Þjóðviljinn - 07.09.1966, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVTLJI'NN — Miðvikudagur 7. september ÍðfiB — .SlÐA J
við þurfum meiri
Góðir samherjar!
Ég hef tekið að mér að segja
hér fáein orð um verkefni sam-
takanna. Nú er það auðvitað
öllum kunnugt, að samtökin líta
á það sem meginverkefni sitt
að beita sér fyrir brottför hers-
ins og hlutleysi íslands í hern-
aðarátökum. Eðlilegra er þó að
líta á þessi tvö meginstefnu-
mál, ekki sem verkefni heldur
Séð yíir hluta fundarsalarins í Bifröst. — (L/jósm- R. Lár-)
sinni, t.d. með ‘ útifundum,
fjöldagöngum og söfnun und-
irskrifta, í þeim tilgangi að
sanna þá fullyrðingu, að meiri-
hluti þjóðarinnar sé fylgjandi
brottför hersins.
í " öðru lagi hafa samtökin
haldið uppi ýmis konar útgáfu-
og fræðslustarfsemi, bent á ,
nýjar og gamlar röksemdir og
þannig reynt að sannfasra
stjójrpmálaijipnnina og hina
mörgu óákveðnu í þjóðfélaginu
um nauðsyn þess, að stefna
okkar nái fram að ganga.
Ég vil nú raeða sérstaklega
um báða þessa þætti barátt-
unnar.
Skoðanakönnun
Frá því saga hernámsins
hófst hefur það oft komið fram
með ýmsum hætti, að meiri-
hluti þjóðarinnar er andvígur
hernámsstefnunni, enda hefur
krafan um þjóðaratkvæði á-
vallt verið virt að vettugi. Eft-
ir fyrstu Keflavíkurgönguna,
sem kallaði þúsundir Reykvík-
inga til útifundar vorið 1960.
var fyrst farið að vinna skipu-
lega að þátttöku fjöldans i
þessari baráttu með fundum
og stofnun héraðsnefnda um
land allt. Síðan var það fyrsta
verkefnið, sem Þingvallafund-
urinn fól Samtökunum, að
framkvæma almenna undir-
skriftasöfnun eða eins og það
var orðað ræða við alla ís-
lenzka kjósendur um herstöðva-
málið. Með starfinu að þessu
stórbrotna verkefni náði hreyf-
ing hernámsandstæðinga há-
marki á sínum tímá. Gííurleg
vinna var lögð af mörkum um
land allt. Og árangurinn varð
víða mjög ' glæsilegur. Þó
reyndist Samtökunum ofvaxið,
að framkvæma slíka skoðana-
könnun, sem næði til allra
landsmanna. Samtökunum
tókst ekki að sanna það end-
anlega, að meirihluti þjóðar-
innar styddi stefnumál þeirra,
þótt líkurnar væru sterkar.
Síðan það var hafa samtök-
m hallazt að öðrum aðferðum
til að minna á hina almennu
andstöðu gegn hernámsstefn-
unni. Glæsilegir útifundir í
Reykjavík að loknum Kefla-
víkurgöngum hafa óneitanlega
verið holl áminning til stjórn-
málaflokkanna og ráðandi
manna. Og ekki hefur það vak-
ið minni athygli, þegar 37
myndlistarmenn og annar eins
fjöldi rithöfunda, leikara og
tónlistarmanna . hefur undir-
strikað einhug sinn í þessu
máli með því að standa fyrir
fjölbreyttri listahátíð á menn-
ingarviku hernámsandstæðinga.
En fylgi þjóðarinnar við„
stefnumál samtakanna verður
þó ekki ótvirætt sannað með
þessum hætti. Héðan af verðun-
það auðvitað aðeins gert með
því að knýja fram þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Ég álít og hef
alltaf álitið, að Samtökin ættu
að- leggja mjög mikla áherzlu
á þessa kröfu. Og ég er
persónulega þeirrar skoðunar,
við myndun nýrrar rikisstjórn-
ar gæti hugsanlega orðið mála-
miðlunarsamkomulag um þessa
lausn, enda þótt flokkarnir
væru ekki sammála um málið
að öðru leyti.
En er þá meirihluti þjóðar-
innar andvígur hersetunni enn
í dag? Vitað er, að fyrir réttum
tiu órum létu Bandaríkjamenn
framkvæma skoðanakönnun
hér á landi um herstöðvamál-
ið. Niðurstaðan var þá jákvæð
fyrir hernómsandstæðinga.
Hafa hlutföllin breytzt siðan?
Hefur bandaríska sjónvarpið
náð tilætluðum árangri?
Um það verður auðvitað
ekkert sagt með fullri vissu.
En óneitanlega væri þörf á
þvi, að Samtökin sjálf létu
framkvæma slíka skoðanakönn-
un, sem gerð væri í samræmi
við viðurkenndar, visindalegar
aðferðir, til þess áð komast ; ð
raun-um, hvernig málin standa
í dag. Slik könnun er ekki
óviðráðanlegt verkefni, og
vissulega gæti niðurstaðan haft
nokkur áhrif á það, hvernig
samtökin haga baráttu sinni á
næstu árum. Eins væri auð-
vitað bráðnauðsynlegt að rann-
saka með sama hætti, hvaða
röksemdir með og móti hersetu
hafa sterkust áhrif á skoðana-
myndun almennings. í raun og
veru eru slík vinnubrögð al-
gjörlega óhjákvæmileg. ef unnt
á að vera að skipuleggja
fræðslustarfsemi. sem hittir í
mark.
Og þá er ég farinn að ræða
um hinn þátt baráttunnar: út-
gáfu- og fræðslustarfsemi. Þvi
miður verðum við að viður-
Framhald á 9. síðu.
markmið eða takmark sam-
takanna og er öðrum falin
framsaga um þau efni. Ég mun
fjalla hér fyrst og fremst um
hin eiginlegu verkefni, hinar
ýmsu aðgerðir og baráttuað-
ferðir, sem við hyggjumst
beita á næstu árum til þess
að takmarkinu verði náð.
Fyrst vil ég þó segja fáein
orð um hið sameiginlega mark-
mið allra hernámsandstæðinga.
Um það er ekki deilt. Hins veg-
ar hefur það alltaf verið Ijóst.
að ástæðurnar til þess, að menn
vilja keppa að þessu takmarki
eru mjög misjafnar. Við berj-
umst ekki öll fyrir stefnumál-
um okkar í sama tilgangi.
Mjög margir hernámsand-
stæðingar berjast fyrir brott-
för hersins, vegna þess að þeir
eiga enn til óskertan metnað
fyrir hönd þjóðar sinnar og
gera sér þess fulla grein, að
menning íslendinga og þjóð-
erni, tunga og siðgæðisvitund,
er í hættu. Þeir eru andvíg-
ig hernámsstefnunni af þjóð-
legum ástæðum.
Aðrir berjast fyrir brottför
hersins, ekki vegna sérhags-
muna íslenzku þjóðarinnar,
heldur fyrst og- fremst af al-
þjóðlegum ástæðum. Þeir vilja
leggja lóð sitt á vogarskál frið-
arins í heiminum. Þeir gera sér
Ijóst, að vetnissprengjan hang-
ir í mjóum þræði yfir höfði
okkar allra. Þeir vilja, að ís-
lendingar leggi fram sinn skerf
með því að draga sig út úr
vígbúnaðarkapphlaupi stórveld-
anna og leggjast á sveif með
þeim þjóðum, sem reyna að
miðla málum í átökum stór-
þjóðanna.
Aíþjóoahyggja
og þjóðernis-
stefna
SÁ ER NÚ
KALDUR
Sl. eunnudag sýndi tékk-
neski flugmaðurinn Hulka
listflug yfir Tjörninni og
Hljómskálagarðinum á hinni
nýju flugvél Félags einkaflug-
msinna- Sýningin stóð yfir í
um það bil 10 minútur, og
lék Hulka hinar furðulegustu
kúnstir á vél sinni rétt ýfir
höfðum hins mikla áhorfenda-
skara, sem dreif að úr öllum
áttum. Meðfylgjandi myndir
isýna betur en orð fá lýst
hrifningu áhorfenda og aðdá-
un, en af svip stúlkunnar
sem sést á myndinni má ráða
að sumum hefur jatfnvel þótt
nóg um fífldirfsku flugmanns-
ins- — CLjósm. Þjóðv. Hj. G.)
Sumar andstæður eru ósættan-
legar og hafa tilhneigingu til
að útrýma hvor annarri. Eh
aðrar eru þess eðlis, að þær
njóta sín því aðeins, að þær
fari báðar saman.
Hvítt og svart eru andstæð-
ur, — andstæður, sem hljóta
þó alltaf að fara saman og
njó|a sín því aðeins, að þær
leilfisf á í réttu samspili. Al-
þjóðahyggjan og þjóðernis-
stefnan eru sams konar and-
stæður, — andstæður, sem að-
eins geta náð eðlilegum og
heilbrigðum þroska í innbyrðis
samspili. Því ríki farnast ekki
vel, sem byggir afstöðu sína
til annarra þjóða á eintómri
þjóðernisstefnu. Á hinn bóginn
getur ekkert ríki afsálað sér
þeim verndarkrafti, sem fólg-
inn er í ást þjóðarinnar á
sjálfri sér og landi sínu, for-
tíð sinni og framtíð.
Einmitt þess vegna hafa
Sámtök hernámsandstæðinga
írá upphafi lagt jafna áherzlu
á þessi tvö andstæðu sjónar-
mið, sem samtímis verðtrr að
hafa í huga:-
víðsýn alþjóðahyggja, sem
berst fyrir friði í heiminum —
ag sérstök umhyggja fyrir ís-
lenzku þjóðerni og menningu,
íslenzku sjálfstæði á öllum
sviðum.
Ég held, að við eigum áfram
að halda fullu jafnvægi með
þessum tveimur ólíku sjónar-
miðum, sem þó stefna að sama
markinu, og láta hvorugt yfir-
skyggja hitt.
Tvær aðferðir
Eins og kunnugt er verður
takmarki Samtakanna ekki náð,
nema meirihluti Alþingis fall-
ist á breytta stefnu íslands í
utanríkismálum. Nú var sú
samþykkt gerð þegar á Þing-
vallafundi 1960, að samtökin
skyldu ekki taka þátt í kosn-
ingum til Alþingis. Frá önd-
Verðu hafa því Samtökin ekki
átt aðra leið að markinu en
þá að vinna stjórnmálaflokk-
ana til fylgis við stefnu sína.
Hér hafa einkum komið til
greina tvær aðferðir:
Þar sem stjórnmólaflokkarn-
ir eru hóðir kjósendum sínum
að meira eða minna leyti, hafa
Samtökin í fyrsta lagi reynt
með ýmsum hætti að virkja
fjöldann til þótttöku í baráttu
Eins og flestum mun ljóst er
hér um tvö gjörólík sjónarmið
að ræða. Annars vegar er hin
staðbundna þjóðernisstefna
sem bundin er við íslenzka
hagsmuni eina. Hins vegar
er hin alþjóðlega eða yfirþjóð-
lega friðarbarátta, sem spyr
ekki um landamæri eða þjóð-
emi.
Sumum kann að virðast, að
þessi tvö ólíku sjónarmið séu
andstæður. ósættanlegar and-
stæður, sem erfitt sé að sam-
eina í sömu baráttunni, sömu
samtökunum. Og þvi verður
ekki neitað, að þeir, sem ein-
blína aðeins á þjóðlega sjónar-
miðið eiga fátt sameiginlegt í
pólitískri hugsun með þeim,
sem einungis virða alþjóðlega
viðhorfið. Þessi tvö sjónarmið
eru auðvitað andstæð í eðli
sínu, fullkomlega andstæð. En
hinu má svo ekki gleyma, að
andstæður eru mismunandi.
Ræoa
Ragnars
Arnalds
alþingismanns,
flutt á
4. landsfundi
Samtaka
hernáms-
andstæðinga