Þjóðviljinn - 25.09.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.09.1966, Blaðsíða 7
Sunmxiagur 25. september 1966 — ÞJÖÐVTL,TTN"N — SfÐA ’jj Éðn : HsiilPi i:[nu:K:ji:a!j:n:r iff!p||pRjP||j|iH .. . btp Vi ir . * * i Lágfóta að Vetrarmynd af veðurhúsi og bíl. Skömmu eftir að Björgvin Ólafsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir settust að á Hveravöllum í fyrrahaust til ársdvalar var þeim send þessi staka, höfundur Þórður Þorsteinsson: Ileist er bú til reginfjalla rekkum finnst það skrítið - Eyvindur og önnur Halla aftur búa á Hveravöllum. öllum. Eitthvað í þessa átt munu margir hafa hugsað til þeirra, þeim hefur sjálfsagt ver- ið vorkennt en margur líka öfundað þau í laumi. Þau entu tíma sinn með prýði og komu í bæinn til Reykjavíkur um síðustu mánaðamót, en önnur hjón eru setzt að í húsi Veðurstofunnar á Hveravöllum, önn- ur ársvistin hafin. Og niðadimmt skamm- degi og bjartar nætur, baráttan við grimm- an og langvarandi skaírenninginn, veður- athuganirnar á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn, dýrin sem þau áttu að vin- um, eru orðnar minningar einar. Og Veður- stofan hefur fengið dýrmæta vitneskju um veðrið á hálendinu vetur og sumar. Kannski verður þeim Björgvin og Ingi- björgu einna minnisstæðastir vinimir sem voru þeim til yndis og ánægju allan vetur- inn, ung refahjón sem urðu heimagangar og fengu margan bita í vetrarhörkunum, hrafnar, rjúpur og snjótittlingar, sem héldu sig nálægt mannabyggðinni á Hveravöll- um um hávetúrinn. Þungt mun húsráðend- um hafa fallið þegar skotglaðar refaskyttur kbmu um hásumar og felldu refabóndann, tveggja ára dýr, og skutu tvo vrðlinga við ^„óvenjulegt greni“ í hraunjaðri skammt frá húsi vetrarvinanna. Björgvin leit inn hjá Þjóðviljanum um daginn, og bað ég hann að segja lesendum nokkuð af hinni einstæðu dvöl þeirra Ingi- bjargar á Hveravöllum. — Hvenær settust þið að á -Hyeravöllum? — Það var 9- september 1965. ;En þá var ekki fekið við að • flytja mat til vetrarins og hús- ið var ekki fullbúið, smiðir sem að þvi unnu voru með okkur fram til 8. október. Við vorum svo að mála og búa undir eitt og annað. — Hvernig reyndist húsið? — Það reyndist prýðilega. Hitað var með miðstöð úr hver ög bilaði miðstöðin ekki nema einu sinni, en þá kom þyrla úr Reyk.iavik með viðgerðar-mann, það var 30. nóvember. Þarna var til vara oliukynding, stein- olíuofn. — Hvað kom ykkur mest á óvart á Hveravöllum? — Eiginlega var ógerningur 'að hugsa sér fyrirfram hvern- ig aðstæðurnar yrðu, en þó skrítið sé að segja það held ég að það hafi verið veðrið sem var frábrugðið því sem við héldum, og þá fyrst og fremst .vetrarveðrið- Við vorum til óæmis miklu meira inni í húsi en við bjuggumst við, svo oft var veðrið þannig að ekki var úti verandi. Okkur var verst við skafrenninginn, hvassviðri og frost, svo engin leið var að haldast við úti nema til skyldu- starfa. Annars snjóaði ekki mikið fyrr en á útmánuðum og fyrsti snjórinn kom 13. október. Húsmóðirin fyrrverandi á Hveravöllum í lauginni. Húsin á Hveravöllum. Minna húsið er fyrir dísilrafstöðina. — Til hægri: Stærsti hverinn. En snjóinn reif oftast jafn- harðan )>urt vegna veðurhæðar. ■— Fómð þið á skíðum? — Já, við fórum stundum gönguferðir á skíðum um ná- grennið. ★ — Var ekki mikið að gera við athuganir og skeytasend- ingar? — Jú, það var talsvert að geia á. daginn. Veðurathuganir voiu gerðar allan sólarhring- inn á þiiggja tíma fresti, fyrst fóruin, við bæði í allar athug- anirnar, en svo fórum við að skiptast á að fara í athugan- irnar um miðnætti, kl- 3 að nóttu og kl. 6 að morgni. En mestu athuganirnar voru gerð- ar um níu leytið á morgnana og sex-leytið á kvöldin. Maður þurft.i að athuga skýjafar, gera athugun á þurrum og votum hita, lesa á tvær loftvogir og vindhraðamæli, athuga vindátt- inu. Við höfðum þarna íjóra úrkomumæla, einn þeiira var síritandi úrkumumælir og þurfti að skipta um blað í honum á hverjum morgni og það varð maitur að gera berhentur. >á mældum við líka snjó við eina stíiiig af 25 í morgunathugun og aftur þegar hinar allar voru athugaðar síðar um daginn. ■— Og svo hafið þið. orðið að koma vitneskjunni samstundis áleiðis? — Já, við sendum þrisvar á dag veðurfréttir, við afleit skil- yrði. Talstöðin sem við höfðum var allt of veik og svo trufl- aði dy.namórjnn í dísilrafstöð- inni talstöðina hjá okkur. Ég var stundum að garga í ein Xirnm hortér án þess að heyra nokkurt andsvar, og við vissum stundum ekki hvort upplýsing- ar okkar hefðu komizt í gegn fyrr en við heyrðum veður- fréti'mar í útvarpinu. Nú er búið að bæta úr bessu, komin mikiu sterkari talstöð og ný dísilstcð, sú gamla höfð til vara. Við höfðum heldur ekki hálf not af útvarpinu vegna trufl- aria. ★ — Var ekki oft érfitt með atlvuganir í vetrarveðrunum? — Jú, það gat verið dálítið snúið. Einkum var þáð 'skaf- renningurinn ^em gerði okkur óleik, veðurfræðingarnir áíitu líka að þarna hlyti að vera stilltara veður en reyndist. Mælitækin standa á víð og dreif utan hússins, 40—50 m frá húsinu þau sem lengst eru *frá- En skafrenningurinn smaug inn um allt. Við þurftum stund- um að moka snjó úr húsinu sem dísilvélin var í. Mæla fennti í kaf inni í mælaskýlinu hvað eftir ánnað. Eitt sinn þeg- ar rigndi 120 mm á sólarhring rann inn í dæluhúsið, og áttum við í miklu brauki að ausa það. — Komu ekki aftakaveður á Hveravöllum? — Jú, einkum þó eitt vetrar- veður, vindhraðamælirinn sýndi Framhald á 9. síðu. • 1 Wl - nnmmni Rebbi situr á skaflinum og bíður eftir bita. RabbaS við Björgvin Ölafsson nýkomínn úr ársdvöl við veðurathuganir á Hveravöllum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.