Þjóðviljinn - 25.09.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.09.1966, Blaðsíða 9
Ársdvöl á Hveravöllum Framhald af 7. síðu. þá 12 vindstig, en veðurfræð- ingar segja að hann muni hafa farið upp í 13—14 í hviðumyn. Voruð þið ekki smeyk um að ' ykkur hrekti frá húsinu í illviðri og dimmu? — Það var ekki nema í eitt skipti að við settum upp brodda til að .komast að mælitækjun- um. Við höfðum kaðal sem við gátum strengt frá húsinu til mælitækjanna sem fjærst voru, en notuðum hann aldrei, þó við hefðum auðvitað átt að gera það. ★ —■ Hvernig var sambandið við umheiminn? — Til okkar komu jeppar í hvérjum mánuði fram í miðjan febrúar. Um miðjan marz kt>m snjóbíllinn Kraki. Með þessum ferðum fengum við nýja mjólk, póst og blöð. Og Veðurstofan sendi þyrlu einu sinni í við- gerðarleiðangur eins og ég sagði. En frá miðjum marz konnr' engir til okkar fyrr en að jeppar fóru að brjótast aft- ur inn á Hveravelli og komu þeir fyrstu 26. júní. Við gerðum ekki ráð fyrir að einangrunin yrði svona löng. Framvegis þyrfti endilega að skipuléggja betur samband við Hveravelli allan tímann, þó ekki væri nema að flugvél væri látin fljúga þar yfir öðru hvoru og henda niður blöðum og pósti. — Vantaði ykkur nokkuð maúirkyns eða þess háttar? — Nei, við höfðum miklar og góðar matarbirgðir helzt vant- aði kartöflur um tveggja 'mán- aða tíma- Annars þurftum við nær ekkert að lifa á niður- sóðnum matvælum, við höfðum milda ískistu og góðar matar- geymslur, höfðum fryst kjöt, saltkjöt, pakkafisk og saltfisk. Konan bakaði öll brauð. Mjólk- in var aðallega dósamjólk og þurrmjólk. — Voruð þið alltaf við góða lieilsu? — Já, einstaklega, okkyr varð aldrei misdægurt- Við höfðum allavegá meðöl og bætiefni en notuðum lítið af því, nema hvað við tókum alltaf lýsi. . ★ — Hvað gátuð þið gert ykk- ur til afþreyingar? Var ekki dagurinn stundum langur? — Okkur leiddist aldrei. Konan . sagði oft að "sig mundi oftar langa á Hveravelli frá Heykjavík en til Reykjavíkur þaðan. Við vorum heldur ekki bókalaus, höfðum allan Kiljan og allan Þórberg með okfeur, og svo góðan grammófón, m.a. plötur Svjatoslays Rikters og rússneska kóra sem við kunn- um vel við. Og svo höfðum við spil. Ipgibjörg sat við sauma. Mörg stund fór í að dunda við bíl sem við höfðum og keyra um nágrennið þegar það var hægt. Og svo var dægrastytting að því að fára í laugina en það gerðum við iðulega, stundum tvisvar á dag. Laugin er við sæluhúsið sem eh þarna rétt hjá veðurstofuhús- inu. Hún er að vísu stutt og grunn, kannski hægt að taka N þar þrjú sundtök, en góð var hún samt. — Veðurstofan auglýsti eft- ir nýjum hjónum eða tveimur karlmönnum til að taka við af ykkur. Hvernig lýst þér á þá hugmynd að vera þarna konulaus? — Það held ég væri alveg ófært. Eigi tvær manneskjur —S> Fm Gagníræðaskólum Reykjavíkur............. , Skfólarnir _ verða settir mánudaginn 36. september nk. sem hér segir: Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning kl. 10. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar við Vonarstræti: Skólasetning í Iðrtó kl. 15.30. Hagaskóli: Skólasetning I. bekkjar kl. 9, IL, III. og IV. bekkjar kl. 10. Réttarholtsskóli: Skólasetning I. bekkjar kl. 14, II., III. óg IV. bekkjar kl. 15. Gagnfræðaskólinn við Lindargötu: Skólasetn. IV. bekkjar kl. 1Ö, III. bekkjar kl. 11. Gagrnfræðaskóli verknáms: Skólasetning í Iðnó kl. 14,30. Gagrnfræðadeildir Miðbæjarskóla, Laugar- nesskóla, Langholtsskóla, Hlíðaskóla, Lauga- Iækiarskóla og Álftamýrarskóla: Skólasetning I. b%kkjarkl. 9, II. békkjar kl. 10. Gaírn*VæðadeiId Austurbæjarskóla: Skólasetning I. bekkjar kl. 9. Vogaskóli: Skólasetning miövikudaginn 28. september, III. og IV. bekkjar kl. 14. I. og II. bekk'jar kl. 16. SKÓLASTJÓRAR. BEBZllHflHSTflBF ...... ....... ———— Viíjum ráða nú þegar karlmann til afgreiðslu- starfa. STARFSMANNAHALD að dvelja þarna í ársvist vérðá það að vera kárl 6g kohá. ★ — Var ekki myrkrið svart í skammdeginu á Hveravöllum? — Jú, skammdegið er dimmt á stað þar sem hvergi sést ljós í öðrum mannabústöðum. Við höfðum gangljós en not- uðum þau lítið, komum ekki að nema vasaljósum við að • lesa af mælunum. En vistin er líka öll önnur á vorin en í skammdeginu. Bjart- ar nætur á Hveravöllum gleym- ast seint. Þegar var orðið vel fært þangað gerbreyttist allt, maður var í þjóðbraut, þannig að þá mátti heita stöðugur fólksstraumur af innlendum mönnum og erlendum, stundum var þar á annað hundrað manns- Það er alger andstæða einangrunarinnar að vetrinum. Oft var þá glatt á hjalla, spil- að og spjallað, og farnar gönguferðir bg bílférðir um ná- grennið- ★ — Var ekki lítið dýralíf í kringumi ykkur vetrarmánuð- ina? — Til okkar komu allan vet- urinn ung refahjón, og urðu miklir vinir ‘okkar, styttu okk- ur, marga stund. Við urðum fyrst vör við þau í fyrrahaust að þau komu til að snuðra í gryfju með matarúrgangi eftir smiðina. Auk hjónanna sáum við fyrir víst þriðja refinn, hvítan, og líklega fjórða dýrið. Hjónin voru stygg fyrst þeg- ar við fórum að gefa þeim, en við færðum matinn nær og nær húsinu þangað til þau komu alveg óhrædd heim á skaflinn við húsið, og þótti gott ef bita var hent út um gluggann. Um tíma tóku þau upp á því að koma bara að næturlagi, þá tókum við matinn þeirra inn á kvöldin og vönd- um þau á að koma að degi til. Þau átu mat sinn með beztu lyst þarna á skaflinum, léku sér og lögðust þar oft fyrir til ávefns að máltíð lokinni- Þau sváfu þar stundum á morgn- ana þegar við komum út. Þau voru farin að koma ef ég blístr- aði- Stundum komu þau og fundu ekki neitt úti og ætluðu að fara en sneru við og .biðu ef ég blistraði á þau. Þau virtust hafa mikla skemmtun af hljómlist í út- varpinu. Gátu verið lengi að hlusta á útvarpið gegnum opinn gluggann, og veltu þá vöngum eins og hundar sem hlusta á eitthvað. Mér þótti gaman að heyra gaggið í þeim meðán ég var að hlusta á erindi hjá Ingi- mar um tófuna. Einu sinnl voru þau að hlusta á barna- tíma í útvarpinu, og fór hund- ur að gelta. Þau tóku þá undlr sig stökk og forðuðu sér eins og þau ættu lífið að leysa- En 29. júní komu tvær refa- skyttur og fundu greni í hraun- jaðrinum skammt frá húsimi, skutu tvo yrðlinga. Síðar skutu þeir líka refabóndann, en tófan slapp. 'k — Voru fuglar þama í grennd um háveturinn? — Já, krummahjón komu all- Oft, en stopult, og gáfum við þeim líka, og reyndum að hafa þéirra máltíð á öðrum tíma en rébbanna. En krummamir virt- ust helzt vilja hafa félagsskap við matinn og krunkuðu allt í kring um refina og fóru ótrú- lega nærri þeim og striddu þeim raakilega, þó litlu næðu þeir. Einu sinni sáum við önn- ur krummahjón, en þau sem fyrir voru ráku þa,u burt. Rjúp- ur komu alloft, en vildu éngan mannamat þiggja, en snjótitt- lingar voru kringum húsið allan veturinn og nærðu sig vel af því sem þeim var gefið- Ref- imir létu þá alveg afskipta- lausa. Hins vegar reyndu þeir að láeðast að gæsum sem komu við hjá okkur í ntórum hópum á útmánuðum- ★ — Hvenær komu svo nýju hjónin að taka við af ykkur? — Þau komu 5. ágúst til að kynna sér staðinn en alkomin 25. ágúst, óg við fórum rétt um mánaðamótin. Mihajlov dæmdar í 1 árs fangelsi ZADAR 23/9 — Mihajl Mihajl- ov, 32 ára gamall kennari við háskólann í bænum Zadar í Króatíu, var í dag dæmdur í eins 'árs fangelsi fyrir áð hafa borið lognar sakir á stjóm og stjómarfar . í Júgóslavfu í grein- um sem hann birti í erléndum PEKING 23/9 — í Tassfrétt frá Peking er sagt að Líú Sjaosji, forseti Kína, hafi verið gagn- í-ýndur bæði í blöðum óg dreifl- bréfum „rauðu varðliðanna“. Jón Finnson hæstaréttarlöginaður Sölvhólsgötu 4. (Sambandshúsinu líl. hæð) Símar: 233?^ og 12343. íaugaveg 00 iks* og skartgripir .. lKORNELÍUS JÚNSS0N skólavördust ig; 8 FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI á allar tegundir bíla OTUR Hringbraut 121. Sími 10659. ^ÍIU M&F’ umjðiecús ST&umjjaKroRSiM Fást í Bókabúð Máls og menningai; Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- * viðgerðir - FLJOT AFGREIÐSLA — SYLGJA Laufásvegi 19 : (bakhús) - - : Sími'-12656. ' 8KIHPflR‘slu"'5""*!2S Þýzkar og ítalskar kvenpeysur. Elfur Laugavegi 38. Skólavörðustíg 13. Snörrabraut 38. Auglýsið í Þjóðviljanum Sœngurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR * SÆNGURVER LÖK KODDAVER Skólavörðustíg 21. KRYDDRASPJÐ nitto FÆST f NÆSTU búð BRAUÐHUSIÐ SNACK BAR Laugavegi 126. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR ★ Sími: 24631 lAPÖNSKU NITTO HJÓLBARDARNIR I floitum jtaorðum fyrirlÍBgjandi f ToHvörugaymtlu. FUÓT AFGRÖÐSLA. DRANGAFELLHJ Skiphdti 35-Sími 30 360 BRIDGESTONE H J Ó L B ARÐAR Síaukin sala sannargæðin. BRIDGESTQN^ veitir aukið öryggi í akstrl. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandíi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viágerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 Smurt brauð Snittur við Óðinstorg. Sími 20-4-90. BlL A LÖK K Grunnur Fyllir Sparsl Þynnir Bón. N.___EINKATJMBOÐ ASGEIR OLAFSSON heildv. Vonarstræti 12. Sími 11075. ; KHmm S.G-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.