Þjóðviljinn - 08.11.1966, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 08.11.1966, Qupperneq 6
 g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. nóvember 1966. Rætt við fulltrúa á 15. flokksþs □ Þjóðviljinn notaði tækifærið um síðustu helgi meðan 15. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins stóð yfir hér í Reykjavík til að ræða við nokkra þingfulltrúa utan af landi. □ Viðtöl við sex fulltrúa birtast hér á síðunni. Dauft tónlistarlíf á Akureyri — Ekki veit ég hvað það ætti að vera, segir Soffía Guð- mundsdóttir, ein af þrem full- trúum fr' Akureyri, þegar við innum hana frétta að norðan. — Það er þá helzt þessi glæsilegi fundur sem Akureyr- ardeild MFÍK hélt með Söru Lidman að Bjargi um fyrri helgi. Salurinn var fullskipað- ur og hún fékk prýðilegar und- irtektir, talaði um Vietnam, sýndi kvikmynd þaðan og las að lokum upp kvæði. Við töld- um það afar mikinn ávinning að fá hana norður. — f>ú kennir við tónlistar- skólann. Eru Akureyringar miklir áhugamenn um tónlist? — Það er mikil aðsókn að tónlistarskólanum, en ef ég á að segja eins og er, þá finnst mér tónlistarlífið heldur dauft. Við höfum að vísu tónlistarfé- lag sem heldur fjóra tónleika á ári, en það ætti að vera hægt að halda miklu lleiri tónleika og fá fleiri listamenn til að koma norður með þeim góðu samgöngum sem við eigum við að búa í bænum eru annars starf- • andi karlakórar og mikill áhugi hjá lúðrasveitinni um þessar mundir, þeir hafa ráðið sér tékkneskan stjórnanda og gafnað styrktarfélögum og hyggja á tónleikahald. Tónlist- arskólinn er að fá nýtt hús- næði, flytur þangað sem Amts- Höfnin dýpkuð og stækkuð Þá spurðum við frétta Sig- urð Geirsson, trésmið frá Höfn í Homafirði. — Það er nóg að gera i Höfn. Fjórir bátar eru á síld- veiðum og aðrir fjórir hafa stundað humarveiðar. Auk þess var einn bátur á trolli ogsigidi hann með aflann til Englands. Aðalatvinnan er því nýting aflans, aðallega humarsins. Talsvert er einnig um bygg- ingar og eru 9 eða 10 íbúðar- hús í smíðum. Fyrir mánuði siðan var tekin i notkun fyrsta álma nýs hótels í þorpinu. Ætl- unin er að ljúka við hótelið é næsta ári og verða þar 30 herbergi. Það sakar ekki að geta þess að nafn hótelsins er Hótel Höfn. 1 sumar var hafizt handa um að stækka höfnina og dýpka og er fyrri áfanga þeirra fram- kvæmda nú lokið. Og ekki má gleyma guðshúsinu, nýiega var vígð 200 ferm. kirkja ,í Höfn, áður þurftum við að fara inn í Nesjahrepp ef við ætluðum i kirkju. Samgöngumar eru sæmilega góðar, búið er að brúa flestar árnar. I sumar var byrjað á brú yfir Jökulsá á Breiða- merkursandi og verður hún fullgerð næsta sumar. Þar með er kominn bílvegur í öræfin. Við höfum ágæta aðstöðu fyr- Afkrnna með lukaru móti Björgvin Salómonsson skóla- stjóri að Ketilsstöðum í Dyr- hólahreppi talar eins og sveita- mannj sæmir og byrjar á að segja frá tíðarfari og skepnu- höldum. — Síðasta mánuð hefur verið einmunatíð, en vorið kom seint og fé er því allt þó nokkuð rýrara en í fyrra. Bændur háfa orðið að skera niður með meira móti vegna hinna miklu hey- skaða sem þeir urðu fyrir í rokinu í sumar og er þvi þeirra afkoma með lakara móti nú, þegar árferðið bsetist ofaná stjómarfarið. — Nú er hætt við að inn- heimta mjólkurskattinn. — Já, þeir þorðu ekki ann- að vegna almennrar óánægju og mótmæla bænda, — nú og svo eru líka kosningar fram- undan! — Fækkar fólki í sveitinni? — Jú, heldur hefur sigið á ó- gæfuhlið í þeim efnum. Margar jarðir hafa lagzt i yði og á- búendum fækkað í Mýrdaln- um í heild. í Vík hefur heldur fjölgað. En þarna var þéttbýlt og þröngt og það eru litlu jarð- irnar sem ekki hafa byggzt þegar eldri ábúendur hafa hætt. Það er ákaflega erfitt fyrir ungt fólk að taka við ef það á að koma upp bústofni og öllu öðru af eigin rammleik og getur ekki tekið við af foreldr- unum. — Fær það ekki þennan svo- kallaða nýbýlastyrk? — Jú, en það er eins og dropi í hafið miðað við allt það sem þarf til, að koma upp þannig búi að hægt sé að lifa á þvi. Flestir vinnu hjá MF og Björgvin Salómonsson — Hvernig gengur nýja skólabyggingin? — íbúð skólastjóra er nú til- búin að heita má og skólinn sjálfur að verða tilbúinn undir tréverk. Þetta verður mikill munur fró því sem er, við er- um nú i gömlu skólahúsi, sem reist var um síðustu aldamót og hefur að vísu verið lagfært, en er orðið algerlega úrelt og öll aðstaða er ófullnægjandi. Þetta er helmangönguskóli, nemendur alls 34 og er þeim ekið daglega í og úr skólanum. Skólinn er fyrir Mýrdalinn ut- an Víkur; þar er annar skóli. Tvísýnt um sjávurátveginn Soffía Guðmundsdóttir bókasafnið er núna, en bóka- safnsbygging er í smíðum. Með- an verið er að ljúka þeirri byggingu, verðum við í sam- býli, bókasafnið á efri og-tón- listarskólinn á neðri hæð. Ég býst við að þeir bókasafns- menn séu þegar famir að kvíða hávaðanum. Siguröur Geirsson ir félagsstarfsemi, eigum til- tölulega nýtt félagsheimili; Sindrabæ þar sem haldnareru kvikmyndasýningar, dansleikir og sýningar ieikfélagsins, en það sýnir yfirleitt 1—2 leikrit á hverjum vetri. Karl Sigurbergsson sjómaður í Keflavík hefur þetta aðsegja; — Sjósókn er mjðg iítil i Keflavík eins og er. í sumar voru allir smærri bátar á drag- nót, og trolli, en afli var ákaf- lega misjafn. Stærri bátamir ern allir á síld og þe’m hefur gengið upp og ofan eins og gengur. 1 heild má segja að það sé ákaflega lítil framtíð í sjávarútvegi þar eins og ann- arsstaðar að óbreyttum aðstæð- um. Frystihúsin hafa flestöll ver- ið í gangi í sumar vegna drag- nótaaflans, en þó eru þessdaémi að fiski sé ekið alia leið frá Ölafsvík til Keflavíkur til vinnslu. tJt frá þessu hiýtur svo að vakna sú spuming, hvort ekki sé eitthvað bogið við það verð, sem sjómennim- ir fá fyrir aflann, fyrst svona vinnubrögð borga sig. Einnig má geta þess að sárasjaidgæft er að borgað sé rétt verð fyr- ir aflann á þessum veiðum. Fisksalar í Reykjavík keppast um að yfirborga. Á línuveið- unum er heldur ekki farið eft- ir venjulegum hlutaskiptum, heldur fá landmenn vissaupp- hæð fyrir hvert beitt bjóð og sjómenn visst fyrir róðurinn. Nú hefur því heyrzt fleygt að stöðva eigi síldveiðamar fyrir austan. Þá verður vandséð hvað stóru bátamir eiga til brágðs að taka. Sjómenn l Keflavík líta með ugg til framtíðarinnar, einkum með tilliti til þess. að nú eru uppi háværar raddir um að hleypa togurunum inn í land- helgina. Auðvitað verður að gera eitthvað íjrrir togaraút- gerðina, en rýmkun landhelg- innar fyrir þá er síður en svo nokkur framtíðarlausn, auk þess sem hún eykur á vanda smá- bátaútgerðarinnar. Ástandið er ekki gott í at- vinnumálunum eins og er. Að vísu er talsvert um byggingar, en í þeim er ofþennsla að því leytinu til, að byggðin hefur þanist út um holt og grundir miklu meira en þörf hefði ver- ið á, ef hófs hefði verið gætt í framkvæmdum. Segja má að ekkert sé byggt nema lúxus- villur. Þetta eykur að sjálf- sögðu á allan vanda og kostn- að við gatnagerð, holræsa og Karl Sigurbcrgsson vatnslagnir og allt það. Eittaí því brýnasta, sem þarf að gera er að sveitarfélögin á Suður- nesjum komi sér saman um samræmdar aðgerðir f þessum' málum til hagræðis fyrir alla aðila. Það er alltaf verið að dútla eitthvað smávegis við lands- höfnina í Njarðvíkum, en minna gert fyrir Keflavíkurhöfn. Hún er nú orðin alltof lítil. Aðvisu'®' er hún sæmileg fyrir smábát- ana, en slæm fyrir þá stærri. Þar að auki er þetta útflutn- ingshöfn fyrir öll byggðarlög þar syrða. Þá erfalltof þröngt í öllurh skólum, en verið er að byggja við barnaskólann. Annars er það svo að í byggðarlagi, sem vex eins ört og Keflavík, kall- ar margt að í einu og ekki er hægt að sinna hverju verkefni fyrir sig eins og vert væri. f sambandi við það sem ég sagði um samvinnu sveitarfé- laganna hér að framan, má geta þess að í Keflavík er eini gagnfræðaskólinn á öllu þessu svæði og er notaður af hinum kauptúnunum eftir þvi sem hægt er og sama er að segja um sjúkrahúsið. Þegar leitað var til Þór- mundar Guðmundssonar þing- fulltrúa frá Selfossi sagðist hann vera lokaður inni á bíla- verkstæði alla daga og auk þess væri Selfoss eini staðurinn á landinu þar sem ekkert gerð- ist, en þó hafði hann þetta að segja þegar spumingar voru lagðar fyrir hann: — Það eru litlar sveiflur ( atvinnulífinu á staðnum, lang- flestir vinna við Mjólkurbú Flóamanna og Kaupfélag Ár- nesinga. Einnig vinna margir í bygg- ingavinnu; 30—40 fbúarhús eru í smíðum á Selfossi. Bærinn þenst ört út og útheimtir það þenslu á hreppsvinnunni t. d. gatnagerð- 1 sumar var mai- bikaður kafli af Austurvegi, sem liggur í gegnum bæinn og einnig hluti af Eyrarvegi, en hann liggur niður að Eyrar- bakka. Hingað til hefur aðeins verið bamaskóli á Selfossi en nú er verið að byggja stóran gagn- fræðasskóla og er hann orðinn fokheldur. Hinsvegar gengur hægt með sjúkrahúsmálin. Sjúkrahúsið er ófullnægjandi og er hugmyndin að byggja fjórð- ungssjúkrahús en framkvæmd- ir eru ekki hafnar enn. Þeð verðirr að teljast frekar dauft yfir félagslífinu. Ung- Þórmundur Guðmundsson mennafélagið hef ur aðallega starfað að íþróttum enda hef- ur það tii umráða bæði gras- völl og malarvöll og hefúr Guðmundur Guðmundsson þjálf- að þar margan efnilegan knatt- spymumanninn. Frekar litið er um atvinnu Sveinbjörn Þórðarson frá Ölafsvík er fulltrúi á flokks- þingi Sósíalistaflokksins. Hóhn’ segir okkur fréttir úr sínu byggðarlagi: — Það aflaðist sæmilega ( dragnótina í sumar en lítið i október. Átta bátar stunduðu þessar veiðar. Trillubátamir voru á handfæraveiðum ogvar sæmilegur afli hjá þeim i vor, en fór síðan minnkandi. 1 haust er einn 14 tonna bátur á línu og hefur fengið reytingsafla. Dragnótabátarnir em að und- irbúa sig á línuveiðar þessa dagana. Annars er frekar lítið um atvinnu. 1 frystihúsinu hefur ekki verið unnið nema dag- vinna sl. mánuð. Nokkuð er um íbúðabyggingar. 6 hús em langt komin og verið er að undirbúa gmnna að 2 eða 3 í, viðbót. Ennfremur er unnið að hafnargerðinni. Kerin eru steypt inni í Grundarfirði, en verða síðan flutt út eftir. Þá er verið að byggja ofan á fiskverkunarstöð Hróa hf., sem er eign Víglundar Jónssonar. Um höfnina má segja aðhún sé orðin viðunandi nema í norðanátt. Skjólgarðurinn er ekki orðinn nógu langur til að skýla fyrir þeirri átt. Félagslífið er í daufara lagi. Oftast hefur verið einhverleik- starfsemi á haustin, en núhef- Svcinnbjöm Þórðarson ur hún líka brugðizt, vegna þess að formaður leikfélagsins er á síldveiðum fyrir austan. Samgöngur um héraðið em góðar og í sumar var ýtt upp í ^vókallaða Bervík, sem er ein af útvíkum. Styrkur til að rannsaka áhrif fjölmiðlunartœk;a í fyrra hlutu íslendingar tvo styrki á vegum UNESCO, ann- an til að láta skrá íslenzk hand- rit í erlendum bókasöfnum og hefur Jónas Kristjánsson skjala- vörður unnið að skráningu ís- lenzkra handrita í norskum söfnum að undqnförnu en ætl- unin er að skrá einnig handrit í sænskum, brezkum og þýzk- um söfnum a.m.k. Nam styrkur þessi 4000 dollurum. Hinn styrk- urinn var veittur til að þýða og gefa út á íslcnzku upplýs- ingarit um UNESCO. A þinginu í ár sækja íslend- ingar alls um 6 styrki frá UN- ESCO. í fyrsta lagi framhalds- styrk til handritaskráningar. Þá sækja þeir um styrki til endur- skoðunar á skólamálum, til menntunaú æskulýðfileiðtoga, til verndar og vörzlu dýrmætra safngripa og um ferðastyrki til listamanna. Loks sækja íslend- ingar um styrk til rannsóknar á áhrifum fjölmiðlunartækia og þá sjónvarps sérstaklega- Mikill áhugi er hjá UNESCO á slík- um rannsóknum og; aðstaða t.il þeirra hér á landi talin. mjög heppileg og því líklegt að við fenejum bann stvrk oe áfram- fáum þennan styrk og áframhald- andi styrk til handritaskráningar. I k

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.