Þjóðviljinn - 08.12.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.12.1966, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 8. desember 1966 — 31. árgangur — 281. tölublað Saigonhemenn ræna og rupla í sveitaþorpum sem á ui„friSa' Bandarískum fréttamönnum blöskra aðfarir þeirra; — Þannig er fólk laðað til fylgis við lýðræðið I ALGER NEITUN! ! ■ Eins og sagt var frá í fréttum í síðustu viku var blaðamanni Þjóðviljans, Vilborgu Harðardótt- ur, neitað um vegabréfsárituri til Bandaríkjanna til að taka þátt í ferð sem Loftleiðir buðu frétta- mönnum blaða og útvarps til, til að kynnast starfsemi félagsins í New York. Neitun bandaríska sendiráðsins um vegabréfsáritun byggðist á því að Vilborg er félagi í Sósíalistafélagi Reykjavíkur, en henni var jafnframt bent á að hún gæti sótt um undanþágu til árit- unar, en slíka undanþágu yrði að sækja um til Washington og var það gert símleiðis. ■ Loftleiðir framlengdu þá boð- ið til Þjóðviljans og tilkynntu að Vilborg gæti farið vestur, hvenær sem hún fengi áritunina, jafnvel þótt það yrði ekki fyrr en eftiy að hinir blaðamennirnir kæmu heim. ■ í gær barst loks svar við um- sókninni og reyndist NEIKVÆTT. Ástæðu gat varakonsúll sendi- ráðsins enga aðra gefið en þá sömu, neitun sendiráðsins um á- ritun hefðj aðeins verið staðfest, sagði hann, og engin undanþága veitt. ■ Hinir blaðamennimir sem þátt tóku í ferðinni, komu heim í gær- morgun. LONDON — Bandarískum stríðsfréttariturum ofbýður hvernig hersveitir Saigon- stjórnarinnar láta greipar sópa um þorpin í sveitum síns eigin lands og telja framferði þeirra ekki aðeins siðlaust, heldur einnig hættu- legt frá póHtísku sjónarmiði, segir fréttaritari brezka blaðsiris „The Guardian“ í Washington, Richard Scott. Hann segir að ætlunin sé að á naestu mánuðum taki Saigon- herinn við því sem kallast „frið- un“ sveitanna í Suður-Vietnam af bandarisku hersveitunum, sem í staðinn eiga að einbeita sér að hernaðaraðgerðum. Megintilgangurinn með „frið- uninni" sé að vinna traust og stuðning bænda. Það geti varla verið rétta leiðin til þessa að ræna frá þeim húsdýrum þeirra og amboðum. En fréttaritarar bandarískra blaða lýsi því hvern- ig Saigonhermennimir láti greip- ar sópa um allt þegar þeir koma til að gegna „friðarstarfi" sínu í sveitaþorþunu m. I bandarískum blöðum, m.a. „New York Times“, var á fimmtudaginn var lýst einum slikum leiðangri. Skömmu fyrir hádegi höfðu brynvarðir bílar komið með 120 hermenn til þorpsins Vaníao. Á leiðinni hafði ekki orðið vart við „Vietcong“- sveitir og engin ástæða var lil að ætla að slíkar sveitir hefðu hafzt við í þorpinu. Hins vegar var það að heita mátti mannlaust. Saigonhermennirnir reyndu alls ekki að komast að því hvernig á því stóð að þorpsbúar höfðu flúið að heiman, hvort það var vegna þess að þeir hefðu orðið skelf- ingu lostnir þegar þeir sáu her- bílana nálgast eða vegna þess að þeir hefðu í rauninni verið vin- veittir skæruliðum. Saigohhermennirnir gengu hús úr húsi og höfðu' á brott með sér allt matarkyns sem þeir fundu. Þeir köstuðu handsprengjum í fiskatjörn þorpsins svo að fisk- amir flutu upp. Þeir fylltu hjálma sína af eggjum, stálu tylft kjúklinga, mörgum öndum, um 50 kílóum af hrisgrjónum, 5 pokum af fiski, bananaklösum, einnig innanstokksmunum, tóku Framhald á 3. síðu. Jólatré fró Hamboraarhöfn Erýn fíörf breytinga á meðferð ís- lenzkra dómsmála og dómaskipan KENNA KARATE Nöer allur fundur Sameinaðs þings í gær fór í Umræður um dómsmál og dómaskipun, og kom fram hjá öllum sem töluðu, dómsmálaráðherra Jó- hanni Hafstein, Ólafi Jóhannessýni1 lagaprpfessoi', Bjarna Benediktssyni 'forsætisráðherra og ^Birni Fr. Björnssyni sýslumanni að meðferð dómsmála og dómaskipan hér á landi væri í mörgu ábótavant. Æskilegt væri að dómarar þyrftu ekki að sinna öðr- um störfum, og það yrði að teljast skortur á rétt- aröryggi að sami maður hefði rannsókn máls með höndum og kvæði upp í því. Leggja yrði áherzlu á ráðstafanir til að flýta meðferð dóms- mála. Dómsmálaráðherrá Jóhann hefur lagt fyrir Al- þingi umfangsmikla skýrslu um athugun á meðferð dómsmála og dómaskipun árin 1961-65, ogflutti hann alllanga ræðu um skýrsluna á þingfundinum í gær, en um- Tveir ungir Japanar eru nýkomnir hingað til lands og munu á næstunni halda námskeið þar sem kennd vcrða undirstöðuatriði í japanskri íþrótt sem ncfnist ,.karate“. — Frímann segir nánar frá þessu á íþróttasíðu, en myndin var tekin af þeim japönsku félög- um, er þeir sýndu blaðamönnum íþróttina í fyrrakvöld- Ljósm. A.K. ræðurnar sem fyrr getur voru um þá skýrslu og einnig þingsálykt- unartillögu Björns Fr. Björnsson- ar og fleiri Framsóknarþing- manna um athugun á breyttri héraðsdómaskipun. Skýrði dómsmálaráðherra svo frá að hann hefðj skipað nefnd til að fjalla um þessi mál í fram- haldi af skýrslunni. 1 inngangi hennar er skýrslunni og nef ndar- skipuninni lýst á hessa leið: Skýrslusöfnun „Undanfarin ár hefur verið unnið að því í dómsmálaráðu- Framhald á 6. síðu. Skipstjóra- og stýrimannafélagið í Hamborg hefur sent Reykja- víkurhöfn jólatré að gjöf og var kveikt á þvl við Hafnarbúðir klukkan 5 í gærdag. Þetta er í annað skipti scm slík gjöf berst hingað frá Hamborg. Viðstaddir athöfnina við Hafnarbúðir i gær voru m. a- hafnarstjórarnir í Hamborg og Reykjavik; ambassador Þjóðverja hér á Iandi og borgarstjórinn í Reykjavík. (Ljósm. A-K.). Eiturhernaðurinu i Suður-Vietnam MOSKVU 7/12 — Fulltrúi Þjóð- frelsisfylkingarinnar í Suður-Vi- etnam skýrði fréttamönnum frá því í Moskvu í dag að 140.000 manna hefðu fengið að kenna á eiturgasi og öðrum kemiskum vopnum sem Bandaríkjamenn beita í Suður-Vietnam og tjón hefði orðið á 700.000 hekturum af ræktuðu landi af völdum eitur- efnanna. Líkur til að ísinn muni verða landfastur við Vestfirðina • Margar tilkynningar um haf- ís út af Vestfjörðum hafa borizt síðan í fyrrinótt. Eftir öllum sól- armerkjum að dæma er ísinn á leið að landinu og hefur verið tilkynnt um spangir allt sunnan frá Kóp, sem er sunnan við Arnarfjörð og allt norður að Kögri. • I allan gærdag var blindbyl- ur á þessum slóðum og ekki hægt að huga nánar að ísnum, ei, flogið verður könnunarflug strax og gefur- Eftir tilkynning- unum að dæma hefur ísinn færzt helmingi nær landinu en í fyrra- dag. þegar hann var um og yfir 20 mílur undan • í gær var spáð vestlægri átt á þessúm slóðum og ætti það enn að auka líkumar fyrir að ísinn verði landfastur- 1 hánorð- urátt mun hann þó heldur hald- ast frá landinu vestanmegin, en reka upp að austan við Hom. • Hér fara á eftir þær tilkynn- ingar sem borizt höfðu frá því á miðnætti í fyrririótt og þangað til á hádegi í gær. • Á miðnætti tilkynnti mótor- bátur að hann sæi ís í ratsjá 13 mílur NNV frá Rit norðan við Djúp. • Klukkan þrjú í fyrrinótt til- kynnti mótorbátur að hann sæi ís í ratsjá 12 mílur VNV frá Kóp sunnanvið mynni Arnarfjarðar. Isirin virtist nokkuð þéttur og lá jaðarinn frá SV —NA. | • Klukkan níu í gærmorgun ; tilkynnti varðskip að ísspangir sæjust í ratsjá 10 mílur norður I frá Kögri, 7 mflur í N frá j Straumnesi ,og 10 í vestur frá j Rit • Klukkan 12.50 í gærdag til- kynnti svo varðskip um stóra ís- spöng níu mílur vestur af Barða sunnan önundarfjarðar- • Fleiri tilkynningar höfðu eklri borizt síðdegis í gær • Spáð var NV átt og kólnandi um allt land. Munib Happdrætti Þjóöviijans 1960

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.