Þjóðviljinn - 14.09.1966, Side 4

Þjóðviljinn - 14.09.1966, Side 4
/j. SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. september 1966 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. , Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 lírrnr). Askriftairverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Skripaleikur f|jóðfrelsishreyfingin í Víetnam segist lengi hafa *■ haft undir höndum úrslit hinna svokölluðu kosninga á hernámssvæði Bandaríkjanna í Suður- Víetnam; það hafi verið búið að telja löngu áður en kosið var. Svo er að sjá sem Morgunblaðið hafi einnig komizt yfir þessa óvenjulegu vitneskju fyr- irfram; að minnsta kosti skýrir blaðið svo frá í gær að úrslitin hafi orðið mikill ósigur fyrir kommúnista, áður en nokkur úrslit höfðu verið birt. Vandséð er þó hvemig kommúnistar hafa get- að beðið ósigur í þessum kosningum, því þeir áttu enga aðild að þeim og raunar engir andstæðingar leppstjórnarinnar í Saigon. Hinar svokölluðu kosn- ingar voru í því einu fólgnar að 700 þúsund manna her rak fólk á kjörstað þar sem einlitur hópur var í framboði. Hefur þessi fyrirlitlegi loddaraleikur vakið reiði hvarvetna um heim; það mun óvíða hugsanlegt nema á íslandi að málgagn forsætisráð- herrans telji kosningar af þessu tagi til marks um frelsi og lýðræði. VT 4 Svona fór um sjóferB þá Sandvíkin þar sem Gesina strandaði. Og hér sést Gesina strönduð í fjörunni. Meðfylgjandi myndir tók Einar Guðmundsson sjómaður í Neskaupstað á fimmtudag- inn f síðustu viku af norska bátnum Gesima, sem strand- aði á Kársnesfjöru í Sandvík norðan Gerpis aðfaranótt þriðjudags. Eins og myndirnar bera með sér stendur báturinn rétt- ur og með stefnið á þurru í fjörunni, en þarna er fínn sjávarsandur. Er skipið með öllu óskemmt og sömuleiðis farmurinn, sem voru 1100 tunnur af saltsíld. Einar var að fylgja Kristj- áni skipstjóra á Goðanum til Sandvikur er hann tók mynd- irnar, en sá síðarnefndi kann- aði aðstæður til björgunar fyrir tryggingarfélagið, sem hér á hagsmuna að gæta. Auðvelt virðist vera að koma farminum á þurrt, en hvort reynt verður áð ná bátnum út skal ósagt látið. Hvað sem því Iíður má fullyrða, að áhöfn Gesima hafi haft „heppnina“ með sér í þessari strandsiglingu með því að hitta fjöruna í Sand- vík, því að á báðar hendur eru þverhnípt standbjörg á löngu svæði og engum lífs von, er undir þau siglir. Sjópróf fóru fram í strand- máli þessu á Seyðisfirði sl. föstudag og hefur frétzt, að skipstjórinn á Gesima hafi þar borið, að hann hafi talið sig vera á öruggri siglingu inn Seyðisfjörð, er báturinn tók niðri í Sandvfk. Hyggur hann sig hafa villzt á vitun- um á Dalatanga og Glettings- nesi. — H.G. A stæða er til að minna á að um þessar mundir eru liðin tíu ár síðan raunverulegar og frjáls- ar kosningar áttu að fara fram í öllu Vietnam; það var meginatriði Genfarsamkomulagsins frá 1954. Bandaríkin komu í veg fyrir þær kosningar og beittu til þess Diem einræðisherra sem síðan. var myrtur fyrir atbeina bandarísku leyniþjónustunn- ar. Ástæðan fyrir því að ekki mátti kjósa kom fram í endurminningum Eisenhowers forseta, en hann kvað það samhljóða álit dómbærra manna að í frjálsum kosningum myndi þjóðfrelsishreyfingin undir forustu Ho Chi Minhs fá 80% atkvæða. Síð- an hefur verið unnið skipulega að því að fækka kjósendum í Víetnam með sprengjum og benzín- hlaupi, eiturgasi og annarri þeirri. tækni sem Bandaríkin hafa gert að sérgrein sinni. Samt eru Bandaríkin engu nær því marki að brjóta niður sjálfstæðisvilja fólksins í Víetnam; einmitt skrípa- kosningarnar á sunnudaginn var eru óræk sönn- un þess. Vonandi ekki Fj'f ofbeldismaður réðist inn á heimili Eýjólfs ■*-J Konráðs Jónssonar Morgunblaðsritstjóra myndi sá síðamefndi væntanlega 'taka karlmannlega á móti. Ef ofbeldismaðurinn byði ritstjóranum síðan frið með þeim skilmálum að hann fengi að dvelj- ast áfram á heimilinu, hafa afnot af gögnum þess og gæðum og hlutast til um stjórnmálaskoðanir húsbóndans, myndi ritstjórinn væntanlega telja heimilisfrið fólginn 1 því einu að fjarlægja illvirkj* ann og láta hann bera ábyrgð gerða sinna. Illræð- ismaðurinn gæti samt stutt aðgerðir sínar fjöl- mörgum ritsmíðum úr Morgunblaðinu, þar sem stórveldi er talið heimilt að ráðast á smáþjóð og setjast upp í landi hennar og það talið sannur frið- ur að ofbeldið nái fram að ganga. En vonandi kemur aldrei til þess að ritstjórinn þurfi á þenn- an hátt að sannreyna kenningar sínar. — m. Lóíun undir f jölbýlishús úthlutað í Fossvogshverfi ■ Á fundi borgarráðs 6. þ. m. var samþykkt tillaga lóða- nefndar um lóðaúthlutun fyrir fjölbýlishús í Fossvogi við Efstaland, Geitland, Gautland og Hörðaland. Fá eftirtaldir aðilar þar úthlutað lóðum sam- kvæmt samþykktinni: EFSTALAND 2—4: Þorkell Einarsson, Krossamýr- arbletti 14. Svanhildur Þorkelsdóttir, Éikjuvogi 23. Einár • Þorkelsson, Krossamýr- arbletti 14. Einar Jónsson, Meðalholti 4. Hreiðar O. Guðjónsson, Grett- isgötu 61. Dagbjört Sigurbergsdóttir, Ás- braut 7, Kópavogi. Björgvin Samúelsson, Goðheim- um 16. Guðleif Hrefna Vigfúsdóttir, Kleppsvegi 42. Helgi Gíslason, Álfheimum 58. Kristinn Jónsson, Hrísateigi 15. Páll M. Helgason, Laugarnes- vegi 85. Jón Björnsson, Langholtsv. 170. EFSTALAND 10: Árni S. Gunnarsson, Holts- götu 17. Gilbert Sigurðsson, Gullteigi 18. Ingibergur Baldvinsson, Miklu- . braut 64. Magnús Þ. Einarsson, Arnar- hrauni 4, Hafnarfirði. Hanna Gunnarsdóttir, Smára- götu 7. Oddur Gústafsson, Laugarnes- vegi 60. GEITLAND 2: Valdimar Árnason, Laugavegi 51 B. Árni Eyþórs Valdimarsson, Hringbraut 100. Ásta Guðmundsdóttir, Smiðju- stíg 11 A. Birgir Már Birgisson, Njáls- götu 31 A. Gunnar H. Valdimarsson, Háa- leitisbraut 24. Hörður L. Valdimarsson, Ljós- heimum 8. GAUTLAND 5: Guðmurídur Viggð Jensson, Brunnstíg 10. Guðmundur K. Vilbergsson, Sörlaskjóli 22. Kristmann Óskarsson, Þing- holtsstræti 8. Magnús Ólafsson, Mýrargötu 16. Ólafur Þ. Sæmundsson, Sjafn- argötu 2. Rúdólf Sævar Ingólfsson, , Drápuhlíð 25. GAUTLAND 7: Guðrún Helga Hannesdóttir, Sólheimum 42. Jón Kristinsson, Holtsgötu 14. Pétur Magnússon, Háaleitis- braut 49. Sigurborg Hjaltadöttir, Álf- heimum 42. Böðvar Magnússon, Kárastíg 12. Margrét Dóra Guðmundsdóttir, Háaleitisbraut 14. GAUTLAND 9. Guðbjörn Guðmundsson. GL? heimum 20. Sigríður Kristjánsdóttir, Smáragötu 4. Hólmfríður Kristjánsdóttir. Álf- heimum 66. Ar .björg Kjaran, Smáragötu 10. Kristján Gíslason, Hraunteigi 24. Grímur Valdimarsson, Kára- stíg 9 A. GAUTLAND 1.: , Björn J. Sigurðsson, Bústaða- vegi 95. Kristbjörn Daníelsson, Sam- túni 18. Jóhannes S. Daníelsson, Nökkvavogi 58. Eyjólfur Þorbjörnsson, Barða- vogi 14. Sigmundur Leifsson, Álfheim- um 13. Garðar Sveinbjarnarson, Lang- holtsvegi 108. HÖRÐALAND 2—6: . Byggingarsamvinnufélag Rvík- ur, Hverfisgötu 116. Listi yf- ir byggingaraðila skal send- ur borgarráði til samþykktar eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. ★ Gatnagerðargfjald ákveðst kr. 34,5 per rúmm. og áætlast kr. 100.000,00 pr. stigahús í tvegja stigahúsa fjölbýlishúsunum, en kr. 70i.000,00 pr. stigahús í þriggja stigahúsa fjölbýlishús- unum og skal greiðast í einu lagi fyrir hvert stigahús. Frestur til greiðslu gjaldsins er til 21. september n.k. og fellur úthlutunin sjálfkrafa úr gildi hafi gjaldið þá ekki verið greitt. Borgarverkfræðingur og lóða- nefnd setja alla nánari skil- mála þ.á.m, um byggingar- og afhendingarfrest. ÞÚ LÆRIR MÁLIÐ í MfMI --------------------- 3> Klúbburinn Öruggur akstur Sl. föstudagskvöld var hald- inn á vegum Samvinnutrygg- inga í hinu nýja félagsheimiJi VALASKJÁLF á Egilsstöðum stofnfundur klúbbsins ÖRUGG- UR AKSTUR á Austfjörðum. Var hann sóttur af bifreiðar- stjórum víðsvegar af Héraði og neðan af Fjörðum. Fyndarstjóri var Guðmundur Magnússon oddviti þeirra Egilsstaða-manna, en fundarritari Magnús Einars- son tryggingafulltrúi. Mættir voru frá aðalskrifstofu Sam- vinnutrygginga í Reykjavík þeir Gunnar Sigurðsson forstöðu- maður afgreiðslu — sem afhenti nýjar viðurkenningar fyrirtæk- isins fyrir öruggan akstur — og Baldvin Þ. Kristjánsson félags- málafulltrúi, sem flutti fram- söguerindi um umferðaröryggjs- mál. Umræður urðu miklar, og að þeim loknum var klúbburinn stofnaður með samhljóða at- kvæðum allra fundarmanna, lög samþykkt og stjófn kosin. Skipa hana þessir menn: Marinó Sigurbjörnsson verzl- unarstjóri, Reyðarfirði, formað- ur, Vilberg Lárusson rafvirki, Egilsstöðum, ritari, og Bergur Ólafsson vélvirki, sama stað meðstjómandi. Varastj. skipa: Ólafur Jensson bóndi, Urriða- vatni, Benedikt Guðnason öku- kennari og bóndi, Ásgarði, og Sveinn Sörenson bifreiðarstjóri, Eskifirði. Á fur.dinum ríkti mikill á- hugi fyrir framtíðarstarfsemi klúbbsins, og verkefni til að sinna talin ærin. í fundarlok var sameiginleg Jkaffidrykkja i boði Samvinnutrygginga, og að síðustu var sýnd sænsk um- ferðarlitkvikmynd: „VIT OG VILJI“, sem umferðarslysa- varnarfélagið í Svíþjóð hefur látið gera.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.