Þjóðviljinn - 23.11.1966, Page 4
4 SlÐA — PJÓÐVILJINN — Mi&vitoadagur 23. nóvember 1966.
iirinn
Ritstjórar: Ivar H, Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritetjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson.
Sími 17-600 (5 línur). Askriftasrverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
eöluverð kr. 7.00.
Skipulagsbreyting
rpáum mun dyljast að skipulag Alþýðusambands-
ins er orðinn óskapnaður sem hlýtur að tor-
torvelda eðlilega starfsemi samtakanna og draga
úr áhrifamæ'tti verkalýðshreyfingarinnar í þjóðfé-
laginu. Sízt skortir á að menn hafi séð þessa van-
kanta og viljað laga þá. En til allra breytinga á
lögum sambandsins þarf að tveir af hverjum þrem-
ur fulltrúum á sambandsþingi greiði þeim atkvæði.
Sá meirihluti hefur ekki fengizt til breytinga á
•lögum og skipulagi sambandsins undanfarið og
átundum komið opinskátt fram, að þar hefur ekki
fyrst og fremst verið að ræða um mat á lagabreýf-
ingunum eða nauðsyn þeirra, heldur hefur minni-
hluti þings viljað hafa málin að kaupeyri til að
tryggja sér sæti í stjórn Alþýðusambandsins. Þann-
ig hefur Alþýðusambandið setið uppi allt of lengi
með skipulag sem allir eru raunar orðnir sammála
um að sé óhæft. Enn er megingrundvöllur þess
bein aðild verkalýðsfélaga að sambandinu, svo sem
eðlilegt var á fyrstu áratugunum meðan félögin
voru fá og flest fámenn. En auk þess hafa nú hlot-
ið beina aðild að Alþýðusambandinu landssambönd
með þúsundir félagsmanna. Önnur landssambönd
sérgreina hafa risið upp síðustu árin, Verkamanna-
samband íslands, Málm- og skipasmiðasamband-
ið og Samband byggingamanna, sem ekki eru í
neinum skipulagstengslum við Alþýðusamband ís-
lands. Á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörð-
um starfa fjórðungssambönd Alþýðusambandsins
og fulltrúaráð víða í kaupstöðum. Verkaskipting er
að verða meira og minna óljós milli stofnana
verkalýðshreyfingarinnar. Þær eru flestar í svelti
vegna lítilla tekna og brýn þörf að f jármunir þeirra
og starfsfólk nýtist sem bezt, en miklar líkur eru
til að svo yrði með betra skipulagi og nákvæmari
verkaskiptingu.
TVju eru komnar fram á Alþýðusambandsþingi til-
' lögur um skipulagsmálin, sem miða að því að
leysa þennan vanda heildarskipulags verkalýðs-
hreyfingarinnar, og hafa til þess þau vinnubrögð
að aukaþing á næsta hausti gangi endanlega frá
þessum áfanga í skipulagsmálum verkalýðshreyf-
ingarinnar. í þeim tillögum er byggt á fyrri sam-
þykktum Alþýðusambandsþinga og þeirri þróun
sem orðin er, þannig að gert er ráð fyrir að Alþýðu-
sambandið verði samtök landssambanda, sér-
greinasambanda, og öllum verkalýðssamtökum
fengin staða og verkefni innan heildarsamtakanna.
Hér er ekki fyrirhuguð sú róttæka breyting á sjálf-
um grunneiningum verkalýðshreyfingarinnar,
verkalýðsfélögunum, sem nefndin frá 1956 hafði
lagt til og Alþýðusambandsþing raunar samþykkt
sem meginreglu, en ljóst er að flutningsmenn til-
lagnanna á þinginu nú telja ekki fært að fara
lengra í þessum áfanga. Enn er ekki vitað hvort
samstaða fæst á þinginu um tillögurnar sem nægi
til að koma þeim fram og atriði í þeim óráðin, en
hitt mUn flestra mál, að takist vel til um samþykkt
þeirra og framkvæmd. er íslenzk verkalýðshreyf-
ing ólíkt betur á vegi stödd í skipulagsmálum og
færari að gegna hlutverki sínu í nútímaþjóðfélagi.
— s.
Tekst samstaða á þingi A.S.I.
um nýju skipulagstillögurnar?
Útdráttur úr framsöguræðu Eðvarðs Sigurðssonar um skipulagsmálin
Málið sem mesta athygli
vekur á Alþýðusambands-
þingi eru nýjar tillögur um
skipulagsmál sem Iagðar
hafa verið fyrir þingið. I
framsöguræðu á mánudag-
inn gerði Eðvarð Sigurðs-
sin grein fyrir þessum til-
Iögum og fer hér á eftir
útdráttur blaðamanns úr
ræðu hans.
+ .
I framsöguræðu sinni minnt.i
Eðvarð á, að í meginatriðum
hefði skipulag Alþýðusam-
bandsins verið óbreytt frá
stofnun þess fyrir fimmtíu ár-
um, aðalreglan sú að einstök
félög væru beint aðilar að
sambandinu.
Árið 1940 hefði þó veriðgerð
sú meginbreyting á samband-
inú að það var slitið úrskipu-
lagstengsium við Alþýðuflokk-
inn er verið höfðu allt frá
1916, og frá þeim tíma hefði
Alþýðusamband íslands ein-
göngu verið samband verka-
lýðsfélaga.
Umræður um skipulagsmal
sambandsins hefðu þó haldiðá-
fram, mjög oft hefðu veriðsett-
ar milliþinganefndir til að
fjalla um þau og nærri hvert
þing rætt skipulagsmál. En
tll lagabreytingá í samband-<5^
inu þurfi tvo þriðju atkvæða
á sambandsþingi og muni nú
æði langt frá því að sá meiri
hluti hafí myndazt á þingum,
svo hægt hafi verið að koma
fram lagabreytingum sem varða
sjálft grundvallarskipulagið.
I umræðunum um skipulags-
mál má segja að þáttaskil hafi
orðið með nefnd áem skipuð
var 1956. Sú nefnd vann mikið
starf fram til þingsins 1958.
Var þá gefinn út bæklingurum
skipulagsmál verkalýðshreyí-
ingarinnar. Alþýðusambands-
þing 1958 samþykkti grundvall-
arstefnuyfirlýsingu í málinu f
samræmi Við tillögur nefndar-
innar, án þess að þá yrðu
miklar umrasður um málið.
Höfuðeinkenni þeirra tillagna
og stefnuyfirlýsingar, sem It-
rekuð var á Alþýðusambands-
þingi 1960 var að Alþýðu-
sambandið skyldi byggt upp af
starfsgreinasamböndurn. Jafn-
framt gerði nefndin frá 1956
víðtækar tillögur og róttækar
um skipuJagsmál sjálfra verka-
lýðsfélaganna. Þegar hugsað var
til framkvæmda voru það eink-
um þær tillögur sem vöktu
margvíslega mótspymu og komu
upp alls konar tilfjnningamál og
togstreita í því sambandi.
Hitt hefur yfirleitt ekki ver-
ið mikill ágreiningur um að
byggja beri Alþýðusambandið
upp af landssamböndum. Hins
vegar hefur skipulagsmálunum
á undanfömum þingum verið
blandað saman við átök um
forystu Alþýðusambandsins og
samkomulag ekki náðst um
málið.
+
Til þess að koma málinu ó
rekspöl lagði form. ASl, Hanni-
’bal Valdimarsson í september
í haust fitam í miðstjóm sam- i
bandsins frumvarp að lögumog
skipulagi Alþýðusambandsins.
Það yrði samband byggt á
land3samböndum, verkalýðsfé-
lögin kysu fulltrúa á þingland-
satnbandanna en þau aftur á
þing Alþýðusambandsins.
Miðstjóm skipaði fimm manna
nefnd til að fjalla um málið,
þrjá úr sínum hópi, Eðvarð
Sigurðsson, Jón Snorra Þor-
leifsson og Svein Gamalíelsson,
og óskaði svo eftir því að Ósk-
ar Hallgrímsson og Pétur Sig-
urðsson tækju sæti í nefndinni.
Var það gert vegna þess- að
miðstjómin vildi láta reyna á
það fyrir sambandsþing hvort
líkur væru til þess að sam-
staða gæti fengizt um skipu-
lagsmálin á þessu þingi.
Umræður í þessari nefnd voru
allar málefnalegar og að ýmsu
leyti til fyrirmyndar. Við
reyndum að komast til botns i
málinu og kanna hvort hægt
væri að leggja tillögur fyrir
þetta þing, og kom fram vilji
allra nefndarmanna til að leysa
málið.
Nefndin var sammála um, að
nú væri að ýmsu leyti betri
grundvöllur en áður til að leysa
málið. Margskonar ótti ogfor-
dómar við breytt skipulaghafa
þokað að verulegu leyti. A
síðustu árum hafa orðið tii
landssambönd, sérgreinasam-
bönd, Verkamannasamband Is-
lands, Málm- og skipasmiða-
sambandið og Samband bygg-
ingamanna, auk þeirra sem
fyrir voru. Svo er komið að i
slikum landssamböndum eru nú
um 22 þúsund félagsmenn inn-
an Alþýðusambandsins eða um
tveir þriðju allra félagsman ia
sambandsins. Aðrir hóparhugsa
sér einnig til hreyfings, bóka-
gerðarmenn og fleiri. Þessi
þróun er orðin staðreynd sem
blasir við.
Þá er hitt líka augljóst að
sum landssamböndin, Lands-
samband ísl. verzlunarmanna,
Landssamband vörubifreiðar-
stjóra, Sjómannasamband. Is-
lands, eru aðilar að Albýðu-
sambandinu og kjósa beint á
þing þess. Nýju landssamböndin
eru hinsvegar ekki í neinuvn
skipulagstengslum við Alþýðu-
sambandið. Augljóst er að öil
þessi landssambönd ættu að
hafa eina og sömu réttarstöðu í
heildarsamtökunum.
Þá hafa þær breytingar orðið
á nokkrum stöðum að almennu
verkamannafélögin og verka-
kvennafélögin hafa sameinazt.
Og þar sem sameining þeirra
félaga hefur ekki farið fram
hefur tekizt miklu nánara og
betra samstarf með þeim en
áður var. Þannig hefur þok-
azt til aukins samstarfs á mörg-
um sviðum og í étt ti! nýs
skipulags.
I skipulagsnefndinni sem
miðstjómin skipaði komu fram
ýmsar hugmyndir um einstaka
þætti skipulagsmálanna. Að
þeim tillögum sem fram eru
bomar hér á þinginu standa
fjórir nefndarmanna. Sveinn
Gamalíelsson hefur í nefnd-
inni.og í miðstjóm gerzttals-_
maður annars skipulags í megr
indráttum, hugsar sér byggingu
Alþýðusambandsins á allt öðr-
um grundvelli, að það verði
byggt upp af_ héraðasambönd-
um. Við fjórir byggjui^i hins
vegar á samþykktum fyrri AI-
þýðusambandsþinga, þar sem
haldið er starfsgreinagrundvell-
inum.
★
Þjóðfélagið íslenzka hefur
gerbreytzt á undanförnum ára-
tugum, og það mætti kallast
kraftaverk ef hið gamla skipu-
lag Alþýðusambandsins þyrfti
ekki breytinga við. Við höfurn
dregizt afturúr atvinnuþróun-
inni, þróuninni í tækni og
samgöngumálum síðustu ára-
tuga. Þetta er ein meginástæðan
til þess að fólk einstakra starfs-
greina hefur talið þörf að skapa
sér annan vettvang en Alþýðu-
sambandsþing til að koma sam-
an og ræða hagsmunamál sín,
enda er nú verkaskipting í
þjóðfélaginu orðin miklu meiri
en áður.
I tilíögunum sem lagðar erj
fyrir þingið er því slegið föstu
að Alþýðusambandið skuli byggt
upp af landssamböndum. Þar
er að sjálfsögðu átt við sam-
böndin sem fyrir eni og gert
ráð fyrir að ný verði stofnuð,
t.d. bókagetðarfélögin og ef til
vill Iðjufélögin myndi sín sam-
bönd. Niðurröðun félaga í
sambönd yrði að sjálfsögðu háð
vilja félaganna sjálfra, þó gert
sé ráð fyrir að öll sjómanna-
félög gangi í Sjómannasam-
bandið, verkamannafélög í
Verkamannasambandið, geta ris-
ið vandamál hjá litlum félög-
um sem eru bæði fyrir verka-
menn og sjómenn. Engar tillög-
ur verða gerðar um að tæta fé-
lög i sundur, heldur verður að
finna eitthvert form fyrirsam-
band slíkra félaga við lands-
samböndin, ef til vill gæti
deildaskipting eins og höfð er
t.d. á Akranesi verið leiðin.
Samt er gert ráð fyrir í tillög-
um nefndarinnar að einstök fé-
lög geti áfram verið beinir að-
ilar að Alþýðusamb'andinu ef
svo stendur á að þau geti ekki
verið í landssambandi.
Framhald á 7. síðu.
EINKAUMBOÐSALI FYRIR LEVIS STRAUSS &CO.
_____________VDMNOIFAirAGŒlRÐ SSDLAMÍDS %
HVER VAR AÐ TALA UM lEHI'S STA PREST HEFUR
VARANLEG BUXMABROT? VARANLEG BUXNABROT
SPYRJIÐ EFTIR lEI/l'S'STfl-PREST'BUXUM.
FYRIRLIGGANDI í ÖLLUM STÆRÐUM OG FJÖLBREYTTU LITAVALI,
LEVIS STRAUSS. UPPHAFSMENN NÝTÍZKU VINNUFATNAÐAR,