Þjóðviljinn - 15.11.1966, Side 1
Þriðjudagur 15. nóvember 1966 — 21. áigangur — 261. tölublað.
Stjórnmálaályktun Sósíalistaflokksins
□ Athygli lesenda skal vakin á því að stjórnmálaályktun sú, sem sam-
□ þykkt var á 15. þingi Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokks-
□ ins á dögunum er birt í heild á 6, síðu blaðsins í dag.
Lœkkun brœSslusildarverSsins frá 16. nóv. ósvifin kjaraskerSing
Sjómannafundur á Reyiarfirói í
’ Síldvéiðisjómenn á Austurlandi stefna skipum^
sínum til Reyðarfjarðar í dag og hefst þar sjó-
mannafundur um hagsmunamálin, einkum þó síld-
arverðið, kl. 2 síðdegis.
Á miðnætti í nótt lækkar verðið á síld í bræðslu
fyrir austan og norðan úr kr. 1,37 í kr. 1,20, sam-
kvæmt ákvörðun Jónasar Haralz og tveggja full-
trúa eigenda síldarverksmiðjanna í yfirnefnd verð-
lagsráðs sjávarútvegsins, og er það ön'nur lækkun
bræðslusíldarverðsins í haust.
Sjómenn telja það beina ósvífni að ráðast með
þessum hætti á kjör þeirra og er almenn óánægja
á síldveiðiflotanum. Telja margir sjómenn fráleitt
að halda áfram veiðum eftir nýju síldarverðslækk-
unina.
Fyrir nokkru kusu sjómenn sex manna nefnd,
þrjá úr hópi yfirmanna og þrjá úr hópi háseta
síldveiðiskipa til að treysta samstöðu sjómanna um
hagsmunamálin og undirbúa almennan sjómanna-
fund. Hafa þeir ákveðið að halda fundinn í dag
á Reyðarfirði eins og fyrr segir og m.a. boðið á
hann fulltrúum sjómanna í verðlagsráði, Jóni Sig-
urðssyni formanni Sjómannafélags Reykjavíkur,
Tryggva Helgasyni formanni Sjómannafélags Ak-
ureyrar og Guðmundi H. Oddssyni frá samtökum
skipstjóra og stýrimanna.
Boðun fundarins á Reyðarfirði hefur þegar vakið
mikla athygli og mun fylgzt með ákvörðunum
sjómanna um allt land.
yinnuveitendasambandið lét undan síga:
Samkomulag náðist loks í Búrfells-
deilunni í gær eftir 7 mánaða þóf
SURTSEYJ-
ARGOSIÐ
3JA ÁRA
í dag heldur Surtsey upp á
þriggja ára afmæli sitt en gos-
ið hófst að morgni 14. nóv.
1963 og morguninn eftir hafði
eyja skotið upp kollinum. Og
enn heldur áfram að gjósa í
Surtsey svo að ekki er séð fyr-
ir endann á þessu mikla gosi
enn.
í tilefni afmaelisins birtum
við mynd sem Landmælingar ís-
lands tóku af Surtsey í síðasta
mánuði og sýnir hún vel hvern-
ig eyjan lítur út í dag.
ISAFIRÐI, 14/11 — S.l. laugar-
dag lögðu tveir menn af stað
frá Súgandafirði til ísafjarðarog
Mjélkursamlagið
á Djúpavogi brann
Um kl. 4 í fyrrinótt kom upp
eldur í mjólkursamlagshúsinu á
Djúpavogi og brann húsið til
kaldra kola og allt sem í því
var. Hvasst var á norðan og var
kaupfélagshúsið sem stendur
nærri mjólkursamlaginu í mik-
illi hættu en þó tókst að verja
það.
Húsið sem brann var elzta
hús á Djúpavogi, 169 ára gam-
alt timburhús og gekk það áð-
ur undir nafninu Síbería.
■ Um kl. 7 í gærkvöld
tókust loks samningar í
Búrfellsdeilunni eftir
fengu þeir bíl með sig úr Súg-
andafirði eins langt og bílfært
var og eins höfðu þeir p>antað
bíl á móti sér frá ísafirði en
ætluðu að ganga yfir háheiðamar,
þ.e. hluta af Botnsheiði og
Breiðdalsheiði, sem er rösklega
klukkutíma gangur í góðu færi.
Færi var fremur slæmt og
gafst annar mannanna upp eftir
nokkra göngu og lagðist fyrir í
snjóinn en hinn fór úr frakkan-
um og breiddi yfir hann en héit
síðan áfram göngunni og komst í
sæluhús Slysavamafélagsins á
Breiðdalsheiði og hringdi þaðan
til Isafjarðar eftir hjálp.
Hjálparsveit skáta á ísafiröi
brá skjótt við og hélt á vettvang.
Var farið að skefla yfir mann-
inn er skátarnir fundu hann og
var hann mjög illa haldinn.
stöðuga samningafundi
um helgina. Verður sam-
komulagið lagt fyrir
Gáfu þeir honum heitt að drekka
og færðu hann í skjólföt og
fluttu hann síðan í sjúkrahúsið
á ísafirði -þar sem hann liggur
nú. Er hann eitthvað kailinn en
líðan hans annars orðin sæmi-
leg. Var hann mjög illa útbúinn
til göngu, í nælonskyrtu, stutt-
um nærbuxum og venjulegum
götuskóm og auk þess búinn að
týna öðrum þeirra er skótarnir
fundu hann.
Áf hinúm manninum er það að
segja, að bílstjórarnir sem komu
á móti þeim félögum frá Isa-
firöi fundu hann í skýlinu á
Breiðdalsheiði og fór með hann
til Isafjarðar og varð honum
ekkert meint af volkinu. Menn
þessir voru ekki frá Súganda-
firði, heldur höfðu þeir verið
þar gestkomandi. — H.Ó.
stjórn Vinnuveitenda-
sambands íslands í dag
og starfsfólkið við Búr-
fellsvirkjunina á morg-
un, miðvikudag, og
stendur verkfallið sem
hófst við Búrfell í gær-
morgun áfram í dag.
Þórir Daníelsson framkvstj.
Verkamannasambandsins sagði
Þjóðvilj anum í gærkvöld að
ekki væri hægt að skýra frá
efni samkomulagsins fyrr en það
hefði verið lagt fyrir deiluaðila
til samþykktar.
Samningaviðræður hófust um
miðjan maí í vor og hafa því
staðið yfir með nokkrum hléum
í sjö mánuði enda hefur Vinnu-
veitendasambandið staðið gegn
öllu samkomulagi eftir megni,
þótt það hafi mú loks látið und-
an síga. Mun verktakinn hafa
orðið fyrir miklu tjóni vegna
þessarar þrákelkni Vinmiveit-
endasambandsins og verkið taf-
izt talsvert af þessum sökum.
Samningaviðræðurnar um
helgina hófust með fundi á laug-
ardaginn er stóð frá kl. 14-20.30.
Fundur hófst að nýju kl. 14 á
sunnudaginn og stóð hann til
kl. 2 eftir miðnætti í fyrrinótt.
Loks hófst þriðji fundurinn kl.
17 í gær og lauk honum kl. 19
í gærkvöld eins og áður sagði
með samkomulagi.
Frá efni samninganna verður
sagt hér í blaðinu þegar þeir
hafa verið lagðir fyrir deiluað-
ila.
,Kæri lygari' frum-
sýndur í fyrrakvöld
Á sunnudagskvöldið frum-
sýndi Þjóðleikhúsið leikritið
„Kæri lygari“ eftir Jerome Kil-
ty í þýðingu Bjarna Benedikts-
sonar frá Hofteigi. Leikstjóri er
Gerda Ring frá Osló en leik-
endur aðeins tveir: Herdís Þor-
valdsdóttir og Rúrik Haralds-
son. Leiknum var vel tekið á
frumsýningu. — Leikdómur Ás-
geirs Hjartarsonar birtist hér í
blaðinu einhvern næstu daga.
Maður var hætt kominn á Breiðdalsheiði
14 ára aldur
lágrhark v7ð
drátfarvéla-
akstur
★ Xveir þingmenn Alþýðu-
bandalagsins, Einar Ol-
geirsson og Geir Gunnars-
son, flytja á Alþingi frum-
varp um eftirfarandi breyt-
ingu á umferðarlögunum:
★ Við 28. gr. í stað síðasta
málsliðar 1. málsgr. komi:
Þeir únglingar, sem náð
hafa 14 ára aldri, mega þó
án ökuleyfis aka dráttar-
vél þegar hún er notuð við
jarðyrkju- eða heyskapar-
storf utan alfaravegar. Vf-
irbyggt skýli skal vera á
slíkum dráttarvélum.
★ í greinargerð segja flutn-
ingsmenn m.a.:
★ i,Sá málsliður, sem hér er
lagt til að breyta, hljóðar
nú svo: „Eigi þarf öku-
skírteini til aksturs drátt-
arvéla, þegar þær eru not-
aðar við jarðyrkjustörf ut-
an alfaravegár.“ Sam-
kvæmt umferðarlögum eru
því nú engin takmörk fyrir
þvi, hve ungir þeir ung-
lingar eða börn mega vera
sem stýra dráttarvélum ut-
an alfaravegar.
Þegar umferðarlögin voru
til umræðu á Alþingi 1957
—58, var flutt af hálfu Al-
þýðubandalagsins breyt-
ingartillaga um, að ung-
lingar skyldu hafa náð 14
ára aldri til þess að mega
stýra dráttarvél utan al-
faravegar. Sú tillaga var
kolfelld.
Dauðaslys á unglingum og
börnum af völdum drátt-
arvéla verða æ tíðari. Þetta
frv. miðar að því að tak-
marka rétt unglinga til þess
að stýra dráttarvélum utan
alfaravegar við 14 ára ald-
ur, Jafnframt er sett það
skilyrði, að skýli sé á slík-
um dráttarvélum, því að
það dregur úr slysahætt-
unni.“
Hamrafellið með
bilaða vél á rek;
suður af Eyium
Sl. föstudag bilaði aðalvél ol-
iuflutningaskipsins Hamrafells
er það var /statt um 100 sjómíl-
ur suður af Vestmannaeyjum á
leið til Reykjavíkur með olíu-
farm frá Rúmeníu. Um helgina
og í gær var unnið að viðgerð
á vélinni en mikill sjór á þess-
um slóðum hefur torveldað
mjög allar athafnir. Var viðgerð
enn ekki lokið í gærkvöld en
vonir stóðu til að vélin kæmist
aftur í gang í nótt eða með
morgninum. Er skipið á reki en
ekki talið í neinni hættu og
heldur það áfpam för sinni til
Reykjavíkur strax og tekizt hef-
ur að gera við vélbilunina.
I