Þjóðviljinn - 19.02.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.02.1967, Blaðsíða 2
2 S*RÁ — ÞSÖEm&nmj — Sunnadagttr Ifl. febniar 13CT. Flogið var upp í 19 þús. feta hæð, og þegar vdð vorum í þeirri hæð suður af landinu, var okkur tilkynnt, að úti fyr- ir væri 20° frost. — Þetta var að morgni mánudagsins 4. júli sl. Við þrír: Leifur Kr. Jóhann- esson héraðsráðunautur Stykk- ishólmi, Ingimar Sigurðsson garðyrkjubóndi Hveragerði og ég, sem þetta skrifa, vorum áð fara til Austur-Þýzkalands í boði landbúnaðarráðuneytisibs þar. Skömmu fyrir hádegið lækk- aði vélin flugið og sveif niður í gegnum hvíta, þurra ský- bólstra og lenti í Glasgow fyrr en varði. Þár var sólskin og blíðviðri og fagurt umhorfs. víða skógargróður, og hæðir og heiðar í blámóðu þegar fjær dró. Þarna varð stuttur stanz og síðan flogið áfram til fCaup- mannahafnar — Þaðan áttum við að fara með járnbrautar- lest til Austur-Berlínar. I Kaupmannahöfn í Kaupmannahöfn varð nokk- ur stanz unz lestin fór, og not- uðum við tímann til að tryggja okkur gistingu þar í bakaleið- inni. . því þá yrðum við ekki lengur undir handleiðslu þeirra austur-þýzkú. pema hvað varð- aði flugfarið heim, Þann tíma. sem við höfðum svo enn til umráða þarna. notuðum við til að ganga ögn um borgina og téanum í Tívoli- Leifur, Olgeir og Ingimar til austursins rósrauða flugu, en ekkert þeir vissu um áttirnar þá uppi við himininn smugu. •• Við húmtjaldið birtist þeim heimur nýr: um hugi þeirra spurnin fór — Þar sáu þeir fagrar konur — og kýr og kneifuðu af glösum 12° bjór. Frá höfninni í Rostock — þar er- mikil -umferðstórra og smárra skipa. lystigarðinn — þar fengum við okkur hressingu á veitingastað undir beru lofti. Verzlun var mjög mikil i borginni og virtist várningur- inn ekki rúmast alstaðar inn- an dyra, því víða var honum komið fyrir utan á gangstéttum. Læddist -að manni sú hugsun að mikil býsn hlyti að fara í súginn í verzlun „velférðar- rikja“, sem að miWu leyti væri ætlað að þjóna tízkuflbguro og hégómaskap. Andrúmsloftið á hinum Ferðaþættir frá Austur- Þýzkalandi 1. kafli af 3 Olgeir Lútersson OLGEIR LÚTERSSON: SJÓN ER SÖGU RÍKARI avntsin liHUBPnjl tllMTM HEIlDSðLUSIRGOiR-.BIRGOASTOO SÍS REVKIAVÍK, EGGERT KRISTJANSSON REVKJAVIK, HEILDVERZL.VALDIMARS BALDVINSSONAR AKUREVRI. mestu umferðargötum þótti mér miður gott, er útblásturs- reykur og sót bilanna mett- aði loftið, og trúlega er slíkt andrúmsloft ekki heilsusam- legt fyrir borgarbúa. í lest og férju Það var liðið að kveldi þegar við lögðum af stað með lest- inni frá Kaupmanriáhöfn áleið- is til Gedser, sem er syðst á Falstri við Eystrasalt. Ég hafði aldrei fefðazt í járn- brautarlest fyrr, en J mér líkaði það nokkuð vel þrátt fyrir skrölt og gjökt í hjólum henn- ar, og mjög óþægilegur hávaði varð þegar lestin fór undir krossgötubrýr eða mætti ann- arri lest, en þær fórú svo nærri hvor annarri, að hausinn hefði klippzt af manni hefði maður rekið hann út um gluggann — enda var það harðbannað. He'y- skapur sitóð yfir hjá dönskúm bændum. og var allt Iandíð samfellt tún og akrar. og skógarbelti voru hvarvetna til skjóls og víða einstök tré og runnar um tún og akra, sem ætla mætti að yllu óþægiridúm við vinnuna — en skjoíið er þarna mikils metið. Það var farið að dimmg uin kveldið þegar við komum til Gedser, svipað og hér eftir miðjan ágúst. Þarna var lest- inni ekið inn í ferjuna, neðan- þilja sem er í förum milli Gedser og Warnemúnde í Aust- ur-Þýzkalandi. Þetta var nú ekki sams konar ferja og prammarnir. sem notaðir voru til að róa tíðum áratogum gegnum krapstellu milli skara á íslenzkum ám, heldur var þetta stórt skip með veitinga- sölum og verzlunum á tveim ur hæðum og dekki efst uppi, þar sem farþegar gátu viðrað sig í blíðunni. Neðan frá lest- inni var farið í lyftu upp á véitingahæðirnar. Við borðuðum okkar fyrstu máltíð austan „tjalds" um borð ,.í ferjunni og bragðaðist hún vel, nema hvað Leifi og Ingi- mar líkaði ekki súpan, og nefndu hana flotsúpu, en mér þótti hún góð og fannst þeim það eðlilegt þar sem ég væri kominn austur fyrir. Svo þurftum við að ganga fyrir vegabréfaeftirlitið og út- fylla ýmis eyðublöð. og þótti mér nú ferðin fara.að vjandast, þar sem ég skildi ekki orð í þýzkunni á eyðublöðunum. En Ingimar tók þessu létt, og sagði að það væri alveg sama hvað við skrifuðum, þvi það „yrði aldrei lesið — og svo skrifaði maður þá sumstaðar eitthvað og sumstaðar ekkert, og allt virtist í lagi. Ferðin yfir sundið tók að- eins um 2 klst. og svartamyrk- ur var í Warnemúnde. Þaðán áttum við að fara með nætur- lest til Berlínar og fengum þriggja manna klefa — eða það voru þrjár svefnkojur, hver upp af annarri, en góífrýmið var eiginlega ekki noma fyrir einn. Það varð þarna hálfgert umferðaröngþveiti hjá ‘rikítur á meðan við vorum að koitria dóti okkar fyrir og fækká á okkur fötunum. Á meðan korriu líka inn tveir starfsirienn ferðamannaeftirlitsins til að ganga úr skugga um hyejfjir við værum og þurftum við érin að útfylla eyðublÖð. -en farið var með vegabréf okkar til athugunar og stimplunar. Síðan lögðum við okkur og hlaut ég neðstu hvíluna af þvi að ég var þyngstufc. en Leifur þá efstu því hann var yngstur. Rúmfatnaður var góður og léið okkur vel í hvílunum. Ég undraðist þá kyrrð og myrkur sem þarna rikti. þótt verið væri að bú'a íestina til ferðar, og líktist, það helzt haustnæturkyrrð í íslenzkri sveit. Ég reiknaði ekki með mikl- um svefni hjá mér fyrstu næt- urnar í þessu ferðalagi. þvi ég hefi verið þannig frá barns- aldri að verða andvaka þær fyrstu nætur sem ég gisti ann- arsstaðar á ferðalögum og þurfti minna til en svona um- skipti. Þó erum við allir komn- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.