Þjóðviljinn - 15.11.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.11.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur K. nðvember 1966 — ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 3 Endurreisnin á italíu mun taka árutugi *sw. ' .ys Viisjált ástand eftir skærur á mörkum ísraels og Jórdans Ísraelsmenn fóru yfir landamærin á sunnudaginn og sprengdu í loft upp fjörutíu hús í jórdönskum bæ RÓtyl 14/11 — Flóðin á Ítalíu hafa valdið varanlegum skemmdum á tveim af fegurstu og sögu- merkustu borgum Ítalíu. Flórens og Feneyjum. Bandarískur listfræðingur, prófessor Frederick Hartt, sagði í dag f Róm að undirstöður m'argra sögufrægustu bygginga í þessum borgum hefðu látið undan í flóðunum og það myndi sennilega taka tvo áratugi að gera við þær skemmdir sem orðið hafa á byggingum og listaverkum, svo fremi sem yfirleitt verði við þær gert. A.m.k. 1885 lista- verk hafa orðið fyrir skemmdum, sagði prófessor Hartt. — Myndin er tekin í kjallara Þjóðbóka- safnsins í Flórens þar sem flæddi yfir hundruð verðmætra bóka og handrita. Fjórir munkar frá klaustrinu í Grottaferata, sérfróðir um viðgerðir á fornum bókum og handritum, eru komnir þangað. • Brandt ávítir sendiherra USA fyrir íhlutun í innanríkismál Sendiherrann sagði að fulltrúar frá V-Berlín gætu aðeins gefið ráð um myndun nýrrar stjórnair í Bonn TELAVIV 14/11 — Viðsjált ástand ríkir nú við landamæri ísraels og arabaríkjanna eftir að ísraelsk hersveit fór yfir landamærín inn í Jórdan í gær í hefndarskyni fyrir áhíaup arabískra skemmdarverkasveita undanfarið. Israelsmenn fóru yfir landa-1 Frásögnum af því hvernig við- mæri Jórdans með stórskotalið j ureigninni lyktaði ber ekki sam- og skriðdreka og herþotur voru an. báðir segjast hafa feiit innrásarmönnunum til aðstoðar. I marga menn fyrir hinum, en Lyng utanrikisráðherra í heimsókn í Sovétríkjunum MOSKVU 14/11 — John Lyng, utanríkisráðherra Noregs, sem kominn er til Moskvu í fimm daga opinbera heimsókn í Sov- étríkjunum, ræddi í dag við Gromiko utanríkisráðherra í 2 klukkustundir. Þeir fjölluðu um helztu alþjóðamál og þó einkum öryggismál Evrópu og sáttmála til að hindra útbreiðslu kjárna- vopna, en ræddu einnig um Vietnam. Þeir munu síðar fjalla um sérstök sameiginleg hags- munamál Noregs og Sovétríkj- anna. Sendiherra Noregs í Moskvu hélt veizlu fjrrir utanríkisráð- herrana í kvöld. Þar sagði Gro- miko í ræðu að reynslan hefði kennt Evrópuþjóðum að þær ættu sjálfar að ráða fram úr vandamálum sínum. Hann lýsti ánægju sovétstjómarinnar með góða sambúð Noregs og Sovét- NURNBERG 14/11 — Willy Brandt borgarstjóri Vestur-Ber- línar og leiðtogi vesturþýzkra sósíaldemókrata, ávítti í dag á fundi með blaðamönnum í Numberg sendiherra Banda- ríkjanna í Vestur-Þýzkalandi, George McGhee, fyrir þau ummæli hans að fulltrúar Vestur-Berlínar á þinginu í Bonn gætu aðeins gefið góð ráð varðandi myndun nýrrar vestur- þýzkrar'stjórnar. en ekki tekið beinan þátt í henni. Þessi ummæli sendiherrans hafa vakið athygli þar senj þau koma heim við þá afstöðu sov- étstjórnarinnar — og stjórnar Austur-Þýzkalands — að Vest- ur-Berlín sé ekki hluti af vestur- þýzka sambandslýðveldinu, held- ur hafi bprgin sérstaka réttar- stöðu. Fulltrúar Vestur-Berlínar á þinginu í Bonn, sem flestir eru sósíaldemókratar, hafa þar mál- frelsi og tillögurétt, en ekki full- an atkvæðisrétt. NATO-þingmenn á fundí í París PARlS 14/11 — Þingmenn frá aðildarríkjum Atlanzhafsbanda- íagsins eru nú staddir i Panis á árlegum fundi sínum þar. I þetta sinn, í fyrsta skipti í 12 ár bauð enginn franskur ráð- herra þá velkomna þangað og reyndar' mætti enginn af ráð- herrum de Gaulle á fundinum. Johnson skorsnn á mortrun WASHINGTON 14/11 — Johnson forseti mun leggjast á flotaspít- alann í Bethesda í Maryland á miðvikudag. en þar er ætlunin að gerðar verði á honum tvær skurðaðgerðir. önnur vegna æxl- is í hálsi, hin vegna hauls sem stafar frá uppskurðinum sem gerður var á honum í fyrra. Brandt sagði að.það skipti öllu máli að sendimenn Bandamanna gæfu mönnum ekki ástæðu til að ætla að þeir hlutuðust til um frelsi sambandsþingsins til að taka eitt sínar ákvarðanir. Full- trúar Vestur-Berlínar hefðu full- an rétt til að taka þátt í kjöri forsætisráðherra, á sama hátt og þeir hefðu atkvæðisrétt þegar forseti sambandslýðveldisins væri kosinn. — Það er skiljanlegt, sagði Brandt, að vissir fulltrúar Bandamanna telji sig hafa sér- stök tengsl við fulltrúa þeirrar stefnu í málum Þýzkalands sem hefur brugðizt, en þeir ættu þó ekki að gera ríkisstjórnum sjálfra sin og samvinnunni við Vestur- Þýzkaland í framtíðinni bjarnar- greiða. Vantrú á Kiesinger Brandt sagði annars að það myndi koma honum mjög á ó- vart ef Kiesinger forsætisráð- herraefni Kristilegra demókrata, myndi takast i þessari viku að komast að samkomulagi við ann- anhvorn stjórnarandstöðuflokk- inn um myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Hann minntist sérstak- lega á þau ummæli Kiesingers í gær *að i slíkri stjórn myndi hann undir öllum kringumstæð- um hafa með leiðtoga Kristilegra í Bajern, Franz-Josef Strauss. Brandt sagði að það myndi enn torvelda Kiesinger stjórnarmynd- unina Brandt mun ræða við Kiesing- er á morgun og á fimmtudag við leiðtoga Frjálsra demókrata, Er- ich Mende. Á sunnudaginn verða kosningar i Bajern og er tal- ið víst að stjórnarkreppan leysist ekki fyrr en að þeim afstöðnum. Margir sósíaldemókratar eru sagðir tortryggnir í garð Kiesing- ers vegna fortíðar hans og þá sérstaklega afstöðu hans í stjórn- artið nazista, en hann gekk í nazistaflokkinn strax við valda- töku nazista, var í honum til striðsloka og starfaði í utanrík- isráðuneytinu í Berlín á stríðs- árunum. En þrátt fyrir þetta og um- mæli Brandts sem áður voru rak- in telja þó margir að stjórnar- kreppan muni leysast með sam- vinnu sósíaldemókrata og Kristi- legra. ríkjanna og von um aukin sam- skipti þeirra á öllum sviðum. Lyng sagði m.a. að sögulegar og landfræðilegar aðstæður hefðu leitt til þess að Sovétrík- in og Noregur hefðu orðið aðil- ar að sitt hvoru hernaðarbanda- laginu, en þróun mála í fram- tíðinni myndi ekki vera undir því komin fyrst og fremst, held- ur frekar undir afstöðu hverr- ar þjóðar um sig til þeirra miklu vandamála sem leysa yrði til að greiða fyrir varanlegum friði í Evrópu og á Atlanzsvæð- sjálfir hafa misst fáa. ísraels- menn hörfuðu heim aftur þegar vopnahlésnefnd Sameinuðu þjóð- anna skarst í leikinn. Þótt innrás hafi verið gerð f Jórdan er talið í Israel, að sögn fréttaritara Reuters, að tilgang- ur hennar hafi verið sá að vara Sýrlendinga við afleiðingum þess að haldið sé ófram að senda skemrndarverkamenn inn í Isra- el frá arabaríkjunum. Stjóm Is- raels heldur því fram að sýr- lenzka stjómin standi fyrirþeim árásum, einnig þeim sem gerðar, hafa verið frá Jordan. Eshkol, forsætisráðherra itrekaði þá á- sökun í garð Sýrlendinga í gær- kvöld. Fulltrúi Jórdans hjá SÞ hefúr vakið athygli öryggisráðsins á hinu viðsjárverða ástandi við Landamæri Israels, og herar far- ið þess á leit að ráðið geri þegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að Israelsmenn géri fleiri slíkar árásir á Jórdan sem þá í gær. Það sem af er þessu ári hafa 26 árekstrar orðið á landamær- um Israels og Sýrlands, 15 á landamærum Israels og Jórdans og 2 á landamærum Israels og Libanons. Ji/lynd af „hinum morðingja Kennedys birt i tímariti? ■ v Kosygin til Bretlands eftir áramót LONDON 14/11 — Tilkynnt var opinberlega í London í dag að Kosygin, forsætisráðherra Sov- étrikjanna, myndi koma þangað í opinbera heimsókn í febrúar n.k. Þá verða liðin nærri því 11 ár síðan sovézkur stjórnarleið- togi kom til Bretlands. Búlganín forsætisráðherra og Krústjof flokksritari komu þangað sam- an í apríl 1956. Stjómarleiðtog- ar Bretlands hafa síðan oftar en einu sinni farið til Moskvu, Wilson forsætiisráðherra síðast í júlí sl. Kosygin er væntanlegur til London 6. febriiar. NEW YORK 14/11 — Bandaríska mánaðarritið „Esquire“ sem út kemur á morgun birtir mynd sem blaðið telur að geti verið af manni sem miðar skotvopni á bíl Kennedys forseta í Dallas 22. nóvember 1963, þegar Kennedy var skotinn til bana. Tímaritið segir að svo virðist sem maðurinn sem á myndinni virðist miða skotvopni hallist fram á bíl sem lágt hefur verið við grasbalann sem bílalest for- setans ók framhjá einmitt þegar morðið átti sér stað. Myndin er stækkuð úr 8 mm filmu sem maður nokkur í Dallas tók myndir á þegar' Kennedy kom til borgarinnar. Warren-nefndin birti á sínum tíma sex myndir af þessari filmu. Nefndin komst sem kunnugt að þeirri niður- stöðu að Lee Harvey Osvald hefði verið morðingi Kennedys og verið einn að verki. Aðrir hafa hald- ið því fram að bandamenn fqr- setans hafi hlotið að vera tveir. „Esquire" birtir einnig viðtal við mann sem var í sex metra háum tumi bak við grasbalann þegar morðið var framið. Maður þessi, Lee E. Bowers, tel- ur miklar líkur á að myndin sé af „hinum morðingj anum" Bowers er einn af mörgum sjónarvottum og vitnum í morð- málinu sem ekki eru lengur í tölu lifenda. Hann beið bana i bílslysi í ágúst s.l. og „Esquire" telur ástæðu til að geta þess að engir sjónarvottar að slysínu hafi gefið sig fram. Sllvkof ¥il! láta halda alþjóðahino kommúnista Gagnrýndi á flokksþingi í Sofia afstöðu Kína sem torveldi aðstoð við vietnömsku þjóðina SOFIA 14/11 — Todor Sjivkof, forsætisráðherra Búlgaríu og ritari kommúnistaflokksins, lagði til í dag' í ræðu á þingi flokksins í Sofia, að haldið yrði alþ'jóðaþing kommún- ist^flokkanna. Sjivkof sakaði leiðtoga kín- verskra kommúnista um að stofna til sundrungar innan hinnar kommúnistísku hreyfing- ar og um að koma í veg fyrir sameiginlega aðstoð sósíalist- ísku landanna við vietnömsku þjóðina. Á þinginu eru gestir frá 70 kommúnista- og verklýðsflokk- um. Brespéf aðalritari er fyrir sovézku nefndinni. Engir full- trúar eru frá flokkum Kína og Albaníu. í ræðu sinni sagði Sjivkof að Búlgarar váeru reiðu- búnir til að auka viðskipti sín og bæta efnahagssamvinnu sína við öll rikin á Balkanskaga, og eru þau ummæli túlkuð sem sáttaboð til Albana. Hann ítrekaði að Búlgarar myndu veita Vietnömum alla þá aðstoð sem þeir mættu í bar- áttu þeirra við hina bandarísku heimsvaldastefnu, en sagði að stefna friðsamlegrar sambúðar hefði tekið að bera ávöxt í bætt um samskiptum við ýms auð- valdsríki og nefndi sérstaklega Framhald á 2. síðu. {gníineníal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó bg hálku. • Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN M Skipholti 35 — Sími 3-10-55. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.