Þjóðviljinn - 02.03.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.03.1967, Blaðsíða 4
SlDA ÞJÖÐVIUINN — Fimmtudagur 2. marz 1967. Otgefandi: Sameiningarflokkur aiþýðo; —\ Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.:Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiöur Bergmann. .. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiöja Skólavörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Laueasöluverð kr. 7.00- Styrkjastjórhin mikta yiðreisnarstjórnin er nú orðin mesta styrkja- og uppbóta-stjórn í sögu þjóðarinnar. Nú síðast hefur hún heitið frystihúsunum að greiða úr ríkis- sjóði 55—75% af verðlækkunúm á þessu ári, en miðað við núverandi vitneskju getur sú upphæð numið um 180 miljónum króna. Fyrr á þessu ári hafði ríkisstjórnin tekið að sér að greiða fiskverðs- hækkun þá sem verðlagsnefnd ákvað, en sú upp- hæð er talin nema um 100 miljónum króna. Þá mun ríkisstjórnin á þessu ári greiða 80 miljónir króna í svokallað hagræðingarfé, sem einkum rennur til frystihúsanna. Togararnir munu í ár fá 50—70 miljónir krána í styrki. Við þetta bætast enn greiðslur á vátryggingarkostnaði fiskiskipa, framlög úr aflatryggingarsjóði og fleira þvíMkt. Þá eru ótaldar niðurgreiðslur á vöruverði og upp- bætur á landbúnaðarvörur, en þeir liðir báðir nema yfir 70Q miljónum króna á ári. Alls kostar styrkja-, uppbóta- og niðurgreiðslu-kerfi ríkrsstjórnarinnar talsvert á annan miljarð króna á ári, en þar er um að ræða algert met í sögu þjóðarinnar og trúlega heimsmet að tiltölu við fólksfjölda. Þessar tilfærsl- ur á fjármunum jafngilda sem næst fjórðungi af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar! JJáðherrar, hagfræðingar og ríkisstjórnarblöð kalla þessar ráðstafanir bjargráð. Sú var tíð að þeir aðilar notuðu önnur orð. Þegar viðreisnar- stjórnin tók við völdum lýsti hún því sam megin- verkefni sínu að binda enda á alla styrki, upp- bætur og niðurgreiðslur. Hagfræðingar sömdu um það lærðar álitsgerðir hvað styrkir og uppbætur væru afleitt fyrirkomulag, stuðluðu að háskalegri þróun í efnahagsmálum og mögnuðu spillingu, breiddu yfir veilur efnahagskerfisins án þess að lækna þær. Þeir sögðu að styrkir til atvinnuveg- anna af opinberu fé hefðu þann tilgang að fela það að gengi gjaldmiðilsins væri raunverulega fallið; þeir væru blekkingar og sýndarmennska sem hefndu sín. Þeim var svo mikið niðri fyrir að þeir fluttu ekki aðeins mál sitt með hagfræðilegum rökum, heldur og með siðferðilegri vandlætingu; þeir töldu viðreisnina eiga að vísa þjóðinni leið úr eyðimerkurgöngu uppbótakerfisins, óðaverðbólgu og spillingar. jyaumast hefur nokkur íslenzk ríkisstjórn brotið jafn gersamlega í bága við sín eigin fyrirheit og viðreisnarstjórnin. Samt barst henni upp í hend- urnar allt það sem henni var ósjálfrátt, metafli ár eftir ár, hagstæðustu viðskiptakjör sem lands- menn hafa notið, stórfelld aukning á þjóðartekj- unum. Ófamaður efnahagskerfisins er einvörð- ungu sjálfskaparvíti, þar sem saman hefur farið röng stefna og óstjórn. Ráðherrar sem ættu til snef- il af sómatilfinningu væru búnir að segja af sér fyrir löngu, en sómatilfinninguna verða landsmenn auðsjáanlega að leeeia til í kosningunum í sum- ar. — m. i 1 m vel 1 3 Fyrst bið ég þig að skila frá mér beztu kveðju til hans Andrésa'r hjá Tímanum fyrir siðabótartilraun hans. Það er merkilegt,. að ekki skuli fleiri en raun ber vitni hafa gert hvell út af bröltinu í Þjóðkirkjunni, Hér er trúfrelsi að nafninu til. Samt höfum við þjóðkirkju og leggjum henni nokkurt fé árlega, hvort sem við að- hyllumst trúarskoðanir hennar eða ekki. Fáir telja þetta fé eftir. Kirkjan hefur tekið að sér að annast ákveðin störf, sem einhver verður að vinna, t.d. mann- tal og ýmsar athafnir, sem vel fer á að séu gerðar hátíðlegar í nokkru, svo sem skírnir, giftingar og greftranir. Þá hefur þessi stofnun lagt okkur í dreif- ' býlinu. til marga vel mennta menn, sem hafa urinið að félagsmálum okkar og gert mikið gagn, án þess að fá nokkra sér'staka umbun fyri'r. Því fé, ,sem- þess- ír menn hafa fengið í embættislaun, hefur verið vel varið. Og með því að kirkjan hefur undanfarna áratugi ver- ið ákaflega frjálslynd í trúarlegum efn- um, sýnt öðrum trúardeildum og jafn- vel trúleysingjum virðingarvert umburð- arlyndi, hafa þeir, sem eru ósammála henni hvað trúmál varðar, ekki séð sér annað fært en að umbera hana með kristilegu þolgæðí. f fáum órðum sagt: Þetta fólk hefur lagt á sig að þola trú- málastaglið vegna þess að kirkjan gegndi einnig gagnlegu hlutverki í þjóð- félaginu. Áður en lengra er haldið ætla ég að gera játningu mína; til skýringar af- stöðu minni til kirkjunnar: Ég hef i 40—50 ár stöðugt verið að glata trúnni. Ekki vantaði þó, að ég væri trúaður sem barn. Ég trúði á álfa, tröll, skrímsli, jólasveina. drauga og svo auðvitað á þennán gamla góða þríeina þjóðkirkju- gúð okkar (Reyndar hef ég aldrei skil- ið hugtakið þríeinn.). En öll þessi trú- arbrögð hafa verið að gufa upp úr .mér smám saman. Fyrst hætti ég að trúa á jólasveinana og Grýlu, næst glataðist trúin á tröllin, dvergana, sjóskrímslin og huldufólkið. Þvinæst fór ég að efast um réttmæti draugatrúarinnar, og hef ég þó lesið spíritistarit meira og minna öll þessi ár. Og nú finn ég ekki betur en að ég sé hættur að trúa á Þjóð- kirkjuguð. Ég fæ með engu móti skil- ið lengur, að trú og skynsemi geti bú- ið saman. Er ekki trú (religion) einmitt það, að vera sannfærður um eitthvað. sem skynsemin getur ekki samþykkt? Haldi þjóðkirkja okkar áfram að vera frjálslynd og umburðarlynd, eins og hún hefur verið fram á síðustu ár, skal ég ekki amast við henni. Ég skal þá halda áfram að borga min gjöld til henn- ar möglunarlaust, eins og ég hef gert, gegri því áð hún haldi áfram að veita mér og mínum félagslega þjónustu eins og skirnir, greftranir o.þh., og gegn því að hún haldi áfram að leggja okkur dreifbýlismönrium til menntaða og starf- hæfa ménn til félagslegra starfa. En ef hún ætlar að fara að leggja aðaláherzl- una á kennisetningar og kreddur, for- dild og fjárbruðl, og hálfgerðan trúar- legan yfirgang gagnvart fólki, sem vill fá að hafa trúleysi sitt í friði. verð ég að snúast til varnar. Margar stofnanir á íslandi fást við æskulýðsstarfsemi, af umhyggju fyrir æskunni. Kirkjan rekúr liká æskulýðs- starfsemi. En mér er ekki grunlaúst um. að hún noti þessa starfsemi að einhverju léyti til að reyna að sprauta i urigménn- in trúarbakteríu, jafnvel án þess að spyrja aðstandendur leyfis, og að þess vegna sé ekki óhætt fyrir fólk, sem er trúlaust eða aðhyllist aðrar trúarskoð- anir, og vill innprenta börnum sínum það, sem það veit sjálft sannast og réttast, að treysta æskulýðsfélögum kirkjunnar fyrir börnum sínum. Þá finnst mér kirk'jubyggingatilstandið og skrautsýninga- og auglýsingatildrið, sem hann Andrés okkar var að andmæla býsna tortryggilegt. Og þá kem ég að erindinu, Krummi minn. Viltu útvega mér glögg svör við eftirtöldum spurningum? 1. Er Þjóðkirkjan svo frjálslynd og óeigingjörn, að hún starfi að æskulýðs- málum á algerlega óeigingjaman hátt. þ.e. án þess að vera að ota einkasjón- armiðum sínum að þeim unglingum, sem henní er trúað fyrir? — Með „einkasjónarmið" á ég við kreddur og kennisetningar, svo sem syndadrekkingu, helvítiskenningu, bæn^stagl, sem ekki er í neinu samræmi við venjulega með- alskynsemi, hvað þá meira, — en ekki við siðgæðishugmyndir, því almennar siðgæðishugmyndir eru ekkert einka- sjónarmið kirkjunnar. 2. Er mér, trúlausum manninum, sem vil að börn mín tileinki sér það, sem ég veit sannast og réttast, óhætt að trúa kirkjulegu æskulýðsfélagi fyrir böm- um mínum? Get ég treyst því, að ekki verði hafður í frammi við þau trúar- áróður? Ég spyr vegna þess, að hér er lítið um æskulýðsfélög, en börnin vilja gjarnan ganga í kirkjulegan unglinga- félagsskap hér, af því að félagar þeirra era þar fyrir. Sjálfur hef ég ráðlagt þeim að ganga frekar í stúkuna eða fá einhverja £ lið með sér til að stofna skátafélag. 3. Er það kannski misskilningur hjá mér, að kirkjan á íslandi sé einsýnni og þröngsýnni nú en hún var í tíð þeirra Jóns Helgasonar, Sigurgeirs og Ásmund- ar biskupa? 4. Værir þú, Krummi minn, ekki til- leiðanlegur, til að ganga í siðabótar- .starfið me$ honum Andrési, og helzt . fá fleiri með ykkur, til að hefja ræki- lega gagnsókn gegn tildrinu og kreddu- dýrkuninni, sem virðist vera að grafa um sig í kirkjunni. Ekki samt með neinu ofstæki, því slíkt mundi hafa öfug á- hrif, auk þess sem Andrés mundi að mínu viti aldrei samþykkja slíkt. Mér virðist, að hann sé, eins og ég, ekkert fjandsamlegur kirkjunni, og að fyrir honum vaki ekki uppreisn, heldur siða- bót, eins og hjá Lúther forðum. Með beztu kveðju. \ Dreifbýlismaður. Dreifbýlingur minn. Þakka þér bréfið, en ég er verr settur en þú; ég hafði aldrei neina barnatrú til að glata, ég hef aldrei hugleitt þessi mál að gagni. Þess- vegna er ég alveg á gati í spurn- ingum nr. 1, 2 og 3. Hvað viðvíkur tilgerðar-pípinu í kirkjunni sem þú ræðir í 4. ■ spurningunni, tel ég að sú blaðra hafi næsta lítið þanþol. og Andrés einn nægi til að stinga á henni. Þá verður ekki einusinni vindurinn eftir. KRUMMI. Kref st samningsréttar fyrir háskóiamenn í ríkisþjónustu Fundur var haldinn í fuU- trúaráði Bandalags háskóla- manna 23. febrúar s.l. Aðalmál- ið á dagskrá fundarins varöfl- un samningsréttar fyrir há- skólamenntaða menn í þjónustu rikisins. Hefur það verið eitt aðalbaráttumál bandalagsins undanfarin ár, og er tilkomið af því að háskólamenn í opin- berri þjónustu, hafa oftast nær mætt litlum skilningi, þegar um launakjör er að ræða, bæði innan þeirra samtaka, sem samið hafa fyrir þá, og einsaf hálfu ríkisvaldsins. Að vísu var með kjaradómi 1963 gerð all- veruleg leiðrétting á kjörum háskóíamanna, en síðan hefur aftur sótt í sama horfið. Með tilliti til þessa leggja háskóla- menn mikla og vaxandi áherzlu á að geta samið um kjör sín á vegum eigin samtaka, en þurfa ekki að hlíta forsjá að- ila, sem í engu sinna óskum þeirra. Kom greinilegá f Ijós (>„ fundinum, að háskplamérin hafa lullan hug á að fylgja þessum sanngjörnu kröfum sínum eft- ir, en fyrir liggur samþykki allra aðildarfélaga um, að bandalagið skuli ,fara með samningsréttinn fyrir þeirra hönd. Á fundinum var eftir- farandi tillaga einróma sam- bykkt: „Fundur haldinn í fulltrúa- ráði Bandalags háskólamanna fimmtudag, 23. febrúar 1967 vill enn á ný ítreka kröfursín- ar um, að Bandalagið fái saran-^, ingsrétt fyrir háskólamenn í þjónustu ríkisins. Telur fulltrúaráðið, að nú- verandi ástand í samningsrétt- armálum háskólamanna sé ó- viðunandi og muni leiða til endurtekinna árekstra, þar til viðunandi lausn fæst. Beinir fulltrúaráðið því þeim ein- dregnu tflmælum til rikis- stjórnarinnar, að hún leggi fyrir yfirstandandi Alþingi brey.tingartillögu ;á lögum nr. 55/1962, um kjarasámnlnga op- inberra starfsmanna/sem feji i sér fullan samningsrétt fyrir Bandalag háskólamanna um laun og önnur kjör háskóla- manna í þjónustu ríkisins." Bandalag háskólamanna het- ur auk kjaramála látið mennt- unar- og menningármál til sín taka. Hefur bandalagið nú i undirbúningi að afla svara frá forustumönnum stjómmála- flokkanna varðandi ýmsa þætti ofangreindra mála um afstöðu flokkanna til þeirra. Svörin verða síðan gefin út í sérstök- um bæklingi. Bandalag háskólamanna tel- ur nú innan sinna vébanda um 1.400 meðlimi í 12 aðildarfé- lögum, eða nær alla háskóla- menn á landinu að tannlækn- um undanskildum. Á ofan- greindum fundi bættist Félag menntaskólakennara í hópinn, en það er landssamtök kennara við menntaskólana fjóra. önn- ur aðildarfélög eru- Dýralæknafélag íslands, Fé- Iag háskólamenntaðra kennara, Félag ísl. fræða, Félag ísl. nátt- úrufræðinga, Félag ísl. sálfræð- inga, Hagfræðafélag fslands, Lyfjafræðingafél. fsl., Lækna- félag fslands, Lögfræðingafélag fslands. Prestafélag fslands og Verkfræðingafélag fslands. MauðungaruppboB annað og síðasta á hluta i Álftamýri 38, hér í borg, þingl. eign Guðmundar Ingvars Sveinjónssohar, fer fram á eigninni sjálfri, mánudaginn 6. marz 1967, kl. 2% síðdegis. Borgfarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.