Þjóðviljinn - 19.02.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.02.1967, Blaðsíða 6
£ SflftA — WÖÐVTUINN — Saimudagur 19. febróar 1967. SÍGAUNAR NÁMU STAÐAR í RJASAN Afítsj Míkbæ: Hvað er í. það varið að búa í húsi? I»að sér ekki tii tungls og hcyrist ckki í vindinum. ISovétríkjunum búa hundrað og fimmtíu þjóðir, og er ekki fljótlégt að vísa mönnum til vegar í því mikla háfi. Sum- ar eru mjög fjölmennar, aðrar telja ekki nema nokkur þús- und manns eða hundruð. Síg- Sjónvarpsmenn ekki til Hanoi NEW YORK 16/2 — Bandarisku útvarpsstöðvamar NBC og CBS hafa hafnað boði um að senda sjónvarpsmenn til N-Vietnam vegna þess að það vair tengt því tkilyrði að stöðvarnar styddu stríðsglæparéttarhöld yfir John- 6on forseta og öðrum forystu- mönnum Bandarikjanna, sem brezki heimspekingurinn Russell og ýmsir stuðningsmenn hans efna til. 673 þús. atvinnu- lausra í V-Þýzkal. Numberg 15/2 — Atvinnuleysi hefur vaxið ört í V-í>ýzkailandi að undanfömu. Fjölgaði atvinnu- leysingjum um tæp 52 þúsund á fyrri helmingi febrúarmánaðar og eru þeir nú um 673 þúsund talsins eða um 3,2% vinnandi manna í landinu. ?50 drukknuðu er skiní hvolfdi TEHERAN 16/2 — Um 2 hundr- uð og fimmtíu manns munu hafai látið lífið er skipi hvolfdi í ó- veðri á Omanflóa- Á skipinu, sem var að koma frá Babreineyj- um voru bæði Indveriar, Arabar og Persar. aunar eru í hópi fámennari þjóða — þeir eru um 126 þús- und í landinu. Af þeim hefur gerzt mikil saga á unctanförnum áratug- um: aðeins 8—10% sovézkra Sígauna eru enn á flakki, aðrir hafa tekið sér fastan bú- stað. Margt ágætra mennta- manna hefúr alizt upp úr þeirra hópi og í. Moskvu er eina at- vinnuleikhús Sígauna í heimin- um. , Iborginni Rjasan býr allmargt Sígauna. Fréttaritari APN kom að máli við þá fyrir skömmu og kom ' þá, eins og vera ber, fyrst í heimsókn til helzta öldungs þeirra, Afítsj Míkhæ, sem er rúmlega átt- ræður. í hálfa öld stýrði hann tabor, vagnalest Sígauna um vegi Tyfklands, Sýrlands, Rúm- eníu og Rússlands og voru orð hans lög tuttugu og átta fjöl- skyldum. En svo bar við eitt sinn, að lestin kom til Rjasan og* Sígaunar rteituðu að halda áfram. Jafnvel eigin synir höfðingjans gerðust honum mótsnúnir. Og hann neyddist til að leggja niður völd. Við sitjum, segir blaðamað- urinn, í stóru tjaldi, sem sleg- ið hefur verið upp við hlið steinhúss gamla mannsins — þar býr hann aðeins á vet- urna. — Æ, hvað er í það varið að búa í húsi, nöldraði Afítsj. Maður heyrir ekki í vindinum og sér ekki til tungls. . . Gamla manninum eru nýir lifnaðarhættir ekki að skapi. Hvorki það að Sígaunar kaupa nútímafatnað og húsgögn fyr- ir vínnulaún sín í stað þess að safna þeim á kistubotninn, né heldur að þeir giftast og kvænast án þess að spyrja hann leyfis. — Er þá ekkert gott við þetta nýja lif? Öldungurinn tróð í pípu sína, kveikti í og sagði: —. Syni mínum, Stepani, finnst ágætt að búa í húsi og vinna í verksmiðju, sonarsyni mínum, Jordatsé, finnst gott að vera bílstjóri og dótturdótt- ur minni, Lúlu, íinnst gaman í skólanum. En frómt frá sagt þá líkar mér þetta ekki. Ég fæddist í vagni og hef verið á flakki alla ævi. Og ég vildi deyja úti á víðavangi. Tjaldskörin lyftist, og inn kom ung stúlka. — í>að er kominn sjónvarps- tími, afi. Gamli maðurinn deplaði auga og sagði lágt: — Ég kann> vel við sjón- vairpið, það máttu bóka. Og veiztu af hverju? Þegar ég horfi á skerminn finnst mér ég sé aftur kominn á flakk . . . ★ Flestir Sígaunar í Rjasan eru af þrem ættum. Dúlkevítsjar hafa búið í borginni í fjöru- tíu ár og eru fæddir í Rúss- landi, Míkhæar eru frá Mold- avíu og settust þar að fyrir tveim árum, Oglar eru frá Krim og hafa búið þar í fimm ár. Mikhæar búa allir sam- an í hverfi, sem borgin hefur reist handa þeim sérstaklega. Þegar þær fjölskyldur sem nýlega settust að í borginni eru að því spurðar, hvað hafi ráðið úrslitum um það að þær tóku sér fasta bólsetu, þá er því oftast svarað til, að þær hafi viljað láta börnin ganga í skóla. í. skóla nr. 30 eru til að mynda 66 börn sem bera ættarnafnið Míkhæ — og borg- in sér þeim fyrir skólafötum, bókum og fæði. Eldra fólkið fylgist af miklum áhuga með þvi hvernig börnunum geng- ur: Þessi er nú menntaðastur í okkar fjölskyldu, segir Dímú Ogli og sýnir tólf ára son sinn, sem er í fimmta bekk. Faðir drengsins kann rétt að draga til stafs, afi hans veit ekki hvað stafróf er. Dúlkevítsj ættin er hinsveg- ar miklu lengra komin í vís- indum, enda gömul orðin í borginni. Hún á menn sem lokið hafa háskólamenntun, og stolt ættarinnar er Vasilí Dúl- kevítsj, kennari við landbún- aðarháskólann þar í borg. ★ Sígaunar eru starf andi við flestar verksmiðjur í Rja- san, en það hefur oft gengið erfiðlega að kenna þeim til- tekið starf: þeir hefjast handa af miklum áhuga, en hafa ekki úthald ef á bjátar og þeim er ekki veitt aðstoð í tíma. Það getur því liðið nokkur tími áð- ur en þeir koma sér niður á það starf, sem þeir geta fellt sig við. Og gamlar venjur koma fram á ýmsan hátt: bílstjórastarf er sú vinna sem ungir Sígaunar kjósa sér helzt: Áfram veginn i vagninum ek ég ... ' (Sv. frásögn frétta- manns APN). Á sumrin er hægt að slá tjöldum og taka fram gitara og láta gamla söngva ckki lalla í gleymsku- Veiðarfæra- iðnaðurinn Félag íslcnzkra iðnrekenda hefur sent frá sér eftirfarandi greinargerð: íý Að undanförnu heftir íslenzk- ur veiðarfæraiðnaður verið tals- vert til umræðu. 1 þeim um- ræðum hafa verið dregnar ýmsar ályktanir, sem margar bera vott um skort á þekkingu á raunverulegum vandamálum þessarar greinar iðnaðarins. í þvi tilefni telur stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda ástæðu til að vekja athygli þeirra, sem viilja gera sér far um að kynn- ast orsökúm vandamálanna, áliti nefndar, sem iðnaðarmálaráð- herra skipaði í september ’64 „til þess að framkyæma sér- fræðilega athugun á þvi, hvórt ekki sé tímabært, að íslenzK- um veiðarfæraiðnaði verði bú- in sömu kjör og öðrum íslenzk- um iðnaði og hliðstæðum, er- lendum iðnaði, t.d. miðað við meðaltollvemd EBE og EFTA- landanna og einnig hvortstefna beri að stórfelldri aukningu umrædds iðnaðar með þátttöku erlends fjármagns, eða aukn- ingu í áföngum með innlendu fjármagni", og leyfir sér að benda á eftirfarandi atriði nefndarálitsins, en því yár skilað í september 1965. Á því skal vakin athygli, að í þefm tilvitnunum sem hér eru gerð- ar, kemur fram sameiginlegt á- lit allra nefndarmanna, en nefndina skipuðu fulltrúar eft- irtalinna aðila: Landssambands íslenzkra útvegsmanna, Fiskifé- lags íslands, Iðnaðarmálastofn- unar Islands og Félags ís- lenzkra iðnrekenda: „Niðurstöður nefndarinnar af samanburði á starfskjörum innlends og erlends veiðarfæra- iðnaðar voru þær, að veiðar- færaiðnaður væri verr settur hér en sams konar iðnaður er- lendis. Koma hér fyrst og fremst til mismunandi inn- flutningstollar, en auk þess aðrar aðgerðir, m.a. aðgerðir, sem nefndinni hefur ekki tek- izt að varpa svo skýra Ijósi á, sem hún óskaði (sbr. aðstöðú norsks veiðarfæraiðnaðar og varnir gegn undirboðum). Það gildir því einu, hvert lit- ið er til samanburðar. Islenzk- ur veiðárfæraiðnaður er ogheí- ur verið algjör homreka í at- vinnulífi þjóðarinnar. Afleið- ingar stefnunnar gagnvart veið- arfæraiðnaðinum hafa komið berlega í ljós. Um tíma voru t.d. 4 fyrirtæki starfandi að gerð veiðarfæra úr vefjár,- efnum og lögðu um skeiðskerf til þjóðarbúsins, sem torveíter að meta til fulls. Aðéins eiít þessara fyrirtækja hefur haldið velli. Nefndinni er ljóst, að stefn- an gagnvart veiðarfæraiðnaði hefur ekki mótazt af / andúð stjómvaldanna gagnvart þess- um iðnaði, heldur hafa stjóm- völdin fyrst og fremst látið stefnuna ráðast af þeirri þörf að tryggja sjávarútveginum rekstrarvörur á sem lægstu verði, án þess að íhuga um leið að þetta kynni beinlínis að verða á kostnað annarra at- vinnugreina, eins og t.d. véið- arfæraiðnaðarins, nema aðrar aðgerðir kæmu jafnframt til. Nefndin getur ekki séð, að þau sjónarmið, sem ráðið hafa stefnunni gagnvart veiðarfæra- iðnaði, hafi átt við rök að styðjast, þvert á móti hafi þau beinlínis brotið í bága við þjóð- arhag. Stefnan gag'nvart ein- stðkum atvinnugreinum á að grundvallast á þéirri megin- reglu, að framleiðsluþættimir njóti jafnréttis. Með þeim hætti leita þeir i þær atvinnugreinar, sem skila beztum hagrænum árangri. Þær undantekningar, sem þykir rétt að gera frá þessari meginreglu af t.d. menningar- eða örygg- isástæðum, geta, að áliti nefnd- arinnar, á engan hátt gefið til- efnl tlil að setja veiðarfæraiðn- að í sérflokk með örfáum öðr- um greinum, á þartn hátt, sem gert hefur verið, nema síðursé. Frá þessari sjálfsðgðu megin- Framhaki á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.