Þjóðviljinn - 15.11.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.11.1966, Blaðsíða 7
Þriðjudagur K. ndwei«to«r I96S — ÞJÖÐVILJINN — SfÐA ’J Æskufjör og ferðagaman, ný bók eftir Björgúlf Ólafsson „Æskufjör og ferftagaman" nefnist nýútkomin endurminn- ingabók eftir Björgúlf Ólafsson lækni. 1 formála segir höfundur að i bókinni sé að finna „nokkrar stuttar og sundurlausar frá- sagnir frá ýmsum tímum aev- innar. Ekki er hér um ævisögu að ræða, hvorki upphaf, fram- hald eða endi, langt frá því- Ekki eru þetta heldur smásögur, (nóvéllur). Mér hefur aldrei komið til hugar að fitja upp a smásögum, hvað þá meir. Kann að vera að stundum sé mjótt á íshmds-frásögn Niels Horre- bowi fyrsta sinn á íslenzku BókfcIIsútgáfan hefur sent frá sér bókina „Frásagnir um fsland" eftir Niels Horrebow i þýðingu Steindórs Steindórsson-, ar menntaskólakennara, ■ Þorvaldur Thoroddsen taldi þessa bók á sínum tima „bezla og yfirgripsmesta rit, sem skrif- að var um ísland á 18. öld, áð- ur en Eggert Ölafsson kemur ti) sögunnar." Bókin hefur ekki áður komið út í íslenzkri þýð- ingu. Það var árið 1749 sem dansKa stjómin sendi Niels Horrebow til Islands- Var sá leiðangur þáttur í rannsóknum þeim, sem Danir gerðu hér á landi og hófust með landmælingum Magnúsar Arasonar á árunum upp úr 1720, en náðu hámarki með rannsóknarieiðangri þeirra Eggerts Ölafssonar og Bjarna Pálssonar upp úr miðri öldinm. Horrebow dvaldist á Islandi í 2 ár og athugaði margt. Eft.ir heimkomuna ritaði hann bók um rannsóknir þessar og kom hún út í Kaupmannahöfn 1752. Þegar Horrebow lagði upp i Islandsferð sína, var nýléga komin út bók eftir borgarstjór- ann í Hamborg, Johann Ander- son. Fjallaði hún um lsland og fleiri norræn' lönd. Islandsfrá- sögn sína hafði Anderson eftir dönskum einokunarkaupmönn- um, sem báru íandi og þjóð herfilega söguna. Samhliða ís- landslýsingu sinni hrekur Horrebow firrur Andersons þessa. Auk dönsku útgáfunnar var bókin þrentuð á þýzku, frönsku, ensku og hollenzku. Þýðandinn, Steindór Stein- dórsson, greinir frá þcssu og ýmsu öðru í allítai-legum for- mála. í bókarlok eru svo birtar skýringar og nafna- og efnis- skrá, sem Jón Gíslason hefur tekið saman. Bókin er um 270 síður, prentuð í Odda hf. milli frásagnar og nóvellu, en hvað sem þvi líður, þá hef ég aldrei gert annað en segja' frá atburðum, sem gerzt hafa < kringum mig og ég hef heyrt og séð. Og ekki er um tímaröö efnis að ræða. Mér dettur eitt í hug i dag og annað á morgun. Engin kenning er hér flutt og engri stefnu fylgt. Ef nókkur svipur kynni að vera á ein- hverri þessara smágreina, þá er það aldamótasvipur, og bið ég engan velvirðingar á því“. Og höfundur segir ennfremur: „Fyrir hálfri öld rúmlega barst ég austur í Malajalönd og kona mín skömmu síðar. Við dvöld- um þar mörg beztu ár asvinnar sem kallað er, og er ekki furða þótt minningúm þaðan bregði fyrir við og við. Og nokkur hluti þessarar bókar er einmilt þannig til kominn.“ Bókin er liðlega 300 blaðsíður og skiptist á 4 höfuðkafla. I fyrstu tveim köflunum segir frá æskustöðvum höfundar í kring- um Jökul, viðburðarikum ferða- lögum hér ó landi og fjáröfllun til náms erlendis. Þriðji kafli Björgúlfur Ólaísson kápumynd bókarinnar eftir málverki örlygs Sigurðssonar listmálara. t bókarinnar nefnist „Lýst til hjónabands" og segir þar frá einstæðu brúðkaupi höfundar- ins, en í fjórða og síðasta bók- arkaflanum er sagt frá ævin- týraríkum ferðum utan lands og innan, m.a. fyrstu ferð Björgúlfs til Austurlanda. Björgúlfur Ólafsson læknir er kunnur fyrir fyrri bækur sínar, m.a. minningar- og ferða- bækur frá Malajalöndum. Þá hefur hann verið mikilvirkur þýðandi. Bókin „Æskufjör og ferða- gaman“ er prentuð í Odda. Út- gefandi er Snæbjöm Jónsson & Co. hf. Alþýðuhandalagsmenn Greiðið félagsgjöldin á skrifstofunni í Lindarbæ, Lindargötu 9. Skrifstofan er opin frá kl. 13 til 18, sími 18081. Alþýðubandalagið í Reykjavík. Leikfélag Akureyrar: Koss í kaupbæti Leikstjóri: Ragnhildur Stemgrímsdóttir Leikfélag Akureyrar hóf sitt 50. leikár með léttum gaman- leik, er frumsýndur var s.l. fimmtudag. Höfundur leiksins er Hugh Herbert og þýðandi Sverrir Thoroddsen. Leikur þessi fjallar um nágrannakrit- ur.í ónefndum bæ í Ameríku, og gerist á stríðsárunum. Eins og jafnan er um þessa leiki, er mikið um ástir, misskilning og viss vandræði, sem þó leysast á hinn heppilegasta hátt í lok- in. Leikendur eru allmargir og sumir lítt vanir, en ekki verð- ur annað sagt en að leikstjór- inn vinni nokkuð gott verk. Leikurinn gengur snurðulaust fyrir sig, orðræður eðlilegar oft á tíðum. Aftur á móti hef- ur leikstjórinn leyft nokkrum leikendum að ofleika óþarf- lega mikið sem ekki kemur þó að sök eins og allt er í pott- inn búið. Leikstjórinn hefur skeytt framan við leikinn kynningu á persónum leiksdns sem tekst nokkuð vel, en það sama er ekki hægt að segja um loka- atriðið sem fór í handaskolum. Einnig hefur hann bætt inn I leikinn tónlist sem að mínu viti er nokkuð snjallt og heppnast ágætlega. Leikurinn fer allur fram í dagstofu þeirra Archer-hjóna, en þau leika Þórhalla Þor- steinsdóttir og Marinó Þor- steinsson. Þórhalla skilaði sínu hlutverki nokkuð vel, lék hóf- samlega og lagði réttan skiln- ing í hlutverkið. Marinó aftur á móti oflék á stundum, en stóð sig vel að öðru leyti. Dóttur þeirra Corliss lék Saga Jónsdóttir með skemmtilegum tilþrifum, er þarna á ferðinni mjög efnileg leikkona. Nágrannasoninn grallar- ann lék Ágúst Kvaran af miklu fjöri, hlutverkið er skemmtilegt og vakti Ágúst mikla k'átínu meðal leikhúss- gesta. Virðist Ágúst ýmislegt hafa til að bera til að geta orðið liðtækur í framtíðinni. Önnur hlutverk voru smærri og gerðu leikendur þeim skil svona upp og ofan. Kristín Konráðsdóttir og Guðmundur Gunnarsson bnigðu upp skemmtilegum myndum af þjónustustúlku og málara, og Kristjana Jónsdóttir skilaði litlu hlutverki mjög vel. Leikhúsið var fullskipað á frumsýningu, og skerhmtu leikhúsgestir sér vel enda er leikurinn fyndinn á köflum og oftlega skemmtilega leikinn. í leikslok var leikendum og leikstjóra þökkuð frammistað- an með kröftugu lófataki eins og vera ber. Óhætt mun vera að hvetja Akureyringa til að sækja þessa leiksýningu Leikfélags- ins, og eyða einni kvöldstund í skemmtilegum félagsskap. H.J. ! I \ \ Sjónvarpið: eitur eða aflgjafi? — Rannsóknir á áhrif- um sjónvarps — Ýmsar óvæntar niðurstöður — Böl- sýni þokar — Hvatning til andlegra starfa. r * i Umræður um sjónvarp á Is- landi hafa einkum snú- izt um það, með hvaða hætti sjónvarp hefur orðið að stað- reynd hér, hvemig því var smyglað inn í landið um Keflavikurflugvöll. Hinsvegar hefur minna borið á skrií- um um eðli sjónvarps og a- hrif — héfur þó frétzt, að ís- lenzkir ætli að fá aðstoð til að kanna áhrif sjónvarps á þjóðina og getur sú rannsókn vissulega orðið forvitnileg — hér mætti fylgjast með þess- um áhrifum svotil frá upp- hafi sjónvarps á islenzku og mannfæðin ætti áð geta gert Slíkar athuganir nákvæmari oe víðtækari en í öðrum löndum. Til eru allmargir. andstæð- ingar sjónvarps sem slíks. Þeir segja: sjónvarpið er stór- ; skaðlegt fyrir mannleg sam- skipti, það bindur enda á sam- rseður kvöldsins, múrar hvem mánn inni í smáum persónu- legum tumi — og neyðir milj- ónir fjölskyldna til að éta kalt. Þessi pest, bæta andstæðingar sjónvarpsins við, leggst þyngst á svcnefndar lágstéttir, því þær hafa ekki fengið þá bóíu- setningu gegn eitrinu sem traust menntun getur veitt. Skoðanir sem þessar hafa víða vgrið útbreiddar meðal menntamanna — en svo virð- ist sem að undanförnu hafi nokkuð tekið að halla undan fæti fyrir þeim. Þeim fer fjölgandi sem líta svo á, að ekki fari hjá því að sjónvarp dreypi svolitlu af menningar- iegri þróun á menn. Hvert sem innihald dagskránna annars er, segja þeir, hlýtur jafnvel daufgerðasta og ó- reyndasta fólk að verða fyrir nokkrum gagnlegum áhrifum af þeim aragrúa mynda sem bregður fyrir á skerminum: hugsun þess kemst á hreyf- ingu. Iþessu sambandi er ekki úr vegi að segja frá fróð- legri rannsókn sem franskir félagsfræðingar gerðu nýlega á áhrifum sjónvarps á franska verkamenn og bændur. Frönsk alþýða er að sjálfsögðu um margt ólfk íslenzkri — eo engu að síður gæti það vel orðið mönnum nokkur upp- örvun að niðurstööurnair virðast ekki styðja viðhorf hinna bölsýnu andstæðinga sjónvarpsins. Fyrst skulum við nefna 111 staðreyndir sem eru ef til vill ekki sem jákvæðastur. Helm- ingur franskra sjónvarpseig- enda af alþýðustéttum hefur opið sjónvarp hvorki meira né minna en 35 stundir á viku. Og 32 prósent þeirra sögðust horfa líka á þær dagskrár, sem þeim leiddust — reyndar fer meir en helmingur þannig að f reynd, þvi 56 prósent sjónvarpsáhorfenda kváðust alls ekki velja sér ákveðnar dagskrár — allt er látið renna inn fyrirstöðulaust fjórar stundir á dag og sjö stundir á laugardögum og .sunnudögum. Þessi mikla „neyzla“ hlýt- ur að hafa stórfelld áhrif á líf hverrar fjölskyldu. Gamlar venjur eru á flótta: 43 prósent aðspurðra segjast lesa minna en áður, 58 prósent eru alveg hættir að fara í kvikmynda- hús — og þannig mætti lengi telja. Sjónvarp hefur þó haft lítil áhrif á tómstundaföndur eíns og veiðar, gwrðyrkju og saumaskap. En þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Myndirn- ar á sjónvarpsskerTninum koma áhorfandanum í beinna samband við umheiminn en nokkur prentaður texti. Finna má í blöðum áhrifaríkar myndskreyttar frásagnir af styrjaldarviðburðum — en þcgar þetta stríð er komið inn í herbergi til þín, þegar her- bergið verður partur af írum- skógi í Vietnam og hermenn falla við lilið þér — þá verð- ur þú fyrir áhrifum sem eru allt annars eðlis. Samvizku- saimlega skrifuð bók um 'íf frumstæðs þjóðfloltks getur aðeins vakið forvitni. En þeg- ar raunverulegar svipmyndir úr lífi slíkrar þjóðar eru sýnd- ar, þótt ekki sé nema í meðal- góðri mynd, er sem sjónvarps- áhorfandi sé kominn f bein tengsl við furður mannlegr?' þróunar. I þessu — að hið fjarlæp venður svo nálægt — eru fólg- in sterkust áhrif sjónvarps. Sjónvarpstækið er gluggi sem út um sér um aHar jarðir. Menn sjá hlutina beinlínis fyrir sér og það hefur magn- aðri áhrif en bók eða ræða. „Ég hafði ekki hugmynd um að Afríka væri svo fátæk‘‘ skrifar einn sjónvarpsáhorf- andi. Annar segfr: „Já, ég fylltist mikilili samúð með læssum þjóðum þegar ég sá fátækt vesalings fólksins, sem er að fanast úr hungri. Ég hugsaði ekki um þetta áður.“ Mcirihluti áhorfcmla reynir ekki að velja sér dagskrá þótt hægi sé — en þaft kann aft breyt- ast- — Myndm er frá upptöku í ídenzkwn sjúnvarpssal. Hinn þriðji skrifar: ,,Sjón- varpið hefur hjálpað mér að kynnast mörgu fólki. vakið samúð mína í garð þess. Mér finnst t.d. Austurevrópulönd- in standa mér nær en áður“, _ ivarpið hefur aukið á- O iuga á hverskonar sér- ingu. 89 prósent þeirra m spurðir voru álitu, að sjónvarpið hjálpafW ungling- um að velja sér starf. Þeir sem höfðu beinlínis notfært sér ráðleggingar sjónvarps um stöðuval voru sýnu færri cða 14 prósent — samt er sú tala há, ef tekið er tiilit til þess að meirihluti sjónvarps- áhorfenda hefur ekki beinan áhuga á stöðuvali. Eins og kunnugt er, eru böm verkamanna og bænda aðeins 2—3 prósent nemenda í æðri menntastofnunum. Þetta stafar ekki aðeins af því að foreldramir hafi ekki efni á að mennta böm sin, heldur oft af þvi að fjöl- skyldan gekir ekki gefið ung- lingum nægilegt „menningar- legt veganesti“ — sá andi svífur yfir vötnunum, að „menntun sé ekki fyrir okk- ur.“ Svo virðist sem sjónvarp- ið sé þegar farið að brjóta niður þetta bölsýna viðhorf. Margt vefður ekki fyliilega ljóst í sambandi við á- hrif sjónvarps fyrr en að genginni einni eða tveimur kynslóðum. En það er samt ljóst, að nú þegar er til fólk sem sjónvarpið hefur hvatt • til andlegra starfa. Þessir virku áhorfendur era enn ( minnihluta, en þótt sjónvarp- ið starfaði aðeins fyrir þá. hefði það samt nú þegar þeg- ar réttlætt tilveru sína. Ti) dæmis sögðu 20 prósent þeirra sem sérfræðingamir spurðu frá því, að eftir dagskrárat- riði sem þeim voru ekki fylli- lega ljós, hefðu þeir snúið sér til bóka um nánari vitneskju. Það kom og ó daginn, að 14 prósent slíkra „virkra“ sjón- varpsáhorfenda höfðu haldið áfram einhverju námi fyrir sakir áhrifa sjónvarps og 25 prósent ætluðu að gera slíkt hið sama. Þessar tölur eru umhugsunarverðar — einkum þeim sem telja að sjónvarp ieiði til fullkominnar ana- legrar eyðimerkurtilveru. „Eftir því sem tímar líða“ segja höfundar rannsóknarinn- ar, ,,mun sjónvarpsáhorfand- inn taka á virkari afstöðu til dagskráratriða, sýna meiri tilhneigingu til efasemda gagnvart ákveðnum atriðum hætta að taka við hverju sem er á óvirkan hátt.“ (Á.B. tók saman) i Jl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.