Þjóðviljinn - 02.03.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.03.1967, Blaðsíða 8
g SÍDA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtiidagur 2. marz 1962. Nýr vegur, Bæjarháls, ofan við Reykjavík © Kvöldvaka Ferðafélagsins • Á fundi Ferðafélags íslands, sem haldinn verður í Sjálfstæð- ishúsinu fimmtudagskvöldið 2. marz, sýnir Ásgeir Long kvik- mynd sína: Labbað um Lóns- öræfi, en sú kvikmynd hefur ekki verið sýnd opinberlega í Reykj avík á ður. Fá landssvæði á íslandi eru hrikafegurri en það, sem sýnt er á þessari kvikmynd. fjall- lendið beggja vegna við efstu hluta Jökulsár x Lóni og Víði- dalurinn sem skerst inn úr dal Jökulsár Þarna er mikið um líparít og litskrúð fjall- anna fyllilega sambærilegt við Landmannalaugasvæðið, en fjöllin hrikalegri miklu og all- ur „stórleikur landskaparins" meiri, einkum þar sem heitir í Tröllakrókum. Alltof fáir hafa lagt leið sína um þetta svæði Ásgeir Long sýndi jökla- mönnum kvikmynd sína síðast- Hðið haust og voru alh>. er sátx hana, á einu máli um að á þetta svæði þyrftu þeir ein- hverntíma að komast. Ásgeir og félagar hans fóru sina ferð á hestum og eigin fótum og ber kvikmyndin þess ljósan vott, að þar fór fólk. sem kunni að ferðast. Þetta er ó- svikin ferðamynd —: bæði skemmtileg og fróðleg. Á eftir kvikmyndinni verður myndagetraun að vanda og dansað á eftir. en kvöldvakan hefst kl 20.30, en húsið verður opnað klukkan átta. SKIPAUTGCR0 RÍKISINS M/S HERÐUBREIÐ fer vestur um land í hringferð 7. þ.m- Vörumóttaka fimmtudag og föstudag til Bolungarvíkur, ísafjarðar, Norðurfjarðar. Djúpa- víkur, Ólafsfjarðar, Kópa- skers, Þórshafnar, Bakkafjarð- ar, Vopnafjarðar, Borgarfjarð- ar, Mjóafjarðair, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. — Farseðlar seldir á mánudag. M/S ESJA fer vestur um land til Isa- fjarðar 8- þ.m. Vörumóttaka á fimmtudag og föstudag til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar og ísaf jarðar. — Far- seðlar seldir á þriðjudag. HÖGNI JÓNSSON Lögfræðl- og fasteignastofa Skólavörðnstíg 16. Simi 13036, heima 17739 Kaupið Minningarkort Slysavarnafélags íslands og Bæjarháls, sem auglýstar hafa verið og samþykktar af borgarráði, samkvæmt tillögu umferðarnefndar Reykjavíkur. Tekinn er í notkun nýr veg- ur, Bæjarháls, sem lagður hef- ur verið samhliða og norðan við háspennulínu við Hraun- bæ og tengir Höfðabakki Bæj- arháls við Vesturlandsveg. Er því ætlazt til. að öll sú umferð sem fer um Suðurlandsveg, fari eftir Bæjarhálsi. í stað Rofa- bæjar áður. Þá hefur Rofabæ verið lokað vestan Rauðavatns og ein- stefnuakstur verið settur á til vesturs frá Árbæ til þess, að hindra gegnumakstur. þannig að Rofabær verður einungis safngata fyrir Árbæjarhverfið. Þar sem Bæjarhálsinn tekur við þjóðvegarumferð, verður hann aðalbraut með 60 km. há- markshraða miðað við klst. Breytingar. sem gerðar verða á umferð á fyrrnefndum stöð- um eru þessar: 1. Rofabæ hefur verið lokað við Rauðavatn. 2. Einstefnuakstur er á Rofabæ til vesturs frá Árbæ að Vest- urlandsvegi. .3. Stöðvunarskylda er á Rofa- bæ við Vesturlandsveg. 4 Höfðabakki, og Bæjarháls eru aðalbrautir, þó þannig. að umferð um Höfðabakka víki fyrir umferð um Vest- urlandsveg. 5. Hámarkshraði á Höfðabakka og Bæjarhálsi er 60 km. mið- að við .klst. Aðalskipulag gerir ráð fyrir, jsð umferð sú, sem fer nú um Höfðabakka og Bæjarháls og áfram um Suðurlandsveg flytj- ist á hraðbraut sem liggja á upp Fossvogsdal sunnan Elliða- ánna. • Samvinnan í upphafi ársins e Fyrsta hefti Samvinnunnar 1967 er nýkomið út. Þar ritar forstjóri Sambandsins, Erlend- ur Einarsson, áramótagrein, þar sem hann rekur viöburði liðins árs f viðskiptalífi þjóð- arinnar og gerir grein fyrir þeim áhrifum sem hann telur þá hafa á störf og aðstöðu samvinnuhreyfíngarinnar. For- stjórinn segir m.a-: „Endurreisn íslenzkra framleiðslufyrirtaekja er stærsta mál íslendinga í dag. Það liggur við, að fyrirtækjun- um hafi verið drekkt í verð- an þeim atvinnurekstri, sem hefur þrifizt á verðbólgunni, braskið og spákaupmennskan og þeir sem í óhófi hafa not- fært sér vinnuaflsskort þjóðar- innar undanfarið. Hagsmunir þessa atvinnurekstrar verða að víkja fyrir hagsmunum undir- stöðuatvinnuveganna. Brask og skattsvik eiga engin verðlaun skilið. Þann ósóma ber að upp- ræta eftir því sem við verður komið“. Þá er einnig getið í Samvinn- unni um nýja kjörbúð KRON og birtar myndir frá henni. Birt er ritgerð, sem Sigurður Jcýis- son, fyrrum ráðherra, ritaði > hið handskrifaða blað Kaupfé- lags Þingeyinga, „Ófeig“. árið 1896. Greinin nefnist: „Geta kaupfélög komið í stað kaup- manna?“. ‘ Guðmundur Sveinsson, skóla- stjóri, ritar grein, sem nefnist „Þættir úr samvinnusögu. Rúss- land 1”. Guðmundur gerir þar grein fyrir sögu samvinnuhreyf- ingarinnar í Rússlandi fram til ársins 1905. Segir þar fráýmsu. sem mönnum mun almennt ó- kunnugt hér. Von er framhalds í næsta hefti. Jóhann Bjarnason ritargrein- ina „Friðflytjandi", þar sem harin fjallar um Esperanto, og sem kunnugt er annast Bréfa- skóli SIS og ASÍ kennslu í þvi tungumáli hérlendis. Ingólfur Jónsson frá Prest- bakka skrifar- frásögn, sem hann kallar „Uppskipun á Borðeyri 1936“. Margt fleira er í ritinu, m.a. framhaldssaga eftir hinn kunna verðlaunahafa Norðurlandaráðs. Tarjei Vesaas, 13.15 Eydís Eyþórsdóttir stjónri- ar óskalagaþætti fyrir sjó- menn. 14.40 Við, sem heima sitjum. Sigríður Thorlacius spjallar um hitt og þetta. 15.00 Miðdegisútvarp. Hljóm- sveitin „101 strengur", B. Iv- es, Dave Brubeck kvartettinn, C. Valente og S. Francesco syngja og leika. Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík, er laust til umsóknar frá 1. júni n.k. — Umsóknir ásamt upplýsingum um starfsreynslu og menntun sendíst formanni félagsms, Jóni Sigurðssyni, Stóra-Fjarðarhomi eða Gtrrmari Grímssyni starfsmannastjóra SÍS fyrir 15. marz, Starfsmannahald SÍS. Fimm skissur eftir Fjölni Stefánsson. M. Horszowski og félagar í Búdapest-kvartettin- um leika Píanókvartett <K 478) eftir Mozart. Hátíðar- hljómsveitin í Bath leikur Svítu nr. 1 eftir Bach; Y. Menuhin stj. 17.05 Framburðark. í frönsku cg þýzku. 17.20 Þingfréttir. Tónleikar. 17.40 Tónlistartími barnanna. Guðrún Þorsteinsdóttir stj. tímanum. 19.30 Daglegt mál. 19.35 Efst á baugi. 20.05 Björn Ólafsson leikur tvö verk á einleiksfiðlu: a) Stúd- íu eftir Jón Leifs. b) Prelú díu og tvöfalda fxígu eftir Þórarin Jónsson. 20.30 Útvarpssagan: „Trúðarn ir“ eftir Grabam Greene. Magnús Kjartansson ritstjóri les (24.) 21.30 Lestur Passíusálma (33). 21.40 Þjóðlíf. Ólafur Ragnar Grímsson stjómar þættinum. 22.30 Gestur í útvarpssal: Jean Paul Sevilla píanóleikari frá París leikur tvö tónverk: a) Menúett eftir M. Ravel, til einkað Haydn. b) Sónötu eft- ir H. Dutilleux. 23.00 Guðmundur Arnlaugssoa flytur skákþátt. 23.35 Dagskrárlok. • Krumar í potti húsfreyju • Það er ekkert til í dag sem heitir hlutleysi. Maður sér hvað gerzt hefur í Indónesíu. Su- karnó predikaði hlutleysi og skjóli þess komust kbmmúnist- ar næstum til valda. En af því Indónesía er eyland, gat þjóðin hrint af sér ófrelsinu Aftur á móti var þetta ekki hægt í Ungverjalandi og allir vita hvers vegna stríð er í Vi etnam. Af því að meiri hluti þjóðarinnar bað Bandaríkja- menn að frelsa sig. Flokkur. sem vill að sín þjóð lifi í frelsi hann getur ekki verið hlut- laus. Þess vegna er Framsókn- arflokkurinn einstæður í allri DÓlitískri sögu veraldarinnár og allar þjóðir mega þakka fyr- ir að vera lausar við slíkt róli- tískt viðrini. Húsmóðir.' *■ Frá skrifstoín borgarlækn is: — Farsóttir í Reykjavík vikuna 12. febr. til 18. febr. 1967 samkvæmt skýrslúm 23 lækna (27). Hálsbólga . 65 ( 69) Kvefsótt . 103 (120) Lungnakvef . 15 ( 20), Iðrakvef . 28 ( 55) Ristill 1 ( 2) Innfluenza 2 ( 10) Mislingar . 105 (114) Kveflungnabólga 9 ( 3) Munnangur 1 ( 6) Kíghósti .... ( 0) Hlaupabóla ( 1) Kláði . 1 ( 0) úrein Ólafs Gunnarssonar Framhald af 2. síðu. lands, sýna þetta ljóslega. 1 áðurnefndu blaði er urmull nafnlasjsra greina, jafnvel eft- ir börn og unglinga. Sorpblaða- siðgæðið eða öllu heldur skorf- ur á siðgæði er einkennandi fyrir tsland eitt Norðurland- anna og er þjóðinni vægast sagt til lítils sóma. 3. Fonxstumenn (flenzkra fræðslumála hafa í meira en 20 ár verið illa menntaðir og skort þá mannkosti, sem störf þeirra krefjast ef vel á að vera. Núverandi menntamálaráð- herra hefur gert sig sekan um að vinna vísvitandi heillamál- um æskunnar allt til óþurftar ef þau hafa ekki samræmzttil- finningakenndu mati hans sjálfs. óljóst er talað um um- bætur á fræðslumálum, en á því sviði eru íslendingar langt á eftir öðrum þjóðum. Myndi ekki þurfa að hreinsa allmikið til í forustuliði fræðslumálanna áður en ráðizt er í breytingar svo nokkru nemi? Það bótti ekki snyrtilegur búskapur í minni sveit að gefa nýja og góða töðu á stallinn en moka ekki flórinn. 4. íslendingar hafa aðlaga.zt^ leynivínsöluhugsunarhætti, en slíka verzlun hafa dómstólarni.r látið að miklu leyti afskipta-^ lausa. Leynisala eiturlyfja er enn auðveldari viðfangs en sa!a áfengis. ' Það þarf ekki einu sinni fínan stöðvarhíl til þess að framkvæma slíka sölu. 5. Ábyrgðarleysið á fjöl- mörgúm sviðum íslenzks þjóð- lífs er sérstaklega áberandi og hverskonar óknyttir og afbrot eru afsökuð af fjölmiðlunar- tækjum, almenningi og jafn- vel dómstólum. Ef hægt er að benda á áþekkan ósóma ann- arsstaðar halda menn að það afsaki slæmt framferði á ís- landi i stað þess að taka karl- mannlega afstöðu til málsins eins og það liggur fyrir. Fjöldi manna er frá náttúr- unnar hendi svo veikgeðja að þeir þurfa siðrænt aðhald ef vel á að fara. Afstaða slíkra manna mótast að miklu leyti af orðum en þó einkum gerð- um þeirra, sem mest völdhafa hverju sinni, 5. Nú eins og fyrir 4—5 ár- um, þegar ég ræddi þessi mál ýtarlegast £ greinum, sem birt- ust £ Vísi og Tímanum, veltur mest á því hvemig ábyrg stjómarvöld bregðast við. Mun- urinn er sá einn, að nú er hætt- an enn meiri en fyrr og líf enn fleiri ungmenna í mikilli hættu. Mannvit og samvizka þeiira, sem á næstu ánim stjóma fræðslu- og félagsmálum lands- ins, getur haft veruleg áhrif á það hversu margir farast íþeim hættum sem brátt steðja að. TRU lOFl'NAP HRINBI Halldór Krístinsson gullsmiður, Óðinsgötu 4 Simi 16979. fiÍHliÍÍÍI Atvinna Sparisjóður alþýðu Reykjavík óskar að ráða karla eða konur til eftirfarandi starfa: 1. Gjaldkera, — 2. Bókara, — 3. Ritara. Eiginhandarumsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Sparisjóði alþýðu. pósthólf 1406, fyrir 10. marz næstkomandi. SPARISJOÐUR ALÞÝÐU. EINAR SIGURÐSSON, Guðrúnargötu 7, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu laugardaginn 4. marz kl. 10.30. — Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna • Þórunn Elfa Magrxúsdóttir. Einar Már Jónsson. Jarðarför föður okkar og fósturföðxxr BERGS PÁLSSONAR, skipstjóra, Bergstaðastræti 57, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 3 þ.m. kl. 1.30. Jarðað verður i gamla kirkjugarðinum Guðrún ,T. Bergsdóttir Jón Þ. Bergsson. Lára Bérgsdóttir. Helgi Bergsson Ólafur H. Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.