Þjóðviljinn - 08.09.1966, Side 4

Þjóðviljinn - 08.09.1966, Side 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur R* september 1966. 4o landsfundur Samtaka hernámsandstœSinga: Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áþ). Magnús Kjartansson, Siguröur Guömundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftairverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Hvalfjörður fíotastöð 0rð Jónasar Árnasonar rithöfundar, þau er hann mælti.við varðhliðið í Hvalfirði þegar hemáms- andstæðingar á heimleið af landsfundinum höfðu þar nokkra viðdvöl, eru eins og töluð úr huga hvers þjóðrækins íslendings, sem skilur að þjóðinni er vanvirða að erlendum herstöðvum á íslandi; og um leið lögeggjan að duga í baráttunni gegn þeim. Jónas sagði þá m.a.: Já, hann er fagur Hvalfjörðurinn og blámi hans löngum meiri og sterkari en annarra íslenzkra fjarða. En þessi blámi hans stafar af því að hann er einna dýpstur allra íslenzkra fjarða, — og þess vegna líka blaktir þessi fáni hérna í dag, ekki til dýrðar þeirri íslenzku fegurð sem felst í bláma fjarðarins, heldur vegna þess að dýpið sem hann hefur bláma sinn af, gerir hann að ákjósanlegri bækistöð fyrir drápstæki, fyrir kafbáta sem búnir eru ægilegustu vopnum sem nú þekkjast, flug- skeytum sem hvert um sig geta tortímt hundruð- um þúsunda eða miljónum saklauss fólks, karla, kvenna og bama. En þegar við nú höfum stanz- áð hér í dag að loknum landsfundi okþar — flest okkar eflaust í fyrsta sinn — þá gerum við það til að lýsa eldheitri fordæmingu okkar á þeim ódæðum sem lítilmagnar heimsins, fátækir, hungr- aðir og klæðlausir verða í dag að þola af hálfu þess auðs og valds sem hefur að tákni þetta stjömuprýdda fánamerki. Og við gerum þetta einnig til að strengja þess heit að ganga fram í því af fullri einurð og djörfung að afmá þennan smánarblett af landi okkar og koma í veg fyrir að þessi fagri, djúpi fjörður okkar verði gerður að birgðaskemmu skelfingarinnar, bækistöð dauða og tortímingar“. J^andsfundur Samtaka h'ernámsandstæðinga beindi kastljósi að hinni nýju flotastöð sem verið er að koma upp í Hvalfirði. Þess mun minnzt að Hval- fjörður var einn hinna þriggja staða sem Banda- ríkjastjórn heimtaði af íslendingum í stríðslokin serp herstöð til heillar aldar, þvert ofan 1 strengi- leg loforð og yfirlýsingar Bandaríkjaforseta að herinn skyldi kvaddur á brott frá íslandi 1 stríðs- lok. Þeirri kröfu var hafnað 1945 vegna þess að Sósíalistaflokkurinn átti sæti í ríkisstjórn. Nú er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins hins vegar að uppfylla kröfu Bandaríkjanna að gera Hvalfjörð að herskipa- og kafbátahöfn, tiltæka hvenær sem herstjórn Bandaríkjanna kýs að nota hana. Langt er síðan Þjóðviljinn varaði við þessu nýja tilræði við þjóðina, sem reynt er að fram- kvæma sem laumulegast. Nýlega hefur Tíminn einnig mótmælt flotastöð í Hvalfirði. Framferði stjórnarinnar sannar enn hversu hættulegt er að hafa við völd á íslandi ríkisstjóm sem ligg- ur marflöt fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna og upp- fyllir kröfur hennar án þess að skeyta um vilja þjóðarinnar. Afstaða Tímans gæti bent til þess að baráttan gegn hinni nýju flotastöð í Hvalfirði ’ muni ná langt inn í raðir hernámsflokka og hlýtur málið að verða stórmál á þinginu í haust. — s. ! i I ! I Nokkrir skcleggir hernámsandstæðingar ræðast við í anddyri Bifrastar. Frá hægri: Árnason, Ási í Bæ, Þorgrímur Starri og Björn Þorsteinsson (Ljósm R. Lár.) Jónas Alyktun mn alþjóilég viðhorf hernámsmá’ ðnns 4. landsfundur Samtaka hernámsandstæðinga vill vekja athygli allra landsmanna á þeim breyttu viðhorfum, sem skapazt hafa í alþjóðamálum á síðustu árum. Þótt eigi verði sagt, að friðvænlegra sé í heiminum nú en oft áð- ur,. er hitt augljóst, að mjög hefur dregið úr spennu kalda stríðsins' í Evrópu. Kemur það m.a. fram í því, að upp- laúsnar gaétir nú'mjög í hern- aðarbandalögunum tveim í austri og vestri, Varsjár- bandalaginu og Atlanzhafs- bandalaginu. Höfuðstórveldin, Sovétríkin og Bandaríki N- Ameríku, hafa ekki jafn ó- skorað vald yfir bandamönn- um sínum, hinum minni hátt- ar stórveldum og smárikjum, og þau höfðu áður. Tilhneig- ing hinna síðarnefndu til að taka upp sjálfstæðari stefnu gagnvart höfuðstórveldunum er eitt megineinkenni alþjóða- stjórnmála í dag. Nægir í þvi sambandi að minna á afstöðu Rúmena gagnvart Varsjár- bandalaginu og ' Frakka gagn- vart Atlanzhafsbandalaginu. Má nú heita, að allri hernað- arsamvinnu sé lokið með Frökkum og öðrum aðildar- ríkjum Atlanzhafsbandalags- ins. Deilan milli Kínverja og Rússa er frekari sönnun þess, að pólar alþjóðastjórnmála eru ekki lengur tveir, eins og virtist á gróskuskeiði kalda stríðsins, heldur margir. En þótt dregið hafi úr spennunni í Evrópu hefur hún magnazt á öðrum slóðum og þá fyrst og fremst í Suðaust- ur-Asíu, þar sem grimmdar- legt árásarstríð Bandaríkj- anna gegn þjóðfrelsishreyf- ingunni í Víetnam og loft- árásir þeirra á Norður-Víet- nam geta hæglega leitt til heimsstyrjaldar fyrr en varir. Stríðið í Víetnam sýnir, með öðru, að átökin milli hinna ríku og snauðu þjóða heims (norðurs og suðurs) verða æ harðari. f Bandaríkj- unum búa 6% af íbúum jarð- ar, en þau ráða yfir 60% af náttúruauðlindum heimsins og stefna að því með oddi og egg að halda við þessari arð- ránsaðstöðu sinni — og styrkja hana eftir megni. Þá er og hætt við, að styrj- öldin í Víetnam efli til áhrifa í Bandaríkjunum verstu aft- urhalds- og einræðisöfl — og geti jafnvel leitt til ógnar- stjórnar í baiidarískum stjórn- málum. Er sú hætta því meiri, sem styrjöldin stendur leng- ur eða tekur til stærri svæða. Þessi geigvænlega stríðs- stefna Bandaríkjanna í Asíu hefur aukið mjög þær sundr- ungartilhneigingar innan At- lanzhafsbandalagsins, sem að framan getur, svo sem glöggt sést á afstöðu Frakklands; og á Norðurlöndum hafa þær raddir gerzt æ háværari, sem .jreynslu og af hirlni heims- á síðastliðnum árum fækkað herstöðvum sínum bæði heima fyrir og erlendis, verð- ur það að teljast háskaleg öf- ugþróun, að stjórnarvöld landsins skuli hafa veitt heim- ild til byggingar herskipa- lægis í Hvalfirði á vegum At- lanzhafsbandalagsins. Hér er um að ræða nýjan áfanga í hersetu landsins, sem knýtir það enn fastar við herstöðva- net Bandaríkjanna og eykur enn á þá hættu, að það verði eitt af fyrstu skotmörkunum, ef til stríðs kæmi. Landsfund- urinn heitir því á alla þjóð- holla fslendinga að herða sóknina gegn herstöðvastefn- unni og sérstaklega gegn hernaðarframkvæmdunum í Hvalfirði. \ Landsfundurinn lítur svo á, að aðild fslands að Nató stríði gegn hagsmunum ís- lendinga sem friásamrar og vopnlausrar smáþjóðar, sem og hagsmunum heimsfriðarins yfirleitt. Fundurinn bendir á, að von mannkynsins um, að afstýra megi nýrri heims- styrjöld og þar af leiðandi allsherjartortímingu er við það bundin, að þau ríki, sem sannanlega mega kallast stríðsvaldar, verði einangruð á alþjóðavettvangi. Fundurinn telur því að hlutleysi íslands í hernaðarátökum sé það mark, sem stefna skuli að, og segja beri Atlanzhafsbanda- lagssamningnum upp strax og lög leyfa sumarið 1969. Jafn- framt leggur fundurinn á það áherzlu, að íslendingar fylg- ist vel með þeim umræðum, sem; fram fara á Norðurlönd- um um norrænt hlutleysis- eða varnarbandalag. Með hliðsjón af fyrri krefjast þess, að Danmörk og Noregur endurskoði afstöðu sína til Atlanzhafsbandalags- ins, segi sig t.d. úr því stráx og færi gefst — og myndi sérstakt norrænt varnar- eða hlutleysisbandalag með Sví- þjóð. Með hliðsjón af þessum breyttu viðhorfum í alþjóða- málum telur landsfundurinn, að íslendingum beri nú rík- ari nauðsyn til en nokkru sinni áður að endurskoða frá rótum utanríkisstefnu sína, afstöðu til erlendra herstöðva, aðildarinnar að Atlanzhafs- bandalaginu 1 og Bandaríkj- anna sérstaklega. Með skirskotun til fyrri samþykkta * vill landsfundur- inn undirstrika, að á tímum kjarnavopna og flugskeyta geta herstöðvar ekki þjónað varnartilgangi, heldur laða þær hættuna heim. f ljósi þeirrar staðreyndar, svo og hins, að Bandaríkjaménn hafa jr ' Alyktun um verkefni samtakanna Fjórði landsfundur her- námsandstæðinga minnir á, að senn verður íslenzka þjóð- in að taka afstöðu til þess, hvort hún ætlar áfram að eiga aðild að AtlanzhaÆsbandalag- inu. Er þ| óhjákvæmilegt, að utanríkisstefna landsins verði tekin til gagngerðrar endur- skoðunar og hemámsmálin verði enn á ný í brennipunkti þjóðmálabaráttunnar- Það er hlutverk samtakanna að knýja fram þá stefnu, að allur er- lendur her verði á brott úr landinu og Island lýsi á ný yfir hlutleysi sínu í hernaði. Jafnframt verður að tryggja að þjóðin fái að marka þá stefnu, sem tekin verður í ut- anríkis- og sjálfstæðismálum Islendinga. Fundurinn felur því miðnefnd að vinna sér- staklega að því með öllum til- tækum ráðum, að herstöðva- samningurinn verði borinn undir þjóðaratkvæði hið fyrsta. Landsfundurinn telur mikla þörf á því, að upplýsinga- og fræðslustacf á vegum sam- takanna verði stóraukið. Fundurinn felur því miðnefnd að kalla til liðs við sig hæf- ustu menn, sem völ er á til aö rannsaka hinar ýmsu hliðar hernámsmálanna og gera ýt- arlega greinargerð um nýja stefnu þjóðarinnar í utanrík- is- og sjálfstæðismálum- Á grundvelli þessarar athugun- ar verði svo gefin út handbók, og dreifiblað, sent.inn á hvert heimili í landinu, þar sem kynnt yrðu stefnumál sam- takanna. Landsfundurinn felur mið- nefnd að virkja hinn mikla fjölda hernámsandstæðinga til þátttöku í baráttu samtak- anna, hvenær sem tilefni gef- ast, með fjöldafundum, mót- mælagöngum og öðrum að- gerðum. ^Jafnframt verði menningarstarfsemi samtak- anna aukin og stefnt að því að efna til listahátíðar á vetri kománda með svipuðu sniði og áður, og verði hluti dagskrárinnar síðan fluttur svo víða um land sem kostur er. 4. landsfundur hernámsand- stæðinga lítur á það sem eitt helzta verkefni míðnefndar að | skipuleggja starf samtakanna mun betur en á síðast liðnu starfstímabili- Sérstaklega er nauðsynlegt að efla tengslin milli miðnefndar og héraðs- nefnda. fela héraðsnefndum ákveðið verkefni og styðja þær til frumkvæðis og kalla landsnefnd saman til fundar árlega. Dagfari þarf að koma oftar út með fréttum af starfsemi samtakanna- Og loks ber að leggja á það sérstaka áherzlu að treysta fjárhag samtak- anna, svo að unnt verði að ráða fastan starfsmann og starfrækja reglulega skrif- stofu hernámsandstæðinga. Landsfundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til stuðningsmanna samtakanná um allt land, að beir vinni af öllum mætti . bæði innan stjórnmálaflokkanna , og utan að því að tryggja baráttumál- um þeirra sigur. m.a. með því að veita þeim fulltrúum, er úrslitum þessara mála ráða á opinberum vettvahgi, sem stöðugast og sterkast aðhald. JESPAB I í veldíssinnuðu stefnu Banda- ríkjanna vill fundurinn vara alla landsmenn við hættunni, sem á því er, að fsÍand á- netjist Bandaríkjunum var- anlega, bæði hernaðarlega og menningarlega, jafnvel eftir að Atlanzhafsbandalagið leyst- ist upp. Leggur fundurinn því áherzlu á, að íslendingar geri sér far um að treysta og efla menningartengsl sín' við Evr- ópu, og þá ekki sízt Norður- lönd. Á vettvangi alþjóða- mála og Sameinuðu þjóðanna sæmir íslendingum það eitt að vera málsvarar friðar og undirokaðra þjóða, í stað þess að hlíta forsjá Banda- ríkjanna í þeim efnum. Fundurinn hvetur að lokum alla fslendinga til að vera á varðbergi gegn aðsteðjandi hættum og kosta kapps um að knýja fram nýja og farsæla stefnu í utanríkismálum, í samræmi við það, sem að ofan greinir. Á

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.