Þjóðviljinn - 15.11.1966, Qupperneq 2
J SfÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 15. nóvember 1966.
Steingrímur Steinþórsson fyrrver
andi forsætisráðherra er iátinn
Q Steingrímur Steinþórsson fyrrverandi for-
sætisráðherra andaðist í gærmorgun á sjúkrahúsi
hér í Reykjavík.
Q Deíldir Alþingis felldu niður fundarstörf í
gær og var settur fundur í sameinuðu þingi.
Minntist varaforseti, Sigurður Ágústsson, Stein-
gríms á þessa leið:
„Sú harmafregn hefur borizt,
að Steingrímur Steinþórsson,
fyrrverandi ' búnaðarmálastjóri
og forsætisráðherra hafi and-
azt í morgun í sjúkrahúsi hér i
bæ. Hann var á sjötugasta og
fjórða aldursári, hafði fyrir
nokkrum árum dJagið sig í hlé
frá opinberum störfum eftir at-
hafnasama og gagnmerka starfs-
ævi. Vil ég leyfa mér að rekja
hér nokkur "helztu æviatriði
hans.
Steingrimur Steinþórsson
fæddist 12. febrúar 1893 í
Álftagerði við Mývatn. For-
eldrar hans voru Steinþór
bóndi þar BjÖrnsson bónda á
Bjarnarstöðum Bjömssonar og
kona hans, Sigrún Jónsdóttir
bónda og alþingismanns á Gaul-
löndum Sigurðssonar. Hann
lauk prófi frá bændaskólanum
á Hvanneyri árið 1915, vann á
búi foreldra sinna á Litlu-
Strönd við Mývatn 1915—1917
og var fjármaður á Hvanneyri
1917—1920. Því næst fórhann
utan til frekara náms í búfræð-
um og lauk prófi frá búnaðar-
háskólanum í Kaupmannahöfn
1924. Hann var kennari við
bændaskólann á Hvanneyri
1924 — 1928 og skólastjóri
bændaskólans á Hólum 1928 —
1935. Búnaðarmálastjóri varð
hann á miðju ári 1935 og gegndi
• því embætti til ársloka 1962, áð
undanskildum þeim tímabilum,
er hann átti sæti í ríkisstjóm.
Auk þeirra aðalstarfa, sem
hér hafa verið rakin, kom
Steingrímur Steinþórsson víða
við sögu og sinnti margvis-
legum ábyrgðarstörfum á sviði
félagsmála og þjóðmála. Hann
var nýbýlastjóri á árunum
1936 — 1941,* átti sæti i ný-
býlastjórn frá 1941 til æviloka
og gegndi þar um skeið for-
mannsstörfum. I skipulagsnefnd
atvinnumála var hann 1934 —
1937, átti sæti í veiðimálanefnd
frá 1935, var settur forstjóri
landbúnaðardeildar Atvinnu-
deiildar háskólans 1937—’41 og
átti sæti í sýningarráði íslands-
deildar heimssýningarinnar í N.
York 1938—’40. Hann var for-
maður milliþinganefndar í til-
raunamálum Iandbúnaðarins
1938 — 1939 og átti síðar sæti
og var formaður í tilraunaráði
landbúnaðarins. í nýbyggingar-
ráði var hann skipaður 1944.
Hann átti' sæti í bankaráði
Landsbanka Islands frá 1957.
Á árinu 1957 var hann skip-
aður í orðunefnd og var jafn-
framt íormaður hennar. Hann
tók sæti í náttúruvemdarráði
1956 og dýravemdamefnd 1957.
Hann átti lengi sæti á Alþings
var þingmaður Skagfirðinga á
tímabilinu 1931 — 1959, þó ekki
samfleytt, en hann sat á 26
þingum alls. Hann var kjörinn
forseti. sameinaðs Alþing's
haustið' 1949, en lét af þvístarfi
14. marz 1950, er honum var
faliri myndun ríkisstjórnar.
Var hann síðan forsætis- og fé-
----------:--------;—--------4
Merk-
ar tillögur
Bjarni Benediktsson forsæt-
isráðherra hefur sem kunn-
ugt er samið áætlun um þró-
un efnahagsmála næstu mán-
uðina. Hann kveðst ætla að
leggja fram fé til þess að
greiða niður verð á völdum
v.örutegundum og halda vísi-
tölunni í skefjúm fram yfir
kosningar. Fái hann síðan
nægileg völd í kosningunum
ætlar hann að skrá formlega
þá lækkun á verðgildi krón-
unnar sem þegar er búið að
framkvæma í verki, og á nýja
gengið að koma til fram-
kvæmda samkvæmt áætlun-
inni lsta ágúst 1967.
Einari ríka Sigurðssyni
finnst erfitt að þurfa að bíða.
svona lengi eft\r blessaðri
gengislækkuninni. Hann segir
í Morgunblaðinu í fyrradag:
„Hér eru ýmis mál og þá
einkum sjávarútvegsins, sem
eiga erfitt með að bíða tii
vors eftir úrbótum. Verkalýðs-
málin geta líka þróazt á þann
veg, að erfitt geti orðið að
fleyta þeim til vors. Enn er
líka það að stjórnarsamvinn-
an á til með að spillast þegar
langur aðdragandi er að kosn- .
ingum, og eru mörg dæmi um
það úr stjórnmálasögu und-
anfarinna ára“. Einar minnir
á að danski forsætisráðherr-
ann, Jens Otto Krag, hafi rof-
ið þing og boðað til nýrra
kosninga með mjög skömmum
fyrirvara, og slíkt væri einnig
hægt að gera hér: „Núverandi
stjórnarflokkum gáfust vel
haustkosningar í byrjun
stjórnarferils síns haustið
1959“.
Fróðlegt verður að sjá hvort
þetta bráðlæti Einars Sigurðs-
sonar hefur áhrif á Bjarna
Benediktsson forsætisráð-
herra, en þó 'verður það að
teljast heldur ólíklegt. Sá
síðarnefndi virðist semsé orð-
inn býsna afhuga stjórnmál-
um um þessar mundir. Á-
hyggjufullir Sjálfstæðisflokks-
menn sem þrá pólitíska leið-
sögn í Reykjavíkurbréfum
ráðherrans leita ullar í geitar-
húsi. Nýjasta Reykjavíkur-
bréfið mátti heita • eintómar
tilvitnanir í nýútkomna sjálfs-
ævisögu Sigurbjarnar Þor-
kelssonar í Vísi. Eina sjálf-
stæða framlag ráðherrans til
þjóðmálanna er tillögur um
það hvérnig framreiðslumenn
á veitirigahúsum eigi að haga
afgreiðslu sinni á vínföngum:
„verða ménnirnir þó að fá að
anda á milli þess sem þeir
framreiða drykkinn." Kannski
hugsar forsætisráðherrann sér
að gera þessa tillögu um önd-
unaraðferðir þjóna að að-
albaráttumáli sínu } kosning-
um þeim sem Einar ríki vill
Ijúka sem fyrst af. — Austrt
Iagsmálaráðherra til 11. septem-
ber 1953, en tók þá sæti land-
búnaðar- og félagsmálaráðherra
í nýrri ríkisstjórn, er sat til
24. júlí 1956.
Þótt hér hafi verið getið
margra mikilvægra starfa
Steingríms Steinþórssonar, er
enn ótalið margt af því, sem
hann vann á sviði landbúnað-
armála og annarra félagsmóla.
Á starfsárunum í Borgarfirði oe
Skagafirði kvað mjög að hon-
um á vettvangi félagsstarfa
héraði, og var hann þar víða
valinn til forustu. Eftir að
hann gerðist búnaðarmálastjóri,
var harin oft kvaddur lil
starfa í nefndum til að vinna
að samningu lagafrumvarpa
um landbúnaðarmál. Hvarvetna
þar sem hann lagði hönd og
hug að verki, þótti vel skipað
málum.
Steingrímur Steinþórsson átii
skammt ættir að rekja til gáf-
aðra og mikilhæfra manna og
var gæddur mörgum af beztu
kostum ættar sinnar. Umhverfi
það, sem hann ólst upp í, var
þroskavænlegt gáfuðum og
þróttmiklum unglingi. Bók-
menning var þar mikil og ríkur
áhugi á félagsmálum. Hann var
þvf vel að heiman búinn, er
hann hóf búnaðamám tvítugur
að aldri, þótt efnahagur for-
eldra hans muni hafa verið
fremur þröngur. Með atorku
sinni og hæfileikum brauzt hann
síðan áfram til frekara náms.
Að námi loknu var honum ekki
starfa vant, svo sem ráða má
af því sem, rakið hefur verið
hér að framari. Hann stundaði
fjármennsku af alúð, meðan
hann bjó sig undir utanférð,
kennsla og skólastjóm fórhon-
um með afbrigðum vel úr hendi,
en um störf Mans síðat í for-
ustu londbúnaðarmála Og þjóð-
mála er ekki þörf að fjöl-
yrða, svo alkunnugt er, hvern-
iá þau voru af hendi íeýst.
Steingrímur Steinþórsson var
svipmikill og skörulegur. Hann
var vel máli farinn, rökfastur
og fylgdi fast fram þei'm mál-
um, sem vom honum hugfóCg-
in. Skapmaður var hann, en
hafði vald á skapi sínu. Hann
var ósérhlífinn samherji og
drenglyndur andstæðingur, fús
til samstarfs að þeim málum,
sem hann taldi horfa til heilla.
Við fráfall hans á bændastétt
lands vors á bak að sjá mikil-
hæfum forustumanni og þjóð
vor öll merkum þjóðskörungi.
Ég vil biðja háttvirta alþing-
ismenn að votta Steingrimi
Steinþórssyni virðingu sína með
þvi að rísa úr sætum.“
SJIVKOF
Framhald af 3. síðu.
Frakkland, Bretland og Ítalíu.
Um innanrikismál sagði Sjiv-
kof m.a. að á tímaíbili síðustu
fimm ára áætlunar, 1961-65,
hefðu þjóðartekjur Búlgara vax-
ið um 58%, en gert væri ráð
fyrir 50% aukningu á tíma
næstu áætlunar, sem flokks-
þingið mun fjalla um.
í skeyti frá Moskvu er á það
bent að Sjivkof sé fyrsti flokks-
leiðtoginn í Austur-Evrópu sém
í tvö ár hefur opinberlega
minnzt á nauðsyn þess að hald-
ið verði alþjóðaþing komrmún-
istaflokkanna. Leiðtogar ann-
arra kommúnistaflokka hafa áð-
ur lýst sig andvíga þeirri hug-
mynd, t.d. rúmenska og ítalska
flokksins.
14 myndir seldusf
Helgi Bergmann opnaði mál-
verkasýningu í nýju bindindis-
höllinni við Eiríksgötu á sunnu-
daginn. Margt gesta skoðaði
sýninguna fyrsta sýningardag-
inn og 14 myndir seldust.
Ténleikar
Framhald af 12. siðu.
skólanum, þeir Sigurður Rúnar
Jónsson og Einar Hjörleifsson,
og þetta verður hin fyrsta eld-
raun þeirra á hljórnleikapalli.
Tónleikunum lýkur með sög-
unni um Töfraverzluniriá með
tónlist eftir Rossini. Stjórnandi
allra skólatónleikanna verður að
þessu simri ExsÆon Wo^tezko.
Geminiförinni
lýkur í dag
KENNEDYHÖFÐA 14/11 — Ferð
12. og síðasta Geminifarsins
bandaríska sem skotið var á
loft á föstudag á að Ijúka á
morgun, þriðjudag, og mun geim-
farið lenda á vestanverðu Atlanz-
hafi. Ferðin hefúr gengið mjög
að óskum. Á sunnudag sveif ann-
ar geimfaranna, Buzz Aldrin, á
braut í tæplega 2 klst. og 10
mínútur, eða lengur en nokkur
maður áður og enn lengur en
ætlunin hafði verið að hann væri
utan geimfarsins. Hann var í
tajplega hálfa þriðju klukkustund
á laugardag með höfuð og herð-
ar út úr geimfarinu og gerði það
aftur í dag. Honum hefur geng-
ið mun betur en öðrum geim-
förum á undan honum að at-
hafna sig utan geimfarsins.
Mikið manntjón
USA í orustu í
Suður-Vietnam
SAIGON 14/11 — Bandaríska
herstjórnin í Saigón viðurkenndi
í dag að ein af fótgönguliðssveit-
um hennar hefði í gær orðið fyr-
ir miklu manntjóni í orustu sem
háð var nálægt Plei Djereng,
skámmt frá landamærum Kamb-
odja, um 370 km fyrir norðvest-
an Saigon. í sveitinni voru um
200 hermenn.
Podgorní forseti
kominn til Vínar
VÍN 14/11 — -Podgorní, forseti
Sovétríkjanna, kom í dag til Vín-
ar í opinbera heimsókn, þá
fyrstu sem hann fer í eftir að
hann tók við forsetaembættinu.
úr og skartgripir
KORNELÍUS
JÚNSSON
skólavördustig 8
Fjölfræðispili
til skemmtunar og fróðleiks
uwxr
Það er hentugt tæki til náms, því á auga-
bragði er hægt að sjá hvort svarið er rétt
eða rangt. Svarið er rétt þegar ljósið kvikn-
ar. Hverju spili fylgja 4 spjöld (7 flokkar),
en síðan verður hægt að fá einstök spjöld
eftir því sem menn óska. Nú þegar eru til-
búnir eða í undirbúningi eftirtaldir flokkar:
1. Bókmenntir
2. íslandssaga
3. Ferðamál
4. Stærðfræði
5. Mannkynssaga
Fæst í bóka- og leikfangabúðum.
Söluumboð:
BÓKIN H.F. Skólavörðustíg 6. Sími 10686.
6. Trúmál
7. Dýrafræði
8. Grasafræði
9. Leiklist
10. Landafræði
Tilkynning
Óskað er eftir tilboðum í svonefnd „eldspýtnabréf”
.tií afgreiðslu á árinu 1967. Um gerð og magn eru
veittar nánari upplýsingar í innkaupadeild vorri.
Tilboð ásamt sýnishornum berist skifsofu vorri
í lokuðu umslagi eða pakka fyrir 31. des. 1966.
Tilboð, er þegar hafa borizt óskast endurnýjuð
fyrir sama tíma.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er,
eða hafna öllum. Tilboðin verða opnuð á skrifstbfu
vorri fimmtudaginn 5. 'janúar 1967 kl. 10.30 f.h.
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins
Nýtt haustverð
Kr. 300,00 daggjald
og 2,50 á ekinn km.
LEIK
BiLJXLEfGAN
'ALUR P
Rauðarársfíg 31
sími 22-0-22