Þjóðviljinn - 19.02.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.02.1967, Blaðsíða 7
Sunnudagur 19. febrúar 1967 — ÞJÓÐVTLJINN — SlÐA J kvikmyndir □ Nýlega er hafið seinna misseri annars starfsárs Kvikmyndaklúbbs Listafélags- ins í MR. Hér birtist viðtal við formann klúbbsins, Stefán Öm Stefánsson, og segir þar frá starfsemi klúbbsins og þá einkanlega þeim myndum, sem sýndar verða á þessu misseri. KVIKMYNDA KLÚBBUR MENNTASKÓLANS Árið 1963 lagðist kviíkmynda- klúbburinn Filmía niður. Hafði hann þá starfað í 11 ár og var Jón Júlíusson, núverandi kenn- ari við MR, formaður. Miðlimir í félaginu áttu það sameigin- legt að hafa áhuga á kvik- myndum og það sem rnótaði Filmíu vair að þeir litu á kvi'k- myndagerð sem ■ listgrein. Bn það voru greinilega ekki allir á þeirri skoðun að styrkja bæri menn til slíkrar menn- ingarstarfsemi og svo fór að lokum að skemmtanaskattur, tollar og fleira urðu þess vald- andi að Filmía lognaðlst útaf. Svo virðist sem nú sé eitt- hvað að rofa til í þessum málum, það er td. ekki frá því að einstaka kvikmynda- hússtjóri hafi örlítið lært af þeirri gagnrýni sem þeir kol- legar hljóta svo oft; að þeir sýni góðar myndir of sjaldan, of stutt og of seint. (Enda þótt þorri kvikmyndahússtjóra eigi ekki betri umæli s'kilið). Nú hefur Kvikmyndaklúbbur Listafélags Menntaskólans í Reykjavik starfað á annað ár og má marka aðsókn að sýn- ingum hans á því að á sjötta hundrað manns keypti áskrift- armiða að sýningum á síðasta misseri. Það skal tekið fram að klúbburinn er bundinn við Menntskælinga og nemendur. í æðri skólum í Reykjavík og eru ekki lagðir á tollar og skemmtanaskattur í þessu til- felli. Seinna misseri klúbbsins á þessu skólaári hófst í fyrri viku með sýningu á bandarísku kvikmyndinni Intolerance og hafði Þjóðviljinn þá tal af Stefáni Emi Stefánssyni, for- manni klúbþsins. Segir Stefán hér á eftir frá Kvikmynda- klúbbi Listafélagsins. „Intolerance" Þorsteinn Helgason stofnaði Kvikmyndaklúbbinn haustið . 1965. Það s’kólaár voru sýndar flestar myndir Carls Dreyers, sem ber höfuð og herðar yfir danska kvikmyndahöfunda enn í dag, og einnig voru sýndar eldri kvikmydir þýzkar. Á fyrra misseri þessa skóla- árs vom sýningar klúbbsins í Gamla bíói á 2já vikna fresti. — Hvaðan fáið þið myndim- ar sem þið sýnið? — Úr ýmsum áttum, en flestar frá danska kvikmynda- safninu. 1 heiit ár höfum við farið reglulega í tékkneska sendiráðið, horft þar á tékkn- eskar kvikmyndir og fengið nokkrar þeirra leigðar eða þær sem okkur hefur litizt bezt á- Auk þess hefur Fræðslumynda- safniðt MÍR og erl. kvikmynda- söfn leigt okkur kvikmyndir. — Þið hófuð seinna misserið með sýningum á bandarískum kvikmyndum. — Já, föstudaginn 10. febrúar sýndum við Intolerance (Um- burðarleysi) D. W. Griffith hét kvikmyndastjórinn og samdi hann einnig handritið, en myndin er tekin í Bandaríkjun- um 1916. 1 efnisskrá Kvik- myndaklúbbsins eru þýddar greinar um þær kvikmyndir sem sýndar eru og segir m.a. um þessa mynd: „Intolerance markar þáttaskil í sögu kvikmyndanna eða er kannski frekar postilla hennar. Varla er unnt að meta þýðingu þessarar myndar fyrir þá, sem vilja kynna sér kvikmynda- sögu, samspil listræns vilja og tæknilegrar tjáningargetu og frumbernsku kvikmyndalistar- innar fyrir 50 árum. Intoler- ance á ekki aðeins skilið að vera brotin til mergjar heldur krefst hún þess. Óhemjumikið hefur verið skrifað um Griff- ith og mestur hluti þess fjallar um Intolerance, sem er þýð- ingarmesta, frumlegasta og á- Jörn Donner við töku einnar myndar sinnar. Úr sænsku kvikmyndinni Sunnudagur í séptember. Harriet And- erson og Zbigniew Cybulski. Sjálfsmynd af Eisenstein. hrifamesta verk hans- Intol- erance var -frumsýnd í septem- ber 1916 rúmu ári eftir „Birth of a nation.’’ — AIls sýnum við fjórar bandarískar kvikmyndir í þessari seríu, Intolerance, Kátu ekkjuna (The merry widow- ! 1925), Múginn (The Crowd. 1927-28) og Þögla manninn (The quiet man. 1952). Káta ekkjan „Káta ekkjan” er kvikmynd án tilfinninga, gerð undir á- hrifum langvarandi önuglyndis — eða ef til vill frekar sem tjáning stöðugirar bölsýni, sem á vissum stundum blossar upp í opinn fjandskap. Káta ekkj- an varð til á einni slíkri stundu. Hún er full árásar, fjandsamleg, skörp og bitur. Þetta verður auðvitað ekki lagt út á þann veg, að hún Ssé léleg eða leiðinleg kvikmynd. Eric Stroheim afhjúpar í flest- um mynd'a sinna listræna gáfu, sem er einhliða og sérkennileg, og sem hann rekur fram af álfka einstökum ákafa. Þetta á við um aðalverk hans, Ágimd, en engu síður má heimfæra það til Kátu ekkjunnar. Stroheim þótti framleiðendur misnota sig og mynd sína, Á- girnd, en hana skáru þeir nið- ur frá 7 stunda sýningartíma í um það bil 1 stund. Þess vegna ákvað hann að sýna á- horfendum, framleiðendum og hinum, að honum fannst, fyrir- litlega almenningi, það sem þeim líkaði- Svarið við. þeim ósköpum sem stórverk hans Ágimd henti var stórgróðalindin Káta ekkjan. En þetta var kvik- mynd sem hann var ekki stolt- ur af, sem átti ekki hug hans og hann vildi ekki þekkjast af. Þetta kom ekki í veg fyrir að leikstjórinn í réiði sinni vegna misnotkunarinnar skap- aði skarpa, raunsæja kvikmynd af því hversdagslegasta - efni sem hugsazt gat: Káta ekkjan. Menn verða að nota augun til -að njóta Kátu ekkjunnar nú. S^ern kvikmyndalistamaður er Stroheim hvoi'ki í hópi hinna skýrustu né merkustu. Árið sem Káta ekkjan varð til gerði Eisenstein mynd sína Pótem- kín. Hafi menn hug á geta þeir lí'kt saman þrepaatriðinu í Kátu ekkjunni og hinu fræga þrepaatriði í Ódessu. Afstöðu- skyn Stroheims er einstakt, en skyn hans á taktfast samhengi, staðsetning tækja hans hvers miðað við annað, mótun hrað- ans, svipmyndarás hans og síð- ast en ekki sízt, skortur hans á yfirsýn ber vitni um kvi'k- myndalegt hjálparleysi. Stroheim skildi mennina úr eins konar glæsilegri firrð- Hann leitaði raunsæis. Áran.g- urinn varð hið glæsilega raun- sæi, sem hann var snjallastur fulltrúi fyrir á tíð þöglu mynd- anna. Það sem hann skorti í kvikmyndalegri yfirsýn vann »hann upp í leikstjórn sinni.“ Múgur Vidors Aðeins í einni amerískri kvikmynd frá þriðja tug aldar- innar var freistað að draga upp gagnrýna mynd samtíðar. veruleikans: í „Múg“ Vidors. King Vidor (f. 1894) heyrði þeim flokki kvikmyndastjóra í Hollywood til sem með tylft- ■ um fábreytilegra og venjulegra framleiðslukvikmynda gerðu sér kleift að gera kvikmynd að eigin smekk við qg við enda þótt hún væri alla jafna merki hefðar og venju. Þar er Vidor var sérfræðing- ur í að gera ódýrar myndir úr lífi millistéttarinnar og fyrir áhorfendur í smáborgum, hafði kvikmyndafélagið MGM falið honum að gera mynd um örlög einfaldra Bandaríkjamanna í fyrri heimsstyrjöldinni. En fyrsta uppkast myndarinnar olli því áð stjórnandi kvik- myndaversins, Irving Thalberg, ákvað að láta gera stórmynd úr. Vidor tók þetta að sér með þeim árangri að Hergangan mikla (The Big Parade, 1925) varð einhver ábatasamasta kvikmynd þriðja tugs aldar- innar. Raunnáin atriði svo sem árásaratriðið, gæddu myndina sennileika sem skyggði á yfir- borðinu yfir væmni atburða- rásarinnar. Þessi árangur gaf Vidor tækifæri til að gera kvikmynd- ina Múginn, að veruleika en tap .hennar á markaðinum var ekki síður athyglisvert. Þrjár nýjar sænskar myndir John Ford hefur gert marg- ar góðar kvikmyndir m.a. Osc- arsverðlaunamyndirnar „Svik- arinn“, „Þrúgur reiðinnar“ og „Fífilbrekka gróin grund“. í mörg ár hafði hann langað til að gera kviltmynd á írlandi sem túlkað gæti ást hans og aðdáun á eyju forfeðranna. Framhald á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.