Þjóðviljinn - 08.12.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.12.1966, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. desember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g Tveir Japanir kenna hér nýja íþrótt KARATE -£■ Forráðamenn hins unga i- þróttafélags Judokan boðuðu blaðamenn á þriðjudaginn á tund sinn upp á efstu hæð í húsi Jupiter & Marz til þess að horfa á tvo menn frá Jap- an sýna hér áður óþekkta í- þrótt, sem nefnd er Karate. Sigurður Jóliannsson gerði grein fyrir mönnum þessum og skýrði nokkuð þessa nýju íþrótt. Sagði Sigurður að þetta væru stúdentar frá háskóla í Japan sem hingað hefðu komið á eig- in spýtur og öllum að óvör- um, en haft fljótlega samband við sig og félag sitt Judokan. Félagið var stofnað í fyrra og auk Judo hefur félagið ástefnu- skrá sinni borðtennis; starfa þar hópar (,,klúbbar“) að þeim málum. Við fengum á leigu húsnæði á efstu hæð húss Júp- íters & Marz á Kirkjusandi, sagði Sigurður, (jg eru þar 2 salir sem við höfum til af- nota, annar 8x30 m og hinn 8x16 m. Þrátt. fyrir þetta vant- ar okkur husnæði, þvi að um Glímumennirnir lcita bragða. þangað að 'lokinni dvölinnihér. Ákveðið hefur verið að efna til námskeiðs hér, þar sem menn þessir verða kennararog komi í ijós að áhugi verði mikill er ekki ólíklegt að menn þessir ílendist hér eitt- hvað og leiðbeini næstu mán- uðina. Aðspurður sagði Sigurður að hann vildi ekkert segja um þær vinsældir sem 'þessarar íþrótt- ar biði hér, en hann teldi að hér væri um mjög góða leik- fimi að ræða ef svo mætti segja, hreyfingar sem væru þroskandi og gæíu þrek og þjálfun. Gömul íþrótt Þetta cr mjög gömul íþrótt, heldu'r Sigurður áfram, og áð- ur var hún harðari, þar sem högg voru mcira leyfð, hvar scm var á skrokkinn, og þá höfuðið einnig. Síðar hafa orð- ið miklar breytingar á íþrótt- inni, þannig aö eklci er lcngur hcimilt aö slá í höfuðið, það. cr einskonar „vítabylta" eðn tap. Þessi íþrótt krcfst mikils aga. að mcnn séu með hugann buncl- .inn við það sem beir eru nð gera. Hún krefst því éinbeit- ingar við verkið, og það verð- 't að æfa af svo miklum móð g krafti að það framkalli viss iljóð, sem 'á-að einbeita ork- unni til sóknar.og varriar. Þetta á að vera um leið fullkomin innlifun í leikinn og athöfn- ina. Slík innlifun cr í rauninni skilyrði, annað er eiginlega hættulegt. Ef menn vilja ekki leggja betta á sig, og sýna kæruleysi á æfingum og í leik og vilja ekki taka þætta alvar- lega, er sjálfsagt, að draga sig í hlé! Þessi alvara er stöðugt innprentuö öllum iðkendum. Að ná fuUkomnun í þessari í- þrótt tekur langan tíma, sem stafar af því að æfingamar eru svo samscttar, og það tek- ur langan tíma að fella þær saman. Einmitt fyrir þetta að æfingarnar eru erfiðar ogsam- settar og að það kostar mikla fyrirhöfn að ná árgangri, telj- um við hana meira virði. Grunn- tónninn e-r hfl ná valdi yfir huga og hönd. Orðið Karate þýðir: töm hiind eða vopnlaus hönd. Sýningin Þeir félagar byrjuðu á þvi að sýna, cins og það var orðað, fyrstu skrefin í Karate, og hreyfingar, sem minntu svolít- ið á „skugga-hnefaleika", en hér er þó sá munur oð ekki má slá í höfuð mótherja, þótt ógna megi með hnefa og nálg- ast höfuð, og fá menn stig fyrir það. Hinsvegar má slá á skrokk, bregðá þannig að mað- ur falli á gólf, og er það mik- ils vert í keppni. Þá sýndu þeir hvernig <- þrótt þessi er aðferð til sjálfs- Framhald á 9. siðu. 90 manns æfa að staðaldri judo, og fullskipað er í borð- tennishópinn, sagði Sigurður ennfremur, og hann hélt áfram: — Vtð höfum áhuga á þess- ari íþrótt — .Karate — og þegar þessir menn komu svona uppí hendurnar á okkur fannst ,okkur sjálfsagt að áthuga það nánar. Þessir Japanir, sem heita Akimasa Shimonshi og Toshi- oki Tami, hafa verið á Norður- löndum undanfarið og kennt þar og sýnt bæði í Finnlandi, Noregi og Sviþjóði Danir hafa fengið sérstakan kennara í þessari íþrótt, og sáu þeir Annar Japananna íær bylmingshögg fyrir bringspalirnar, án kennslu þar. Þeir voru i Paris þess það bafi sýnilcg ábrif á hann. — (Ljósm. Þjóðv. A. K). og sýndu þar, en Frakkareru einna sterkastir í þessari íþrótt í Evrópu. Englendingar hafa og tekið hana up.p á arma sína. Efnt hefur verið til Evrópu- keppni- í íþróttinni og voru Frakkar þar beztir. 1 Banda- ríkjunum hefur íþrótt þessi hlotið miklar vinsældir, og munu þessir -Tapanir fara HEIMSKRINGLA I Ási í Bæ er þjóðkunnur skemmiunarmaður. Hann er söngvaskáld og vísnasöngvari, rithöfundur, og fyrrverandi útgerðarmaður. Þeir sem þekkja hann vita að honum er sú list lagín að scí<* skemmfi- lega frá. í bókinni SÁ IiLÆR BEZT . . . rekur Ási þann þátt ævi sinnar sem fjallar um útgerð og sjósókn, segir frá því þegar hann gerðist útgerðarmaður, lýsir vel- gengnisárum og metafla, en einnig örðugleikum — og endalokum útgerðar sinnar. Frásögnin er full af lífi og fjöri og er bókin hinn tkemmtilegasti flestur. Verð ib. kr. 330,00 + söluskatlur. H Lnftleiðir h.f. ætla frá og með vori kom- anda að ráða allmargar nýjar flugfreyjur til starfa. I sambandi við væntanlegar um- v sóknir skal eftirfarandi tekið fram: Flugfreyjur \ ■ Umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára — eða verði fattugu ára fyrir 1. júní n.k. — Umsaekjendur hafi góða aimenna mennfan, gott vald á ensku og ein- hverju Norðurlandamálanna — og helrt að auki á þýzku og/eösi frönsku. ■ Umsækjendur séu 162—172 cm á hæð og svari líkams- þyngd til hæðar. ■ Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja kvöldnám- skeið í febrúar n.k. (3—4 vikur) og ganga undir hæfn- ispróf að því loknu. ■ Á umsóknareyðublöðum sé þess greinilega getið, hvort viðkómandi sæki eftir sumarstarfl einvörðungu (þ.e. 1. maí—1. nóvember 1967) eða sæki um starfið til lengri Jíma. ■ Allír umsækjendur þurfa að geta hafið störf á tíma- bilinu 1,—31. maí 1967. ■ Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum félagsins, Lækj- argöfa 2 og KeykjavfkurflugvelU, svo og hjá umbóðs- mönnum félagsins út um land og skulu umsóknir hafa borizt ráðningardeild félagsins, Reykjavfkurflugveili, fyrir 20. desember n.k. loFTLEIDIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.