Þjóðviljinn - 02.03.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.03.1967, Blaðsíða 10
'10 SlÐA — jÞJÓÐVILJINN — FmHntudagur 2. marz. 196*. -P JOHN FOWLES: * SAFNARINN 3 * mn nemendum, mestmegnis ung- um mönnum. Ég fékk ákafan hjartslátt og mér varð óglatt. Ég var með myndavélina til- búna, en ég þorði ekki að nota hana. Hún var alveg eins og áð- ur, hún var léttstíg og gekk allt- af á lágum hælum, svo að hún var ekki eins ankanaleg í hreyf- ingum og ílestar aðrar stúlk- ur. Hún var ekkert að hugsa um karlmenn þegar hún hreyfði sig. Hún var eins og fugl. Allan tím- ann var hún að tala við ungan mann með svart hár, alveg stutt- klippt með dálítinn ennistopp; það var mjög listamannslegt. Þau voru sex í hóp en svo fór hún og ungi maðurinn yfir göt- una. Ég fór útúr bílnum og elti þau. Þau fóru ekki langt, inn í kaffistofu. Ég fór inn í kaffistofuna, allt í einu, ég veit ekki hvers vegna, það var alveg eins og eitthvað utanaðkomandi drægi mig þang- að inn, næstum gegn vilja mín- um. Þar vad fullt af fólki, stúd- entum og listamönnum og svo- leiðis fólki, flestir litu út eins og bítnikar. Ég man það, að á veggjunum héngu einhver skringileg andlit og svoleiðis. Þau áttu víst að vera frá Afríku. Þarna var svo margt fólk og svo mikið um/að yera og ég var svo taugaóstýrkur að ég sá hana, ekki undir eins. Hún sat í öðr- um sal fyrir innan. Ég sat á há- um stól við afgreiðsluborðið þar sem ég gat gefið henni gæt- ur. Ég þorði ekki að líta allt of oft upp og hinn salurinn var illa lýstur. Svo stóð hún allt í einu alveg við hliðina á mér. Ég sat og þótt- ist vera að lesa í blaði, svo að ég hafði ekki séð þegar hún stóð á fætur. Ég fann að ég var rauð- ur í andliti, ég starði á orðin en gat ekkert lesið, ég þorði alls ekki að líta á hana — hún stóð svo nærri mér að hún kom næst- um við mig. Hún var í köflótt- um kjól, dökkbláum og hvítum, handleggirmr brúnir og berir, hárið féll niður á bakið. Hún sagði: — Jenny, við erum alveg lens. geturðu ekki lánað okkur tvær sígarettur, þá vær- irðu dásamleg. Stúlkan bak við borðið sagði: — En þá ekki oft- ar, eða eitthvað í þá átt, og hún sagði: — Þú færð þær á morg- un, ég sver það, og svo bætti hún við: — Þú ert perla, þegar stúlkan rétti henni tvær sígarett- ur. Þetta tók ekki nema fimm sekúndur og hún var setzt aftur hjá unga manninum, en að heyra rödd hennar hafði breytt henni Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. úr eins konar draumaveru í raunverulega manneskju. Ég get ekki lýst því nákvæmlega hvað gaf rödd hennar sérstakan blæ. Auðvitað var hún mjög skóluð, en hún yar ekki héraleg, hún var ekki sleikjuleg, hún betlaði ekki sígaretturnar eða heimtaði þær, hún spurði einfaldlega hvort hún gæti fengið þær, án þess að manni fyndist nokkur stéttamismunur koma til greina. Hún talaði .eins og hún gekk, ef hægt væri að komast þann- ig að orði. Ég flýtti mér að borga og fór aftur að bílnum og ók heim á hótel Cremorne og fór upp í herbergið mitt. Ég var í miklu uppnámi. Bæði var það að hún þurfti að fá lánaðar sígarettur, vegna þess að hún átti ekki pen- inga og ég átti sextíu þúsund pund (Ég gaf Annie frænku tiu þúsund) að leggja fyrir fætur henni — því að þannig var mér innanbrjósts. Mér fannst ég gajti gert hvað sem væri til að kynn- ast henni, gleðja hana, verða vinur hennar, mega horfa á hana leynt og Ijóst, ekki njósna um hana. Sem dæmi um hvern- ig mér leið: Ég lagði fimm fimm pundaseðla sem ég hafði á mér í umslag og skrifaði utaná það til ungfrú Miröndu Grey, Slade listaháskólanum . . . en auðvitað sendi ég það ekki. Ég hefði gert það, ef ég hefði getað séð fram- aní hana þegar hún opnaði það. Þann dag var það sem ég leyfði mér í fyrsta skipti að dreyma um það sem rættist síð- ar. Það byrjaði með því að mað- ur réðst á hana og ég hljóp til og bjargaði henni. Og breyttist ég einhvern veginn í manninn sem réðst á hana, nema hvað ég gerði henni ekkert illt; ég tók hana og ók með hana í bílnum í afskekkt hús og þar hafði ég hana sem fanga á notalegan hátt. -Smám saman fór hún að kynnast mér og henni fór að geðjast að mér og draumurinn rann saman við hinn drauminn, þar sem við áttum heima í fal- legu, nýtízku húsi, vorum gift og áttum börn og hvað eina. Draumurinn lét mig ekki í friði. Hann hélt vöku fyrir mér á næturnar og fékk mig til að gleyma því sem ég var að fást við á daginn. Ég hélt áfram að búa á Cremorne. Það hætti að vera draumur, það varð eitthvað sem ég lét sem ætti eftir að ger- ast í alvöru (auðvitað var ég að hugsa um hvernig ég ætti bara að látast), og svo fór ég að framkvæma þetta •— hugsa um allt sem ég þyrfti að sjá fyrir og skipuleggja og hugsa um hvernig bezt væri að gera þetta eða hitt. Ég hugsaði með mér, að ég gæti aldrei fengið að kynnast henni á venjulegan hátt, en ef hún er hjá mér, þá sér hún góðu hliðarnar á mér og skilur þetta. Þannig hugsaði ég allan tímann — að hún myndi skilja mig. Ég byrjaði líka á því að lesa fínu blöðin og af sömu ástæðu fór ég líka í Þjóðlistasafnið og Tate-safnið. Mér þótti það nú ekkert sérstaklega skemmtilegt, það minnti á glerhjálmana með útlendum tegundum í fiðrilda- salnum á náttúrugripasafninu, það var hægt að sjá að þær voru fallegar, en maður þekkti þær ekki, ekki á sama hátt og ég þekkti þær brezku. En ég fór þangað til að geta talað við hana og vera ekki of fáfróður. * í einu af sunnudagsblöðunum sá ég auglýsingu með stóru letri ■-•xz?- fefc ^ g£l- leita að slíkri auglýsingu, það var bara eins og augu mín drægjust að henni. — Fjarri skarkala borgarinnar, stóð þar. Alveg orðrétt. Og svo stóð líka: Gamalt einbýlishús, notalega afskekkt, stór garður, klukku- tíma akstur frá London, þrír kílómetrar frá næsta þorpi . . . og svo framvegis. Morguninn eft- ir ók ég þangað til að líta á það. Ég hringdi í fasteignasalann í Lewes og við mæltum okkur mót hjá húsinu. Ég keypti kort yfir Sussex. Það er svona að eiga peninga. Það eru ekki til neinar hindranir. Ég bjóst við að sjá eitthvað hrörlegt. Og það virtist mjög gamalt, svartir bjálkar og hvít- kalkað að utan og gamlir þak- steinar. Það var alveg út af fyrir sig. F asteignasalinn kom um leið og ég. Ég hafði haldið að hann væri eldri, hann var á mínum aldri, en einkaskóla- manngerðin, uppfullur af bjálfa- legum athugasemdum sem áttu víst að vera fyndnar, eins og það væri fyrir neðan virðingu hans að selja eitthvað og það væri mismunur á því að selja hús og vera búðarloka. Hann gerði mig taugaóstyrkan, vegna þess hvað hann spurði um mik- ið. En mér fannst ég gæti eins litazt um, fyrst ég var kominn alla þessa löngu leið. Herbergin voru ekki sérlega merkileg en það voru öll nútíma þægindi í húsinu, rafmagn, sími og allt mögulegt. Fyrrverandi flotafor- ingi eða eitthvað þess háttar hafði átt það og dáið og svo dó næsti eigandi skyndilega og þess vegna var það til sölu. Ég held því fram að ég hafi alls ekki farið þangað í þeim tilgangi að athuga hvort það hentaði fyrir leynilegan gest. Ég veit naumast sjálfur hver tilgangur minn var. Ég veit það einfaldlega 'lekki. Það sem þú gerir skyggir á þín- ar fyrri athafnir. Náunginn vildi vita hvort ég ætlaði að búa þarna einn. Ég sagði að það væri handa frænku. Ég laug engu til, ég sagði að ég vildi að það kæmi henni á óvart þegar hún kæmi heim frá Ástr- alíu og svo framvegis. Hvað um verðið, spurði hann. Ég eignaðist nýlega talsverða peninga, sagði ég til að slá hann út af laginu. Við vorum að ganga niður stigann þegar hann sagði þetta og ég hélt að við værum búnir að sjá allt. Ég var að því kominn að segja að þetta hentaði mér ekki sérlega vel, væri ekki nógu stórt til að slá hann enn betur út af laginu, þegar hann sagði: þetta er víst allt og sumt að undanteknum kjöllurunum. Það varð að fara út úr hús- inu, þar sem aðrar dyr voru við hliðina á bakdyrunum. Hann tók lykilinn sem lá undir blómsturpotti. Auðvitað var raf- magnið ekki á, en hann var með vasaljós. Það var kalt þar sem sólin hafði ekki skinið, rakt, ógeðslegt. Steinstigi lá niður. Þegar við vorum komnir niður hann lýsti hann í kringum sig með vasaljósinu. Einhver hafði kalkað veggina, err' það var langt síðan og sums staðar hafði kalk- ið flagnað af veggjunum, svo að þeir voru flekkóttir. Hann er undir öllu húsinu, sagði hann, og svo er annar til. Hann lýsti með vasaljósinu og ég sá dyr í horninu beint fyrir framan okkur þegar við kom- um niður stigann. Það var ann- ar stór kjallari, fjórum háum þrepum fyrir neðan hinn fyrri, en hann var lægri undir loft og þakið hvelft eins og maður sér stundum í hvelfingum undir kirkjum. Þrepin lágu skáhallt niður úr einu horninu, svo að það var eins og herbergið hyrfi einhvern veginn. Alveg tilvalið fyrir svallveizl- ur, sagði hann. Til hvers var þetta notað? spurði ég og lét sem ég heyrði ekki þessa bjánalegu athugasemd hans. Hann sagði að þeir héldu að það væri vegna þess að húsið var svona afskekkt, það væri hægt að geyma þarna miklar matarbirgðir. Eða þá að þetta hafi verið leynileg kaþólsk' kap- ella. Seinna sagði einn rafvirk- inn að þetta hefði verið hæli fyr- ir smyglara, þegar þeir fóru frá Newhaven til London. Jæja. við fórum aftur upp og út. Þegar hann læsti dyrun- um og lagði lykilinn undir Mómsturpottinn aftur, var al- veg eins og ekkert væri til þarna niðri. Þetta voru tveir heimar. Þannig hefur það alltaf verið. Stundum hef ég vaknað og hald- ið að þetta væri allt saman draumur, alveg þangað til ég kom aftur þangað niður. — Ég hef áhuga, sagði ég. Mikinn áhuga. Ég var svo tauga- óstyrkur að hann leit undrandi á mig og ég sagði: Ég held ég taki það. Stutt og laggott. Ég var raunar undrandi sjálfur. Því að áður langaði mig alltaf mest til að búa nýtízkulega, í nútíma- stíl eins og sagt er. Ekki í svona gömlum afkima eins og þessum. Hann, stóð þarna alveg gátt- aður, steinhissa á því hve ákaf- ur ég var, undrandi á því að ég skyldi eiga peninga eins og flest- ir aðrir. Svo fór hann aftur til Lewes. Hann ætlaði að sækja annan mann sem einnig hafði áhuga á húsinu, svo að ég sagðist ætla að bíða í garðinum og velta þessu betur fyrir mér áður en ég tæki endanlega ákvörðun. Þetta var fallegur garður, hann liggur að akri sem nær að hæð (það er í norður). í aust- ur er skógur báðum megin við veginn sem liggur upp úr daln- um þar sem Lewes er. í vestur eru aðrir akrar. Það er bónda- TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS LIHPÁRGÖTU 9 • REYKJAVÍK • SÍMI 22122 — 21260 SKOTTA Já, litli bróðir er einmitt að bíða eftir þér. — Hvað er að sjá svipinn á þér? Nei, annars, hann er ekki heima! POLARPANE ú r *=alt 4 falt so&r>sk 9oedayara EINKAUMBOD MARS TRADIIMG LAU6AVEG 103 SIMI 17373 AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM UtsÖ/unni /ýkur um helgína. Enn er hægt að gera góð kaup á ýmsum fatnaði. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). @níinenlal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó og hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GOMMÍVlNNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-51

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.