Þjóðviljinn - 17.01.1967, Page 4
SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur l’T. janúar 1967.
DIOnVIUIMNLeiðbeininQar við ^kattframtöl
fcS0™9,Ƨ mkKBW BaJP mm m HrJV I I BH I H í sunnudagsblaðinu birtist verði. Sé grcidd ákveðin Fyrir barn, sem fæðist á ár- isskattanefndar (sjá ' með-
Útgeiandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: ívar H- Jónsson (áb).. Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsso..
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj-: Eiður Bergmann.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust- 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105,00 á mánuði. —
LausasöluVerð kr. 7.00-
Nauðungarsamningar
JJér í blaðinu var fyrir nokkru sagt frá mjðg lær-
dómsríkum atburði sem gerðist í Noregi: kanad-
íski alúmínhringurinn Alcan neyddi norska rík-
ið til að selja sér helminginn af alúmínbræðslunni
miklu, A/S Árdal og Sunndal Verk. Alúmín-
bræðsla þessi er ein hin stærsta í Vesturevrópu;
hún var öll í ríkiseign — og Verkamannaflokkur-
inn benti einatt á hana sem sönnun um ágæti rík-
isrekstrar- Verksmiðjan var nýtízkuleg, framleiðsl-
an hafði gengið ágætlega, og hún hafði skilað ár-
vissum arði. En bræðslan þurfti að kaupa allt
hráefni sitt af öðrum, og hún þurfti að selja hrá-
alúmínið, framleiðslu sína, fyrirtækjum sem ann-
ast fullvinnslu. Á báðum þeim sviðum hefur einok-
un farið sívaxandi að undanförnu, einkanlega hafa
amerískir einokunarhringir keypt upp fyrirtæki
um allan heim á síðustu árum. Hið norska fyrir-
tæki hefur fengið að finna fyrir því að undan-
förnu, að stóru auðhringirnir höfðu það annars
vegar á sínu valdi að ákveða verðið á hráefninu
sem hún þurfti að nota og hinsvegar verðið á hrá-
alúmfninu sem hún þurfti að selja. Og að lokum
hafði verið þrengt svo að þessu norska fyrirtæki
að Norðmenn höfðu um það tvennt að velja að
láta drepa fyrirtækið fyrir sér eða gefast upp fyrir
auðhringunum. Þeir völdu síðari kostinn og gerðu
helmingaskiptasamning við kanadíska alúmín-
hringinn; ríkisfyrirtæki sem hugsað hafði verið
sem sósíalistísk framkvæmd í Noregi gafst upp
fyrir alþjóðlegu auðmagni. Norðmenn höfðu feng-
ið sönnun fyrir því að það þarf afar langa skeið
til þess að éta súpu með auðhringum.
J umræðum um alúmínmálið hefur oft verið varað
við því hér í blaðinu og annarstaðar, að hætta
væri á að svissneski auðhringurinn gerði sig digr-
an hérlendis um leið og hann fengi fótfestu.
Stjórnarherrarnir hafa gert lítið úr öllum þvílík-
um aðvörunum, en dæmið frá Noregi er óræk
sönnun þess hvers við megum vænta ef hinir er-
lendu auðmenn ásælast eitthvað úr okkar eigu.
Svissneski auðhringurinn gerðist raunar ákaflega
nærgöngull við hagsmuni okkar áður en nokkrir
samningar voru gerðir. Hann tryggði sér hérlend-
is raforkuverð sem er það lægsta sem hringnum
hefur boðizt 1 nokkru landi heims, um það bil
fjórðungi lægra en verð það sem Norðmenn fá.
Hann tryggði sér víðtækar undanþágur' frá ís-
lenzkri löggjöf. en þau ákvæði eru einnig eins-
dæmi í samskiptum hringsins við erlendar ríkis-
stjórnir. Við höfum sannarlega enga ástæðu til
að búast við þvi að hringurinn verði hófsamlegri
eftir að hann er búinn að tryggja sér aðstöðuna
hérlendis og við erum orðnir háðir honum.
j^orskir stjórnmaiamenn fóru ekkert dult með
það að þeir teldu það raunalega og þungbæra
ákvörðun að selja helminginn af hinu glæsilega
ríkisfyrirtæki sínu. En hérlendis eru við völd menn
sem virðast hafa ánægju af því að láta útlendinga
svínbeygja sig. Að minnsta kosti fjallar síðasta
sunnudagsgrein forsætisráðherra íslands um það,
að nauðungarsamningar Norðmanna við auðhring-
inn Alcan séu aðeins eðlileg þróun. — m.
I sunnudagsblaðinu birtist
hér i Þjóðviljanum upphaf
þeirra leiðbeininga, sem ríkis-
skattstjóri hefur sent frá sér.
Framhaldið fer hér á eftir og
í næsta blaði.
III. Tekjur árið 1966.
1. Hreinar tekjur samkv. með-
fylgjandi rekstrarreikningi.
Liður þessi er því aðeins
útfylltur, að fyrir liggi rekstr-
arreikningur. Skattstjóri ann-
ast ekki reikningsuppgjör
fyrir framteljanda og kemur
því ekki til aðstoð í þessu
tilviki.
2. Tekjur samkv. landbúnaðar-
og sjávarútvegsskýrslu.
Hér eru færðar nettó tekjur
af landbúnaði og smá-
útgerð og ekki til ætlazt, að
byrjandi annist slíka skýrslu-
gerð. Sjá umsögn með eign-
arlið 2.
3. Húsaleigutekjur.
Þennan lið á að vera búið
að útfæra. Sjá 3. mgr. um-
sagnar um eignarlið 3.
4. Vaxtatekjur.
Hér skal færa skattskyjdar
vaxtatekjur samkv. A- og B-
lið bls. 3. Það athugist, að
undanþegnir framtalsskyldu
og tekjuskatti eru allir vext-
ir af eignaskattsfrjálsum
innstæðum og verðbréfum.
sbr. tölulið 7. I.
5. Arður af hlutabréfum.
Hér skal færa arð, sem fram-
teljandi fær úthlutaðan af
hlutabréfum sínum. Rétt er
að líta á eignarlið 8 og
spyrja um arð frá hverju
einstöku félagi, séu um
fleiri en eitt að ræða, og
færa samanlagðan arð hér.
6. Laun greidd í peningum.
í lesmálsdálk skal rita
nöfn og heimili launagreið-
enda og launaupphæð í kr.
dálk. Ef framteljandi telur
fram óeðlilega lágar tekjur.
miðað við það sem aðrir hafa
í hliðstæðu eða samskonar
starfi, skal inna eftir ástæðu
og geta hennar í G-lið bls. 4
7. I.aun greidd í hlunnindum.
a. Fæði: Rita skal dagafjölda
sem framteljandi hefir frítt
fæði h já atvinnurekenda sín-
um og reiknast til tekna kr.
62,00 á dag íyrir karlmann.
kr. 49,00 fyrir kvenmann og
kr. 49.00 fyrir böm yngri en
16 ára. Margfalda síðan
dagafjölda með 62 eða 49.
eftir því sem við á. og færa
útkomu í kr. dálk. Frítt
fæði sjómanna er und-
anþegið skatti og útsvari og
færist því ekki hér.
b. Húsnæði: Rita skal fjölda
mánaða, sem vinnuhjúhafa
frítt húsnæði hjá atvinnurek-
anda sínum og reiknist til
tekna kr. 165,00 á mánuði í
kaupstöðum og kauptúnum,
en kr. 132,00 á mánuði í
sveitum. Margfalda skal
mánaðafjölda með 165 eða
132 eftir því sem við á, 00
færa útkomu í kr. dálk.
Fæði og húsnæði framtelj-
enda sem búa í foreldrahús-^
um, telst ekki til tekna og
færist ekki á þennan lið,
nema foreldri sé atvinnurek-
andi og telji sér nefnda liði
til gjalda. Ef framteljandi
fær greitt kaup fyrir heimil-
isstörf, reiknast enn frem-
ur fæði og húsnseði til tekna.
c. Fatnaður eða önnur hlunn-
indi: Til tekna skal færa
fatnað, sem atvinnurekandi
lætur framteljanda í té án
endurgjalds, og ekki °r
reiknað til tekna í öðrum
launum. Tilgreina skal hver
fatnaður er og útfærá í kr.
dálk, sem hér segir: Ein-
kennisföt kr. 2.600,00. Eio-
kennisfrakki kr. 1950,30.
Annar einkennisfatnaður og
fatnaður, sem ekki telst
einkennisfatnaður, skal tal-
inn til tekna á kostnaðar-
verði. Sé greidd ákveðin
fjárhæð í stað fatnaðar, ber
að telja þá upphæð til tekna.
önnur hlunnindi, sem látin
eru í té fyrir vinnu, ber að
meta til peningaverðs eftir
gangverði á hverjum stað
•og tíma og reikna til tekna.
8. EIli- og örorkulífeyrir.
Hér skal telja elli- og öi'-
orkulífeyri frá Trygginga-
stofnun ríkisins, þar með ör-
orkustyrk og ekkjulífeyri.
Upphæðir geta verið mis-
munandi af ýmsum ástæðum.
T.d. greiðist ellilifeyrir í
fyrsta lagi fyrir mánuðinn
næsta á eftir að lífeyrisþegi
varð fullra 67 ára. Heimilt
er líka að fresta töku lífeyr-
is og fá þá þeir, sem það
hafa gert, hækkandi lífeyri,
eftir því sem lengur er frest-
að að taka lífeyrinn.
Almennur ellilífeyrir allt ár-
ið 1966 var sem hér segir:
Fyrst teklnn: (Einstaklingar)
frá 67 ára aldri kr. 31.700,00
frá 68 ára aldri kr. 34.411,00
frá 69 ára aldri kr. 38.374,00
frá 70 ára aldri kr. 42.336,00
frá 71 árs aldri kr. 47.550,00
frá 72 ára aldri kr. 52.972,00
Hjón kr. 57,060,00, þ.e. 90%
af lífeyri tveggja einstak-
linga, sem bæði tóku lif-
eyrí frá 67 ára aldri.
Ef hjón, annað eða bæði,
frestuðu töku lífeyris, þá
hækkar lífeyrir þeirra um
90% af aldurshækkun ein-
staklinga. Ef t.d. annað
hjóna frestaði töku lífeyris
til 68 ára aldurs en hitt td
69 ára aldurs þá var lífeyr-
ir þeirra árið 1966 90% af
kr. 34.411,00 + kr. 38.374,00
eða kr. 65.506,00. Öryrkjar,
sem hafa örorkustig 75%
eða meira, fengu sömu upp-
hæð og þeir, sem byrjuðu að
taka ellilífeyri strax frá 67
ára aldri.
Færa skal í kr. dálk bá
upphæð, sem framteljandi
telur sig hafa fengið greidda
á árinu.
9. Sjúkra- eða slysabætur (dag-
pcningar).
Hér skal færa sjúkra- og
slysadagpeninga. Ef þeir eru
frá Almannatryggingum eða
úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga,
þá koma þeir einnig til frá-
dráttar, sbr. frádráttarlið 14.
10. Fjölskyldubætur.
Greiðslur Tryggingastofnun-
ar vegna barna (ekki barna-
lífeyrir eða meðlag) nefnast
fjölskyldubætur og mæðra-
laun, og er hvort tveggja
fært til tekna undir lið 10.
Á árinu 1966 voru fjöl-
skyldubætur fyrir hvert
barn kr. 3.358,00 yfir árið.
Margfalda skal þá upphæð
með bamafjölda og útfæra í
kr. dálk. Fyrir börn, sem
bætast við á árinu og börn,
sem ná 16 ára aldri á árinu,
þarf að reikna bætur sér-
staklega.
Mánaðargreiðslur á árinu
1966 voru sem hér segir:
Jan. — febr. kr. 268,30.
Marz — maí kr. 272,88.
Júní — ágúst kr. 283,55.
SeDt — des. kr. 288,13.
Fyrir barn, sem fæðist á ár-
inu, eru bætur greiddar frá
1. næsta mánaðar frá fæð-
ingu. Fyrir bam, sem yerður
16 ára á árinu, eru bætur
greiddar fyrir afmælismán-
uðinn.
Mæðralaun eru greidd ekkj-
um, ógiftum mæðrum og frá-
skildum konum, sem hafa
börn undir 16 ára á fram-
færi sínu. Á árinu 1966 voru
mæðralaun, sem hér segir:
Fyrir 1 barn kr. 2.780,00, 2
börn kr. 15.095,00, 3 böm
og fleii'i kr. 30.190,00. Ef
barn bætist við á árinu eða
börnum fækkar verður að
reikna sjálfstætt hvert tíma-
bil, sem móðir nýtur bóta
fyrir 1 barn, fyrir 2 böm
o.s.frv. og leggja saman bæt-
ur hvers tímabils og færa
í einu lagi í kr. dálk.
Mánaðargreiðslur á árinu
1966 voru sem i hér segir:
Fyrir 1 barn:
Jan • — febr. kr. 216,39
Marz — maí kr. 220,08.
Júní kr. 228,69.
Júlí — ágúst kr. 240,58.
Sept — des. kr. 244,46.
Fyrir 2 böm:
Jan ■ — febr. kr. 1174,88.
Marz — maí kr. 1194,71.
Júní kr. 1241,44.
Júlí - — ágúst kr. 1306,00.
Sept — des. kr. 1327,07.
Fyrir 3 börn og fleiri:
Jan. — febr. kr. 2349,35.
Marz — maí kr. 2389,41.
Júní kr. 2482,39.
Júlí - — ágúst kr. 2612,00.
Sept. — des. kr. 2654,14.
11.
Tekjur barna.
Útfylla skal F-lið bls. 4 eins
og formið segir til um og
færa samanlagðar tekjur
bama í kr. dálk 11. tekju-
liðs, að frádregnum skatt-
frjálsum vaxtatekjum, sbr.
tölulið 4, III. Ef barn (börn)
hér tilgreint stundar nám í
framhaldsskóla, skal í neðstu
línu F-Iiðar rita nafn barns-
ins og í hvaða skóla nám er
stundað, rita skal einnig
námsfrádrátt skv. mati rík-
isskattanefndar (sjá ~ með-
fylgjandi matsreglur), og
færa í frádráttarlið 15, bls.
2. Upphæð námsfrádráttar
má þó ekki vera hærri cn
tekjur barnsins (bamanna,
hvers um sig) færðar i
tekjulið 11.
Hafi barn hreinar tekjur
umfram kr. 16.000,00 í grunn,
sjá athugasemd vegnaskatt-
vísitölu síðast í leiðbeining-
um þessum, getur framtelj-
andi óskað bess, að barmð
verði sjálfstæður framtelj-
andi og skal þá geta þess
í G-lið bls. 4. Skal þá ekki
færa tekjur bamsins f
tekjulið 11 né námsfrádrátt
á frádráttarlið 15, þegar
fram er talið.
Við endurskoðun munu
tekjurnar hins vegar verða
færðar til tekna undir tekiu-
lið 11 og frádráttur færður
á frádráttarlið 15, eftir því
sem við á.
12. Launatekjur konu.
Hér skal færa tekjur konu
framteljanda, ef einhveriar
eru. f lesmálsdálk skal rifa
nafn launagreiðanda og
launaupphæð í kr. dálk. Það
athugist, að bótt helmingur
af launatekium giftrar konu
sé skattfrjáls. ber að telja
allar tekjurnar hér.
13. Aðrar tekjur.
Hér skal tilfæra hverjar
þær tekjur. sem áður eru 6-
taldar. Má þar tilnefna
greiðslur úr lífeyrissióðum
(tilgreinið nafn sióðsins),
styrktarfé. gjafir (aðrar en
tækifærisgjafir), happdrætt-
isvinninga (sem ekki eru
skattfrjálsir), arð af hluta-
bréfum vegna félagsslita,
arð af eignum, töldum und-
ir eignarlið 11, .söluhagnað
sbr. D-lið bls. 4. skattskyldá
eigin vinnu við eigið hus,.
afföll af keyntum verðbréf-
um, o.fl. o.fl. Enn fremur
skal hér færa til tekna
risnufé, bifreiðastyrki o.þ.n.,
og endurgreiddan ferðakostn-
að. þar með taldir dagoen-
ingar. Sjá lið IV. tölulið 15
um frádrátt.
TRABANT EIGENDUR
Viðgerðarverkstæði
Smurstöð
Yfirförum bílinn
fyrir veturinn.
FRIÐRIK OLAFSSON, vélaverkstæði
Dugguvogi 7. Sími 30154.
UngHngar óskast
Piltar eða stúlkur óskast til sendistarfa.
hálfan eða allan daginn. — Þurfa helzt að
hafa reiðhjól.
ÞJÓÐVILJINN
Útsala—Bútasala—Utsala
á kjólaefnum og gardinuetnum
VESTURGÖTU 4