Þjóðviljinn - 25.10.1966, Side 6

Þjóðviljinn - 25.10.1966, Side 6
w w Q SÍÐA — I>JÓÐVILJINN — Þriðjudagur 25. október 1966. Heimabær Emils Jónssonar ber þess gleggst vitni, hvernig ekki á að stjórna sjávarútvegsmálum. Hagnýting íslenzku landhelginnar og ímyndaðir stjórnmálahagsmunir Á • undanförnum árum hef ég skrifað grein eftir grein, þar sem ég hef sýnt fram á það með rökum, að knýjandi nauð- syn sé á því að setja reglur um hagnýtingu íslenzkrar. land- helgi, þar sem í það minnsta miðunum undan Suður- og Suð- vesturlandi væri á vetrarver- tíð skipt niður i veiðisvæði á milli veiðiaðferða. Ég hef ekk- ert faríð , dult með þá skoðun mína, að setja bæri reglur um togveiðar innan núverandi fisk- veiðilögsögu. sem og aðrar veið- ar. Þessu sjónarmiði hefur allt- af verið að vaxa fylgi og ég get sagt það hér að fjöldi manna úr öllum stjórnmála- flokkum hefur haft samband við mig út af þessum skrifum mínum og verið mér sammála um þessa nauðsyn. Hinsvegar hefur ríkisstjórnin eða sjávar- útvegsmálaráðherra,. sem þetta heyrir undir. látið þetta mál reka á reiðanum og ekki hafzt að En á meðan lausn þessa máls hefur verið dregin á lang- inn. þá hefur ástandið í togara- útgerðinni og fiskiðnaðinum sem skortir hráefni. sífellt far- ið versnandi. Nú er svo kom- íð að í það minnsta 10 hrað- frystihús hér á Suðvesturlandi hafa orðið að loka sökum hrá- efnisskorts — og á sama tíma hefur helmingur togaraflotans, sem Emii Jónsson tók víð í fullum gangi sem sjávarútvegs- málaráðherra annað hvort ver- ið seldur úr landi eða hann grotnar niður í höfnum við lít- inn orðstír Heimabær þessa ráðherra ber þess glöggt vitni hvemig ekki á að stiórna sjáv- arútvegsmálum Eftir nær átta ára stjórn Al- þýðufiokksins á þessum málum, með fullu samþykki Sjálfstæð- isflokksins, þá er ástand þess- ara mála vægast sagt mjög ömurlegt. En þá fyrst þegar hér er komið sögu. og það er á allra vitorði. enda staðfest í út- varpi. að stór togbátafloti frá einum allra stærsta fiskveiðibæ landsins stundar togveiðar inn- an landbelginnar og hefur gert um langt skeið. þá kemur for- sætisráðherrann fram á Alþingi þegar hálft ár er til kosninga og spyr háttvirta alþingismenn hvað þeir segi um það, að tog- urunum verði gefinn kostur. á að stunda veiðar innan núver- andi fiskveiðilögsögu fram yfir það sem leyft hefur verið til þessa. Málið er sem sagt á dag- skrá og til umræðu. Ég segi aðeins í þessu sam'- bandi: Hæstvirtur forsætisráð- herra hefði gjarnan mátt koma auga á nauðsyn þessa máls fyrr, því að það er nú einu sinni svo, að þetta mál þarfn- ast talsverðs undirbúnings og mér er ekki kunnugt um að hann hafi farið fram. Reglur um togveiðar innan landhelg- innar verður að setja að fengn- um tillögum frseðimanna á þessu sviði, því sé það ekki gert, þá gætu síðari aðgerðir orðið verri hinum fyrri. Þar sem fjallað hefur verið um nauðsyn þessa máls, svo sem í Útgerðarráði Bæjarút- gerðar Reykjavíkur og á öðrum þeim stöðum þaðan sem tog- veiðar eru stundaðar á land- inu, þá veit ég ekki betur, en að íulltrúar úr öllum stjórn- málaflokkum hafi verið sam- mála um að ríkisstjórninni bæri að láta setja reglur um tog- veiðar á svæðinu innan 12 mílna lándhelgislínunnar. Hins- vegar hefur dagblaðið Tíminn, ef marka má leiðara blaðsins 15. þ.m. og aftúr í grein þann 16. þ.m. tekið afstöðu gegn togveiðum innán 12 milna markanna. Ýmsir spyrja því í dag hver sé afstaða Framsókn- arflokksins til þessa máls? Er hún sú sem fulltrúar flokksins hafa markað ásamt öðrum, eða er hún sú sem Tíminn heldur nú fram, að ekkert eigi að gera í þessu máli, og alls ekki leyfa neinar veiöry með botnvörpu innan landhelgi. þar sem það mundi veikja okkar málstað til frekari sóknar á alþjóða- vettvangi. Framsóknarflokkur- inn mun fljótt reka sig á það, að í þessu máli þýðir ekki að ætla sér að leika ■ tveimur skjöldum. eða tala eins og hver vill heyra. Ef menn vilja banna allar veiðar með tog- veiðarfærum innan landhelg- innar, þá verða menn líka að vera tilbúnir að segja á hvaða hátt þeir vilja hagnýta land- helgissvæðið, þannig að íisk- veiðar á svæðinu geti komið þjóðinni íyllilega að nolum, og séð fiskiðnaðarstöðvum fyrir hráefni meginhluta úr árinu. Ég held að þetta sé ekki j íramkvæmanlegt, nema að tog- veiðar séu leyfðar að einhverju leyti innan þess landhelgis- svæðis sem við ráðum yíir. Mér er heldur ekki kunnugt um, að aðrar þjóðir , sem tekið hafa upp 12 mílna landhelgi, hafi byrjað á því að útíloka allar togveiðar eigin þegna, þó þeir hafi bannað veiðar erlendra skipa í landhelginni. Það er því mikill misskilningur hjá Tíman- um þegar hann heldur því fram að það mundi veikja rétt okk- ar til frekari útfærslu ef við settum nú reglur um togveiðar svo og aðrar veiðiaðferðir inn- an landhelginnar. Til hvers færum við út lándhelgina? Við glrum það vegna þess að við álítum að slíkt sé nauð- synlegt vegna okkar eigin fisk- veiða. EnnfremUr lítum við svo á, að íslenzka þjóðin ein eigi réttinn til fiskveiða á miðun- um umhverfis landið. Að land- grunnið sem fer hallandi út í djúpálana sé hluti aí landinu sjálfu, þó þetta svæði sé sævi hulið. Þetta er alveg óviðkom- andi því, hvaða veiðar við leyf- um á því hafsvæði sem við höfum helgað okkur, það er okkar einkamál. Að blanda saman landhelgi og togveiðum eigin skipa, það er aðeins gamall arfur í hugs- unarhætti, síðah við vorum hý- lenduþjóð Dana og þeir sömdu um okkar landhelgi við Breta og leyfðu þeim að stunda tog- veiðar upp að þriggja mílna línu út frá ströndinni, líka í ílóum og fjörðum. Grynnra var varla hægt að fara, ef íslend- ingar áttu að geta stundað veið- ar með línu, handfærum og netum útfrá ströndinni. Það var því mjög eðlilegt, þegar íslenzka togaraútgerðin byrj- aði, að henni væri sett sömu takmörk og erlendu togurun- um, eingöngu af þeim ástæðum að landhelgislinan lá svo nærri ströndinni og einhvern rétt varð að tryggja þeim veiðar- færum sem íslendingar þá áttu afkomu sína undir að stærsta hluta. Afstaða almennings til vei$a með botnvörpu sem mótaðist á þessum tima, hún hefur nú tekið miklum breytingum. og það sem aðallega hefur valdið þessari breytingu í hugsunar- hætti, það eru togveiðar vél- bátaflotans, sem hafa farið vax- andi þrátt fyrir útvíkkun larxd- helginnar. Togveiðar eru frekar ódýrar veiðar en gefa hins vegar mik- ið betra og verðmætara hróefni heldur en t.d. veiðar með þorskanetum. Nú er svo komið fyrir löngu og á allra vitorði sem vilja vita, að togveiðar vélbátaflot- ans eru stundaðar í mjög stór- um stíl innan landhelginnar, án þess að um þessar veiðar hafi verið pettar nokkrar regl- ur eða þær leyfðar. Hér hefur skapazt óforsvaranlegt ástand sem er hættulegt. Það er tvennt ólíkt að setja lög og reglur um togveiðar, svo og aðrar veiði- aðferðir innan íslenzkrar fisk- veiðilögsögu og framfylgja síð- an settum reglum. Það er annað að afmarka veiðisvæði og leyfa veiðar inn- an þess afmarkaða svæðis, held- ur en að banna allar togveiðar innan fiskveiðimarkanna, en láta síðan hvern veiða þar sem honum sýnisí með botnvörpu, þrátt fyrir gildandi lagaákvæði um algjört bann, eins og nú hefur verið staðfest að gert er frá einni allra stærstu fisk- veiðistöð landsins. Það er þetta sem er hættu- )egt, að stjórna svo heimsku- lega að þegnarnir sjái sig til- neydda að taka valdið í eigin hendur. En það er einmitt þetta sem hér hefur gerzt, og það eip- vörðungu vegna þess, áð aðkall- andi málum hefur ekki verið sinnt og lausn þeirra dregin á langinn án allrar raunveru- legrar ábyrgðar frá . hendi þeirra sem áttu að stjórna. Það er þetta sem er ámælisvert, en ekki það að forsætisráðherra skýrir Alþingi frá staðreyndum, hvemig þessum málum er nú komið. Er hægt að tryggja áframhaldandi þróun fiskiðnaðar án togveiða? Okkur liggur meira á að svara þessari spurningu heldur en geta okkur til um það hvernig útlendingum líki fisk- veiðar íslendinga ó okkar ^igin lögsögusvæði, því að það er al- gjörlega okkar einkamál, eða ætti í það mirinstá að -vera það. Hitt er aftur á móti rétt, að t.il þess að hljótá vírðingu svo af þessu máh sem öðrum mál- um þá þurfum við að hafa til þess manndóm, að skipa þeim einvörðungu út frá íslenzkum hagsmunum, og það þó útlend- ingum mundi líka önnur skip- an betur. Það er nefnilega fyrst og f’remst manndómur sem þarf til þess, að geta verið sjálf- stæð þjóð. Það er t.d. þýðingarlaust frá mínum bæjardyrum séð, og ekki líklegt til að leysa neinn vanda, að viðurkenna ekki þá staðreynd að rekstur hinna stóru hraðfrystihúsa sem hér hafa verið byggð siðan stríði lauk, hann verður tæplega tryggður öðruvísi en með fiski sem aflað er með togveiðum að talsvert stórum hluta. Að öðrum kosti verður reksturs- tími húsanna of stuttur á hverju ári. Þetta eiga allir að vita sem vilja vita og láta sig þessi mál einhverju skipta, því að þetta er samdóma álit þeirra erlendu. reksturssérfræðinga í útgerð sem hafa fjallað um sams konar mál hjá öðrum þjóðum. Norðmenn voru t.d. engir togveiðjmenn og höfðu megna andúð á togveiðum, en þróun I þeirra fiskiðnaði frá verstöðvanýtingu aflans til stór- reksturs, þar sem þróunin hef- ur náð svo langt hjá þeim í þeim efnum, að hún knúði þá til að hefja togveiðar í stórum stíl, undan því varð ekki kom- izt til að tryggja rekstur hinna stóru hraðfrystihúsa þeirra. Þetta er fyrst og fremst ástæð- an til þess, að Norðmenn kaupa nú gamla togara héðan og aetla að gera þá út á togveið- ar til hráefnisöflunar fyrir sín hraðfrystihús til að brúa með bilið þangað til þeir hafa smíð- að nógu marga skuttogara til þessara þarfa Það er stórfyrirtækið Findus í Hammerfest í Norður-Noregi lét færustu rekstursfræð- inga athuga með hvaða veiði- aðferðum hægt væri að tryggja nægilegt aðstreymi hráefnis^til hins stóra iðjuvers þeirra, þá varð niðurstaðan sú, að tog- veiðar tryggðu þetta bezt. Stóru hraðfrystihúsin hér í Reykja- vík og Hafnarfirði og víðar, þau eru líka grundvölluð sem stór- fyrirtæki á því, að til þeirra berist togarafiskur yfir þann tíma ó hverju ári sem annars verður dauður tími í rekstri þeirra. Ef ailar togveiðar leggj- ast hér niður þá mnrf það brétt'4 sannast, að við verðum neydd- ir til að hverfa frá þeirri þró- un í fiskiðnaði sem leitt hefur til stórreksturs frá áður þekktri vertíðarnýtingu aflans, og það óður en íslenzkur stórrekstur í fiskiðnaði hefur náð sínu hag- kvæmasta stigi, sem er full- vinnsla mikils hluta afurðanna. Ég tel að slik þróun aftur á bak mundi hafa mjög örlaga- . ríkar afleiðingar fyrir afkomu eftlr Jóhann J. E. Kúld fólks, ekki aðeins þar sem iðju- verin eru staðsett, heldur jafn- framt á landinu öllu. Af þessum sökurp er ég ekki í nokkrum vafa um. að það sé beinlínis skylda okkar að tryggja áframhaldandi jákvæða þróun í íslenzkum fiskiðnaði, en það verður ekki gert nema að við höfum manndóm til þess að hagnýta þannig möguleika íslenzkrar landhelgi að við get- um tryggt nægjanlegt að- streymi af hráefni til fiskiðju- veranna meginhlutann úr árinu. Þetta er kjarni málsins. Leiðin til að geta þetta, er tvímælalaust skynsamleg hag- nýting landhelginnar, tryggð að lögum, þar sem togveiðar eru ekki frekar útilokaðar heldur en veiðar með þorskanet og þorskanót. Þarna verður að tryggja hverri veiðiaðferð á- kveðinn rétt um leið og settar eru reglur til tryggingar því að miðin séu ekki eyðilögð. Skipting miða í veiðisvæði und- ir eftirliti er sú leið sem ég held að verði að fara og því fyrr sem sú leið verður valin því betra. Þegar fengip væri reynsla á miðum af slíkri skiptingu, þá fyrst er fullkomlega tímabært að draga úr eða auka þær veiði- aðferðir sem reynslan segir áð sé hagkvæmt. Þá þarf að ganga að því með fullri festu, að upp verði teknar • aftur-veið-' ar með línu í stórum stíl og það nú þegar Þetta er s(i veiði- aðferð sem bezta hráefnið gef- ’ ur ásamt handfærafiski, en þar á eftir kemur fiskur veidd- ur í togvörpu sem er einnig ágætis vinnsluhráefni. Það þarf að sporna við þeirri-þróun, að yeiðiaðferðir sem gefa mest gallað hráefni séu efldar. eins og gert hefur verið að undan- förnu. Kvöldklukkan Hví viltu láta loka þessum dyrum, hví viltu láta okkur lokuð'inni, hví viltu láta loka götunni úti, hví viltu láta borgina bíða hnekki, hví viltu láta hana þola hungur, hví viltu láta okkur varnarlaus, hví viltu láta nótt á okkur falla? Til þess við megum una ein í næði. Paul Éluard. (Ort á stríðsárunum) Juam Rgmón Jiménez: Þai var enginn — Það var enginn. Það var vatn. — Ekki heldur? Er þá vatn ekki neitt? — Ekki heldur? Það var blóm. — Ekki blóm, ekki heldur? Er þá blóm ekki neitt? Ekki heldur? — Það er engin. Það er vindur. — Ei heldur? Er þá viridurinn enginn? — Ei heldur, hann er enginn. Það er blekking. — Ei heldur? Er þá blekkingin engin að heldur? , (1904) Málfríður Einarsdóttir þýddi ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.