Þjóðviljinn - 25.10.1966, Qupperneq 8
3 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 25. október 1966.
vvX
■
:
sœm
'i >'*"/'ý 4 A< ",
iiwifcgiaÉiíiiiiii
/■■■.■> ■r; -s r . >
v.yf
{.Wfl
rií'ÍSÍÍS®'
v/Xv
'
:'?:Í$:5Í5$:$
' ,#X»- ^
Fyrirsvarsmaður fjölskyldu greiðir fullt fargjaid - aðrir fjölskylduiiðar hálft
Kynnið yður hin nýju fjölskyldufargjöid Flugfélagsins, sem gilda frá 1. nóv-
ember til 31. marz Allar nánari upplýsingar.veita Flugfélagið og ferðaskrif
Skógrækarfélag Rykjavíkur 20 ára
Framhald af 12.,siðu.
nú orðið 7,65 m hátt og telst það
allgóður vöxtur. Mikið var gróð-
ursett í stöðirmi af skjólbeltum
og limgerði í upphafi og hefur
það gert alla ræktun mun auð-
veldari, sagði Einar. 25% plantn-
anna fer í garðrækt í Reykjavík
og nágrenni, en hitt heíur farið
til Heiðmerkur og til skógrækt-
arfélaga úti á landi. Til ákóg-
ræktai** eru algengustu tegundir
bergfura, birki, sitk^greni =og
rauðgreni, en til garðræktar víði-
tegundir ýmsar, einkum viðjan,
sem er notuð í skjól, ^birki og
reyniviður.
Ræktun Heiðmérkur
Höfuðverkefni Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur auk rekstrar
uppeldisstöðvarinnar í Fossvogi,
hefur verið starfið í Heiðmörk,
en þar var fyrsti reiturinn frið-
aður 1948 eftir talsvert undir-
búningsstarf sem Skógræktarfé-
lag íslands hefur unnið. Það ár
voru girtir af 1350 hektarar
lands á Heiðmörk og næsta sum-
ar lagðir vegir um þetta iand.
1950 var Heiðmörk hátíðlega
vígð og þá hófst sjálf gróðursetn-
ingin. Fengu þá alls 55 félög í
Reykjavík hvert sinn reit til
gróðursetningar og var gerður
samningur við þau til 20 ára um
skógræktarstörf á þessum lönd-
um sínum- Hafa félögin sýnt
mikinn áhuga og haldið reitum
sínum vel við, þótt starf sjálf-
boðaliða hafi dvínað síðustu ár-
in, en frá 1953 hefur Vinnuskóli
Reykjavíkur séð um mest alla
gróðursetningu á Heiðmörk.
Árið 1950 voru gróðursettar 51
þúsund plöntur í Heiðmörk, en
mest hefur gróðursetningin kom-
izt upp í 218 þús. á ári, og sam-
tals hafa verið settar þar nið-
ur 2.374.247 trjáplöntur á 18 ár-
um. Rannsökuð hafa verið «afföll
á nokkrum svæðum og reyndust
þau hvergi meiri en 15% og á
köflum svo til engin.
Heiðmörk hefur áldrei átt að
verða nytjaskógur, heldur er
fyrst og fremst hugsað sem frið-
land fyrir Reykvikinga, þar sem
þeir geta notið þess að eyða fögr-
um sumardögum úti í náttúr-
unni. Hefur þetta verið mjög vel
þegið og umferð um landið allt-
af farið Vaxandi með hverju
sumri og var umferð inn á Heið-
mörk talin í júlí og ágúst sl.
sumar að meðaltali 175 bílar á
dag.
Til Heiðmerkur taldist 1948
Hólmsland, Elliðavatnsheiði og
Vatnsendaland, en 1957 og 58
var bætt við Heiðmörk Vífils-
staðahlíð og Garðatorfulandi, og
1965 það sem eftir var af Elliða-
vatnslandi og þar með taldir
Rauðhólar. Eru nú alls innan
girðingar Heiðmerkur 2510 hekt-
arar lands og girðingarlengdin er
33 km. Af trjátegundum hefur
sitkagrenið dafnað einna bezt og
er komið upp í 3 metra hæð,
rauðgrenið og bergfuran eru um.
2 m og birkið víða um 2 V2 metri.
Þá hefur friðunin og áburðar-
dreifing haft þau áhrif að allur
gróður hefur tekið miklum fram-
förum, líka á melum þar sem
áður sást varla stingandi strá.
Skcnimtifundur
í kvöld minnist Skógræktarfé-
lag Reykjavíkur afmælis síns
með skemmti- og fræðslufundi í
Tjarnarbúð, þar flytur formaður
ávarp, sýndar verða litskugga-
myndir frá Heiðmörk og norskur
gestur félagsins, Kristian Bjor
búfræðidoktor flytur erindi með
myndum, sem íjallar um búfjár-
beit í skóglendi. Síðan verður
dansað.
í stjórn félagsins eru nú Guð-
mundur Marteinsson formaður,
Ingólfur Davíðsson ritari, Jón
Helgason' gjaldkeri, Sveinbjöm
Jónsson og Lárus Blöndal með-
stjórnendur.
Banaslys
Framhald af 1. síðu.
sveigt enn meira til hægri og
lenti beint framan á vörubíln-
um. Þarna er enginn vegur til
hægri og er ekki vitað hvers
vegna Jóhann heitinn beýgði, en
þess til getið að hann hafi
skyndilega fengið aðsvif.
Þóra heitin lézt samstundis
við áreksturinn, en Jóhann var
fluttur mikið slasaður á Lands-
spítalann þar sem hann lézt
skömmu síðar. Annað barna-
barnanna, 10 ára stúlka slasað-
ist eitthvað, þó ekki alvarlega,
og var flutt á Slysavarðstofuna,
en hitt, 8 ára drengur, slapp ó-
meitt.
Rannsóknarlögregluna vantaði
í fyrstu vitni að árekstrinum,
en kona sem ók í bíl um 50
metrum á eftir Volksvagninum,
gaf sig fram í gær og virðist
framburður hennar staðfesta
frásögn ökumanns vörubílsins,
en hún segir Volksvagninn hafa
ekið eðlilegum akstri frá Mikla-
torgi á um 30 km hraða, en
síðan allt í einu sveigt yfir til
hægri.
Ræða Einars
Framhald af 1. síðu-
tæki á þessum vandamálum af
nægilegri festu; þessir tveir
flokkar hefðu hvað eftir annað
gjarna tekið höndum saman um
ríkisstjórn til að halda strikinu
áfram.
En aldrei hefði þó heildsölum
og bröskurum verið gefinn eins
laus taumurinn og undanfarandi
fimm ár, með þeim afleiðingum
að nú væri hættulega grafið
undan fran^leiðsluatvinnuvegum
þjóðarinnar, einkum sjávarút-
vegi og iðnaði.
Gengið er fallið
Fyrir aðgerðir þessarar ríkis-
stjórnar er gengið fallið, sagði
Einar Olgeirsson, og hann kvað
rétt að Alþing krefði efnahags-
ráðunauta ríkisstjórnarinnar
sagna um það hvört þeir teldu
að fært væri að stöðva verðlag-
ið með því gengi sem er í dag.
Það væri því fals og fgluleikur
þegar nú sé talað við verkalýðs-
hreyfinguna um stöðvun; þar
væri einungis hugsuð stöðvun
fram yfir kosningar, en þá verði
gengið fellt, líka í skráningunnL
Hér er aðeins drepið á örfá
atriði þessarar ýtarlegu raeðu
og verður nánar vikið að henni
síðar.
Að ræðu Éinars lokinni tók
Sigurvin Einarsson til máls, en
ráðherrar höfðu ekkert til mál-
anna að leggja.
Var frumvarpinu vísað til 2.
umræðu og fjárhagsnefndar með
samhljóða atkvæðum.
Nauðgunarmálið
Rannsókn í máli vamarliðs-
mannanna. fjögurra sem kærðir
voru fyrir meinta nauðgun á 16
ára stúlku úr Reykjavík stendur
enn yfir og fara fram samprófan-
ir í málinu þessa dagana. Háfa
tveir þeirra viðurkennt að hafa
átt mök við stúlkuna í bifreið
uppi við Geitháls, en segja það
hafa verið með vilja hennar.
Rannsókn í málinu lýkur vænt-
anlega í síðari hluta vikunnar,
að því er fulltrúi lögreglustjór-
ans á Keflavíkurflugvelli sagði
Þjóðviljanum í gær.
Vinnuslys
Sl. laugardag varð það slys í
Þarlákshöfn er starfsmenn hjá
Fosskraft voru að vinna við að
færa til þung búnt af steypu-
styrktarjárni á vagni, að eitt
járnbúntið féll niður af vagnin-
um og^varð einn mannanna und-
ir því og mjaðmargrindarbrotn-
aði. Var hann fluttur í Lands-
spítalann. Er hann Ný-Sjálend-
ingur, 25 ára að aldri.
NÝJUNG FLUGFÉLAGSINS - 50% AFSLÁTTUR AF FLUG-
FARGJÖLDUM TIL SKANDINAVIU FYRIR FJÖLSKYLDUNA
útvarplð
13.15 Við vinnuna.
14.40 Við sem heima sitjum.
Vinnubrögð í Versölum'.
15-00 Miðdegisútvarp. Lúðra-
sveit háskólans í Michigam
léikur marsa eftir Sousa. di
Stefano syngur lög frá Nap-
óli. N. Riddle og hljómsveit
hans leika lagasyrpu. Phil
Harris, Jan Peerce, Jane
Powell, R- Merrill, kór og
hljómsv. flytja lög eftir Lorn-
er og Loewe.
16^00 Síðdegis'útvarp. Banda-
rískir hljóðfaeraleikarar flytja
Kadensa eftir Leif Þórarins-
sc»; G. Shuller stjómar. K.
Erik' Wéleh leikur á orgel
Stenogramm eftir Bo Nils-
són. Hljómsveit kanadíska
útvarpsms og Hátíðarkórjnn
í Toronto flytja Sálmasinfón-
íuna eftir Stravinsky; höf.
stjómar-
16.40 Htvarpssaga bamanna:
Ingi og Edda leysa vandann
eftir Þóri Guðbergsson, Höf-
lés (1).
17.05 Framburðarkennsla
í dönsku og ensku í tengslum
við bréfaskóla Sambands ísl-
samvinnufélaga og Alþýðu-
sambands íslands.
17-20 Þingfréttir. Tónleikar.
19.30 Skáld 19. aldar: Guðm-
Friðjónsson. Jóhannes úr
Kötlum les úr kvæðum
skáldsins. Óskar Halldórsson
námsstjóri flytur forspjall.
19-50 Lög unga fólksins- Berg-
ur Guðnason kynnir.
20.30 Útvarpssagan: Fiski-
mennimir eftir Hans Kirk.
Sögnlok.
21.30 Víðsjá: Þáttur um menn
og menntir.
21-45 Einleikssvíta nr. 1 fyrir
sélló eftir Bach. Starker
i;leikur.
22.00 Staðhæfingar og stað-
reyndir. Ámi Gunnarsson
fréttamaður talar um morðið
á Kennedy forseta Banda-
rfkjanna-
22.20 Ballettmúsik eftir Mink-
us, Drigo og Auber- Sinfón-
íusveit Lundúna leikur; R.
Bonynge stjómar.
22.55 Á hljóðbergi. Bjöm Th-
Bjömsson listfræðingur velur
efnið bg kynnir: Sjálfsmynd:
Úr bréfum Vincents van
Gogh. Flytjendur: Lee J-
Cóbb og Martin Gabel. Flutn-
ingi stjómar Lou Hazam.
Atti að hefja leit
í gær kl. 16,20 tilkynnti
Tryggvi Einarsson í Miðdal til
lögreglunnar í Reykjavík að
þartgað héfði komið rjúprtaskytta
óg sagt að tveir félagar sínir
vásru týndir uppi á heiði. Var
í skyndi kallað á leitarflokka og
vóru þeir í þann «veginn að
leggja af stað ér týndu rjúpna-
skyttumar tvær komu til byggða
heilar á húfi.
Eldur í bifreið
Síðdégis i gær var slökkvi-
liðið í Reykjavík hvatt að Haga-
rrtel 12 en þar hafði komið upp
eldur í bifreið inni í bílskúr.
Tókst fljótléga að slökkva eld-
inn en bíllinn skemmdi^t mik-
ið.
Vifni vantar
í gærmorgun var ekið harka-
lega aftan á bifreiðina R-12295,
sem er fólksbifreið af Citroen-
gerð, annaðhvort á stæði við
Gnoðarvog 84 eða við Tónabíó.
Er bifreiðin mikið skemmd að
aftan, en eigandi hennar tók
eftir skemmdunum þegar hann
kom úr mat og veit ekki á hvor-
um staðnum keyrt hefur verið á
bílinn. Em þeir sem vitni kunna
að hafa orðið að árekstrinum
beðnir að tala við rannsóknar-
lögregluna.
\
t
l
i
0
I