Þjóðviljinn - 19.02.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.02.1967, Blaðsíða 10
| Q SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 19. febrúar 1967. Smíði óhófsibúða Framhald af 1. síðu. tryggja sem bezta nýtingu þess fjár, sem þjóðin ver til íbúða- bygginga. Á þetta hefði skort og nefndi Guðmundur sem dæmi að í Amamesinu í Garðahrepoi væra reist allt að 300 fermetra einbýlishús, í Fossvogi hefði ver- ið úthlutað yfir 80 einbýlishúsa- lóðum þar sem byggja mætti allt að 340 fermetra hús og í Skild- inganeshverfi væri hámarksstærð einbýlishúsa leyfð allt að 275 fer- metmm. Guðmundur benti á að nú þeg- ar væri búið að samþykkja 18 einbýlishús í Fossvogi og væri stærð þeirra yfirleitt 230—290 fermetrar eða allt að 950 rúm- metrum. Slík hús kostuðu ekki- undir 3—4 mil.iónlr króna — og þau væru ætluð einni fjölskyldu. Ef reiknað er með lægri tölunni munu þessi 80 einbýlishús í Foss- vogi kosta alls 240 miljónir kr. varlega áætlað. Fyrir sama f jár- magn væri unnt að reisa 160 í- búðir sem kostuðu hálfa aðra miljón og 240 íbúðir á eina mil- jón króna. , Ihaldið ver forréttindin. Eins og áður var getið í frétt- um blaðsins snerist íhaldið í borgarstjóm gegn hinni sjálf- sögðu og nauðsynlegu tillögu Guð- mundar Vigfússonar og til varn- ar forréttinda- og auðmöhnunum, sem telja sig geta farið með fjámnagn og vinnuafl eins og þeim sýnist, á kostnað þeiira sem bráðliggur á hóflegum íbúðum. Gísli Halldónsson var af.íhalds- ins hálfu látinn flytja frávísun- artillögu, rökstudda með því að ekki væru nema „örfáir sem byggja kannski stærra en æski- legt er talið“ og meðalstærð í- búða hefði farið minnkandi á undanfömum ámm. Geir Hallgrímsson borgarstjóri lýsti einnig afdráttarlausum stuðningi við algert frjálsræði fométtindamannanna, sem hann kallaði „máttarstoðir og dugnað- armenn sem kunna með peninga að fara“ og taldi sjálfsagt að þeir hefðu „sína hentisemi" viðíbúða- byggingarnar! Einar Agústsson (F) og Óskar Hallgrímsson (AF) lýstu fylgi sínu við tillögu Guðmundar Vig- fússonar. Að ijmræðum loknum var frávísunartillaga íhaldsirts samþykkt með 8 'atkvæðum meirihlutans gegn 7. Iha.ldsmenn- irnir 8 voru: Auður Auðuns, Bragi Hannesson, Birgir 1. Gunn- arsson, Gunnar Helgason, Geir HallgrímssoTi, Gísli Haildórsson, Olfar Þórðarson og Þórir Kr. Þórðarson. ★ Tæknibókasafn I-M.S.l. Skipholti 37, 3. hæð, er opið alla virka daga kl. 13—19 nema laugardaga kl. 13—15 (lokað á laugardögum 15. mai til 1. október.). MarsTrading Company Irf u y IAUGAVEG 103 — SIMI 17373 _ Maðurinn minn \ BJARNI PÁLSSON, vélstjórL lézt af slysförum hinn 17. þ.m. Fyrir mina hönd og barna hans Matthildur Þórðardóttir. Systir okkar, NANNA Þ. GfSLASON. lézt á Landspítaianum sunnudaginn 12. febrúar. Otförin hefur farið fram. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð. . , Baldur Þ. Gíslason Freyr Þ. Gíslason Vilhjálmur Þ. Gíslason Gylfi Þ. Gíslason. Eiginmaður minn, faðir,. stjúpfaðir. tengdafaðir og afi, INGIMAR MAGNÚS BJÖRNSSON, vélvirki, Meðalholti 9, ' .’ •' / verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn febrúaf kl. 1,30 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuð. María Hannesdóttir, Jóhanna Þórunn Inglmarsdóttir. Herdís Jónsdóttir, Hannes Jónsson, Karin W. Jónsson og barnabörn. • Sunnudagur 19. febrúar. 8.30 Tveir forleikir eftir Sulli- van og marsar eftir Sousa. 9.25 Morguntónleikar. a) Magni- ficat eftir Monteverdi. . Roger Wagner-kórinn og Fíl- harmoníusveitin í Los Angel- es flytja; A. Wallenstein stj. b) Sónata nr. 1 fyrir flautu og sembal eftir Bacb. E. Shaffers og G. Malcolm leika. c) Tempo di conserto í D-dúr eftir Rossler. F. Mannino o.a . Sinfóníusveit ftalska útvarps- ins flytja. H. Albert stj. d. Gömul frönsk sönglög. G. Souzay syngur; J. Bonneau leikur undir. e) Strengjakvart- ett nr. 2 eftir Haydn. Allegrí kvartettinn leikur. 11,00 Messa í Neskirk.iu. Séra Frank M. Halldórsson. 13,15 tJr sögu 19. aldar. Dr. Björn K. Þórólfsson sagnfr. flytur erindi: Miðlunarþingið 1889. 14,00 Miðdegistónleikar: Sinfón- íusveit Islands. Guðm. Jóns- son og Þjóðleikhúskórinn i hljómleikum 1 Háskólatííói 15. janúar. Stjórnandi B. Wodic- zko. a) Lýrísk svíta op. 54 eftir Grieg. b) Cavatina úr „Rakaranum í Sevilla“ eftir Rossini. c) Nautabanasöngur úr „Carmen" eftir Bizet. d) Rondó úr ,.Faust“ eftir Goun- od. e) Ölsöngur úr „Mörtu“ eftir Flotow. f) „Vorgyðjan kemxxr“ eftir Árna Thorsteins- son, í útsetningu Jóns Þórar- inss. g) Sjö atriði úr „Faust". eftir Gounod. h) Le Carnaval Romain eftir Berlioz. i) 3ög- »jr úr Vmarskógi og Lista- mannalíf, valsar eftir Strauss. j) „Boðið upp í dans“, vals eftir Weber-Harrison. 15,35 Færeysk guðsþjónusta. (Útvarpað fyrir færeyska sjó- menn og aðra Færeyinga hér- lendis). 16,05 Endurtekið efni: a) Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor flytur síðara erindi sitt um Jón biskup Vidalín Áður útv. 21. marz i fyrra, á 300 ára afmæli Jóns bisk- ups). b) Lárus Sveinsson og Sinfóníuhljómsveit Islands leika Trompetkonsert í . Es- dúr eftir J. Haydn undix' stjórn Páls P. Pálssonar (Áð- ur útvarpað 9. 'nóv. s.L). 17,00 Barnatími: Anna Snorra- dóttir kynnir. a) Litla tón- listarpi’ófið. Nokkrar spurn- ingar viðvíkjandi tónlistar- spjalli Þorkels Sigurbjörns- sonar sfðustu sunnudaga. b) Úr bókaskáp heimsins: „Ferð- in til tunglsins“ eftir Jules Verne. Borgar Garðarsson les kafla úr sögunni, sem Kristj- án Bersi Ölafsson og Ólafur Þ. Kristjánsson hafa íslenzk- að. c) Leikrit: „Stóri-Brúnn og Jakob" eftir Káre Holt. Þýðandi Sigurður Gunnars- son. Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. Með aðalhlutverk fara: Valtxr Gíslason, Borgar Garð- arsson og Valdemar Helgasoh. 18,05 Stundai’kom með Rakhm- aninoff:' B. Christoff syngur fáein lög; A. Labinsky aðstoð- ar. 19.30 Kvæði kvöldsins. Sigvaldi Hjálmarsson velur kvæðin oa flytur. 19,40 Sónata fyrir sembal, fiðlu flautu og selló eftir W. Fr. Bach. Þýzkir listamenn flytja. 19,50 Skáldauppreisn á páskum — Gunnar Bergmann filytur fyrra erindi sitt úr Irlands- för, og fylgir því írsk tónlist. 20.25 Miðaldakvæði og tónlist við þau. Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri talar um kvæðin. . Karlakórinn Fóst- bræður syngur sjö lög eftir Jón Nordal. Söngstjóri: Ragn- ar Björnsson. 20,45 Á víðavangi. Ámi Waag talar um griðland íslenzkrar náttúm f framtíðinni. 21.30 Á hraðbergi. Þáttur spaug- vitrinsa og. gesta þeirra í útvarpssal. Pétur Pétursson kynnir. 22.25 Danslög. 23.25 Fréttir í stuttu máli. • Mánudagur 20. febrúar. 13.15 Búnaðarþáttur. Frá setn- ingu búnaðarþings. 14,00 Við vinnuna. 14.40 Edda Kvaran les fram- haldssöguna „Fortxðin gengur aftxjr". 15,00 Miðdegisútvax-p: H. Alpert, G. Lind, S. Black, Ames- bræður, Jo Basile og J. Baez skemmta með söng og hljóð- færaleik. 16,00 Síðdegisútvarp: 17,05 Tónleikar. 17.40 Séra Bjarni Sigurðsson Mosfelli les bréf frá börnum og talar við bau um efni bréfanna. 19,30 Um daginn og veginn. Á^- mundur Einarsson lögfræðinp- ur talar. 19,50 Gömlu lögin sungin >g leikin. 20.15 Á rökstólum: Hvað er að gerast í Kína? Tómas Karls- son blaðamaður stjórnar um- ræðum fjöguira manna: Ás- mundar Sjgurjónssonar blaða- manns. Indriða G. Þorsteins- sonar ritstjóra, Sigurðar Ró- bertssonar rithöfundar og Þetta er ein af höggmyndunum á sýningu Listafélags Menntæ Þór.s Vilhjálmssonar prófess- skóians í Reykjavík sem opnuð var í gær eins og frá var skýrí ors. 21,30 Lestur Passíusálma (*'5). 21.40 Islenzkt mál. Ásgeir Bl. Magnússon cand. mag flytur báttirm.. 22,00 Kvöldsagan Litbrigði jarð- arinnar, eftir Öl. Jóh. Sig- urðsson. 22,20 Hljómplötusafnið í umsjá Gunnars Guðmundssonar. 23,15 BridgeháthiV Niai+j Elías- son flvfur SjónvarpiS HBWKWWI—W—W—BM8B • Sunnudagur 19. febrúar ’67. 16,00 Helgistund. 16,20 Stundin okkar. Þáttur fyr- ir bömin í umsjá Hinriks Bjarnasonar. í bsettinum verður að héssu sinni m.a. samleikur á fiðlu og píanó Kolbrún og Helga Öskars- dætur leika. Huida Runólfs- dóttir segir sögu og böm úr Breiðagerðisskóla flytja 1. þátt leikritsins „Runki ráða- góði“. 17,15 Fréttir. 17,25 Erlend málefni. Tun^l- ferðaáætlun Bandaríkjanna. 17,45 Denni dæmalausi. — Að- alhlutverkið leikur Jay North. Islenzkan texta gerði Dóra Hafsteinsdóttir. 18,10 fþróttir. • Mánudagur 20. febrúar 1967. 20,00 Fréttir. 20,30 Harðjaxlinn. Þessi þáttur nefnist „Séð frá sumarhús- inu“. Aðalhlutverkið, John Drake, leikur Patrick McGoo-'*' han. — Islenzkan texta gerði Þráinn Bertelsson. I 20,55 öld konunganna. Leikrit eftir William Shakespeare, búin til flutnings fyrir sjón- vax*p. Þeir þættir, sem áður hafa verið sýndir, voru byggð- ir á leikritinu Ríkharður (I. Þessi þáttur nefnist „Upp- reisn að norðan“ og er í raun- inni 1. og 2. þáttur úr fyrra leikriti Shakespeare's um Hinrik konung IV. Söguþráð- urinn er í stuttu máli: Hin fyrirhugaða krossferð Hinriks IV fer skyndiloga út um þúf- ur, þegpr uppreisn verður heima fyrir. Hinir þrír fyrr- verandi bandamenh hans fyr- ir norðan, b.e. hin volduga Percy-ætt, Northumberland, sonur hans. Harrv „Hotspur" ogbtóðir hans. Worcester, erj óánægðir með h'tilfiörlega um-bun eftir að bnfa stutt hinn nýja konung til valda. I Lundúnum veldur hinn ungi Prins af Wales föður sínum gremju, er hano !i!and- ar geði við félaga af lægri stigum, meðal þeirra hinn 1 í frétt hér í blaðinu. vambsxða riddara, Sir John Falstaff. Þótt prinsinn hafi i hyggju að láta fylgifiska sína lönd og leið einn góðan veð- urdag og breyta líferni sínu, finnst hqnum tiltæki þeirra freistandi. — GrímuMæddir stöðva prinsinn og félagar saklausa ferðamenn og ræna að næturþeli við Gadshill i Kent. — Ævar R. Kvaran flytur inngangsorð. 9 Gjöf • Frú Jóhanna Jórunn Einars- dóttir, sem andaðist 8. júlí f.á. bað tengdason sinn, Brynjólf Ingólfsson ráðuneytisstjóra, skömmu fyrir andlát sitt aðsjá til þess, að tíu þúsund krónur úr búi sínu yrðu eftir hennar dag greiddar til styrktar. land- græðslu S íslandi. Eins og kemur fram í bréfi Brynjólfs Ingólfssonar, þá kyaðst Jóhanna sál. nýlega hafa lesið grein um árangur þann, sem náðst hefur í sandgx-æðslu hér á landi, og hefði það vak- ið mikinn og einlægan áhuga hennar á jjiálinu. Ég vil fyrir hönd Landgræðslu ríkisins þakka af alhug þá ræktarsemi og hlýhug, sem felst í þessari gjöf, því hugaxriar gef- andans er mér kærkomnast. f samráði við erfingja hinnar þjóðræknu konu, svo og land- búnaðarráðuneytið, hef ég á- kveðið að verja þessum fjár- munum til uppgræðslu í Þjórs- árdal. Mikill hluti af Þjóreár- dal er eins og eyðimörk, þrátt fyrir nærri böátíu ára friðun Skógræktar rikisins. Eins og stendur, er ekki veitt neittsér- stakt ríkisframlag til land- græðslu í dalnum, en þó er fflkynning um nýtt sorphauffastæði fyrir Hafnariiörð. Mánudaginn 27. febrúar 1967 verður tekið í notk- un nýjtt sorphaugastæði fyrir Hafnarfjörð. Sorphaugastæði þetta er staðsett við svokallað Hamranes austan Krísuvíkurveaar. Öllum þeirri er flytja sorp og hvers kyns rusl og úrgang ber í einu og öllu að fara eftir fyrirmælum umsjónarmanns um losun sorpsins á haueastæðmu. Frá sama tíma verður gömlu sorphaugunum lokað og ér með öllu óheimilt að flytja hangað sorp og annan úrgang eftir þann tíma. lafnarfirði 18. febrúar 1967 Meilbrig-ðisfulltrúi. fyrirhugað að hefjast þarhanda nú þegar og þá fyrst og fremsi fyrir fé, sem kæmi annars stað- ar að en úr ríkissjóði. Páll Sveinsson. 9 Einþáttungar Matthíasar Jóh. • Einþáttungar Matthíasar Jo- hannessen, Eins og þér sáið og Jón gamli, hafa nú verið sýnd- ir 12 sinnum á litla sviðinu í Lindarbæ og ávallt fyrir fullu húsi. Næsta sýning á einþátt- ungunum er í kvöld. Aðeins þrír leikarar koma fram á leiksviðinu, en þeir eru Valur Gísfason. Lárus Pálsson og Gísli Alfreðsson. Myndin er af Val Gíslasyni í Jóni gamla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.