Þjóðviljinn - 19.02.1967, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.02.1967, Blaðsíða 9
 ® Einn allra fróðlégasti þáttur íslenzka sjón- varpsins er að margra áliti „Munir og minj- ar“ sem þeir Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og Guðbjartur Gunnarsson sjá um. B Þar er varpað ljósi á íslenzka menningarsögu og sýnilegar minjar hafðar sem grundvöllur. Brugðið er upp ýmsum hlutum sem nú eru í vörzlu Þjóðminjasafnsins og saga þeirra sögð. Fæst þannig margháttaður fróðleikur um sögu landsins og líf þjóðarinnar til forna, sem að öðr- um kosti færi framhjá þorra manna. MUNIR OG INJAR Hingað til hefur þátturinn „Munir og minjar" verið flutt- ur tvisvar í sjónvarpinu og verður framvegis fluttur einu sirmi í mánuði. Sér Kristján Eldjárn að jafnaði um efni þáttarins, en fær aí og til að- stoð hjá starfsfólki Þjóðminja- safnsins. Kristján talaði í fyrsta þætt- teiknaði Guðbjartur Gunnarsson og útbúa bátskumlið- hún menn I*ór Magnússon, safnvörður, tók þessa mynd 1964 úr kumlinu. Til vinstri sést hauskúpa, þá leggir, rifbein og armbönd. inum um skurðlist Bólu-Hjálm- ars og Kristján og Hörður Ág- ústsson fluttu síðari þáttinn sem nefndist Fangamark Þórð- ar Hreðu. Sagði Hörður þar frá gamalli fjöl sem hann fann að Hólum í Hjaltadal í sumar. Sagði stjórnandi þáttarins, Guðbjartur Gunnarsson í við- tali við Þjóðviljann að Þjóð- minjasafnið virtist vera óþrjót- andi lind fyrir sjónvarpið og ekki spillti það fyrir að þar væri valinn maður í Iiverju sæti. Þátturinn væri ekki einskorð- aður við innlendar þjóðminj- ar, það kæmi vel til mála að taka fyrir erlenda muni úr Þjóðminjasafninu og rekja sögu þeirra. Ekki væri heldur fráleitt að ímynda sér að hægt væri að „virkja" starfsmenn Náttúrugripasafnsins á svipað- an hátt og starfsmenn Þjóð- minjasafnsins. Þegar Guðbjartur var spurður hvert markmið þáttarins vær', sagði hann: „Þátturinn er hugsaður sem liður í að vekja frekari áhuga á þjóðlegri menningu. Það er sýnt að margir hafa áhuga fyrir þessum efnum t.d. er það alkunna að ótrúlega margir lesa bækur um þjóðleg fræöi. „Munir og minjar“ kemur fólki á sporið að líta sér nær og skoða safnið okkar. Það mætti segja mér að í sumar yrði þar metaðsókn". Ekki þarf að draga í efa að þessi þáttur eykur áhuga fólks á sögu fornminja og menning- arverðmætum. Það er nú einu sinni svo að lifandi frásögn í sjónvarpi er áhrifameiri en þegar við röltum um Þjóð- minjasafnið og þurfum að i- mynda okkur söguna á ba.k við hlutina og fæst áreiðanlega trú- verðugri saga hjá starfsmönn- um safnsins sem hafa rannsak- að þeSsa hluti cfan í kjölinn. Enda gerist það nú annað veifið að menn koma í safn- ið og spyrja sérstaklega eftir þeim munum sem sýndir hafa verið í „Munir og minjar". Sýnir þetta — ásamt f jölmörg- um vinsamlegum ummælum um þáttinn sem sjónvarpinu hefur borizt — bezt áhuga fólks á bessum málum. Efni þáttanna þykir of dýrmætt. til að því sé fleygt, en sá háttur er yfirleitt hafð- ur á að þættir' eru teknir upp á myndsegulbönd og síðar er annað efni tekið ofaní enda dofna myndsegulböndin eftir 3 til 4 ár frá því að tekið er á þau. Það eru eindregin tilmæli þeirrá sem að þættinum vinna að Kineskope aðferðin verði notuð við þessa þætti, en þá er tekið af myndsegulbandi uppá filmu og er hægt að geyma þessa kópíu sem aðvísu verður aldrei eins góð og org- inal kvikmynd. 'ir Á dögunum fékk blaðamaður Þjóðviljans að vera viðstaddur upptöku á umræddum þætti sem fjallaði í það skipti um landnámsmenn í Patreksfirði og var flytjandinn Þór Magnús- son, safnvörður. Fyrir nokkrum dögum var-- maður að vinna á jarðýtu í Vatnsdal og varð hann var við Framhald á 13. síðu. STUNDIN OKKAR B Um nokkurt skeið, eða nánar tiltekið síðan á jólunn, hefur Hinrik Bjarnason, kennari við Rétt- arholtsskóla, séð um „Stundina okkar“, barna- tíma sjónvarpsins, með tæknilegri aðstoð Tage Ammendrups. ® Fara hér á eftir skoðanir Hinriks á því m.a. hvað sé heppilegt efni í barnatíma og hvernig eigi að flytja það en eins og gefur að skilja eru möguleikarnir margir við samningu sjónvarps- Stjórnand; j í'íarins, Hinrik B.isrnason, nied To?nma trúð sem kom í b<‘imsu„.. úr Ltíikl.uigalandL — Er ekki vandasamt að gera „Stundina okkar“ þannig úr garði að hún verði bæði skemmtileg og fróðleg fyrir bömin? — Það er enginn millivegur þarna, það sem er fróðlegt verð- ur að vera skemmtilegt í þess- um þætti því að bömin eru miskunnarlausari í sinni gagn- rýni en fullorðnir. Ef efnið held- ur ekki athygli bamsins vak- andi hættir það einfaldlega að horfa og snýr sér að einhverju öðru, En ef hægt er að ná td barnanna má búast við að efnið hafi enn meira gildi, þ.e. að það nái til Aillorðinna engu að síður. Það er heldur ekki gott að setja mörkin milli sjónvarpsefn- is fyrir böm og fullorðna. Ef efnið er á annað borð gott eiga bæði börn og fullorðnir gott með að'njóta þess; bömin gera þetta upp á sinn hátt. Ég hef heyrt því haldið fram að börn geti ekki skemrnt böm- um, en mín skoðun er sú að aldur flytjandans skipti ekki höfuðmáli. Það er sama hvort hann er niu ára eða níræður, alltaf er það fyrir mestu hvað hann hefur að segja og hvern- ig hann gerir efni sínu skil. Ég reyni alltaf að fá börn eða unglinga til að koma fram í þættinum. Þetta er ágætur vettvangur fyrir ungt fólk sem fæst við einhverja listgrein t.d. söng eða hljóðfæraleik. Það fær þjálfun á sfmi sviði og áhorf- endur skemmta sér. Biirn úr Vogaskóla fluttu lcikrit í Stundinni okkar. Frá vinstri: Halldóra Helgadóttir, Hörður Jóhannesson, Lárus Björnsson, Elísabet Þórisd óttir, Ingibergur 'Sigurðsson, Bárður Nielsson. — Sitjandi: Steingrímur Jónsson og Guðjón Steinsson. — Eru bömin feimin að koma fram í sjónvarpi? — Nei, þeim finnst þetta ekk- ert hjá því að standa é leik- sviði frammi fyrir fullum sai áhorfenda. Þau geta verið alveg róleg þótt nókkrir menn séu að stússa við vélar i herberg- inu, sérstaklega af þvi að þau vita að hægt er að taka upp aftur, ef mistök verða. Við tökum ailtaf upp nokkra þætti fyrirfram og höf- um t.d. þrisvar fengið efni frá öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Bömin hafa leikið fyrir okkur leikrit, teiknað eftir tónlist og leyft okkur að vera inni í kennslustund. Efni þáttanna reynum við annars að hafa sem fjölbreyti- legast, ekki langdregið, og tíð skipti milli atriða. Vanalega kemur kona í heimsókn og seg- ir sögu, fjórár stúlkur, Rann- veig, Jakobína, Bára og Aðal- björg syngja fyrir okkur og piltar úr Vesturbænum leika á hljóðfæri. Flutt 'hafa verið leikrit 1 Stundinni okkar, fyrsta leikrit- ið sem hét Tóbías tréálfur 'amdi ég sjálfur og leikendum- ir voru nemendur úr bama- skóla. Þá er búið að taka upp enskar teiknimyndaseríur, tékk- neskar brúðumyndir og pólskar, en sem kunnugt er standa þess- Framhald á 13. síðvj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.