Þjóðviljinn - 07.09.1966, Blaðsíða 9
ÞJÓÐVIUINN — Miðvxkudagur 7. september 1966 — SlÐA 0
Okkur vantar ekki verkefni.
Framhald af 6. síðu.
kenna, að fræðslustarfsemi
samtakanna hefur alla tíð ver-
ið í molum og hvers konar út-
gáfustarfsemi alltof-Íítil. Aðalá-
herzlan hefur verið lögð á þær
aðgerðir, sem ég ræddi um áð-
an og stefnt að því að virkja
fjöldann til þátttöku í barátt-
unni, en minna hefur verið hirt
um það verkefni að uppfræða
þá mörgu, sem lítið þekkja til
málavaxta eða hafa jafnvel-
andstæða skoðun. Ef til vill
er skýringin á þessu sú, að
okkur hefur ekki fundizt skorta
hemámsandstæðinga, . sennilega
væru þeif nógu margir til að
vera meirihluti þjóðarinnar.
Hitt væri vandinn að fá þenn-
an mikla fjölda til að rísa upp
úr flokksviðjunum og knýja
fram stefnubreytingu. Samtökin
hafa sem sagt fyrst og fremst
beint starfi sínu að þeim, sem
þegar voru sannfærðir.
En svo líður timinn, og tím-
inn líður hratt, og með ár-
unum vex úr grasi ný kynslóð
í landinu, kynslóð sem þekkir
ekki ísland án hersetu, þekk-
ir ekki sögu málsins og heyrir
sjaldan um staðreyndir þess og
meginrök. Kannski er eldri
kynslóðin búin að rífast um
málið það lengi, að hún nennir
tæpast lengur að draga fram
röksemdir sínar. Þetta er allt
svo sjálfsagt mál.
Nú í sumar hafa hvað eftir
annað birzt í dagblöðum grein-
ar innlendra og erlendra manna
um hernaðarlegt mikilvægi ís-
lands og nauðsyn þess, að hér
yrðu áfram herstöðvar. Til
dæmis var birt löng ræða eft-
-S>
Grein Ingimars
Framhald af 5. síðu.
á 11.1 sek sem þykir frekar
slakur tími þótt um fimmtar-
þraut sé að ræða. Irena Press
sem um þessar mundir er
sennilega bezta fimmtarþraut-
arkonan í heimi en tekur ekki
þátt í EM hleypur auðveldlega
á 10.8 sek. Heimsmetið á hún
sem er 10-4 sek. Fyrir sínar
14 sek fékk Sigrún 647 stig en
Antenen hlaut 1027 stig. I
næstu grein, kúluvarpinu kast-
aði Sigrún 7.01 m og fékk fyr-
ir það 471 stig en sovézka stúlk-
an Tikomirova átti langbezta
kastið, 13.17 m, sem gefur 932
stig. Einnig í þessari grein var
árangurinn slakur og má til
sama'nburðar geta þess að I-
Press kastar um 17 m.
Q Eftir tvær greinar fimmtar-
þrautarinnar hafði Sigrún náð
1118 stigum og var í síðasta
^æti. Tikomirova hafði náð for-
ustunni með árangri sínum í
kúluvar.pi og hafði 1895 stig en
næstar henni voru Rosendahl
með 1825 stig og Guenard frá
Frakklandi með 1806 stig en
Rand frá Englandi hafði þá
1774 stig. Þriðja grein þrautar-
innar, hástökkið, fór svo fram
í kvöld og gekk þá Sigrúnu
mun betur. Stökk hún 1-45 m
eða jafn hátt og þrjár aðrar
stúlkur og fékk fyrir það 790
stig og hafði þá alls náð 1898
stigum. Tikorpirova vann einn-
ig þessa grein, stökk 1.65 m
og jók því forskot sitt. Hafði
hún þá 2891 stig eða rúmum
150 stigum meira en Rand en
þar næst kom Rosendahl- 1
fyrramálið fer svo fram lang-
stökkið fram og um kvöldið
síðasta greinin, 200 m hlaup.
Til úrslita var keppt í 4
greinum í dag. 1 100 m hlaupi
sigruðu pólsku stúlkurriar Ko-
bukov.ska og Kirszenstein eins
Þríþraut
og búizt var við. Sýndu þær
nokkra yfirburði yfir hinar
eins og tíminn ber með sér.
Þær hlupu báðar á 11-5 sek en
sú þriðja, Frisch frá V-Þýzka-
landi, hljóp á 11.8 sek. Stuttu
síðar hlutu Pólverjar önnur
gullverðlaunin. Maniak tókst
að sigra báða Frakkana, Bam-
buck og Piquemal, í 100 m
hlaupi en þeir þrír og V-Þjóð-
verjinn Knickenberg fengu all-
ir sama tímann, 10.5 sek, og
var „foto-finish“ látin skera
úr um sigurvégarann- Meðal
áhorfenda ríkti mikill fögnuður
yfir þessum afrekum pólskra
spretthlaupara seiri áreiðanlega
verða fleiri á þessu móti: Kol-
ubovska og Kirszenstein munu
reynast erfiðar viðureignar í
200 m svo og Maniak og Dudzi-
ak. Þar fyrir utan má búast við
pólskum sigri í 400 m hl. en í
þeirri grein fóru fram milli-
riðlar f dag og sýndu Badenski
og Gredzinski þar að engum
verður auðvelt að sigra þá.
■ ’Ek-í «langstökkinu- stóð baráttan
milli Ter-Ovenesjan og Bar-
kovski frá Sovétríkjunum,
Davies (Engl.) og Stenis frá
Finnlandi eins og fyrir fram
var vitað. Ter tók forustuna
þegar í fyrsta stökki með 9.86
m og hélt henni fram að síð-
ustu umferð en þá tókst Davies
að stökkva 7-98 m. Ter lagði
sig allan fram í síðasta stökk-
inu en það nægöi ekki. Davies
sýndi enn hversu mikill keppn-
ismaður hann er' og skapmaður
virðist hann vera. Þegar hann
ætlaði að stökkva síðasta stökk-
ið átti verðlaunaafhending að
hefjast og keppnin að stöðv-
ast í bili en þar sem -þétta var
í annað sinn sem Davies var
truflaður með þessum hætti þá
fauk í hann og skeytti hann
því engu að verðlaunaafhend-
ingin vár hafin og stökk sigur-
stökkið við mikinn fögnuð
brezkra áhorfenda sem áður
höfðu látið í Ijós óánægju fyr-
ir hönd Davies-
Framhald;af 5. síðu.
um, sém hingað til hafa stutt
þetta framtak. Ber þar að nefna
Bamablaðið Æskuna, stjórn
Sambands íslenzkra bamakenn-
ara, stjórn Iþróttakennarafélags
Islands, Flugfélag Islands, dag-
blöðin öll, útvarpið og síðast
en ekki sízt, íþróttafulltrúa rík-
isins Þorstein Einarsson.
Þeir sem þurfa á frékari upp-
lýsingum að halda, eru beðnir
að snúa sér til formanns út-
breiðslunefndar F.R.Í., Sigurð-
ar Helgasonar, Laugargerðis-
skóla, Snæfellsnesi, eða íþrótta-
fulltrúa.
(Frá útbreiðslunefnd F.R.Í.).
H Mjög komu á óvart úrslitin
i kringlukast.inu en þar urðu
þrír A-Þjóðverjar fyrstir, þeir
Thorith (57.42); Losch (57.34) og
Milde (56.80). Thorith hafði að
vi'su kastað yfir 60 m í Sumar
en varla mun nokkur hafa átt
von á því að honum tækist að
sigra á mótinu og þar með
vinna Danek, Pitkocski og Be-
gler. Danek hefur eins og
kunnugt er kastað 65.22 m, og
var talinn öruggur með sigur-
inn þar sem hann hefur verið
öruggur 60 metra kastari.
Sennilega hefur Danek ekki
heppnazt að ná réttri kastátt
en misvinda var.
I •
Blaðburðarfó!l< vantar okkur
strax í KÓPAVOG - Hringið
í síma 40753 - ÞJÓÐVILJINN
•••
ír einn af hershöfðingjum At-
lanzhafsbandalagsins, þar sem
hann færir hin fáránlegustu
rök fyrir því, að herstöðvar
kæmu íslendingum að gagni í
styrjöld. Og í ræðu, sem einn
ráðherrann hélt í sumar, voru
herstöðvar fyrst og fremst
taldar nauðsynlegar til þess að
koma í veg fyrir, að óprúttnir
sjóræningjar eða aðrir glæpa-
menn hertækju landið.
Enginn hernámsandstæðing-
ur og ekkert blað þeirra varð
til þess að svara þessum mönn-
um, og kannski hefur mörgum
fundizt, að slík falsrök væru
ekki svaraverð. En auðvitað ef
það mikill misskilningur. Jafn-
vel heimskulegustu fullyrðing-
um verður að svara. Og slíkar
.sjóræningjakenningar . eru alls
ekki heimskulegar í eyrum
þeirra, sem lítið þekkja til.
Nauðsynlegt er, að þessum
málum séu að staðaldri gerð
skil af mönnum, sem gott skyn-
bragð bera á hernaðarlega hlið
málsins. Mér fyndist jafnvei
koma til greina, að samtökin
stofnuðu sérstaka upplýsinga-
. og fræðsludeild, þar sem sam-
an kæmu fróðustu og ritfær-
ustu andstæðingar hersetunnar
til að skipuleggja fræðslustarf-
semina; fá menn til að skrifa
greinar og ritgerðir í blöð og
tímarit, gefa út bækur og bæk-
línga og sjá um þýðingar úr er-
lendum blöðum og bókum.
Ákvarðanir
teknar
á leynifundum
Ef litið er til næstu missera,
verðum við að játa, að senni-
lega verður starfsemi samtak-
anna talsverðum erfiðleikum
bundin fram á næsta sumar.
Því valda alþingiskosningarnar,
sem fram munu fara í júnt
næstkomandi. Langflestir for-
ystumenn samtakanna munu
verða önnum kafnir við undir-
búning kosninganna hver fyrir
sinn flokk, og reynslan hefur
því miður sýnt, að kosninga-
undirbúningur lamar starf
samtakanna verulega.
Þó er að sjálfsögðu nauðsyn-
legt að vinna að fjöldamörg-
urn verkéfnum á næsta vetri,
t.d. er óhjákvæmilegt að skipu-
leggja starf samtakanna betur,
auka samstarf miðnefndar við
héraðsnefndir út um land, gefa
út Dagfara og undirbúa útgáfu
á Handbók hernámsandstæð-
inga. Þá má einnig vænta þess
að unnt reynist að efna til
glæsilegrar menningarviku.
En eins og flestúm mun Ijóst
eru slíkar aðgerðir einungis t.il
þess fallnar að halda í horf-
inu, halda málinu vakandi,
meðan þess er beðið, að verði
lag til að hefja sókn til sig-
urs.
Nú er áratugur síðan vinstri-
stjórnin sveik loforð sitt um
brottför hersins. Síðan þá hafa
hernámsmálin aldrei komizt
aftur efst á dagskrá í íslenzkri
stjórnmálabaráttu, þrátt fyrir
mikla starfsémi hernámsand-
stæðinga. í áratug hefur mál-
ið legið eins og í dvala, djúp-
fryst frá dögum kalda stríðs-
ins. / ■'
Nú eru veðrabrigði í lofti:
Bandaríkjamenn eru senn á
förum úr Evrópu, Atlanzhafs-
bandalagið r upplausn og
NATO-samningurinn uppsegj-
anlegur eftir 3 ár. Hernáms-
andstæðingar hljóta að búa sig
undir. að stefnumál þeirra
verði í brennipunkti íslenzkra
stjórnmála að fáum árum liðn-
um.
Við verðum þegar ,i vetur að
fara að búa okkur undir hið
örlagaríka uppgjör í utanrík-
is- og þjóðernismálum íslend-
inga. Og að kosningum loknum
næsta sumar verður sóknin að
hefjast. Tvímælalaust ber þá
að leggja mjög mikla áherzlu
á fræðslustarfsemi og víðtæka
kynningu á röksemdum okkar
og stefnumálum. Við verðum
að fá færustu menn okkar til
að skapa skýran fræðilegan
grundvöll undir nýja utanrík-
isstefnu íslendinga. Slíkur mál-
flutningur verður að vera svo
ýtarlegur og þó einfaldur, að
hann sannfæri stóran hluta af
forystumönnum allra flokka.
Við megum ekki láta það
henda, sem oft hefur gerzt, að
fáfræðin verði íslands óham-
ingju að vopni. Við verðum að
tryggja, að þjóðin taki ákvörð-
un sína eftir ýtarlegar umræð-
ur og vandlega íhugun og koma
þarinig í veg fyrir. að örfáir
erindrekar erlends valds ákveði
örlög þjóðarinnar á leynifund-
um með útlendingum.
Ný sóknarlota
Hin nýja utariríkisstefna Is-
lendinga mun ekki aðeins mót-
ast af vilja okkar sjálfra- Ef
við viljuro losna undan hrammi
Bandaríkjamanna verðum við
vafalaust að leita eftir auk-
inni samvinnu við Norðurlanda-
þjóðir. Einmitt þess vegna
skiptir það meginmáli, að for-
ystumenn Samtakanna kynni
sér og kynni fyrir öðrum það
sem er að gerast í utanríkis- og
vamarmálum Norðurlandaþjóð-
anna. Að uppfræða forystu-
menn flokka og félagasamtaka
um þróun mála — það getur
brðið árangursríkara en marg-
ir útifundir.
Enda þótt ég leggi hér á það
mesta áherzlu, að hin nýja sókn
samtakanna fram til 1969 verði
sérstaklega undirbúin með víð-
tækri fræðslustarfsemi, verður
þó auðvitað að hyggja að
mörgu öðru- Nauðsynlegt er að
styrkja samtökin stórlega inn
á við, enda er það augljóst, að
til þess að gerai sér vonir um
sigur í þjóðaratkvæði þyrftu
samtökin að eiga vísa dugmikla
og kröftuga stuðningsmenn um
land allt í þúsundatali. Áfram
verður óhjákvæmilegt að grípá
til hvers konar baráttuaðferða,
sem kalla mikinn mannfjölda á
vettvang, og má þar nefna
fjöldagöngur, útifundi og aðr-
ar þær aðgerðir, sem hafa örv-
andi áhrif á starfsemi samtak-
anna og vekja mikla athygli á
stefnumálum þeirra- Hins veg-
ar er auðvitað nauðsynlegt að
leita nýrra leiða og forðast of
mikla endurtekningu. Ég vil
sérstaklega nefna, að þörf er á'
því að finna nýtt og nothæft
form fyrir fundarhöld úti um
land, því að gamla fundar-
sniðið með framsöguræðum Dg
frjálsum umræðum virðist ekki
lengur hæfa kröfum tímans.
Þessa nýju sóknarlotu her-
námsandstæðinga verður að
undirbúa með þeim hætti, að
tryggt sé, að hreyfingin spanni
yfir alla pólitíska flokka og nái
til állra þeirra, sem komizt
hafá að sömu eða svipaðri nið-
urstöðu úm utanríkis- og sjálf-
stæðismál íslendinga. Sjálfsagt
er, að hreyfingin sé áfram í
breiðu, óbundnu formi, en ekki
í föstum skorðum og félags-
bundin. Og við verðum jafnvel
hvenær sem er að vera reiðu-
búin að breyta þessum samtök-
um i ný samtök, ef með því
gæti skapazt breiðari samstaða-
Hver veit nema rétti tíminn sé
kominn sumarið 1968 að efna
til nýs Þingvallafundair.
Góðir fundarmenn!
Okkur vantar ekki verkefni
— í þeim efnum höfum við
aldrei þur-ft að kvarta- Það sem
við þurfum er meiri kraftur,
meira líf! Halldór Laxness hef-
ur oft sagt það um góðan skáld-
skap, að hann sé ekki fyrst og
fremst skapaður með andagift,
heldur miklu fremúr með vinnu
og aftur vinnu. Eins er það
með málstaðinn. Ef hann á að
sigra, er það ekki nóg, að hann
búi yfir miklum sannleika.
Meira þarí til. Þúsundir manna
verða að leggja á sig vinnu:
fórna tírria sínum, fóma fjár-
munum, fóma nokkrum svita-
drtxpum!
Úrslit hemámsmálsins munu
kannski velta öllu öðru fremur
á því, hversu góður vinnukraft-
ur er fólginn í því fólki, sem
hér er saman komið í dag-
KRYDDRASPIÐ
FÆST f NÆSXU
BÚD
Sængurf atnaður
— Hvítur og mislitur —
ÆÐARDÚNSSÆNGUR
GÆSADÚNSSÆNGUR
DRALONSÆNGUR
*
SÆNGURVER
LÖK
KODDAVER
Sjáið Iðnsýninguna
Skólavörðustíg 21.
Smurt brauð
Snittur
við Óðinstorg.
Sími 20-4-90.
■RHB
tmtðmcús
Fást í Bókabúð
Máls og menningar
úr og skartgripir
... iKORNELÍUS
JÓNSSON
skólavördustig 8
<§niiiteníal
Hjálbarðaviðgerðir
OPIÐ ALLA DAGA
(LÍKÁ SUNNUDAGA)
FRÁ KL. 8 TIL 22
CUMMIVINNUSTOFAN HF.
Skipholti 35, Reykjavik
SKRIFSTOFAN: simi 3 06 88
VERKSTÆÐIÐ: sfmi310 55
BRl DGESTONE
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
sannar-gæðin.
ftRI DGESTONE
veitir aukið
öPyggi í aksfri.
BRI DGESTONE
ávailt fyrirliggiandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTÁ
Verzlun og viðgerðir
Gúmmbarðinn h.f.
Brautarholti 8
Sími 17-9-84
Síml 19443
BlL A
LÖKK
Grunnur
Fyllir
Sparsl
Þynnir
Bón.
EINKAUMBOÐ
ASGEIR OLAFSSON heildv.
Vonarstræti 12. Sími 11075.
RHMEI
*