Þjóðviljinn - 08.12.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1966, Blaðsíða 12
Sjúkrasamlögin greiði tannlækninga- kostnaðinn að jiremur fjóriu hlutum Andóf Tryggingarstofnunar ríkisins hæfir aðeins þreyttum mönnum og stirðnuðu fyrirtæki en ekki velferðarstofnun Fimmtudagur 8. desember 1966 — 31. árgangur 281. tölublað. Alfreð Gíslason læknir flytur á ný á Alþingi frumvarp sitt um að sjúkrasamlögin greiði þrjá fjórðu hluta kostnaðar við tannlækningar, þegar þær teljast bein heilsufarsleg nauðsyn. Færir flutn- ingsmaður sterk rök fyrir máli sínu í greinargerð og átelur afstöðu Tryggingarstofnunar ríkisins, sem mun hafa valdið míklu um það að frumvarpið var fellt á þinginu í fyrra; telur Alfreð að uppgjaf- artóninn í umsögn Tryggingastofnunarinnar hæfi aðeins „þreyttum mönnum og stirðnuðu fyrirtæki en ekki lífrænni velferðarstofnun“. I greinargerð segir: ' Frumvarp, sgmhljóða þessu, var flutt á síðasta þingi, en náði ekki fram að ganga. Því fylgdi svo hljóðandi greinargerð: „í lagafrumvarpi þessu er gert ráð fyrir að tannlæknahjálp skuli vera méðal þeirra réttinda, sem sjúkrasamlagsmenn njóta. Á- kvaeði um þetta hefur áður verið lögfest hér, en .kom aldrei til framkvæmda. í lögum um al- mannatryggingar 1946 segir svo í 79. gr.: „Hlutverk lækninga- stöðva er að veita, hver í sínu umdæmi, almenna og sérfræði- lega læknishjálp sjúklingúm ut- an sjúkrahúsa, þar með taldar tannlækningar, svo og nuddláekn- ingar og fæðingarhjálp". Síðar í sömu lögum (85. gr.) er ákveðið að Tryggingastofnuninni sé heim- ilt að greiða kostnað við tann- lækningar eingöngu vegna þeirra, sem eru innan 18 ára aldurs, og að þessi lækriishjálp skuli ekki veitt umfram beina heilsúfarslega nauðsyn. Það var sem sagt horfið frá framkvæmd þessa lagaákvæðis, og í gildandi lögum um almanna- tryggingar finnst einungis mark- lítil heimild, sem er orðuð svoí „í samþykktum samlaga er heim- ilt að ákveða víðtækari hjálp vegna veikinda, svo og greiðslu fyrir tannlækningar“. Þessa heimild hafa sjúkrasamlög ekki notfært sér og litlar horfur á, að þau muni gera það. Löggjöf um sjúkratryggingar er áfátt að verulegu leytí, éf í F Lars úustafsson gestur fsl. sænska fél. á „LucíuhátiB' Næstkomandi þriðjudag, Luciu- daginn 13. des-, minnist Isl.- sænska félagið tíu ára áfmælis síns. Félagið var að vísu stofn- að 22. október 1956 en ákveðið var að sameina afmælisfagnað- inn Luciuhátíð félagsins, sem frá því að félagið var stofnaö hef- ur verið árlegur hátíðarfagnaður þess- í tilefni afmælisins hefur fé- lagið boðið fulltrúa frá Sví- þjóð til þess að flytja afmælis- ræðuna. Fyrir valinu varð einn af yngri og ágætustu rithöfund- um Svía, Lars Gustafssbn, sem jafnframt er ritstjóri stærsta og þekktasta bókmenntatímarits Sví- Fjórtán árekstrar Fjórtán árekstrar urðu f Rvík i gærdag, en engin slys urðu á mönnum. Seinnihluta dags fór að frjósa og var því launhált á göt- unum. þjóðar, Bonniers Litterera Maga- sin- Lars Gustafsson hefur þeg- ar skrifað sex bækur, bæði ljóðabækur og skáldsögur, sem hann hefur hloti& atfbragðs dóma fyrir, en einnig hefur hann tek- ið mikinn «.þátt í umræðum um r.útíma menningarmál í Svíþjóð, bæði í ræðu og riti. Mun ræða hans hér meðal annars fjalla um nýja strauminn í sænsku menningarlífi- Meðan setið verður undir borð- ur kemur Luciain, skreytt Ijósa- krónu. og þemur hennar sjö saman og syngja Luciusönginn og fleiri sænska jólasöngva. Gestur Guðmundsson tenórsöngv- ari syngur sænsk og íslenzk lög. Þá verður, sem venja er á Lu- ciuhátíðum, fjöldasöngtir, þar sem sungnar verða ýmsar sænsk- ar þjóðvísur. Afmælisfagna'ðurinn verður í Þjóðleikhúskjíjllaranum og hefst klukkan 20-30. (Frá Isl—sænska félaginn). Alþinqi fullqildi sáttmólann um vernd listflvtienda Aðalfundur Bandalags ís- Ienzkra Iistamanna var haldinn hlnn 9. október s.I. Viðstaddir voru fulltrúar allra sjö félaganna, sem aðilar eru að Bandalaginu. og fluttu þeir skýrslur um starf- semi félaga sinna á árinu. Sundkeppni skólanna Sundkeppni yngri flokks í fyxra sundmóti ^kólanna 1966-1967, sem frestað var sl. mánudag fer fram í Sundhöll Reykjavíkur mánu- daginn 12. des. n.k. og hefst klukkan 20,00. Keppendur mæti kl. 19.30. Keppni eldri flokks fer fram í dag 8. des. i Swnd- höM Reykjavfkur og hefet RL 20.00. — TVrótsnefndm. " Ný stjóm var kosim en hana skipa: Hannes Davíðsson, forseti, Ingibjörg Bjömsdóttir, Jón Sig- urbjömsson, Magnús Á. Ámason, Skúli Halldórsson, Stefán Júlíus- son pg Þorkell Sigurbjömsson. Fjöldi tillaga var borinn upp og samþykktar. Þar á meðal var samþykkt að fara þess á leit við ríkisstjómina, að hún tilnefni mann í Islandshátíðamefnd, 1974, frá Bandalagi íslenzkra lista- manna. Einróma var samþykkt að skora á menntamálaráðherra og ríkisstjóm að hlutast til um að frumvarp um fuiHgildingu sátt- mála þess; sem gerður var í Róm, 2>ó. okt. 1964, um vernd Estflytj- enda, verði lagt fram til sam- þykktar á Alþingi hið fyrsta. Enn fremur beindi fundurinn því til stjömar Bandalagsins að fylgjast dyggilega með lagasetningu um endurskipan Iistamarmateuna. haria vantar skylduákvæði um tannlækningar, svo veigamikill þáttur er tannvernd og tann- læknishjálp í almennri heilsu- gæzlu nútímans. Um þetta verð- ur vart deilt, enda hafa þær þjóðir, sem við fullkomnast tryggingakerfi búa, þegar fyrir löngu tekið tannlækningar inn í sjúkralöggjöf sína. ★ Heilsan aldrei virt til fjár Fyrir 20 árum bentu tveir tryggingafróðir menn, þeir Jón Blöndal og Jóhann Sæmunds-, son, á nauðsyn þess, að trygg- ingarnar sæju hinum tryggðu fyr- ir tannlæknishjálp. Þetta er enn ekki orðið að veruleika hér, og er þó. nauðsynin ekki minni en fyrir 20 árum og raunar hverjum manni auðsærri nú. Ástæðan til þessa seinlætis er að öllum lík- indum fjárhagslegs eðlis ein- göngu, og ef svo er, þá er af- sökunin harla léttvæg, því að sannarlega verður heilsan aldrei virt til fjár. Það er alkunna, að efnahagur ræður nokkuð um, hve fljótt menn leita tannlæknis. Fátækt fólk gengur lenguí með tann- skemmdir, án þess að leita lækn- is, en þeir sem betur eru efnum búnir. Slíkt er ekki í anda al- mannatrygginga, og ber að leið- rétta það með viðeigandi ákvæð- um í sjúkralöggjöf. Samkvæmt frumvarpinu skulu sjúkrasamlög sjá hirium tryggðu fyrir tannlæknishjálp að % kostnaðar. Undanskildar eru þó vissar aðgerðir, sem ekki teljast bein heilsufarsleg nauðsyn, svo som tannfyllingar með gulli og fegrunaraðgerðir. Greiðslutaxti skal ákveðinn með samningum yið stéttarsamfök tannlækna, og takist samningar ekki, skal með mál farið á sama hátt og um lækna væri að ræða. Rétt þyk- ir, að Tryggingastofnuninni og sjúkrasamlögunum gefist tóm til undirbúnings þeirrar breytingar, sem af samþykkt frumvarpsins leiðir, og því er svo ákveðið. að lög um tannlæknishjálp öðlist ekki gildi fyrr en 1. janúar 1968.‘‘ ★ Þáttur ,Tryg#ingastofuunar Um frumvarpið fór þannig í fyrra, að það var fellt eftir 2. umræðu í fyrri deild, og mun á- litsgerð Tryggingastofnunar rík- isins hafa átt drjúgan þátt í þeim málalokum. Stofnunin taldi sig ekki geta. mælt með samþykkt frumvarps- ins vegna tannlæknaskorts í barnaskólunum. „Það hefur því verið talið óskynsamlegt“, segir í álitsgerðinni „að sjúkrasamlög keppi við skólana um þá starfs- krafta, sem hér um ræðir, en bíða heldur þar til skólatann- lækningar væru komnir í gott horf“ Hér er bersýnilega um tylli- ástæðu að ræða, tilreidda í því skyni að koma þörfu máli fyrir kattarnef. Það mundi tæpast valda skólunum erfiðisauka, að sjúkrasamlögin gerðu samninga, við stéttarfélag tannlækna. Hitt er miklu líklegra, að slíkir samn- ingar yrðu á þann veg, að skóla- yfirvöldin stæðu betur að vígi eftir en áður í samkeppninni um tannlæknaþjónustuna. Annars snýst þetta mál um það eitt, hvort almenningur skuli öðlast rétt til að tryggja sig á þessu sviði sjúkrahjálpar sem öðrum. Tryggingastofnun ríkis- ins er sýnilega móífallin því, senpilega af þeirri ástæðu, að það hlýtur „að verða sjúkrasam- lögunum verulegt fjárhagslegt vandamál“, eins og Segir í álits- gerðinni. Þetta er uppgjafartónn, sem aðeins hæfir þreyttum mönnum og stirðnuðu fyrirtæki, en ekki Iffrænm velferðarstofn- un. Hann minnir á þá hættu, að stofnanir spillist, ef ekki er stöð- ug gát höfð á. Að sjálfsögðu kosta tannlækningar mikið fé, en það greiðir þjóðin nú þegar, Þess vegna er spurningin ein- vörðungu um það, hvort jafna megi kostnaðinum þannig, að fá- tækir jafnt og ríkir fái notið læknishjálparinnar. Lagafrumvarpið um tannlækn- ingar á vegum sjúkrasamlaga fékk frekar daufar undirtektir í fyrra hjá félagi tannlækna, og er það tæpast láandi. Tannlækn- ar munu ekki bjartsýnir á hag- fellda samninga við sjúkrasam- lögin. Þó mun engin ástæða til að ætla annað en að þeir verði til viðtals um þessi mál. Fyrir rúmum þrjátíu árum stóðu lækn- ar í sömu sporum. Þá gengu þeir hikandi til leiks. en sömdu þó. Væntanlega er félagsþroski tann- lækna ekki síðri nú en lækn- anna var-fyrir aldarþriðjungi. Á þetta hefur ekki reynt enn. Hitt er staðreynd, að sjálft þjónustu- tæki almennings, Tryggingastofn- unin, er þungt í taumi, hvað þetta hagsmunamál alþjóðar snertir. Samkeppni meðal barna um auglýsingar í strætisvagna Barnaverndarneínd Reykja- víkur hefur ákveðið að efna til samkeppni meðal skólabarna í R- vík um 60 auglýsingaspjöld til birtingar í strætisvögnunum í Reykjavík. Þessi sanxkeppni er þáttpr í áróðri fyrif því, að rcglum um -tivist barna í R- vík sé framfylgt. Reglur samkeppninna-r eru eftirfarandi: Þátttakfi er heimil öllum börn- um á skólaskyldualdri (7-12 ára) Stærð myndanna skal vera: Hæð 60 cm, breidd 50 cm og Jeggur hver skóli þátttakendum til efnið. Myndirnar skulu vera í litum og koma til greina m.a. eftir- taldar aðferðir við verkið: Vax- krít og olíukrít, vatnslitir og litapappír, eða þessar aðferðir blandaðar. Orðin ,,Börn heima kl. 8“ skulu standa á hverju spjaldi og myndimar gerðar í samræmi við þau. Hver mynd skal merkt í hægra Fulltri á Saioonþinglnu skofinn fi! bana á götu SAIGON 7/12 — Einn af fulltrúunum á, hinu svokallaða „stjórnlagaþingi'* í Saigon, Tran Van Van, vellauðugur landeigandi frá óshólmum Mekongs var í dag skotinn til bana á götu í Saigon. Van var á leið í bíl til leik- hússins þar sem „þingið“ heldur fundi sína þegar tveir menn á mótorhjóli óku upp að bílnum og skaut annar þeirra þremur skotum í bak Vans sem lézt á leiðinni til sjúkrahúss. Annar tilræðismannanna var handsamaður, en hinn komst undan. Sá sem náðist var léidd- ur fyrir blaðamenn í Saigon i dag og sagði hann að „Vietcong“ hefði sent sig til Saigons fyrir einni viku með fyrirmælum um að ráða Van af dögum, en skæru- liðar hefðu lengi haft í hyggju að koma honum fyrir kattarnef. horni að neðan með nafni þátt- takandans, bekk og skóla. Skilafrestur er til 15. desem- ber n.k. og veita teiknikennar*r skólanna myndunum viðtöku. 60 beztu myndirnar úr þessari samkeppni verða sýndar í stræt- isvögnunum í Reykjavík dagana 19-31. desember, sömuleiðis verða veitt verðlaun fyrir beztu mynd úr hverjum skóla og einnig fyr- ir 3-5 beztu myndir keppninnar. Nánari upplýsingar um verð- launaafhendingu verða birtar sfð- Sérstaklega ber að geta þess, að hin eftirsóttu auglýsingastæði í strætisvögnunum eru lánuð nefndinni endurgjaldslaust og hefur forstjóri S.V.R. þar með gefið það fordæmi, sem við vonum að verði tákn þess skiln- ings, sem málefnið mætir hjá al- meiiningi. Bamavemdamefnd hefurhaft samvinnu við Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur um fram- kvæmd samkeppninnar í skólun- um og eiimig hefur Auglýsinga- þjónustan, Laugavegi 87, verið til aðstoðar við undirbúning og framkvæmd. (Frá Bvn. R.) Doktorsrit- gerð um flogaveiki - Laugardaginn 10. desembern.k- fer fram dpktorsvöm við laakna- deild Háskóla Islahds- . Mun Gunnar Guðmundsson læknir þá verja ritgerð sina „Epilepsy in Iceland“ (Flogaveiki á Islandi) fyrir doktorsnafnbót í laeknis- fræði. ,. Döklorsvörnin fer fram í há- tíðasal háskólans og hefst lclukk- an tvö e.h- Rögnvaldur Sigurjónsson með Siníóníuhljóms veitinni í kvöld ■ Það er Rögnvaldur Sigurjónsson sem æt3*r að leika með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld og hefur valið sér eft- irlætisverk margra píanóleikara og þá ekki síður áheyrenda, e-moll konsert Chopins. Önnur verk á efnisskrá hljóm- sveitarinnar eru eftir Szymanowski, Respichi og Ravel. Stjómandi er Bohdan Wodiczko. Rögnvaldur Sigurjónsson er ís- lenzkum tónlistarunnendum vel kunnur og hefur nokkrum sinn- um áður leikið með Sinfóníu- hljómsveit Islands, m.a. undir stjórn Wodiczkos, Gustays Königs og Stricklands. Rögnvaldur hef- ur leikið víðar en nokkur annar íslenzkur píanóleikari og er þess skemmst að minnast er hann fór til Rúmeníu fyrir ári og lék þá Chopin með helztu hljómsveitum landsins. Hann hefur einnig hald- ið tónleika í Sovétríkjunum og ó Norðurlöndunum, í Bandaríkjun- ufn, auk þess sem leikur hans hefur borizt enn víðar á hljóm- plötum þeim sem hann hefur leikið inn á. Eftir Karol Szymanowski leik- ur hljómsveitin ballettsvítuna Harnasie, en ballettinn lýsir æv- intýralegu lífi þjóðsögulegra ræn- ingja í Tatra fjöllum. Þar fer saman litríkur hljómsveitarbún- íngur og skemmtilegt ívaf þjóð- laga og dansa. önnur verk á þessum tónleik- um eru „Gosbrurmar Rómar”, glæsiiegt smfónfekt Ijóð eftir ít- vinsæla spænska dansi, Bolero, eftir Ravel. Tónleikarnir eru í Háskólá- bíói og hefjast kl. 20.30. Hæstu vinningar í vöruhappdrættinu 5- desember var dregið í tólfta flokki Vöruhappdrættis S.f.B.S. um 2000 vinninga að fjárhæð alls krónur 5 001.00000- Þéssi núrfier hlutu hæstu vinningana. 1.500.000.00 krónur nr.; 47099 Hafnarfirði. 200.000.00 krónur nr- 53241 Hafnarfirði. 100-000.00 krónur nr. 29458 Austurstræti 6- ' 100.000.00 krónnr nr- 55580 Borgarnes. 10 þúsund krónur hlutu: Rögnvaldur Sigurjónsson. alska tónskáldið Ottorino Respig- hi. Respighi var af merkri ætt "tónlistarmanna og allt hans Uf var óslitinn frægðarierill. Sin- fóníska ljóðið er frá árinu 1917 og einni frægast verka hans. Tónleikunum lýkur með hinum 1842 2234 3103 3408 3697 5212 6583 7611 8097 9108 9775 11586 11806 12160 12864 14912 15330 15335 15908 17801 18806 19365 20806 21394 22732 24751 25347 25488 26098 27036 27260 27645 30500 32615 32640 33539 33813 34946 35965 36943 37363 38095 38f,39 40037 41179 42166 43415 43434 43534 44343. 44498 45953 46200 46382 48001 50817 51074 51630 53590 54835 55761 55953 56024 56731 58515 59618 59890 61070 61175 61986 62018 62837 63264. (Birt án ábyrgðar).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.