Þjóðviljinn - 02.03.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.03.1967, Blaðsíða 3
Fúnmtudagur 2. msrz 1967 — ÞÆÖÐWUiiíEíiEÍ / Stöðugt nýjar uppljóstranir birtar um starfsemi leyniþjónustunnar CIA A hverjum degi bætast við nöfn stofnana og samtaka sem þegið hafa fé frá CIA til starfsemi sinnar — Stúdentar eru neyddir til njósna MOSKVU og NEW York 1/3 — Svo til á hverjum degi eru birtar í blöðum vestan hafs og austan nýjar uppljóstran- ir um starfsemi bandarísku leyniþ'jónustunnar CIA, eink- um þann þátt hennar að gera sér einstaklinga, stofnanir og samtök skuldbundin með fé- gjöfum. Aðalmálgagn sov- ézkra kommúnista, „Pravda“, sakaði í daga bandaríska stúdenta og aðra bandaríska styrkþega í Sovétríkjunum um að stunda njósnir fyrir CTA. Árið 1958 hófust skipti á stúd- entum milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna ''óg síðan hefur fjöldi bandarískra stúdenta stundað nám við háskólana í Moskvu og Leningrad. „Pravda“ segir í dag að „óheillaskuggi CIA“ hafi hvílt yfir þessum stúdentaskiptum allt frá upphafi. Blaðið fullyrðir að CIA og bandaríska sambandslögreglan FBI hafi vakandi auga á hverj- um stúdent sem æski að fara til Sovétríkjanna. Námskeiði Indiana-háskóla fyrir væntanlega styrkþega í Sovétríkjunum er stjórnað af er- indreka CIA, Edward Kinnan, sem var á sínum tima vísað úr Sovétríkjunum, segir „Pravda". Annar af forstöðumönnum nám- skeiðsins Mighael Luther, er sakaður um að hafa fyrir mörg- um árum reynt að ráða menn til njósnastarfa meðal úkraínskra innflytjenda í New York. Luther hafi síðan komizt til Sovétríkj- Yfirheyrslur í New Orleans NEW ORLEANS 1/3 — Starfs- menn Garrisons, ríkissaksókn- ara í New Orleans, hafa yfir- heyrt tvo menn sem grunaðir eru um að hafa verið við riðn- ir samsæri um að myrða Kennedy forseta. Flugmaður að nafni James Lewallen var yfir- heyrður klukkustundum saman í gærmorgun og öðrum manní að nafni Clay Sha’' " stefnt til yfirheyrslu síðar i dag. Lewallen bjó eitt sinn í sömu íbúð og David Ferrie, sem Garrison grunaði einnig um þátttöku í samsærinu, en lézt mjög skyndilega í síðustu viku. Kennsla hafín aftur \ í öllunt skólum Kína Stöðugt verður greinilegra að hlé hefur verið gert a.m.k. um sinn á „menningarbyltingtinni“ PEKING 1/3 — Kennsla hófst aftur í dag við framhalds- skóla og aðrar æðri mentastofnanir í Kína og er það enn einn vottur þess að gert hafi verið hlé á „menningarbylt- ingunni11. Skólurn hefur nú verið lokað í níu mánuði. «>—1---------- anna undir því yfirskini að hann væri þar á vegum stúdentaskipt- anna. Hann kom þangað árið 1957 og réð þá til njósnastarfa tvo menn, Isjboldin og Fomitséf að nafni. en þeir voru síðar staðnir að verki. Einnig Fordstofnunin „Pravda“ skýrir einnig frá þvi að Fordstofnunin hafi kostað ferðalag njósnarans Donalds Lesh til Sovétríkjanna. Honum var vísað úr Sovétríkjunum í fýrra. Annar styrkþegi Ford- stofnunarinnar, Arthur • Sprege, var sakaður um njósnastarfsemi í Sovétríkjunum þegar við kom- una þangað. „Pravda" birtir langan lista yfir þá erindreka sem CIA hef- ur sent til Sovétríkjanna og nefnir þar m.a. jarðfræðing að nafni John Adams, sem sagður er hafa reynt að komast yfir leynileg landakort. Njósnir í Berlin Þessi frásögn „Pravda“ kem- ur mjög heim við skrif í banda- rískum blöðum um starfsemi CIA. Þannig skýrði einn af blaðamönnum „New York Tim- es“, Leslie R. Colitt, hýlega frá starfsemi CIA við „Frjálsa há- skólann" í Vestur-Berlín, en Colitt þekkir hana af eigin reynslu, því að hann stundaði þar nám frá því í október 1959 fram í ágúst 1962. Colitt segir að erindrekar CIA hafi boðið bandarískum og öðrum erlendum stúdentum við háskólann 50 til Látlausar óeirðir i Aden, allsherjarverkfall i gær ADEN 1/3 — Látlausar óeirðir hafa verið í brezku nýlendunni Aden á Arabíuskaga undanfarið. Hundruð brezkra hermanna voru á veröi á götum Adenborgar 1 dag, en allt atvinnulíf í nýlend- unni var í lamasessi vegna alls- herjarverkfalls. Manescu næsti forseti SÞ-þings NEW YORK 1/3 — Talið er víst að Corneliu Manescu, utan- ríkisráðherra Rúmeníu, verði næsti forseti allsherjarþings SÞ sem hefst í haust. Meira en áttatíu ríki bæði í austri og vestri hafa heitið honum stuðn- ingi, síðast í -dag ríki rómönsku Ameríku. Eiiefu brezkir hermenn særð- ust í dag f tveimur sprengjutil- ræðum, en brezkir hermenn skutu tvo Araba til bana; annar þeirra var ungur Diltur, hinn fullorðinn maður sem hafði dreift flugritum í borgarhlutan- um Crater. I gær biðu fimm manns bana í Aden. þ.á.m. tvær brezkar kon- ur, en níu aðrir særðust í skot- árásum og sprengjutilræðum. Samtals hafa 13 manns beðið bana í óeirðunum í Aden síð- ustu þrjá daga. Bretar hafa heitið Aden sjálf- stæði á næsta ári og því um leið að þá muni þeir flytja burt allt herlið sitt þaðan. Þá er ætlun Breta að Aden verði með í Suð- ur-Arabíusambandinu, en megio- hluti nýlendubúa er því andvíg- ur og telur þá stjórn sem nú á að heita að fari með völd í Aden vera brezka leppstjóm. 100 dollara á mánuði fyrir að njósna um skólasystkini sín. Öolitt staðfestir að bandaríski stúdentinn Marvin W. Makinen sem i stundað hafði nám við „Frjálsa háskólann", en dæmdur vár í Sovétríkjunum 1961 í átta ára fangelsi fyrir njósnir hafi í rauninni verið njósnari. Ma- kinen var iátinn laus 1963. Ein af miðstöðvum njósnastarfsem- innar í Vestur-Berlín var ein- býlishús í úthverfinu Zechendorf. Colitt lýsir þvi hvernig stúd- entar voru beittir hvers kyns þvingunum og hótunum ef þeir vildu losna úr klóm CIA. ■ ^ Verklýðssamtökin Uppljóstanirnar um starfsemi CIA hófust nú þegar tímaritið „Ramparts" boðaði fyrir skömmu birtingu greinar um fjárveiting- ar leyniþjónustunnar til banda- rísku stúdentasamtakanna „Nati- onal Student Association". En síðan hefur komið á daginn það sem menn höfðu löngum haft grun um að CIA hefði veitt fé til hinna margvíslegustu stofn- ana og samtaka „hins frjálsa heims“ bæði i Bandarikjunum og utan þeirra. Sérstaka athygli hefur vakið sú yfirlýsing bandaríska verk- lýðsleiðtogans Victors Reuthers, bróður Walters Reuthers, vara- formanns verklýðssambandsins AFL-CIO. að „verklýðsfélögin hafi þegið miklu meiri styrki en þá sem stúdentasamtökunum hafa verið veittir" Það fé sem numið hefur milj- ónum ef ekki tugmiljónum doll- ara á undanförnum árum hefur farið til þess að stuðla að sundrungu i verklýðshreyfing- unni á vesturlöndum og þó kannski fremur í hinum ný- frjálsu löndum Afríku og Asíu og i rómönsku Ameríku. Mikið af þessu fé hefur farið um hend- ur „verklýðsleiðtogans" Irvings Browns sem á sínum tíma átti mikinn þátt í klofningi Alþjóða- sambands verkalýðsins og verk- lýðssambandanna í Frakklandi og á ítalíu. en hefur á seinni árum einkum stundað klofnings- iðju sína í Afríku sem sérstak- ur erindreki „Alþjóðasambands frjálsra verklýðsfélaga". íhlutun i stjórnmál Þá hafa uppljóstranir þess efnis að CIA hafi styrkt. starf- semi stjórnmálaflokka í öðrum löndum ekki hvað sízt vakið mikla athygli. Hinn kunni bandaríski blaðamaður, Drew Pearson, hefur staðfest það sem menn hafa lengi haft grun um *á ítalíu að „CIA hafi á laun lagt fram miklar fjárhæðir til að kosta starfsemi Kristilegra demókrata'* Pearson segir að Bandaríkjastjórn leggi sig nú alla fram til að koipa í veg fyr- ír að birt verði innihald um- fangsmikillar skýrslu sem hafi að geyma skjöl sem sanni að undanfarin átján ár hafi verið veitt miklum fjárfúlgum til að kosta kosningabaráttu Kristi- legra demókrata á ítalíu og starfsemi konungssinna og and- kommúnista í Grikklandi. Kínverjar hindra inga, er sagt í HANOI 1/3 — Fréttastofa Norð- ur-Vietnams bar í gær til bakaí fréttir þess efnis að Kínverjar hefðu torveldað flutninga á her- gögnum og öðrum varningi frá Sovétríkjunum um Kína til Norð- ur-Vietnams. öllum skólum var lokað • í Kína í fyrrasumar svo að nem- endur og kennarar gætu tekið þátt í ,,menningarbyltingunni“; haldið var þó áfram kennslu yngstu nemendanna. Barnaskólar tóku aftur til starfa víðasthvar í síðasta mánuði, en erfiðleikar munu hafa verið á því að koma skólahaldinu í samt lag aftur. Sumstaðar hefur alls ekki ver- ið hægt að opna barnaskóla, og segist fréttaritari Reuters hafa það eftir góðum heimildúm að það stafi af því að engir kenn- arar hafi fengizt vegna þess að þeir hafi í upphafi „menning- arbyltingarinnar** sætt auð- mýkingu og misþyrmingum af hálfu nemenda. Annars staðar hefur verið erfitt að hefja skólahald að nýju vegna þess að rauðir varðliðar höfðu búið um sig í skólunum og þarfn- ast skólahúsin nú viðgerðar við. Ýms önnur merki eru þess að hlé hafi verið gert á „menn- ingarbyltingunni1*. Rauðir varð- liðar og hinir fullorðnu vopna- bræður þeirra, „hinir byltingar- sinnpðu uppreisnarmenn", hafa fengið fyrirmæli um að hverfa úr aðalstöðvum kommúnista- flokksins í Peking, en bar höfðu þeir búið um sig. Voru þeir fluttir með hafurtaski sínu úr byggingunni í dag. Annars er frá því skýrt að úti á landsbyggðinrfi aðstoði hermenn nú bændur við vor-' verkin, en sáning fer nú hvað úr hverju að hefjast í norður- héruðúnum, en uppskéra í suð- urhluta landsins. Fréttamaður brezka útvarpsins í Hongkong sagði í dag að Ijóst væri sð ýmislegt hefði farið aflaga f sveitunum á síðustu mánuðum, og enn væri ekki víst hvort tækist að kippa þvi í lag. Björgun tókstá Grænlandsjökli GÓÐVON 1/3 — Hinum unga bandaríska flugmanni sem varð að nauðlenda á Grænlandsjökli á mánudagskvöld var bjargað í dag. Tveir björgunarliðar frá bandarísku herstöðinni í Syðra Straumfirði köstuðu sér í fall- hlífum og lentu rétt hjá flug- manninunj sem sagður er vera heill á húfi. Skömmu síðar lenti stór bandarísk flugvél af gerð- inni C-130 á ísnum þar í grenndinni. ■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■» Óveður enn í V-Evrópu BONN 1/3 — Qeysílegt óveður gekk aftur yfir mikinn hluta Vestur-Evr- ópu í gær. í Vestur- Þýzkalandi létu margir menn lífið af völdum þess, og sumstaðar mældist vindhraðinn þar 17 stig á Beaufort-mælikvarða, en slíkur vindhraði kemur varla fyrir utan hitabelt- isins. í Harz-fjöllunum mældist vindhraði 216 km á klst, meiri en , nokkru sinni áður í Evrópu á bessari öld. Mörg slys urðu einnig á mönnum í norð- urhéruðum Frakklands, sjór gekk víða á land og miklar samgöngutruflanir urðu. Forsætisráðherra Norður-Vietnams: Engar horfur eru á samninga- viiræium um frii í Vietnam — Hinar hertu hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Norður-Vietnam benda ekki til að þau vilji semja HANOI og SAIGON 1/3 — Engar horfur eru á þvi að samningaviðræður geti hafizt á næstunni við Bandaríkin um frið í Vietnam, sagði Pham Van Dong, forsætisráð- herra Norður-Vietnams, í dag við fréttamann AFP í Hanoi. Greinilegt væri að Bandaríkjamenn hefðu ekki í huga neinar samningaviðræður þar sem þeir hefðu síðustu daga hert stórum hemaðaraðgerðir sínar gegn Norður-Vietnam. Pham Van Dong minnti á að stjórn Norður-Vietnams hefði borið fram tillögur í fjórum liðum til friðargerðar í Vietnam og myndu þær tillögur vera traustasti grundvöllurinn fyrir samningaviðræðum. Það hefði þróunin undanfarin ár staðfest. Þessar tillögur byggðust á því meginatriði að lausn Vietnam- málsins yrði að gera ráð fyrir sjálfstæði/ fullveldi og einingu vietnömsku þjóðarinnar. Þetta væru alger grundvallaratriði og án þeirra yrðu engir samning- ar gerðir. Hertar aðgerðir Fréttastofa Norður-Vietnams sagði í dag að Bandaríkjamenn hefðu síðustu daga enn hert hernaðaraðgerðir sínar gegn Norður-Vietnam og það á þrennan hátt: í. Beitt hefði ver- ið stórskotaliði til árása á Norð- ur-Vietnam yfir landamörkin við 38. breiddarbaug. 2. Banda- rísk herskip hefðu hafið árásir á 'stöðvar á strönd landsins. 3. Tundurdufl hefðu verið lögð úr flugvélum í fljót og skipaskurði. Mikið mannfall Mikið mannfall varð í gær í einum herflokki Bandaríkja- manna um 100 km fyrir norð- austan Saigon. og var þetta fyrsta verulega viðureignin sem á sér stað í þeirri hemaðarað- gerð sem Bandaríkjamenn kalla „Operation Junction City“ og þeir hafa sagt að sé sú mesta sem þeir hafa lagt í síðan stríð- ið í Vietnam hófst. 25.000 bandarískir hermenn eru sagðir taka þátt í þessari aðgerð. Þeir hafa varla komizt í kast við hermenn Þjóðfrelsishersins en segjast þó hafa fellt 104 „viet- cong“. Skæruliðar skutu í gærkvöld 475 sprengjum úr sprengjuvörp- um • á hinar miklu fallbyssur sem Bandaríkjamenn hafa fyr- ir sunnan landamörkin við 38. breiddarbaug og nota til árása á friðlýsta svæðið og syðstu héruð Norður-Vietnams. Góðar togarasölur í vikunni Það sem af er þessari viku hafa íslenzku togararnir selt £s- fisk erlendis fyrir tæpar tíu miljónir króna. Á mánudaginn seldi Júpíter í Bremerhaven 196,6 tonn fyrir 173, 600 mörk og Röðull í Cuxhaven 168,3 tonn fyrir 143,999 mörk. í fyrradag seldi Sigurður 306 tonn í Bremerhaven fyrir 257.600 mörk, Svalbakur í Hull 114,8 fyr- ir 9022 sterlingspund og Oranus á sama stað 174.5 tonn fyrir 13, 111 pund 1 gær seldi svo Sléttbakur í Grimsby 114,4 tonn fyrir 11093 pund, sem er mjög gott verð miðað við aflamagnið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.