Þjóðviljinn - 10.12.1966, Side 10
IQ SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN —
LEONARD GRIBBLE
25
manninn rheð yfirskeggið. En
neðst á örkinni var stimplað
merki:
PETER PRINES
10 Creyle street, Rochester.
Slade benti á stimpilinn. —
Þessi Prines — er hann enn hér
í bænum?
Clarke kinkaði kolli. — Já, já,
mikil ósköp. En hann kemur
ekki nálægt blaðaljósmyndun
nú orðið. Hann hefur náð sér á
strik. Hann tekur andlitsmyndir
fyrir of fjár — og hann kann
líka handverk sitt. Hann er
mjög góður ljósmyndari.
— Við þökkum yður kærlega
fyrir, .herra Clarke. Ég býst ekki
við að við þurfum að ónáða yð-
ur meira. Má ég halda blaðinu
og myndinni?
— Já, gerið þér svo vel. En
— ritstjórinn hikaði ögn — þér
gætuð nú vist ekki hnippt í
mig, ef eitthvað sérstakt kemur
á dagjnn. Ég væri yður mjög
þakklátur fyrir það. En ég veit
auðvitað, að þér hafið mikið að
gera ....
— Ég skal senda Dunning
orð. Hann getur áreiðanlega
hjálpað yður.
— Þetta er mjög vinsamlegt
af yður, fulltrúi. Ég vildi gjarn-
áh birta eitthvað um málið.
Stórblöðin gera mikið úr því.
Þeir skildu han'n eftir fyrir
framan hrúguna sína á gamla
borðinu. Frammi í afgreiðslunni
leit ungi pilturinn upp úr blaðinu
sínu. Hann horfði glaðlegur á
lOÍj
URA- OO
SKARTGRIPAVERZL
KORNELÍUS
JÓNSSON
SKOLAVÖRÐUSTlG 8 SÍMI. 18SB8
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódo
Laugav. 18 m hæð (lyfta)
Sími 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
eftir þeim, þegar þeir gengu út.
Þegar þeir voru komnir nið-
ur á götuna aftur, sagði Slade;
— Nú held ég að þetta fari að
ganga eitthvað! Rödd hans var
ánægjuleg.
Clinton gaut til hans augun-
um. Hann kannaðist við þennan
raddblæ hjá yfirmanni sínum.
Hann gaf venjulega til kynna að
Slade sæi fyrir endann á ein-
irverju máli.
— Það get ég nú ekki séð.
En ég vona að þessi Prines geti
eitthvað hjálpað okkur.
Það kom á daginn að Peter
Prines var allur af vilja gerðúr
að hjálpa þeim. Hann var lítill
maður með dálitla ýstru, þunn-
hærður og hendur hans voru
á eilífu iði og virtust leggja á-
herzlu á allt sem hann sagðL
Hann horfði rannsakandi á
myndina sem Slade rétti hon-
um, hlustaði með athygli á
skýringar fulltrúans og kinkaði
kolli snöggt og kviklega eins og
fugl.
— Hm — hm — já, ég man
eftif þessu. sagði hann. — Ég
tók mikið af myndum fyrir
blöðin hérna í þá daga.
Slade virti fyrir sér klæð-
skerasaumaðan jakkann með
rauðu nellikunni í hnappagat-
inu, á egghvöss brotin í rönd-
óttu buxunum og gljáfægða
kálfskinnsskóna. Peter Prines
virtist hafa átt velgengni að
fagna síðan þá, ef dæma mátti
eftir ytra útliti hans.
— Þetta var sorglegt með
Mary Kindilett, sagði Ijósmynd-
arinn og hristi höfuðið með ang-
urværð. — Faðir hennar var
vinsæll og vel metinn af öllum.
Skelfing ömurlegt allt saman •..
— Munið þér eftir yfirheyrsl-
unum?
— Já, vel. Það varð dálítil
ólga héma, þegar unnusti henn-
ar lét ekki sjá sig.
— Nú? sagði Slade með á-
huga. — Hvernig gat staðið á
því?
— Jú, hún hafði verið trúlof-
uð, en sleit trúlofiminni aftur
tveim eða þrem dögum áður en
hún drukknaði, ef ég man rétt.
Faðir hennar lýsti því yfir, að
hann vissi ekki nafnið á unn-
usta hennar. En sjálfur hef ég
mínar skoðanir á því að harm
skyldi ekki gefa sig fram.
— Einmitt það?
— Ef hann hefði nú gefið sig
fram, sagði Ijósmyndarinn og
horfði á lögreglumanninn hrygg-
«r á swþ). — HvaS hefði þá
gerzrb? Það hefðu verið bornar
fram ótal spumingar og kvið-
dómur befði áreáðanlega komizt
að þeirri niðurstöðu að hún
hefði kastað sér í virkisgröfina
— sem sé sjálfsmorð, ekki satt?
Það hefði sett blett á haija og
það hefði ekki verið serlega
skemmtilegt, eða hvað?
NeL Slade gat svo sem skilið
það. Prines hélt áfram: — Og
hann gaf sig ekki fram. Það
voru alls konar sögur á kreiki,
en þegar ekki var hægt að
skella skuldinni á neinn ákveð-
inn mann, þá féll þetta allt um
sjálft sig. Hann yppti öxlum.
Úrskurðað var að hún hefði dá-
ið af slysförum .... Ég lít svo
á, að unnusti hennar hafði gert
þetta til að hlífa föður hennar
við frekari sorg.
— Hún fór < á dansleik sama
kvöldið og slysið varð?
— Já. alveg rétt; nú man ég
það. Og það var einn af knatt-
spyrnumönnunum sem fór með
henni. Bíðið hægur — hvað hét
hann nú aftur. Ég sé hann al-
veg fyrir mér þar sem hann
stóð og gaf yfirlýsingu, dökk-
hærður náungi, mjög öruggur
með sig og fullfínn í tauinu —
já, nú man ég það! Herra Prin-
es tyllti sér alveg á tær. —
John Doyce! Það var hann. Já,
það er þess vegna sem þér eruð
hingað komnir.
Um leið var hann kominn í
uppriám. Hann pataði með
handleggjunum, hendurnar voru
á sífelldu iði og augun flöktu
eins og hann gæti ekki kyrr
verið.
— Skelfilegur auli var ég að
láta mér ekki detta þetta í hug
undir eins! Auðvitað! hrópaði
hann. — Kindilett — Doyce dá-
inn — og þessi dansleikur ....
Mikið er þetta ömurlegt! Hann
hristi höfuðið en sá sig um
hönd og kinkaði kolli. — Mikið
er það ömurlegt.
— Fyrir hvern? sagði Slade
mjúkum rómi.
Prines leit undrandi á hann.
— Fyrir Kindiletb auðvitað! Nú
verður rótað í þessu öllu upp
upp á nýtt og það bórið á borð
í blöðunum, fyrst lögreglan er
komin hingað í leit að sönnun-
argögnum. Fyrst dóttir hans og
nú maðurinn sem fór með henni
á ballið. Þetta er nú saga í lagi.
— Þér vitið væntanlega ekki,
hver var unnusti Mary Kindi-
lett? spurði Slade.
— Nei, það veit ég ekkL
Hann virtist leggja áherzlu á
þessa neitun. — Og ég þekki
engan sem veit það. Það var
hulin ráðgáta.
— Eru- nokkrir af ættingjum
Kindiletts hér enn?
— Það held ég ekki. Ég hef
aldrei heyrt á það minnzt. Ég
held að móðirin hafi dáið fjrrir
mörgum árum. Nei, þegar Kindi-
lett fluttist héðan, var hann
víst sá síðasti ....
Prines hafði ekkert á móti
því að tala lengur við þá, með-
an þeir ngnntu að hlusta, en
Slade batt endi á samræðurnar
með því að þakka honum fyrir
hjálpina. Ljósmyndarinn fylgdi
þeim buktandi út úr myndastof-
unni. Lögreglumennirnir tveir
fóru aftur á lögreglustöðina, þar
sem Slade ræddi stundarkorn
við Dunning, og síðan flýttu
þeir sér í lestina til London.
Hvorugur þeirra sagði neitt.
Clinton var í megnustu vand-
ræðum með að fella þessar nýju
staðreyndir inn í málið, eins og
það kom honum fyrir sjónir —
með öðrum orðum málið gegn
Morrow. Nú reyndi hann líka
fyrir sér með spurningu:
— Hvað nú ef Morrow er
horfni unnustinn?
En Slade tók þessu ekki lík-
lega. — Þú veizt hvernig hann
brást við þegar Doyce fór á
fjörurnar við stúlkuna hans.
Hefði hann þá ekki hagað sér
á svipaðan hátt fyrir fjórum
árum? Þetta er ekki rökrétt
hugsun, Clinton!
Clinton varð að endurskoða
hugmyndir sínar. Þetta var rétt
sem Slade sagði. Ef Morrow
hefði verið unnusti Mary Kindi-
lett og trúlofuninni hafði verið
slitið — trúlega vegna Doyce —
hefði hann að sjálfsögðu brugð-
izt við á sama hátt og þegar
Doyce tók Pát Laruce frá hon-
um. Og þá hefði það verið
Doyce sem fannst dáinn, ekki
Mary Kindilett.
En ef Morrow hafði ekki ver-
ið unnusti Mary Kindilett,
hvernig var þá hægt að skýra
blaðaúrklippuna sem fannst á
Doyce?
Hún hafði áreiðanlega átt að
minna hann á þennan harm-
leik sem gerðist fyrir fjórum
árum. Og með hliðsjón af því
sem nýlega hafði komið fyrir.
Þetta var biti úr gestaþrautinni
— en hvar átti hann heima?
hjólb. slöng’di
->00x16 kr. 625,- kr. 115,-
650x20 kr. 1.900,- kr. 241,-
670x15 kr. 1.070,- kr. 148,-
750x20 kr. 3.047,- kr. 266.-
■820x15 kr. 1.500,- kr. 150,-
UFRDLÆIKKTIb'
EINKAUMBC
Jólasága barnanna
Eftir Walt Disney
nia
1. Ótti jólasveinsins hefur verið á rök-
um reistúr. — Nú koma engia
dúkkuaugu frá MooGoo Go-Go
námunni.
2- Þá verða litlu stúlkumar sorgbitnar.
3 kann.ski Mjallhvít geti hjargað okk-
ur. En hvemig?
SKOTTA
Nei, góði minn, þú verðr.r að bjóða mér út oftar áður en þú
færð símanúmerið mitt!
<§ntlnental
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
I • sem settir eru í, með okkar full-
komnu sjálfvirku neglingarvél.
veita fyllsta öryggi í snjó' og
hálku.
Nú er allra veSra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL' hjólbarðá, með
eða án nágla, undir bílinn nú
þegar.
■~r r 4 i,
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkosium að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á..
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
Klapparstíg- 26
Simi 19800
BUÐIN
Cöndor
Auglýsið í Þjóðviljanum
Sími 17500
i