Þjóðviljinn - 08.12.1966, Blaðsíða 10
|(J 5TUA — ÞJÓÐVILJINN —
PhnmSadagwr fi, ðeseœber SSfi&.
LEONARD GRIBBLE
23
Clinton gaut augunum til yf-
irmanns síns. Hann hafði hlustað
á röksemdir hans og skildi að
þacr áttu nokkurn rétt á sér.
— E>ú heldur þá, að þetta sé
eins konar samsæri gegn Morr-
ow?
Slade ?ettist. — Tja, það er nú
gallinn á öllu saman — ég veit
það ekki . . . Þetta geta verið
tilviljanir sem engu máli skipta.
— Hending! rumdi Clinton.
— Má vera. sagði hinn mað-
urinn rólega. — En það verður
að taka alla möguleika til at-
hugunar.
— Gleymdu samt ekki þeim
möguleika að hann sé sekur, hélt
Clinton áfram.
Slade ræskti sig. — Nú skal
ég segja þér eitt, Clinton. Við
skulum fara til Ryechester og
athuga svolítið þá hlið málsins
— þetta með Mary, dóttur Kind-
iletts, sem dó með svo svipleg-
um hætti. Ef til vill varpar það
einhverju ljósi á málið.
— Við erum víst tilneyddir.
Þessi blkðaúrklippa ætti að
tákna eitthvað sérstakt.
— Alveg örugglega — fyrir
Doyce.
1 þessum svifum var barið að
dyrum., Einkennisklæddur lög-
regluþjónn kom inn.
— Einhver ungfrú Patricia
Laruce vill fá að tala við yður,
fulltrúi, sagði hann.
Slade skotraði' augunum til
r
URA- OG
SKARTGRIPAVERZL
KORNELÍUS
JÖNSSON
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI: 1B588
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugavegi 18 III hæð (lyfta'
SÍMl 24-6-16
P E R M A
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMI 33-968'
Clintons. — Kannski hefur þetta
litla bragð okkar borið tilætlað-
an árangur, sagði hann. — Vísið
henni inn, sagði hann véð lög-
regluþjóninn.
10
Ljóshærða stúlkan settist í
stólinn, sem Slade dró fram
handa henni, krosslagði fæturna
og sléttaði kjólfaldinn. Hún rétti
honum dagblað.
— Þetta blað keypti ég fyrir
hálftíma, sagði hún. — Þar
stendur að John Doyce hafi dá-
ið af ertri, Aconitini.
— Alveg rétt, sagði Slade. —
Getið þér sagt okkur eitthvað
í sambandi við það?
— Ég er búin að ákveða að
segja yður heldur allt af létta
— leggja spilin á borðið.
— Ljómandi hugmynd, sagði
Slade alúðlega. — En hvað hef-
ur fengið yður til að skipta um
skoðun?
— Ég hef alls ekki skipt um
skoðun andmælti hún. 1— Ég var
alveg staðráðin í því í gær að
hjálpa yður, en þér gerðuð mér
mjög erfitt fyrir, þama fyrir
Phil og nngfrú Howard.
•— Það þykir mér mjög leitt.
Slade leit sem snöggvast til
Clintons, sem leyndi brosi sínu
bakvið stóra krumluna.
— En nú horfir þetta öðru
vísi við, hélt hún áfram. — Ég
skildi að ég gæti talað hrein-
skilnislegar hérna, og — já,
sannleikurinn er sá, að ég kæri
mig ekki um að láta flækja mér
í morðmál. Ég verð líka að hugsa
dálítið um sjálfa mig, eins og
þér skiljið.
— Vitaskuld, umlaði Slade. Og
hvað er það svo, sem yður lang-
ar að segja mér?
— í fyrsta lagi var ég uppi
í íbúð Johns Doyce á laugardag-
inn — ég þvertók að vísu fyrir
það síðast þegar við hittumst.
En skapofsinn í Phil gerir mig
stundum dálítið hrædda. Ég gat
með engu móti viðurkennt það,
meðan hann hlustaði á þetta. Ég
fór upp í íbúðina til að sækja
ýmislegt smádót sem ég átti
þar — það var aUðvitað heimsku-
legt af mér, en ég gerði það nú
samt. Sjáið þér til, ég hafði orð-
ið ástfangin af John og hann —
já, okkur var báðum eins inn-
atfbrjósts. Phfl hefði aídreá getað
skiltð það. Hann leit svo á sem
við vserum trúlofuð.
— Þér báruð nú sjálf ar á móti
því, sagði Sfede.
— Já, það var ekki rétt held-
w, sagði hún lágum rómL og
reyndi að láte trufhmína ekki
korna sér úx jafnvægi. — Ég
þurfti að fara mjög varlega
gagnvart Phil. Hann hafði lent
í iHdeilum við John útaf mér
og hótað því, að ef hann kæmi
nokkum tíma nálægt mér fram-
ar — ég á við — ó, þetta var
svo hræðilegt aRt saman, svo
andstyggilegt ....
Hún þagnaði og sétti upp á-
takanlegan sakleysissvip.
— Og svo hafið þér aílt í
einu tekið þá ákvörðun að segja
mér allt af létta? spurði Slade.
— Já, ég var orðín þreytt
á því að vera misskilin.
Slade lyfti brúnnm. — Ég get
fullvissað yður nm, að það er
engin hætta á því hér, ungfrú
Laruce.
Hún leit beint á hann. —
Þakka yður fyrir. Ég vissi að það
var rétt af mér að koma hingað.
'Ég er ekki lengur trúlofuð Phil
Morrow og mér finnst ég ekki
Iengur hafa neina ástæðu til —
til að draga fjöður yfir neitt.
Þér skiljið mig, er ekki svo?
—- Ekki fullkomlega, sagði
Slade. — Hvenær var þessari
trúlofun slitið?'
— Á sunnudaginn — eftir að
þér voruð farinn.
Slade leit enn útundan sér á
Clinton, sem skemmti sér nú
bakvið báðar hendur.
— Já einmitt. Þér voruð sem
sé ástfangin af Doyce og þér
höfðuð í hyggju að segja Morr-
ow . . .
—■ . . . Já, auðvitað, hvíslaði
hún með uppgerðar undrun yf-
ir því að honum skyldi finnast
ástæða til að nefna þetta.
— En þér voruð hræddar um
að hann yrði reiður?*
— Já, einmitt, að hann yrði
reiður. Það er heila málið. Ég
finn að þér skiljið mig fullkom-
lega.
— Það er dálítið enn, ungfrú
Laruce, sagði Slade. — Vitið þér
nokkuð um, hvort Morrow heim-
sótti Setchley út á rannsóknar-
stofu hans.
— Phil hefur ekki minnzt á
það sjálfur, en ég man að John
sagði mér að Setchley væri í
þann veginn að láta
tryggja sig hjá fyrirtækinu og
Phil hefði farið þangað til hans
til að koma því í kring. Það
var víst í byrjun síðustu viku.
Hún leit á þá á víxl með stórum,
bláum bamsaugum. •— Kemur
þetta yður að einhverjn gagni?
spurði hún.
— Það getur hugsazt. Getið þér
sagt mér eitthvað meira wm rifr-
ildið milli Morrows og Doyoe?
— Það get ég, en ég er ekkert
fikin í það, sagði hún og leit nið-
ur fyrir sig.
— Við verðum víst að fá að
vita það, ungfrá Lauree. Það get-
ur haft þýðingu fyrir málið.
— En ég fuílvissa yður um,
að það skiptir engu máli.
Slade lyfti hendinni. Hann ætl-
aði áð leika á mótí henni eins
og hún ætlaðist til. — Látið mig
dæma um það.
Með hæfilegum semingi lýsti
hún rifrildinu, sem næstum hafði
endað með handalögmáli milli
mannanna tveggja. Hún lét í það
skína að hún hefði aðeins af
hendingu verið viðstödd og ver-
ið dauðhrædd um hvað kynni
að koma fyrir. En hún dró enga
dul á það, að Morrow hefði verið
frávita af reiði og hefði hótað j
Doyce h'kamlegu ofbeldi, ef þetta j
kæmi oftar fyrir.
Slade var á verði. — Morrow
hefur þá vitað, að þér heimsótt-
uð Doýee aftur í íbúð hans?
Hún reyndi að sýnast hneyksl-
uð yfir duldum aðdróttunum
hans, en það hafði engin áhrif
á Slade, svo hún gafst upp á því.
— Kannski hefur hann vitað
það — ég veit það ekki. Rödd
hennar vgr orðin dálítið lunta-
leg. Samtalið hafði ekki gengið
alveg eins fyrir sig og hún hafði
gert sér vonir um. En hún gat
þó ekki séð að hún hefði gert
neina skyssu. — Ég er búin að
segja yður allt sem ég veit.
Hún reis á fætur.
— Það var mjög fallega gert
af yður að leggja á yður þetta
ómak, ungfrú Laruce.
— Mér fannst ég mega trl að
segja yður aHan sannleikann,
sagði hún lágum rómi og brosið
var hógvært og viðeigandi.
— Getum við fundið yður á
sama stað, ef við þurfum að
ræða frekar við yður?
Hún hrukkaði ennið eilítið og
bar hanzkaklæddan vísifingur-
inn að munninum. — Nei, ég er
flutt. Mér fannst ekki haégt að
búa lengur undir sama þaki og
ungfrú Howard eftir það sem
kom fyrir á sunnudaginn. En
þið getið haft samband við mig
hjá Commer-Myndum. Ég flutti
inn til kunningja til bráðabirgða
og vonast til að verða búin
að fá húsnæði á miðvikudag . . .
Sælir.
Dyrnar lokuðust á eftir henni.
Clinton tók hendurnar frá and-
litinu. — Yndisleg stúlka, taut-
aði hann kaldhæðnislega. —
Hún kemur askvaðandi til að
segja okkur allan sannleikann
og hagræðir snörunni snyrtilega
um hálsinn á unnustanum! Ég
I Casino-Stereo
Jólasaga barnanna
Eftir Walt Disney
SKOTTA
m ta/
□ a
& ©
D 11
m
tH
Ég er að hugsa um að fara í annan, skóla, það eru svo marsar
stelpum í þessfum . . . !
1 Heima hjá jól&sveininum — Dúkk- 2. Það heyrist ekki bofs frá nám- 3. Hver er að banka?
umar fá vást engin augu- unm ..
w
Plastmo
ÞAKRENNUR OG NIÐURFALLSPÍPUR
RYÐGAR EKKI
ÞOLIR SELTU OG SÓT,
ÞARF ALDREI AÐ MÁLA
EH
%
MarsTrading Company Ivf
LAUGAVEG 103 — SIMI 17373
(gníinental
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
m
sem settir eru í, með okkar íull-
komnu sjálívirku neglingarvél.
veita íyllsta öryggi í snjó bg
hálku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL hjólbarðá, með
eða án nágla, undir bílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
Blaðburðarfólk vantar okkur
strax í KÓPAVOG - Hringið
í síma 40753 - ÞJÓÐVILJINN