Þjóðviljinn - 07.09.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 7. september 1966.
Hugtakið umbúðir mun fýrst
og fremst fela í sér efni eða
hluti gerða til varðveizlu eða
flutnings vöru eða annarra
hluta. Frumtilgangurinn er því
hagnýts eðlis, þótt viðleitni til
samræmingar fegurðar og til-
gangs hafi snemma komið til
sögu. Áður fyrr voru umbúðir
meira í formi íláta, enda var '
framleiðsla þeirra til skamms
tima kölluð flátasmíði í ís-
lenzku máli- I formi íláta hafa
um aldir verið framleiddir
skrautmunir og listaverk. sem
að öðru leyti höfðu takmarkað
hagnýtt gildi.
Gerð og framleiðsla umbúða
hefur tekið miklum breyting-
um og framförum hin sfðari ár
með tilkomu nýrra efna og
aukinnar kröfu um hagnýtt og
viðskiptalegt gildi þeirra. Hið
hagnýta gildi miðast fyrst og
fremst við varðveizlu vörunnar,
er þær hafa að geyma, en hið
viðskiptalega að vekja athygli
á henni og notagildi hennar á
smekklegan hátt- Fyrr á tímum
mun umbúðar- eða ílátasmíði
að mestu hafa verið unnin á
verkstæðum í smáum stfl. eða
sem heimilisiðnaður, en nú hin
síðari ár sem stórfelld verk-
smiðjuframleiðsla.
Upphaf innlendrar
umbúðaframleiðslu
Umbúðaframleiðsla í nútíma
mynd á sér ekki langa sögu á
íslandi. ílátasmíðj, eins og það
j hugtak mun almennt skýrt, er^
þó mjög gömul — en sem sjálf-
stæð iön eða atvinnurekstur er
beykisiðn langelzt. Samkvæmt
heimildum í Iðnsögu Islands
hafa Islendingar fyrst lært
beyjkisi.ðn á dögum einokunar-
verziunárinnar og f fyrri
heimsstyrjöldinni voru trétunn-
ur framleiddar hér í stórum
stím^pess tíma mælikvarða til
útflutnings á íslenzkum afurð-
um. Sú smíði mun þó fyrst og
fremst hafa verið handverk,
en fyrstu tunnugerðarvélamar
voru fluttar til landsins árið
1935 af Pétri Bjarnasyni, beyki,
og sonum hans, Tryggva og
Bjarna: Nú mun beykisiðn að
fullu vera liðin undir Iok nema
bá samsetning á síldartunnum
á Siglufirði og Akureyri.
Að beykisiðn frátalinni mun
fyrsti vfsir að verksmiðjufram-
leiddum umbúðum vera dósa-
framleiðsla hjá Blikksmiðju
Péturs Jónssonar, er hóf fram-
leiðslu á þeim með sérstökum
' vélum árið 1907- Arið 1928
stofnsði sama .fyrirtæki, er þá
hét Blikksmiðja J.B. Péturs-
sonár, Tunnuverksmiðjuna.
Framleiddi hún trétunnur með
blikktunnum innan í, og voru
þær gerðar til útflutnings á
lýsi- • Þessi framleiðsla lagðist
þó brátt niður. Sömu aðilar
stofnuðu Stáltunnugerðina 1932,
einnig til lýsistunnuframleiðslu,
en nú er starfsemi hennar hætt.
Kassagerð Reykjavíkur h-f. var
stofnuð .1932, en í raun hóf hún
störf tveim árdm fyrr. Upp-
haflega miðaðist framleiðslan
við trékassa fyrir niðursoðna
mjólk, smjörlíki og fisk til út-
flutningj, en verksmiðjan varð
brátt að breyta til, þvf að nú
hafa bylgju-pappakassar og
pappaöskjur leyst trékassa af
hólmi. Páppírspokagerðin h-f.
og Dósaverksmiðjan h.f. fylgdu
brátt í kjölfarið- Síðan hafa
nokkur önnur umbúðafyrirtæki
bætzt við og víkkað svið þess-
arar greinar.
Á hinum tiltölulega stutta
tíma frá því að umbúðafram-
leiðsla hófst hérlepdis sem at-
vinnugrein, hafa orðið stórstíg-
ar breytingar og framfarir.
Umbúðir og pökkun eru orðin
mjög mikilvægur þáttur í við-
skiptalífi nútíma þjóðfélags og
til þeirra gerðar miklar kröfur.
Veltur því á miklu, að umbúða-
framleiðendur séu færir um að
uppfylla þær kröfur, enda er
notendum umbúða ljóst, hvílík-
um úrslitum smekklegur frá-
gangur á vörum getur valdið í
harðri samkeppni frjálsra við-
skipta. Innlend umbúðafram-
leiðsla er því öðrum atvinnu-
greinum jafn mikilsverð og
þær eru henni. f þessu sem
öðru er hver öðrum háður.
Enginn þáttur athafnalífsins
getur staðið einn og óstuddur
án hinna-
Nauðsyn vörukynninga
Á Iðnsýningunni 1966 sem nú
stendur yfir, sýna flestir aðal-
umbúðaframleiðendumir vörur
sínar. Eru það eftirtalin fyrir-
tæki:
Dósaverksmiðjan h.f. sýnfr
margar gerðir af lakkbomum
blikk- og áldósum, áletruðum
og skreyttum — einnig óáletr-
uðum — fyrir niðursuðu, máln-
ingu o.m.fl.
Etna h-f. sýnir ölflöskuhettur
frá öllum öj. og gosdrykkja-
verksmiðjunum, en starfsemi
hennar einskorðast við þá fram-
leiðslu-
Kassagerð Reykjavíkur h.f.
sýnir bylgju-pappakassa, pappa-
öskjur og límmiða f mjög fjöl-
breyttri litprentun . (Offset og
Letterpress) fyrir innlenda iðn-
aðarframleiðslu og útflutnings-
vömr frystihúsa, ásamt mjólk-
urumbúðum, er m.a. hafa verið
teknar í notkun á Akureyri og
Keflavíkurflugvelli.
Plastprent h-f. sýnir fjöl-
breytt úrval af plastpokum,
plastdósum, pappírspokum,
sellofanpokum og öðrum um-
búðum úr álþynnum (alúmíní-
um foil), sellofan og umbúða-
pappír í anilínprentun.
Sigurplast h.f. sýnir mikið
úrval af plastdósum, plast-
flöskum og öðrum umbúðum úr
plasti — prentað sem óáprent-
að.
ur að vera frágenginn á smekk-
legan eða hreinlegan hátt. Það
er hætt að tína nokkra brjóst-
sykurmola eða kexkökur upp
úr búðarskúffum með höndun-
um í kramarhús- Hreinlætis-
kröfur nútímans leyfa ekki
slíkt — neytendur kaupa ekki
slíkar vörur. Frágangur vörunn-
ar, útlit og geymsluhæfni, verða
að miðast við kröfur neytenda,
Að sjálfsðgðu á hún nokkuð
erfitt uppdráttar, enda er hér
yfirleitt um að ræða ung og
fjármagnsslítil fyrirtæki og mik-
ill hluti umbúða nýtrar engrar
eða lítillar tollverndar. Vélar
til umbúðagerðar eru mjög
dýrar og krefjast oft örrar
endurnýjunar vegna sífelldra
breytinga á umbúðum — og
nýrra, er ryðja þeim eldri
Stálumbúðir h.f. sýna stál—
tunnur í mismunandi stærðum
til útflutnings á meðalalýsi,
svo og bakka úr áli og ryðfríu
stáli fyrir matvælaiðnaðinn.
Við yfirsýn áhorfenda hljóta
þeir að veita athygli hinni
miklu fjölbreytni í íslenkri
umbúðaframleiðslu. Þeir hljóta
einnig að sjá, hve víða inn-
lendar umbúðir skreyta vörur
annarra framleiðenda. Nú
verða framleiðendur flestra
vörutegunda, einkum hinna
svokölluðu neyzluvara, að full-
ganga frá þeim til afgreiðslu til
neytenda. Tími handpökkunar
og uppviktunar í verzlunum er
liðinn — og tími afgreiðslu á
flestum tegundum fatnaðar úr
hillum verzlana, þar sem hann
lá óvarinn og velktur, er einnig
liðinn. Nú verður sérhver hlut-
því að þeir ráða, þegar miðað
er við eðlilega viðskiptahætti.
Samkvæmt þessu verða not-
endur umbúða að haga sér og
eftir því verða framleiðendur
umbúðanna að fara. í frjálsri
verzlun tjóar ekki að segja „Þú
skalt hafa þetta eða ekkert“
— Á næstai götuhorni er önnur
verzlun, sem fólk getur snúið
sér til. Þó finnast enn nokkr-
ar undantekningar frá þeirri
reglu, (sem sanna ágæti henn-
ar)!
Umbúðir á Iðnsýningn
Að loknum ofangreindum
hugleiðingum mætti spyrja:
Hvar stendur íslenzkur um-
búðaiðnaður í hinni hörðu verð-
og gæðasamkeppni við erlend-
ar umbúðir nú á tímum frjáls
innflutnings?
úr vegi. Samanlögð gjöld
af innfluttum iðnaðarvél-
um eru hér almennt 35 prósent.
Rýrir þetta mjög getu fjár-
magr\slítilla iðnrekenda til að
búa sig góðum vélakosti, þar
sem lánamöguleikar eru stund-
um litlu meiri en nemur áður-
nefndum gjöldum. Fjármagns-
nýting verður því mjög slæm
og eykur reksturskostnað fyr-
irtækja óeðlilega mikið. Segja
má, að verulegur hluti þeirra
umbúða, er landsmenn nota, sé
nú framleiddur innanlands.
Nokkuð vantar þó á, og er það
einkum, þar sem þörf er dýrra
véla. Núverandi tDlla- og
skattalöggjöf hindrar þetta í
vissum mæli — og svo í sum-
um tilvikum ónógur markaður-
í heild á íslenzkur iðnaður
nú mjög í vök að verjast fyrir
erlendum varningi, sem hóf-
laust er fluttur inn og auglýst-
ur í mun ríkara mæli en ís-
lenzkir framleiðendur geta al-
mennt. veitt sér. Það hefur
lengi legið í landi ótrú á því,
sem innlent er- Stundum hef-
ur þetta átt rétt á sér, en oft
ekki- Iðnsýning sem þessi, er
r.ú stendur vfir, þar sem sýnd-
ar eru aðal framleiðsluvörur
iðnaðarins, er líklegust til að
eyða tortryggni, því að þar geta
neytendur kynnt sér á hlut-
lægan hátt fjölbreytt vöruval
og ga^ði þess. Einnig er nauð-
synlegt fyrir hina einstöku iðri-
rekendur að kynnast vel fram-
leiðslu annarra með það fyrir
augum að geta notað þeirra
framleiðsluvörur til sinnar eig-
in starfrækslu.
Hin síðari ár er verkaskipt-
ing í iðnaði og samvinna á milli
fyrirtækja að færast mjög í
vöxt. Hvað umbúðaframleiðsl-
una varðar, þá er henni sérstök
nauðsyn kynningar gagnvart
öðrum framleiðendum og dreif-
endum. Umbúðir eru orðnar all-
stór liður í rekstri annarra
framleiðenda og verzlana. Er
því mikils um vert, að þær séu
valdar af kostgæfni- En þótt
góðar umbúðir séu oft dýrar
verða þær venjulegast ódýrar
í raun vegna miklu betri varð-
wsizlu vörunnar og aukinnar
söli^iæfni.
GOÐ VARA FÆR
ALDREI OF GÓÐAR
UMBÚÐIRI
lÐNlSYMINGlNl
DOSAVERKSMIÐJAN H.F.
KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR H.F.
PLASTPRENT H.E
SIGURPLAST H.F
STÚKA' NQ 109
- - - 379
- - 260
' ' - 221
/