Þjóðviljinn - 13.12.1966, Side 12
/
i
i
Bréf miðstjárnar ASÍ tíl ríkis-
stjérsmrinnar um kaupgjaldsmálin
\
„Miðstjórn Alþýðusambands
íslands sendir hæstvirtri rík-
isstjóm hér með ályktun þá
um kjaramál, sem 30. þing Al-
þýðusambandsins samþykkti.
I ályktun þessari er í sjö
töluliðum gerð grein fyrir
þeim þjóðfélagsaðgerðum, sem
gera eigi mögulegar þær kjara-
bætur, sem verkalýðshreyfing-
in nú leggur höfuðáherzlu á
að ná fram, nefnilega stytt-
ingu vinnutímans án skerð-
ingar'tekna og aukningu kaup-
máttar með dagvinnu einni
saman.
Þá vekjum vér sérstaka at-
hygli á, að auknar ráðstöf-
unartekjur verkafólks em nú
að miklu leyti fengnar með
lengdum vinnutíma og greiðsi-
um umfram almenna kjara-
samninga, en aðeins að minni-
hluta með hsekkun kaups
samkvæmt kjarasamningum
stéttarfélaga og launabótum
vegna styttingar dagvinnu-
tima.
Nú eru blikur á lofti um,
að atvinnulífið kunni aðdrag-
ast saman í vaxandi mæli, en
slíkt mundi samkvæmt fram-
ansögðu geta valdið stórfelldri
skerðingu á lífskjörum vinnu-
stéttanna.
Með tilliti til þess leggur
verkalýðshreyfingin þunga á-
herzlu á, að í komandi samn-
ingum verði raungildi heild-
artekna tryggt þótt tekjur af
yfirvinnu kynnu að skerðast.
Síðast en ekki sízt er í á-
lyktuninni skýlaus yfirlýsing
um stuðning verkalýðssamtak-
anna við sérhverjar raunhæf-
ar aðgerðir, er varanlega geti
dregið úr dýrtíð og verð-
bólgu, stjrrki grundvöll höf-
uðatvinnuveganna og tryggi
launþegum réttláta hlutdeild í
þjóðartekjum. Er þetta staö-
festing á margyfirlýstri stefnu
verkalýðssamtakanna í dýr-
tíðarmálum.
En ekkert er fjær sanni, en
að verkalýðshreyfingin leggi
með þessu blessun sfna yfir
sýndartilburði og yfirbreiðslu-
aðferðir, sem ekki gxápa á
sjálfu verðbólguvandamálinu.
heldur miðast við það eittað
halda skráðri vísitölu í skefj-
um á yfirborðinu.
Við slíkum vinnubrögðum í
þessu erfiða þjóðfélagsvanda-
máli varar verkalýðshreyfing-
in alvarlega og tekur afstöðu
gegn hverskonar haldlausum
kákráðstöfunum.
verði reyndin sú um fram-
kvæmd á frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar tii laga um
heimild til verðstöðvunar, ng
því fáist ekki breytt í raun-
hæfara horf, með þeirri af-
leiðingu, að dýrtíðin verði
ekki stöðvuð, lýsir verkalýðs-
hreyfingin ábyrgðinni af því á
hendur ríkisstjóminni einni
saman".
Steingrimur á sýningunni í gær. Myndin heitir „Borgin grætur“
og er útsýni úr glugga á háhýsi í Austurbrún þar sem hann bjó
um t.ima. AIls seldust við opnunina í gær 12 mjmdir af þeim 59
sem eru til sölu óg var þetta ein hin fyrsta sem keypt var. Og
það var ekki Matthías Moggaritstjóri sem keypti hana þrátt
fyrir skyldleikann við borgina sem hló.
Steingrímur Sigurðsson opn-
aði málverkasýningu J gær
Steingrímur Sigurðsson opn-
aði málverkasýningu í Boga-
sainum í gær og er þá hlut-
verkum skipt; hingað til hef-
ur Steingrímur látið sér
nægja að skrifa um myndlist
og listamenn, lengst af í Líf
og list sællar minningar, en
á síðari árum hefur hann
starfað sem blaðamaður víð
Vísi, og hefur það ekki ver-
ið í hámælum að hann fengist
við þessa iðju sjálfur, En það
kemur reyndgr í ljós við eft-
irgrennslan að hann hefur
málað meira og minna í
nærri tuttugu ár.
— Eruð þið bræðurnir búnir
að skipta um starf eða hvað?
Örlygur skrifar bók eftir bók og
þú ert farinn að mála.
— Ekki alveg nýlega. Ég hef
fengizt við þetta í nærri tuttugu
ár, byrjaði þegar ég skrifaði sem
mest um myndlist, elzta myndin
hér er síðan 1947 „’Bakkus eins
og hann var‘\ Annars er megnið
af þessu málað í sumar og haust.
— Hvernig stendur á því að
þú heldur sýningu einmitt núna,
eftir öll' þessi ár og hefur ekki
sýnt áður? f
— Jú, ég hef sýnt áður. Átti
einu sinni 'tvær myndir á sýn-
ingu Félags frístundamálara, það
hafa ví?t fáir séð þá sýningu.
En frómt frá sagt þá ætlaði ég
að koma út bók núna með við-
tölum, en var ekki í nógu góðu
skapi til slíks. Svo var ég að
bíða eftir svari frá ríkinu hvort
það keypti af mér hús á Laug-
arvatni og meðan ég beið hafði
ég ekki annað að gera, svo segja
má að það sé ríkið sem hafi örv-
að mig til dáða. Mér leið afar
vel meðan ég vkr að þessu.
— Þú hefur ekki einskorðað
þig við neina eina stefnu í list-
inni, málar bæði natúralistískt
og abstrakt.
— Já. ég get ieyft mér þetta,
því ég er ekki atvinnumálari.
Myndirnar eru breytilegar,, frá
ýmsum tímabilum, ég geri venju-
lega 4—5 í einu, og það fer eftir
viðgangsefninu hvaða stíl ég vel
og hvaða form.
— Þær eru Jitlar myndirnar,
þó flestir máli nú stærri og
stærri myndir. Þú hefur kannski
haft þær í þessári stærð með
tilliti til sýningar hér í Bogasaln-
um?
— Já, þetta ér ágætur sýning-
arsalur, en ég hef valið mér þessa
stærð því hún lætur mér vel.
Það er líka dýrt að mála stórar
myndir . . . Heyrðu, rammarnir
eru merkilegir. Það er hvorki
meira né minna en sjálfurborg-
arstjórinn í Hveragerði Herbert
Jónsson sem hefur smíðað þá.
— Og hvað tekur nú við. hætt-
irðu í blaðamennsku og helgar
þig málaralistinni?
— Nei, NEI! Ég er fyrir þó
nokkru byrjaður á Vísi aftur og
hef ekki snert við mynd síðan.
Sýningin verður opin fram á
sunnudagskvöld, kl. 2—10 dag-
lega og eru flestar myndimar, 59
að tölu, til sölu, sumar þó í
einkaeign. Auk þess sýnir Stein-
grímur nokkra „muni“: galdra-
lamþa, disk, vasa og litla kerl-
ingu. *
Peng Sen iátinn svara til
saka á nýjum fjöldafundi?
PEKING 12/12 — Haldinn var
enn einn fjöldafundur í Peking
í dag, að þessu sinni á helzta
leikvángi borgarinnar og munu
um 100.000 manns hafa verið
þar. Erlendir fréttamenn fengu
ekki aðgang að fundinum og
gátu því ekki sagt neitt með
vissu frá því sem þar hafði gerzt,
en þeir segja að orðrómur hafi
gengið um að ætlunin hafi verið
að láta Peng Sén, fyrrverandi
borgarstjóra í Peking, sem varð
Valtyr Guðmunds*
son sýslumaður
Suður-Múlasýslu
Um sýslumannsembættið í S-
Múlasýslú, sem auglýst hafði
verið laust til umsóknar, var
einn umsækjandi, Valtýr Guð-
mundsson, fulltrúi við sýslu-
mannsembættið. Forseti Islands
hefur hinn 5. þm. veitt Valtý
Guðmundssyni embættið frá 1.
janúar n.k. að telja.
(Frá dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu).
Helgaraflinn sam-
tals 10.775 lestir
Hagstætt veiðiveður var á síld-
armiðunum .fyrir Austurlandi um
helgina og var heildaraflinn þessa
tvo sólarhringa 10.775 lestir. Frá
laugardagsmorgni til sunnudags-
morguns fengu 38 skip 5560 1.
og frá sunnudagsmorgni til
mánudagsmorguns fengu 37 skip
5215 lestir.
einna fyrstur að lúta í lægra
haldi fyrir rauðu varðliðunum,
svara til saka. Fundurinn stóð
í sex klukkustundir.
ifm helgina höfðu verið fest
upp veggblöð í Peking með nýi-
úm árásum á Peng Sén og var
þess þar krafizt m.a. að hann
yrði neyddur til að standa fyrir
máli sínu og svara þeirri á-
kæru að hann hefði unnið gegn
stefnu Mao Tsetungs. í öðrum
veggblöðum var frá því skýrt
að varðliðar hefðu handtekið
Peng fyrr í mánuðinum. Enginn
veit með vissu hvar hann er
niður kominn, eðc hvort hann
hefur verið handtekinn og þá af
hverjum.
Þriðjudagur 13. desember 1966 — 31. árgangur
285. tölublaó.
Viðurkennt í Saigon:
829bandarískar fiugvéiar
skotnar niður í Vietnam
SAIGON 12/12 — Bandarísk?
herstjórnin í Saigon skýrði frá
því í dag að samtals hefðu 829
flugvélar hennar verið skotnar
Lokað fyrir
oliuleiðslur
DAMASKUS 12/12 — Lolftð var
í dag fyrir olíuleiðslur félags-
ins Iraq Petroleum Company um
Sýrland til hafnarborgarinnar
Banias ó strönd Miðjarðarhafs,
Sýrlenzka stjórnin tók leiðslu
og aðrar eignir félagsins í Sýr-
landi eignarnámi fyrir fjórum
dögum.’ 'y
Sýrlenzka stjórnin hefur kraf-
izt þess að olíufélagið hækki stór-
lega greiðslur sínar fyrir að fá
að flytja olíuna yfir Sýrland. Um
26 miljónir lesta af olíu hafa
árlega 'farið um Banias, en ein-
ar 15 miljónir lestir um höfn-
ir.a Tripoli í Libanon, en stjórn
Libanons hefur. boðað að hún
rouni einnig krefjast hæ^rkunar
á greiðslum IPC ef félagið verður
við kröfum Sýrlendinga.
IPC er sameign Shell og BP
franskra og bandarískra olíufé-
laga.
Sinfóníutónleikar haldnir
á morgun
A morgun, miðvikudag, held-
ur Sinfóníuhljómsveit Islands a-
fram a-ð kynna fyrir skólaæsk-
unni stílsögu hljómsveitartónlist-
ar frá upphafi til okkar tíma.
Tónleikarnir verfta kl. 14 í Há-
skólabíói.
Að þessu sinni verður róman-
tísk hljómsveitartónlist kynnt.
Fluttur verður forleikur að óp-
erunni „Frískyttan" eftir Weber,
en sú ópera ruddi rómantíkinni
braut í Þýzkalandi með sínum
almennu vinsseldum, og þar að
auki varð hún fyrirmynd siðari
rómantískra óperuhöfunda. Þó
leikur hljómsveitin þætti úr
„fantastísku sinfóníunni" eftir
Berlioz. Þessi sinfónía varð
einnig áhrifamikil fyxirmynd
fyrir franskri rómantík í tónlist.
Þar lagðist margt á eitt með aö
gera sinfóníuna fólki eftirminni-
lega, hún var nýstárleg og öfga-
full, hún flutti rómantíska sögu
og hið rómantíska líferni höi-
undarins var víðfrægt og um-
talað. Þá verður fluttur þáttur
úr e-moll píanókonsert Chopins,
en konsertar voru auk litríkra
ópera og 'sinfónískra verka, ein
helztu viðfangsefni rómantísku
tónskáldanna. Einleikari verð-
ur Rögnvaldur Sigurjónsson, en
stjórnandi Bohdan Wodiczko.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn, og verður skólafólk
á aldrinum 16 til ?1 árs látið
ganga fyrir, en annars er öllum
heimill aðgangur.
niður yfir Norður- og Suður-Vi-
etnam. Síðan í ágúst 1964 hefðu
445 flugvélar og 4 þyrlur verið
skotnar niður yfir Norður-Viet-
nam, en skæruliðar Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar í Suður-Vietnam
hefðu skotið niður 141 flugvél
og 236 þyrlur.
Við þessar tölur bætist allur
sá mikli fjöldi flugvéla sem
eyðilagðar hafa verið á jörðu
niðri- í Suður-Vietnam, stundum
margir tugir í einni árás skæru-
liða, og einnig þær flugvélar sem
farizt hafa „vegna vélarbilunar"
eða af öðrum ástæðum.
Talsmaður bandarísku her-
stjórnarinnar sagði í dag að
Norður-Vietnamar beittu nú æ
fleiri MIG-þotum í loftvörnum
sínum. Gert er ráð fyrir að Norð-
ur-Vietnam hafi nú til umráða
75 MIG-þotur Bandaríkjamenn
segjast ekki hafa sannanir fyrir
öðru en að vietnamskir flugmenn
fljúgi þessum þotum. Ástæðan
til þess að þotunum fer stöðugt
fjölgandi muni vera sú að æ
fleiri vietnamskir flugmenn séu
þjálfaðir til að stjórna þeim.
Sovétríkin seaija
við Olivetti
MOSKVU 12/12 — Fulltrúar Oli-
vettiverksmiðjanna, eins helzta
iðnfyrirtækis Ítalíu, hófu í dag
samningaviðræður við fulltrúa
sovétstjórnarinnar um byggingu
tveggja stórra verksmiðjá i Sov-
étríkjunum, sem eiga að fram-
leiða skrifstofu- og reiknivélar,
fjarskiptatæki o.s.frv. Tass-
fréttastofan gaf í skyn í dag að
enginn vafi væri á að samningar
myndu takast.
Gluggahreinsari
féll úr stiga
Um kl. 2 í gærdag varð slys
við Hafnarhúsið. Fullorðinn
maður var þar í háum stiga að
hreinsa rúður en stiginn rann
og maðurinn féll niður úr allmik-
illi hæð. Maðurinn, Ásgeir Ás-
geirsson, var fluttur á Slysa-
varðstofuna og þaðan á Landa-
kotsspítala en ókunnugt er um
meiðsli hans. Rannsóknarlög-
reglunni og öryggiseftirlitinu var
tilkynnt um slysið.
Sýndarfrumvarp ríkisstjórnarinnar
leysir ekki vanda atvinnuveganna
,
I umræðum á alþingi í gær kom glöggt fram að
hið svonefnda verðstöðvunarfrumvarp ríkisstjórn-
arinnar er fjarri því að vera einhver allsherjar-
lausn á vanda efnahagslífsins í „viðreisnar“öng-
þveitinu, eins og stjórnarflokkarnir vilja vera láta.
1 umræðtmum um verðstöðv-
unarmál á Alþingi í gær sagði
Lúðvík Jósepsson að sér hefði
skilizt á | f jármálaráðherra og
viðskiptamálaráðherra, þar sem
þessi mál hefðu verið rædd, að
kæmi til þess að styrkja þyrfti
bátaútveginn, togaraútgerðina og
fiskvinnslustöðvarnar meira á ár-
inu 1967 en á þessu ári, yrði
það ekki gert nema með nýjum
álögum. Nú væri hins vegarlýst
yfir, að þurfi að koma til nýrra
álagna sé grundvöllur verð-
stöðvunar brostinn. Spurði Lúð-
vík Bjama Benediktsson hvort
þetta væri einnig hans sjónar-
mið. Og hvort hann eða aðrir í
ríkisstjórninni létu sér til hugar
koma að ekki þyrfti meiri fjár-
framlög á næsta ári en þessu tf
ætti að halda þessum mikilvægu
framléiðslugreinum í fullum
rekstri. \
Kvaðst Lúðvík ekki' efastum
að ættu þessar atvinnugreinar að
ganga eðlilega þyrftu þær að
fá stóraukinn stuðning a.m.k.
bátarnir og togaramir, og nú virt-
ist Ijóst að ríkisstjómin teldi
ekki fært að nota til þess
tekjuafgang þéssa árs á fjár-
lögum.
□ Bréf A.S.Í.
Hannibal Valdimarsson ræddi
frumvarpið og taldi það alltof
óákveðið og þyrfti breytinga við
sem fælust í brejdingartillögu
Alþýðubandalagsins. Hann lýsti
afstöðu Alþýðusambandsins til
verðstöðvunarmála og kjaramála
við undangengna samninga og
las bréf miðstjórnarinnar til
ríkisstjórnarinnar sem birt er i
þessu sama blaði. Spurði hann
að lokum hvort stjómin myndi
fara gengislækkunarleið, ef
verðstöðvun brygðist.
□ Forsætisráðherra í misvindi
Bjarni Benediktsson hliðraði
sér hjá að svara beint spumingu
Lúðvíks, en sagði aðeins að
kæmi upp sá vandi að bátar,
togarar og fiskvinnslustöðvar
þyrftu meiri stuðning á naesta
ári jrrði að taka allt málið til
nýrrar athugunar og rejma að
ráða fram úr því án ]>ess að
skaða framkvæmd verðstöðvun-
arinn. Harm endurtók fyrri játn-
ingar um trú sx'na á fullt frjáls-
Framhald á 2. siðu.