Þjóðviljinn - 02.03.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.03.1967, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. marz 1967 — ÞJÓÐVTLJINN — SlÐA ^ Sfeindór Árnasor TOGARAUTG BRENNIPUNKTI Frá H ofsósi. II. HLUTI Norðlending-afjórðunjí- ur — Forspjall H'vaöa óheillaþróun er að gerast í útgerðarmálrJm Norð- lendinga? Ég á þar vid trillu- bátana og 1‘itlu þilfarsbátana, sem virðast trðllríða allan landsfjórðunginn, þó að hafnar- skilyrði bjóði viða uppá aðra og hentugri stærð skipa. 6g fullyrði að megnið af bátunum eru engin skip til að sækja á sjó í skammdeginu, jafnvel meðan sbutt er að sækja, hvað þá þegar fiskur fjarlægist land, Hvorttveggja er, að þær eru háskafleytur með tilliti til ör- yggis sjómanna, og komast svo ekki á sjó þegar bezt og blíð- ast er. Þessi tegund_ skipa er ágætt tómstundagaman öldnum og ungum, helzt innfjarða um hásumarið, eða þar sem mjög stutt er sótt. Aftur á móti gegna þau mikhi hlutverki sem hrognkelsaskip. ef stærðin er hæfileg. Það er varhugavert, fjárihaigs- lega séð, að hlaða .undir út- gerð smáskipa, sem hvergi valda þeim verkefnum, er heimahöfnin væntir sér til handa um atvinnuöryggi. TJng- ir og upprennandi menn hanga yfir þessum fleytum tímunum saman án þess að komast á sjó. . Endirinn verður flótti til annarra landsihluta. Stundum fylgir kærastan með til verbúð- arinnar, og fær sér þá atvinnu við fiskiðnaðinn, bæði glötuð heimabyggðinni um tíma og eilífð. Einkaleyfisafnot innan þriggja mílna landhelginnar er smá- fleytum þessum nægilegt verk- efni. Hinum hluta sjávarins er happadrýgst að þeir deili með öðrum, þegar gefur. Norðlendingar þurfa stór fiskiskip til sjósóknar Fiskur hverfur oft af grunn- miðum norðanlands langtímum sarnan, aðallega á útmánuðum. Ördeyðan getur orðið svo alger, að ekki fáist ein einásta branda á línu eða færi, þótt beitt sé úrvalsbeitu og reynt á gjöful- ustu miðum. „Komdu í Kambstún, ef þér leiðist" Hinar miklu suðurferðir Norðlendinga áður fyrr og enn . í dag, til vertíðarvinnu, benda eindregið til þess, að útgerð hafi of oft reynzt erfið á út- mánuðum, norðirr við yzta haf. Stóru bátarnir norðlenzku hafa einnig orðið að flýja suður á bóginn, en þá er betra að fleytan sé f stærra lagi, eink- um ef hún á að vera heimili sjómannsins á vertíðinni. Gróuhlaupið mikla Gamlir merm við Húnaflóa, eftir síðustu aldamót, töluðu mikið um góuhlaupið mikla. Fuilt af hrognum og sviljum. Það árið hefur þorskur hrygnt talsvert fyrir Norðurlandi, eins og hann hefur standum gert síðustu áratugina. Bjami Sæ- mundsson telur vafasaman ár- angur þorskklaks á þessu svaíði og því lakari útknmu megi vænta sem austar dregur, vegna sjávarkulda. Ffekifraeð- ingar okkar hafa ekki enn sem komið er kafað til botns í þessu máli, jafn nauðsynlegt og það gæti verið bjóðarbúskapn- um. Ástæðulaust virðist að hlífa þeim fiski fyrir nokkru veiðarfæri, sem hrygnir á beim svæðum sem einskis árangurs er að vænta af klaki. Friða heldur þeim mun stærri skák- ir þar sem fræðingar vorir bú- ast við frjósemisstöðhnvm í hámarki. Hér er glöggt dæmi um and- stæðumn' sem N< rðlendingar ' eigaviðað búa: Þorskur hrygn- ir stopult, oft ekki. Eitt árið herjar hafís og sviður allan sjó. Annan tíma fyllist sjór af þorski og síld Pg allt leikur í lyndi. Norðlendingnf jóróun g- ur, Tjjmiranes — Hom Aflaskýmla ÆGIS hefur að vanda mikinn fróðleik að flytja. Þó er margt sem gagnlegt gæti verið að hafa svar við. en er ekki þar að finna. og veldur þar sennilega mestu ófullnægj- andi skýrslugerðir- Að lestri loknum virðist mcr eðlilegt að álykta skiptingu þannig: 50°/n innan 3ja rnflna landhelginnar, 40% utan hennar og 1 rK'v, ? almcnningi. Húsavík er lang aflahæst með ca. 300 tonn á 4 mánuð- um. Aflinn var nokkuð jafn ca. 200 lestir á máriuði. 18 bátar stunduðu veiðar sept.— okt., en 10 nóv—-des. Ekki skil ég í öðru en að þennan afla hefði verið óhætt að fjórfalda án þess að um ofveiði væri að ræða á miðum beirra Húsv'k- inga. Ólafsfjörður er næstur að aflamagni ca. 530 tonn á sama tíma. Hann hefur víst tslands- met í smábátaútgerð. t sept. okt. fengust 301,5 lest á 24 báta, en nóv.-des. 227,5 lestir. Þar af fengu þrír línubátar 185,5 lest- ir í 57 sjóferðum, en afgang- inn 42 lestir í 2 mánuði fékkst á smábáta í 81 sjóferð ,eða 500 kg. í ferð að jafnaöi. I>að er ekki furða, þó þeir þarna _ á Ólafsfirði séu hreyknir af ár- angrinum og þykist þess um- komnir að segja Heykvfkingum hverjar fleytur henti þeim bezt til árangursríkrar sjósóknar. Vonandi halda þeir sönsum, þó botnvörpuskip Dalvfkinga sjáist í sjónauka að veiðum. Otgerð Siglfirðinga má muna sinn fífil fegri. Einn línubátur var gerður út í september, 2 í október, nóvember og desem- ber. Aflinn var, sept. 37,4 lestir, okt. 152 lestir, nóv. 63 lestir og des. 54 lestir. Nýtingin er mjög vesældar- leg, en samþykktimar sem þeir sendu til birtingar minna helzt á danskan einokunarkaupmann um 1700. Ég man ekki betur, heldur en að á árunum 1915 til 1930 eða lengur, sem oft voru þó góð síldveiðiár, hafi Sigl- firðingar sótt sjó af kappi, bæði vor og haust, á mjög lélegum þilfarsbátum. Hér hefur orðið veruleg aft- urför sem krefst skjótrar úr- lausnar. Fleiri stór, hentug fiskisljip þýðir meiri afli, meiri atvinna. Fiskurinn bíður við bæjardyrnar. Húnaflóasvæðið, Skag/atá — Hornbjarg Frá Skagaströnd voru gerðir út 3 bátar á dragnót og 4 trill- ur á línu. Sept.-okt. aflinn varð 102,9 lestir, rúmur helmingur flatfiskur. 3 bátar réru nóv.- de§. og öfluðu 141 lest á línu. Samtals verður þetta 249 lestir á fjórum haustmámiðum ó öllu Húnaflóasvæðinu, rækja und- anskilin, en hún var vist ein- göngu veidd á Steingrímsfirði. Húnaflóasvæðinu henta ekki smáfleytur einar skipa. Skaga- strönd, Hólmavík, Hvamstangi eru það fjölmenn byggðariög, að þau hljóta að geta mannað stóra báta, sem færir væru um að taka þátt í veiðum jafnt hvort langt eða stutt þarf að sækja. Og þótt verr tækist en skyldi með Húnana og Stein- grím trölla, þá gæti betur tíl tekizt síðar. Þetta sem hér hef- ur verið drepið á ættu þeir sem hafa með viðreisnaráform NV-landskjördiæmis að gera að taka til athugunar. Lítið aflaðist í öðrum ver- stöðvum fjórðungsins, og fór hrakandi er á leið haustið, af eðlilegum orsökum. Útgerðarþarfir fjöl- mennustu bæjar- félagranna Afeureyri og Siglufjörður hafa sérstöðu um útgerðarþarf- ir. Höfuðstaður Norðleridinga, fjölmennur, langt inni í landi, ágæt höfn en seinfarið á mið. Siglufjörður yzt á útkjálka, stutt á úfið haf, góð höfn. Enda höfðu þessir bæir for- göngu um að gera út þilskip, litlar skútur sem gerðar voru út á handfæri eða hákarl. Á Nýsköpunarárunum hófu þessi bæjarfélög útgerð stón-a togara. Oltið hefur á ýmsu hjá þeim eins og fleirum. Akureyringar hafa sýnt mjög lofsverða þraut- seigju með þeirri breytni að þrjózkast við að gefa togaraút- gerðina uppá bátinn. Þeir virð- ast hafa eygt nauðsyn þess að viðhalda fjölbreytni í útgerð, eiga skip er sótt geta afla larxgan veg, en skilað þó góðu hráefni til heimahafnar eða selt það é erlendum mörkuðum ef henta þykir. Og þótt þessi stóru skip Norðlendinganna háfi ekki verið búin að vinna sér hefð- bundinn rétt 1952, utan þriggja mílna mai’kanna, mótsett við þá syði-a, þá áttu þeir alveg skilyi'ðislaust heimtingu á atd- arfjórðungs aðlögunartíma, vegna þess að skipin voru teiknuð (stærð, lag, vélastærð, styrkleiki) beinlínis til þess að fiska á þessum miðum. Ég vænti- þess, að þeir haldi sínu striki og taki höndum saman við aðra togaramenn , og heimti sér til handa þau fiski- mið sem þeir eiga fullan rétt á að nota og eru þeim nauð- synleg til tryggingar góðrar afkomu um aflamagn. Það er ólíkt viturlegra, heldur en láta þau óveidd éins og nú er látið viðgangast á víðáttumiklum svæðum, engum til dýrðar nema útlendingum, sem skemnrta sér konunglega, og hagnast vel, á kostnað togar- anna. Lágmarkskrafa Akureyr- inga á hendur löggjafanum, vegna fiskimiðasviptingar, mjög lágt áætlaður 2 miljónir á hvern togara árlega. Skuldin er þá orðin á annað hundrað mitj- ónir sem greiðist með vöxtum þegar í stað. Vestfirðinga- fjórðungur Énginn friðurxarhugur er hjá Vestfirdingufn, þrátt fyrir sam- þykktirnar. Um þennan fjófð- ung er svipað að segja og þann norðlenzka hvað viðkem- ur lélegri • n j'tingu miða ufcan 3ja mílna markanna. Báðir haía þeir ósfcundað síldar- kræðudráp af mikilli leikni, um áratuga skeið, án þess að nefna rányrkju. Á tímabili voru greiddar xir ríkisscjóði háar fjárhæðir til þess að frystihús- in hefðu efni á þvi að flaka þyrsklinginn, sem skafinn var upp um Áríautir, Kví, Eldingar og Miðvíkur. Víkurnar aust- an Rits hafa að sögn verið sériega gjöfular síðastliðið sumar. Sagt er, að tekizt hafi samn- ingur við Rússana um kaup á heilfrystum smáfiski. Með hækkuðu fiskverði að vertíð lokinni, ætti þyrstlingadráp að vera sæmilegasti atvinnuvegur næsta sumar, um VQeur og Hlíðar. Óargadýr Mig minnir, að Vestfirðingur hafi nýlega viðhaft þá nafngift um stóru togarana; þeim hin- um sama vil ég segja þetfca! Ég álít mjög nauðsynlegt að góð samvinna haldist um nýtingu djúpmiða milli báta og togara, eins og verið hefur frá fyrsfcu tíð. Hvergi á landinu ex-u línu- bátarnir háðari djúpmiðum en útaf Vestfjörðum, haldi þeir gömlum venjum um sjósókn. einnig get ég upplýst, að þau þrjátíu ár sem ég var togara- sjómaður, þar af tæp fjögur ar frá' ísafirði, kom það aldrei fyrir að við skemmdum veiðar- færi báta. Þegar við urðum þeirra varir, hvort það var við Nesdýpi, djúpt af Barða, grunn-Hala, austan djúps eða vestan, færðum við okkur á miðum til þess að bátamir gætu athafnað sig. Sama varð ég sjónarvottur að hjá ððrum togurum. Hér er rétt frá skýrt, hvað svo sem óhappamenn bás- úna, en það er réttnefni á þeim mönnum er meði heimskulegum samþykktum og skrifum eru upphafsmenn að sáningu hat- urs og óvildar, meðal þeirra fiskimanna er sækja á sömu mið langtímum saman, iðulega við erfið veðurskilyrði. Tograraútgerð Vestfirðingra Það er algjör óþarta lágfcúra af ísfirðingum, að agnúast vegna togaraútgerðar. Hávarð- ur Isfirðingur stóð fyrir sínu með atvinnusköpun, meðan hans naut við, skrimti meira að ségja af heimskreppu, eins og togararnir gerðu yfirleitt. Mér er ljúft og skylt að skýra frá því, rið meðan ég starfiaði á Hávarði, urðum við aldrei til trafala bátum við þeiira veiðar. Útgerð nýju stóru tog- aranna ísfirzku fór mikið fyrr úr skorðum, en aflabrögðin gáfu tilefni til. Ögnarleg ó- stjóm ásamt viðreisnardjásnum færðu altt á bólakaf mjög fljótt. Meinleg örlög, öðru fremur, valda því að Vestfirðingar eiga ' ekki og gera út marga stóra togara þessi árin, en það er önnur saga. Nýtinif miða Á svæðinu frá miðjum Breiðafirði með öllum Vest- fjörðum austur að Drangál, frá 30 faðma dýpi út að 55 faðma dýpi, eru ágætusfcu kolamið hérlendis. Stór, feitur og ó- hemju verðmætur fiskur. Mifcitl Framhald á 9. síðu- Fssv H úsavdk. Frá Siglufii-ði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.