Þjóðviljinn - 01.12.1966, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 01.12.1966, Qupperneq 1
Fimmtudagur 1. desember 1966 — 31. árgangur — 275. tölublað. Borgarstjornarfundur: Fjárhagsáætlun Reykjavík- ur til fyrri umræSu í dag t t I I t t I t t t I | l Þannig er frelsisstefna ríkisstjórnarinnar í framkvæmd: Mikil hækkun áíagningar frá 1960 Hvernig hafa kaupmenn notað „frelsið“ til álagningar sem hefur verið stefna og trúaratriði núverandi ríkis- stjórnar, og boðað sem fagnaðarerindi í Morgunblaðinu? Fram komu á Alþingi í fyrradag nokkur dæmi um það hvernig kaupmenn skammta sér sjálfir álagningu vara. og raunar líka að stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið framkvæmd í verðlagsráði, þar sem þess hefur verið gætt að Alþýðubandalagið ætti engan fulltrúa. Vörur uiidir verðlagseftirliti í umræðunum um verðlagsmál.á Alþingi í fyrradag sagði Lúðvík Jósepsson að ríkisstjórninni væri fullkunnugt um að farið hefði fram allýtarleg rannsókn um breytingar á verðlagi undanfarandi ára sem sýndu hvemig verðhækk- anirnar hefðu gerzt. Tók hann nokkur dæmi um álagningar- hækkanir frá 1960. sem ýmist hefðu verið leyfðar af verð- lagsnefnd eða framkvæmdar af kaupmönnum á vörum sem ékki eru undir verðlagseftirliti. í HEILDSÖLU Prjónagarn, vefnaðarvara, metravara alls konar, fatn- aður, leðurvörur og samsvarandi vörur. Álagning 1960 9%, álagning nú 15%. Rafmagnsrör, rafmagnsvírar o.fl. þess háttar vörur. Álagning 1960 9,5% — nú 16%. Rúðugler, álagning 1960 15%, — nú 19%. Smíðajárn og smíðastál í stöngum og plötum, álagn- ing 1960 9%, — nú 1S%. í SMÁSÖLtJ Gúmmístígvél, álagning 196» 15%, — nú 22%. Allur annar skófatnaður, álagning 1960 20%, — nú27%. Búsáhöld. borðbúnaður. eldhúsáhöld. handverkfæri. járnvörur ýmis konar, álagning 1960 27%, — nú 35%. Prjónavörur, vefnaðarvörur, metravara, álagning 1960 25%, — nú 40%. 4 Vörur með ,,frjálsri“ álagningn Þetta eru ekki einstök dæmi, hækkun álagningarinnar er yfirleitt mikil, bæði í heildsölu og smásölu. En hækkanirn- ar verða þó enn meiri þegar kemur að vörunum sem gefn- ar hafa verið alveg frjálsar. Nokkur dæmi: í HEILDSÖLU Niðursoðnir ávextir, þurrkaðir ávextir, kex o.fl. Álagn- ing 1960 7,5%, nú í framkvaemd 18,3%. Hreinlætisvörur og snyrtivörur. álagning 1960 9,5%, nú orðin 23,3%. Ytri fatnaður kvenna. Álagning 1960 9,5%, en er nú 14,2%. Ytri fatnaður karla, unglinga og bama, álagning 1960 8,5%, er nú 15,7%. Sokkar og leistar o.fl. þess háttar, álagning 1960 8%, er'hú 19,2%. Ýmis konar fatnaður kvenna, álagning 1960 9%, er nú 22,3%. í SMÁSÖLU Ytri fatnaður kvenna, álagning 1960 27%, er nú 41,4%. Ýmis konar annar fatnaður kvenna, álagning 1960 25%, er nú. 39,2%. Sokkar og leistar, álagning 1969 24%, er nú 42,1%. Vinnufatnaður og úlpur, álagning 1960 20%, er nú 32,9%. Þannig skammta kaupmenn sér sjálfir í „frjálsræðinu"! I ■ Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1967 verð- ur til fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag, en síðari umræða og endanleg afgreiðsla verður væntanlega að hálfum mánuði liðnum. ! En það eru fleiri mál á dag- skrá borgarstjórnarfundarins í dag en fjárhagsáætlunin, fund- argerðir nefnda og ráða, fyrir- spurnir og tillögur. Má því gera ráð fyrir að teygist mjög úr fundinum og hann standi jafnvel fram á nótt. Meðal tillagnanna sem fyrir fundinum liggja eru fjórar til- lögur borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins um ýmis mál. Þetta eru tillögumar: + um að hraðað verði fram- kvæmdum við byggingu Borg- arsjúkrahússins nýja í Foss- vogi. •4r um byggingu dagheimilis fyrir Árbæjarhverfi og tveggja f jöiskylduheimila,. um byggingu skóla fyrir hiA nýja Breiðholtshverfi, og •4r um afgjaid nokkurra borgar- fyrirtækja, þ.e. að hætt skuli skattlagningu Rafmagnsveitu, Hitaveitu og Vatnsveitu og jafnframt sé athugaðir mögu- leikar á Iækkun á gjaldskrám a.m.k. tveggja fyrrnefndu fyr- irtækjanna. Nýja stú- dentablaðið Nýja stúdentablaðið kemur öt í dag, en útgefandi þess er Fé- lág róttækra stúdenta. Blaðið hefst með inngangi frá ritnefnd- inni, þar sem fjallað er um kosningar í Háskólanum. Thor Vilhjálmsson á grein, sem hann nefnir „Andlegt frelsi og Há- skóli íslands". Svavar Gestsson stud. jur. skrifar greinina „Er öflun þekkingar forréttindi á Is- landi?“ Þá er Halldórs þáttur. Halldórssonar, þar sem rakinner ferill þess manns í sambandi við heimsókn Söru Lidman hingaðtil lands og fræg er orðin. Sagt er frá vetrarstarfi Félags rót- tækra stúdenta og lög þess birt, en á baksíðu er þáttur, sem kallaður er „Vestantórur“. Kvæði eru eftir Friðrik Guðna og Bar- áttufúsa: Tileinkun og Helvítis auðvaldið. Samkomulag náiist / sjónvargtsdeilunni I gær náðist samkomulag i deilu 8 tæknimanna sjónvarps- ins við ríkissjóð. Eftirfarandi frétt frá uræddum tækni mönnum barst blaðinu i gær- íslendingar koma ekki fram sem fullvalda þjód nema breyta framkvæmd utanríkismála Guðmundur í. Guðmundsson lýstur ósannindamaður ■ Fyrrverandi utanríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, var lýstur ósannindamaður á fundi Alþingis í gær, og haft við orð að krefjast þess að Alþingi skipi rannsöknamefnd til að rannsaka móðgandi ummæli sem núverandi u’tanríkisráðherra hafði eftir Guðmundi um þingmenn þá, sem setið hafa í utanríkismálanefnd þingsins á undanfömum ámm. ■ Ólafur Jóhannesson, Einar Olgeirsson og Þórarinn Þórarinsson kröfðust þess eindregið á fundi sameinaðs þings í gær að breytingar yrðu á fram- kvæmd utanríkismála, og utanríkismálanefnd þingsins höfð þar með í ráð- um og ákvörðunum. ..Samkomulag hefur náðst um launakjör 8 taeknimanna sjón- varpsins. Er samkomulagið gert á grundvelli þeirra tillagna, sem launamálanefnd ríkisins gerði. A hinn bóginn hefur fjármála- ráðuneytið með bréfi dags. 30. nóvember heitið að beita sér fyrir því að launamál umræddra tæknimanna verði tekin tilraeki- legrar athugunar við undirbún- ing næstu kjarasamninga við ríkisstarfsmenn.“ Hér mun vera um nókkrar hækkanir að ræða, en þó ekki eins og tæknimennimir fóm fram á. Kemur þvi ekki til stöðv- ur.ar sjónvarpsins að sinni. Hans G, Andersen lelti * i Á fundi sameinaðs þings f gaer var mest rætt um þingsá- lyktunartillögu Framsóknarþing- manna um rétt Islendinga til landgrunnsins, og var það fram- hald fyrri umræðu. Utanríkis- málaráðherra Emil Jónsson lagð- ist gegn tillögunni sem fjallar um að Alþingi kjósi sjö manna nefnd til að vinna ásamt ríkis- stjórninni að því að afla viður- kenningar á rétti íslands til landgrunnsins. Ráðherrann skýrði hinsvegar frá að ríkisstjómin hefði ráðið Hans G. Andersen ambassador í Osló til að rann- saka málið, „biologiskt, efna- hagslega og lagalega“. Það var við umræður um þetia mál, sem spunnust nokkrar al- mennar umræður um meðferð utanríkismála, sem vikið er að í annarri frétt. — Umræðunni var 1 frestað. 1 , umræðum um þingsálykt- wnartilíögur um landgrunnsmál átaldi Ólafur Jóhannesson að ekki skyldi að jafnaði lögð fyrir utanríkismálanefnd þings- ins mál er varða stefnu ríkis- stjómarinnar í þeim málum og þar á meðal afstaða Islands á þingi Sameinuðu þjóðanna. í svari játaði Emil Jónsson utanríkisráðherra að þetta væri rétt og þyrfti að breytast og vildi hann fyrir sitt leyti að þvi vinna. En ástæðan væri sú að fyrrverandi utanríkisráð- herra hefði talið sig verða svo fyrir barðinu á utanríkismála- nefnd að hann gæti ekki hafí við hana eðlileg samskipti og hefðu nefndarmenn rofið trúnað HandrítasjóBurínn var afhentur 7 gær Ilandritasjóðurinn sem ýmis félagasamtök höfðu f^rgöngu um að safnað var fyrir li árum, var af- hentur menntamálaráðherra í gær við athöfn í Ráðherrabústaðnum- Það var Páll Ásgeir Tryggva- son sem afhenti gjafabréfið fyrir hönd framkvæmdanefndar söfnunarinnar. Viðstaddur var m. a. for- seti Islands hr- Ásgeir Ásgeirsson, sem sést hér á myndinni ásamt Páli Ásgeiri Tryggvasyni (til Framhald á 2. síðu. i'instri) og Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra. — (Ljósm- Þjóðv- A- K.l. — S»iá frétt á m síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.