Þjóðviljinn - 08.09.1966, Side 7

Þjóðviljinn - 08.09.1966, Side 7
Síldarverkmiðj an á Vopnafirði. » Fimmtudagur 8. september 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 —----------------------------------------------:-------------------------- □ Mökkinn úr bræðslunni leggnr langsum eftir þorpinu, en öfugt við Reykvíkinga munu íbúamir áreiðanlega blessa ilminn úr stromphólkum verksmiðjunnar, því hann merkir þeim peninga í bókstaflegum skiln- ingi. íbúar í Vopnafjarðarkauptúni eru eitthvað á fimmta hundrað, en smæðina bæta þeir upp með stoltaralegum • götunöfnum og það er skilti á öðru hverju húsi. Myndu ekki sannir Vesturbæingar og KRingar kipp- ast við ef þeir vissu að á Vopnafirði er líka til Holtsgata og ætli ýmsum af fyrirmönnum Reykjavíkurborgar þyki ekki súrt í brotið að fá að vita að þeirra Hamrahlíð er ekki sú eina á jarðarkringlunni? Og svo eru skilti með nöfnum eins og: Kolbeinsgata og Hafnarbyggð. Staldrað við á Grein og myndir: Grétar Oddsson En þrátt' fyrir allt bruðlið með skiltin, finnst manni að í raun og veru sé ekki nema ein gata í plássinu. Sú sem liggur eftir því endilöngu lík- lega frá vestri til austurs á norðurströnd fjarðarins, eins og hann er sýndur á kortinu. Og ef vindurinn hagar sér á Vopnafirði eftir eðli sínu, blæs hann annaðhvort út, eða inn fjörðinn og mökkurinn frá verksmiðjunni leggur þá ævin- lega helming bæjarins undir sig í einu. Það er greinileg velsæld á Vopnafirði, en hún grundvall- ast aftur á silfurlitum fiski, sem fer í torfum um hafsvæðin austur og norður af íslandi og útlendingar eru fjarska gráð- ugir í og við. síldarsöltun og síldarbræðslu vinna flestir Vopnfirðingar og slangur af að- komumönnum. Síldin Vopnafjörður hefur komið allmjög við sögu í síldarævin- týri síðustu sumra. Bræðslan þar afkastar miklu og hefur mikið þróarrými, svo að þang- að hefur verið gott að leita, þegar allt hefur staðið fast á hinum stöðunum og þar hefur venjulega verið mikið saltað. f sumar hefur hinsvegar brugð- ið svo við, að staðið hefur í járniim að nægt hráefni feng- ist til bræðslunnar og söltun hefur verið tiltölulega lítil ó þeim söltunarstöðvum, sem starfræktar eru. Vopnfirðingar eru því ekkert óskaplega hressir með sumarið. Jökull Jakobsson skáld, sem vinnur á einni söltunarstöðinni á Vopnafirði, segir mér að með- an síldarleysið ríkti í vor og fram eftir sumrinu, hafi vinnu- aflið á stöðvunum verið Jánað á tvist og bast út um sveit- irnar til að byggja þar fjós og súrheysttirna fyrir bændur. Má því með nokkrum rétti halda því fram, að á Vopnafirði hafi síldarleysið í sumar stuðlað að uppbyggingu sveitanna! Meðfram síldinni reka Vopn- firðingar smábúskap, verzlun og hákarlaveiðar. Líklega er Vopnafjörður eini staðurinn á landinu, þar sem hákarlaveiðar eru stundaðar sem atvinnu- grein nú orðið. Svo er skepn- an ófrýnileg, verkuð ofan í þorraglaða Reykvíkinga og ef- laust einhverja fleiri. Það skal ég og undirrita, að vopnfirzkur hákarl meðtekinn á réttum og þjóðlegum grundvelli er svo sannarlega ekki til að fúlsa við. Byggingar Eins og allir vita er annar- hver maður á íslandi að byggja hús og Vopnfirðingar hafa ekki sloppið undan þeim faraldri frekar en aðrir. Þar eru mörg íbúðarhús ýmist nýbyggð eða í smíðum. Þá er langt komið smíði veglegs barnaskóla, sem eflaust verður sá myndarleg- asti á Austfjörðum fullbúinn. Hann er teiknaður af Sigvalda heitnum Thordarson arkitekt, en hann var ættaður frá Vopna- firði. f vor var tekið í notkun nýtt hús, sem síldarverksmiðj- an reisti yfir skrifsiofur og starfsfólk. Það er allt með miklum myndarskap og ólíkt því sem maður á að venjast, þegar verbúðir eiga í hlut og er samanburður ,,hóteli“ staðarins hreint ekki í vil. Það er einn- ig nýtt, líkast lítilli vöru- skemmu tilsýndar og yrði á- reiðanlega ekki bendlað við veitingarekstur nema fyrir glossaralegar vindlingaauglýs- ingar á stafninum. Skylt er að geta þess, að „hótelið" er rek- ið af aðkomumanni. Kirkjan á Vopnafirði er frítt og látlaust hús, eins og marg- ar þorpskirkjur. Á hliðinu stendur skýrum stöfum: „Guð blessi þig“ og vonandi verður sú fróma ósk að áhrínsorðum á hverjum þeim sem gengur þar undir. Þegar ég kom i bæ- lill •••• •:•:•'■.. .......... V - I :■■■■ ;. ••-•■•■••:•••••••' Frá höfninni á Vopnafirði. IIöfrung„r Akranesi liggur við bryggjuna- inn var gamall maður að slá blettinn umhveríis kirkjuna. Hann sló með orfi og Ijá og þegar ég fór aftur að áliðnum degi var hann enn að slá. Dag- slátta drottins á Vopnafirði er með öðrum orðum ekki véltæk. Þó að kalt blési þann dag, sem ég var staddur þar, verður því ekki neitað að Vopnafjarð- arkauptún stendur ó hlýlegum stað. Höfnin er varin af tveim háum, en grasi vöxnum hólm- um og er æðarvarp í öðrum þeirra a.m.k., því þar getur að líta fuglahræður og önnur fíg- úruverk. Hákarlatrillur og hand- færabátar heimamanna vagga sér værðarlega á legunni og við bryggjuna liggur aflaskipið mikla, Höfrungur II. Það er bræla úti og Skagabáturinn liggur hér einskipa. Nokkrir menn eru að koma gildum staurum fyrir í bryggjunni. Að sjálfsögðu er verið að stækka hana, eins og allar aðrar bryggjur á landinu. Götunafnið Kolbeinsgata, helgast af því að kauptúnið stendur á svonefnd- um Kolbeinstanga. Umhverfi Umhverfi kauptúnsins er at- hyglisvert og sérkennilegt. Ein- kennist það einkum af kletta- borgum og hjöllum, en línurn- ar eru mjúkar. Sunnan fjarð- arins, gegnt kauptúninu er hár fjallgarður og heitir Smjör- fjöll. Vera má að fannirnar i efstu eggjum fjallanna hafi minnt forfeður vora á smjör- slettur og naínið sé dregið þar af. Þó geta beitargæði róðið nafngift þessari. Vegurinn norð- ur úr kauptúninu liggur að lokuðu hliði hjá bænum Leið- arhöfn. Þar er innsiglingarviti Vopnfirðinga. Rétt innan við girðinguna er sérkennileg klettaborg, sem minnir um margt á frægar dómkirkjur suður í álfu og mætti vel segja mér að hér standi biskupsstóll íslenzks huldufólks. Að öllu samanlögðu er bygg- ingarlist náttúrunnar hjá Vopnafjarðarkauptúni slík, að hér hlaut að fæðast upp sá íslendingur sem lengst hefur náð , í þeirri list, Sigvaldi Thordarson. Yfirleitt fer það orð af Hafn- aríirði, að þar sé fagurt, en hafnfirzkur leikari, sem gerði reisu sína til Vopnafjarðar' í leikstjórnarerindum venti sínu kvæði í kross og gerðist sveit- arstjóri þar í plássi. Maður- inn heitir Guðjón Ingi Sigurðs- son og þótti efnilegur á sínu sviði hér syðra. Ef til vill er leikstjórn og sveitarstjórn ekki með öllu óskyld mál, þegar allt kemur til alls! En svo að aðrir veraldlegir og andlegir leiðtogar hreppsins séu ekki skildir út undan, þyk- ir mér rétt að nafngreina þá. Æðsta yfirvald í veraldlegum málum er Erlendur Björnsson sýslumaður N.-Múlasýslu. Hann situr á Seyðisfirði, þar sem vatnslögnin er ærið flókin. Hreppsstjóri er Friðrik Sigur- jónsson í Ytri-Hlíð og oddviti Sigurður Gunnarsson Ljótsstöð- um II. Andlegur leiðtogi er Sig- mar Torfason prestur. Auðvitað koma nafnkunnir menn við sögu í öllu því at- hafnafáti, sem einkennt hefur Vopnafjörð eins og aðra Aust- firði undanfarin sumur. Þar skulu fyrst tilnefndir tveir, sem í sameiningu reka söltun- arstöðina „Austurborg". Þeir Gunnar Halldórsson og Jón Þ. Árnason. Báðir eru þjóðkunn- ir. Sá fyrrnefndi fyrir söltun- Framhald á 9. síðu. 1 Éll IÉhUsMí ■ ; ; Hið nýja og glæsilega skólahús sem Sigvaldi Thordarson teiknaði. Fallegur klettarani rétt utan við kauptúnið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.