Þjóðviljinn - 15.11.1966, Qupperneq 6
§ SIÐA — WÖÐVILJINN — Þriðjudagur 15. nóvember »66.
Frá 15. þingi Sameiningarflokks aiþýðu — Sósíalist aflokksins. — Séð yfir nokkurn iiluta íundarsalarins.
15. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins
I
. íslendingar hafa nú fyrir augunúm háskalegar afleiðingar þeirrar
stjómarstefnu sem fylgt hefur verið um sex ára skeið. Megin-
tilgangur viðreisnarinnar var sá að gera kapítalismann starfhaefan
á Islandi með beim aðferðum sem beitt hefur verið í Vestur-
Evrópu og Norður-Ameríku, gera viðskiptalíf, neyzlu og gróða
að undirstöðu efnahagslterfisins og láta þau sjónarmið ein skera
úr þróun atvinnumála. Sú stefna hefur leitt ófarnað yfir ýms-
ar veigamestu at\?innugreinar landsmanna, þrátt fyrir mesta góð-
æri sem íslendingar hafa kynnzt, sívaxandi aflamagn og stór-
haskkað verðlag á erlendum mörkuðum sem hefur aukið þjóð-
artekjumar um þriðjung á mann að meðaltali á skömmum tíma.
Þessar staðreyndir blasa nú við:
Togaraflotinn hefur minnkað um meira en helming, og horf-
ur eru á að gruudvöliur togaraútgerðar bresti með öllu.
Verulegur hluti bátafiotans á við stórfeHda erfiðleika að stríða.
Framleiðsla hraðfrystihúsanna hefur dregizt saman tfl mik-
illa muna, og nokkrum stærstu og fullkomnustu frystihúsum
landsmanna hefur verið lokað.
Nýiar tilraunir til fiskiðnaðar hafa kafnað í fæðingunni, svo sem
Norðurstjaman í Hafnarfirði.
íslenzkur iðnaður hetur átt við sívaxandi erfiðleika að etja
á ýmsum sviðum, þar á meðai iðngreinar sem unnið hafa úr
íslenzkum hráefnum til útflutnings. Þetta ástand er orðið svo
alvarlegt, að atvinnuörvggi landsmanna er í hættu.
ófamaður þsssara atvinnugreina er nátengdur því að um-
hyggja ríkisstjórnarinnar fyrir „frjálsum lögmálum viðskipta-
lífsins" hefur leitt til þrálátrar og stórfelldrar verðbólgu, marg-
falt örarí verðbólguþróunar en f nokkru nálægu landi. Á
gðeins sex árum hefur vísitala vöru og þjónustu hækkað um
130% eða um meira en á ári til jafnaðar. Orsakir verð-
bólgunnar eru einkum tvær. 1 fyrsta lagi sú, að þeir atvinnu-
rekendur sem til þess hafa haft aðstöðu, hafa með beinu sam-
bykki ríkisvald-ir.s velt af sér út í verðlagið kauphækkunum,
sem um hefur verið sanjið. I öðru lagi hefur orsök verðbólgunn-
ar verið sú. að fésýslumenn og braskarar hafa með fjárfestingum
*vrir lánsfé. haft aðstöðu til að afskrifa skuldir sínar og graeðn
i verðbólgunni. Eins og vísitglan sýnir hefur verðgildi krónunn-
ar minnkað um meira en helming frá því 1960, og afleiðingamar
hitna nú á útflutningsatvinnuvegunum, sem eru háðir erlendum
mörkuðum og geta ekki að eigin geðbótta velt af sér verð-
ÞólcnTáhr-'fiim °ins oa kaunsýslumenn þeir sem aðeins eru háðir
innlendum markaði. Því krefjast nú sterkir aðilar 1 þjóðfélaginu
v>*ss. að gengi króminnai verði lækkað til samræmis við verð-
hólguþróunina; vi'ð þlasir þriðja gengislækkun é einum áratug
í bví skvni að rvra kiör vinnandi fólks.
Innanlands hefur' verðbólgan leitt til sívaxandi stjórnileysis,
snillingar oa "scunar á 'iármunum, óhagstæðrar fjárfestingar sem
einungis bindur undirstöðuatvinnuvegunum aukna bagga. Birt-
ist bessi öfuabróun ekki sfzt á sviði viðskfpta og kaupsýslu, sem
dregið hafa til sfn sívaxandi fjármagn og vinnuafl. Verzlun er
nú sú atvinnuere’u sem stunduð er af minnstri hagkvæmni á Is-
landi. bar er lan&verst nýting á aðstöðu og vinnuafli, og í þeirri
óstíórn hefur farið í rúginn verulegur hluti af þeirri aukningu
þióflartekna sem crðið hefur á undanförnum árum.
Stefna ríkisstjórnarin.iar um óheftan kapítalisma hefur þanmg
á enean hátt orðið til þess að efla íslenzka útflutningsatvinnu-
veei heldur hið gagnstieða, en engu að síður hafa stjórnarvöldin
ho’óið að sér höndum og horft á það aðgerðarlaus að undir-
stöðuatvinnuvegirriir yrðu sífellt valtari. 1 staðinn hefur verið
ákveðin sú gerþreyting á stefnunni í atvinnumálum landsmanna,
að fyrsta erienda auðfelag’nu hefur verið heimilað að reisa
stórfyrirtæki hérlendis. með alúmínbræðslu aúðhringsins Swiss
Aluminium í Straumsvfk. Auðhringurinn á að fá að hagnýta
raíorku frá Búrfellsvirkjun gegn því að greiða kostnaðarverð
eða naumlega það, hann fær að njóta margvíslegra efnahagslegra
forréttinda fram yfir íslenzka atvinnurekendur, verður tmdan-
þeginn íslenzku dómsvatdi í verulegum atriðum og fær að flytja
arðinn af starfseminni úr landi. Þessi örlagaríka stefnubreyting
er rökstudd með því, að íslenzkir atvinnuvegir séu svo einhæfir
og valtir að nauðsynlegt sé að styrkja undirstöðurnar; ríkisstjóm-
in notar þannig neikvæða stefnu sína í atvinnumálum til þess
að fá útlendingum f hendur forræði í þróun íslenzkra atvinnuvega.
Þeir einu sem hagnast á þessari ráðsmennsku eru milliliðir
og kaupahéðnar sem æt!a sér að gerast þjónustumenn auðhrings-
ins. Þau þjóðfélagsöfl virðast gráta það þurrum tárum þótt sjálf-
stæði Islendinga í atvinnumálum fari veg allrar veraldar, ef hægt
er að hagnast á þeim umskiptum. Að þessu marki leiðir trú
stjórnarvaldanna á gildl yájálfvirkra lögmala efnahagslífsins.
Sósíalistaflokkurinn og verkalýðshreyfingirj hafa frá öndverðu
barizt gegn þessari stefnu viðreisnarstjórparinnar og sýnt fram
á hvert hún myndi leiða, og nú er reynslan að sanna alþjóð
hverjir hafa farið með rétt mál. Þvf eru nú stórfelldari tæki-
færi en löngum fyrr til þess að sameina verulegan hluta lands-
manna gegn þeirri stjómarstefnu sem á velgengnistímum hef-
ur leitt háskalegan vanda yfir íslenzka atvinnuvegi og í staðinn
vísað erlendum auðfvriríækjum til öndvegis. Hér er um að ræða
hagsmunamál verkalýðshreyfingarinnar og raunar alls launafólks
sem sér fram á að sjaifu atvinnuörygginu er stefnt í voða og
veit að kjarabætur verða seint sóttar til erlendra auðfélaga. Hér
er og um að ræða hagsmuni bænda sem eiga afkomu sína
‘undir kjörum neytenda, og hér koma einnig til hagsmunir
þeirra atvinnurekenda sem vilja efla innlenda atvinnuvegi og
tryggja sjáifstæði þéirra. Um svo augljósa og brýna hagsmuna-
samstöðu mikils meirihluta þjóðarinnar hefur naumast áður ver-
ið að ræða. Það er eitt meginverkefni Sósíalistaflokksins um þess-
ar mundir að trj’ggja að sú samstaða breytist í athafnir.
Verkefni slfkrar þjóðfylkingar þarf að vera að hnekkja stjóm-
lausri gróðastefnu viðrtisnarinnar, sem hefur nú leitt til aug-
ljóss ófamaðar, og taka þess í stað upp áætlunarbúskap í sam-
ræmi við íslenzkar aðstæður. 1 stað lögmála viðskiptalífsins þurfa
að koma hagsmunir framleiðsluatvinnuveganna, aðgerðir at
ránum hug til þess að tryggja hagkvæman rekstur þeirra og öra
þróun, en aðra þætti þjóðarbúskaparins verður að aðlaga þeirri
höfuðnauðsyn. Aðeins með því móti er hægt að tryggjá atvtnnu-
öryggi til frambúðar, varanlegar lífskjarabætur og þaer efna-
hagslegu undirstöður sem sjálfstætt þjóðfélag hvílir á.
/ I
II
Verkalýðshreyfingin hefur í tíð núverandi ríkisstjómar gert tíðari
kjarasamninga en nokkru sinni fyrr í sögu sinni. Hefur barátta
hennar fyrst og fremst beinzt gegn verðbólgustefnunni, enda hef-
ur verðbólgan verið hagnýtt sem aðferð til þéss að ónýta launa-
samninga jafnharðan og velta hverri kauphækkun út í verð-
lagið. Á fyrra skeiði þessa stjómartímabils mátti heita að verka-
lýðssamtökin væru að staðaldri með lausa samninga, og voru
þá eitt árið gezðir kjarasamningar þrívegis. Tímamót urðu !
þessum átökum í nóv.ernber 1963 þegar verkalýðshreyfingin neyddi
ríkisstjórnina til þess nð falla frá fyrirætlunum sínum um að
skipa kjaramálum með valdboði alþingis.
Arið 1964 íiáði verkailýðshreyfingin þeim veigamikla áfanga,
að verðtrygging á kaupi var tekin uþp á nýjan leik; það á-
kvæði tryggði launafóiki í senn nokkurt öryggi gegn dýr-
tíðinni og torveldaði stjórnai-völdunum að beita verðbólgunnt
sem vopni í kjarabaráttunni á sama hátt og fyrr. Síðan hafa
verkamenn gert mikilvæga samninga, m.a. um almenna stytt-
ingu dagvinnuvikunnar úr 48 stundum í 44 og bókagerðarmenn
gert áfangasamnirig um 40 stunda vinnuviku. Samið hefur verið
um almenna lengingu orlofs úr 18 dögum í 21, um vísi að orlofs-
sjóðum, ásamt fyrirheitum um umbætur í húsnæðismálum fynr
verkafólk og ber þar hæst allt að 80% lán út á 1250 ífoúðtr á
næstu fimm árum.
Beinar kauphæktemir hafa faltzt í nokkurri hækkun miðað
við starfstíma, veru'legum breytingum á flokkaskipan og nokk-
urri hækkun á dagvinnukaupi. Svo fjarri er þó að verkamenn
geti lifað af dagvinnutekjunum einum saman, að margir fá aðeins
helming nauðsynlegra árstekna fyrir dagvinnutímann. Hitt er og
staðreynd sem allir viðiirkenna, að því fer mjög fjarri að kaup-
máttur tímakaupsins hafi hækkað i samræmi við síhækkandt
þjóðartekjur. Kaupmáttui tímakaupsins er mun lægri miðað við
þjóðartekjur en hann var i upphafi stjómartímabíls núverandi
rikisstjómar. Til þess að afla hóflegra neyzlutekna hefur verka-
fólk þvf enn neyðzt t!l að lengja vinnutíma sinn, þar sem ac-
vinna hefur verið fyrir hendi. '
Sjómannastéttin hefur búið við misjafna aðstöðu í launamál-
um undanfarin ár Þeir sjómenn, sem stundað hafa síldveiðar á
góðum aflaskipum hafa haft algjöra sérstöðu. Hins vegar hafa
sjómenn á smæ-ri fiskibátum og togurum búið við miklu lak-
ari kjör og þar <em fiskverð hefur eklri hækkað í samræmi við
annað verðlag, hafa kjör hlutasjómanna beinlínis rýmað. Það
er því mikil nauðsyn á því, að launakjör hlutasjómanna verði
bætt verulega frá þvi sem nú er.
Opinberir starfsmenn hafa að undanfömu fylgt kröfúm sínum
eftir 6 einbeittari og skipulegri hátt en fyrr og náðu veigamik'-
um árangrí með samningum sínum um takmarkaðan samningsrétt
við ríkisvaldið og þeim launabreytingum, sem fylgdu í kjölfarið.
Engu að síður er það sttiðreynd að mikiill meiri hluti opinberra
starfsmanna er í hliðstæðri aðstöðu og verkafólk og getur ekki
lifað af venjulegu dagvinnukaupi. Gerðardómsákvæðin valda þvi.
að opinberrr starfsmenn standa vamarlausari gegn kaupránsað-
gerðum stjómarvalda en nokkurt annað launafólk á íslandi.
Það er f senn mannréttindamál og félagsleg nauðsyn að opirtberir
starfsmenn fái fullan samningsrétt og verkfallsrétt og geti bar-
izt við hlið annnrs launafólks fyrir réttlátari þjóðfélagshátttrm á
fslandi.
Eitt brýnasta hagsmunamál aílra íslenzkra launastétta er nú
að knýja fram afnám á gildímdi lagaákvæðum um vísitölubind-
ingu á íbúðarlánum frá húsnœðismálastjórn.
Það er staðreynd, að ísland er nú í hópi þeirra ríkja heims
þár sem þjóðartekjur á mann eru hæstar. Það er verkefni hags-
munasamtnkanna að tryggja að sú staðreynd birtist f lífskjör-
um launafólks. Verkalýðshreyfihgm þarf að gera ðæ«-.n um af.
nám nætur- helgidaga- og eftirvrnmi f áföngum b að árs-
tekjur haldist eigi að síður óskertar og öflu Iaunafólki séu tryggð-
ar sómasamlegar tekjur fyrir dagvinnu eina saman. Tekjitr
þjóðarbúsins em nú svo miklar að því marki er hægt að ná á
tiltölulega skömmum tíma með réttlátri skiptingu þjóðaríekn-
anna og betra skipulagi atvinnulífsins. En eági að ná því marki
verður kjarabarátta um kaupgjaldssamninga að haldast í hend-
ur við stjómmálabaráthi. Það tvíþærtta eðli baráttunnar blasir
mjög greinilega við nú, þegar kaupgjaldssamningar flestra verka-
lýðsfélaga eru lausir og alþingiskosrrí "• framundan.
III
Barátta fyrir fullvelcíi fslendinga á Öllum sviðum er nú
mikilvægasti og örlagaríkasti þáttur stjómmáilaátakanna, sú bai-
átta serri sker úr um það hvort'landsmenn móta örlög sín sjálf-
ir eða renna inn f stserri heild og lúta lögmálum hennar.
öll saga hemámsins er sönnun þess að bandarísk stjómarvöád
lfta á ísland sem yfirráðasvæði sitt til frambúðar. Kröfur un
þrjár herstöðvar til 99 ára voru bomar fram þegar í stríðslok,
og síðan hefur markvisst verið unnið að framkvæmd þeimr;
Bandaríkin auka herstöðvar sínar hérlendis é sama tíma og
þær eru takmarkaðar víða f nágrannalöndum okkar. Jafnhliða
hernáminu hafa Bandaríkin stóraukið umsvif sín á flestum
sviðum þjóðlífsins; þau ráða yfir mjög vemlegu fjármagrý hér-
lendis og hagnýta það beint og óbeint í sfna þágu; hemáms-
liðið reynir að auka hverskyns félagsleg tengsl við landsmenn
í því skyni að gera hemámið isð varanlegu og eðlilegu ástandi;
hámarki hefur þessi 'ðja náð méð starfsemi dátasjónvarpsim.
Innlimun Islands í Atlanzhafsbandalagið 1949 hafði fyrst og fremst
þann tilgang að treysta yfirráð Bandaríkjamanna hérlendis; her-
námssamningamir eru yfirleitt gerðir beint við Bandaríkin og
geta haldíst þótt Atlanzhafsbandalagið sundrist 1969.
Jafnframt hernáminu hefur seinustu árin verið unnið skipu-
lega að því að grafa undan forræði Islendinga i efnahags- og
atvinnumálum. Með samningunum við svissneska alúmínhring-
inn var ísland opnað crlendu auðmagni, sem fær að hagnýta ís-
lenzkar auðlindir og vinnuafl og flytja arðinn úr landi, alúmfn-
brasðslan mun bera ægishjálm yfir öll fyrirtæki landsmanna og ná
efnahagslegum og pólitískum völdum f samræmi við það. Samn-
ingamir við bandaríska auðhringinn Johns Mansville um kísil-
gúrfnamkvæmdirnar við Mývatn eru hliðstætt fyrirbæri, og til-
lögur um innrás erlends auðmagns i íslenzkan fiskiðnað hafa
þegar komið fram. Stefna ríkisstjórnarinnar í vlðskiptamálum
hefur gefið erlendum iðnadi forréttindi til samkeppni,á ísíénzk-'
um markaði og grafið að sama skapi undan íslenzkum iðngrein-
um. Haldi slfk þróun áfram munu Islendingar glata fullveldi
sínu f atvinnumálum og hljóta sVipaða stöðu og hálfnýlenda, sem
leggur erlendum fyrirtækjum til hréefni, orku og mannafl og
markað fyrir innfluttan iðnvaming.
Flokksþingið íagnaf því, að andstaðan gegn þessari undan-
haldsstefnu hefur oroið æ víðtækari og fjölþættari á undan-
fömum árum og m.a. birzt í andstöðu menntamanná við nið-
urlægingu dátasjónvarpsins og við annarri ásælni á sviði
menningarmála og í andstöðu íslenzkra atvinnurekendá í sjávar-
útvegi og fiskiðnnði gegn innrás erlends auðmagns. Telur flokks-
þingið það eitt meginverkefni sósfalista að beita sér fyrir víð-
tækri og undirhyggjulausri samvinnu allra þessara afla, allra
þeirra sem efla vilja þjóðlegt forræði landsmanna jafnt í efna-
hagsmáhtm sem menningarmálum.
Flokksþinið leggur áhei-zlu á eftirtalin verkefni;
1Í kosningabaráttunni 'næsta sumar verði lögð á það megin-
áherzla að lslendingar taki ekki þátt í neinni endurskipu-
lagningu Atlanzhal'sbandalagsins heldur taki upp óháða og
sjálfStæða utanrfk sstefnu, en til þess að ná því marki þarf
Framhald á 9. síðu.