en öll- um ^ber saman um að fylgi þeirra og manna af þeirra tagi fari vaxandi, einnig innan Þjóð- ernissinnaflokksins, og má telja líklegt ^að það vaxi enn eftir morðið á Verwoerd. Afstaða stjórnar Suður-Afríku mun vafa- lítið verða enn óbilgjarnari, bæði heimafyrir og útávið. Morðið á Verwoerd — liver sem tilgangur morðingjans var — hefur þannig ekki leystneinn vanda. ás. GALWAY, írlandi 4/9 — Tveir veðurbarnir brezkir fallhlífa- hermenn gengu í gærkvöld á land á eyðiey við strönd ír- lands eftir að hafa róið yfir Atlanzhafið á 93 dögum. Þeir lögðu af stað frá Cape Cod í Massachusetts 4. júní á 20 feta löngum bát og reru 4.800 km. Sýrlandsstjórn segist hafa komið í veg fyrir uppreisn DAMASKUS 6/9 — Ríkisstjórn vinstrimanna í Baath-flokknum í Sýrlandi tilkynnti í dag að hún hefði komið í veg fyrir Súkarnc varar i þrjá sólarhringa frá því á fimmtudagskvöld í mótmæla- skyni við „kosningarnar" sem þeir hafa kallað tóm svik og blekkingar, en skæruliðar Þjóð- frelsisfylkingarinnar sprengdu í dag í loft upp byggingu eina í Saigon þar sem kjörstaður átti að vera á sunnudaginn. Kosningaskrifstofan var í einn- ar hæðar byggingu og var nærri því gereyðilögð. Engan mann sakaði við sprenginguna. í skrif- stofunni voru ýms áróðursgögn, hátalarar, bæklingar og önnur kosningagögn. Bandaríska sendiráðið til- kynnti i dag að öllum óbreytt- um bandarískum borgurum í Saigon, sem eru 3.000 talsins, hefði verið fyrirskipað að vera kyrrir í herbúðum sínum um helgina. Leiðtogar búddatrúarmanna, en samtök þeirra eru langöfl- ugustu almannasamtökin í þeim hluta Suður-Vietnams sem Þjóð- frelsisfylkingin ræður ekki yf- ir, sögðust mundu skora á alla fylgismenn sína að taká ekki þátt i kosningunum á sunnudag. Allir búddamunkar og nunnur hafa verið hvött til að taka þátt í mótmælaföstunni. DJAKARTA 6/9 — Súkarno forseti sagði á fundi með göml- um vopnabræðrum sínum úr þjóðfrelsisbaráttu Indónesa að bandaríska leyniþjónustan CIA ynni að því öllum árum að koma bæði sér og fullveldi Indó- nesíu fyrir kattarnef. Hann sagði í ræðu sem hann hélt í forseta- höllinni í Djakafta að hann væri „marxisti í innsta eðli sínu“. uppreisn sem hægrimenn í flokknum hefðu ætlað að gera til að koma aftur til valda leið- togum flokksins sem vinstri- menn viku frá völdum fyrr í ár. Heimsvaldasinnum var kennt um að hafa staðið að baki upp- reisnarfyrirætlun hægrimanna og voru þeir sérstaklega bornir sökum Feisal, konungur Saudi- Arabíu, og Johnson Bandaríkja- forseti, s'em veitt hefðu fjárfúlg- ur sem voru sjöfalt meiri en árstekjur sýrlenzka ríkisins ti/ samsærisins gegn hinum sósíal- istísku framfaraöflum í löndum Araba. Atkvæðagreiðslan ■m kaupbindingu LONDON 6/9 — Á morgun, mið-i vikudag, á að greiða atkvæði á þingi brezka alþýðusambands- ins sem haldið er í Blackpool um ályktunártillögu þá sem fyrir þinginu liggur til fordæmingar á kaupbindingarlögum stjórnar Wilsons. Enda þótt tillagan njóti stuðnings stærsta verk- lýðssambandsins, samb. flutn- ingaverkamanna, er talið að hún muni verða felld, en varla með miklum meirihluta. Boimfáðherra fer til Rúmeníu BÚKAREST 5/9 — Kurt Schmúcker, efnahagsmálaráð- herra Vestur-Þýzkalands, kom í gærkvöld til Búkarestar í op- inbera heimsókn. Tilgangur ferðarinnar er í Bonn sagður að bæta sambúð Vestur-Þýzka- lands og Rúmeníu og mun m.a. verða undirritaður samningur um aukin viðskipti landanna. Ferð Schmúckers vekur nokkra athygli þar sem þetta er í fyrsta sinn sem vesturþýzkur ráðherra heimsækir land í A- Evrópu utan Sovétríkjanna, en Vestur-Þýzkaland hefur ekki stjórnmálasamband við neitt þeirra. Hver stund með Camel léttir lund!“ Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN Ein mest selda sígarettan í heiminum. MMXMHSJl \

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.