Þjóðviljinn - 04.03.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.03.1967, Blaðsíða 4
f 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. marz 1967. Otgefandi: Sameiningarflokkux alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). IVIagnús Kjartansson, Sigurdur Guðmundsson. fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. ' Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Úr leik [ Hafnarfirði birtist eins og í sjónhendingu það fráleita ástand sem viðreisnarstjórnin hefur leitt yfir landsmenn. Éæjarútgerð Hafnarfjarðar á togarann Maí sem hefur að undanförnu ekhi að- eins reynzt aflasælasta skip íslendinga heldur sett heimsmet í aflasölu erlendis. Samt er því haldið frám að togarinn Maí sé þvílíkur baggi á Hafn- firðingum, að þeir verði nú rneira að segja að hætta yið nauðsynlegar skólabyggingar til þess að geta risið undir hinni skelfilegu útgerð! Og það er tal- ið helzta bjargráðið að selja togarann úr landi til þess að- koma bæjarfélaginu á réttan kjöl. JJer í blaðinu birtist í gær einkar athyglisver’t viðtal við Halldór Halldórsson skipstjóra á Maí. Hann segir þar m.a. um afkomu togaraútgerðarinn-’ ar: „Á sama tíma og við höfum siglt með allt upp í 300 tonna afla hafa þýzku togararnir verið að sigla með 45—60 tonna afla, og þeir togarar bera sig. Hjá Englendingum er talið að togari beri sig ef hann fiskar fyrir 450 sterlingspund á dag að jafnaði. Það gerir um 55 þúsund íslenzkar krónur og höfum við á Maí fiskað fyrir a.m.k. tvöfaldá þá upphæð á dag að jafnaði að undanförnu. Sl. ár var Maí með afla fyrir 21 miljón króna, og væru þeir víst ekki lengi að fá upp í afskriftir á slíku skipi í Englandi eða Þýzkalandi, en mér skilst að skuldir sem hvíli á skipinu nú séu meiri en uþp- haflegt kostnaðarverð eftir að skipið vár keypt, vegna gengislækkana“. Ennfremur segir Hall- dór: „Það hlýtur að vera undrunarefni að Þjóð- verjar geta borgað allt upp í 13—14 kr. fyrir kíló- ið af karfanum, en hér er það um 4 kr. Á meðan svo er ástatt um fiskverðið hér er útilokað að hægt sé að reka togara með því að láta þá landa hér heima“. J^ins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu hefur togarastjórn Halldórs vakið svo mikla athygli erlendis að Ross-hringurinn brezki hefur falazt eftir honum og boðið margfalt hærra kaup en skip- stjórar fá hér. Halldór segist fara ef Maí verði seld- ur, en hann vill helzt vera kyrr og trúir á framtíð íslenzkrar togaraútgerðar: „Ég er jafn bjar'tsýnn á togaraútgerð og þegar ég byrjaði til sjós og allt gekk vel fyrir togurunum. Það er nóg af fiski í sjónum og við þurfum ekki að hætta við togarana vegna þess að ekki aflist. En við verðum að fylgj- ast vel með öllum nýjungum og megum ekki drag- ast aftur úr eins og við höfum gert að undanfömu. Við erum ekki einungis að dragast aftur úr með útbúnað skipanna heldur er líka sú hætta fyrir hendi að við stöndum uppi vankunnandi í öllum vinnubrögðum um borð í nýtízku tögara.“ Qrð Halldórs Halldórssonar hljóta að hafa sérstak- an þunga, enda bendir hann á staðreyndir sem ekki verða vefengdar með neinum rökum. En rík- isstjóm, sem gert hefur mikilvirkustu fram- leiðslutæki heims bagga. á að hafa dæmt sig ger- samlega úr leik í í.ioazkum stjórnmálum. — m. Nokkrir Reykvíkingar spuröir álits um dagskrá íslenzka sjónvarpsins Guðrún. 0 Þjóðviljinn sneri sér til nokkurra Reykvíkinga, sem eiga eða hafa aðgang að sjónvarpi, og leitaði álits á dag- skrá íslenzka sjónvarpsins s.l. miðvikudagskvöld. Jafn- framt var spurt að því hvaða þætti sjónvarpsins fólkið horfði oftast á . D Fara svörin hér á efjir og eru þau æði mismunandi enda erú þeir sem spurðir voru á ýmsum aldri og eiga þar af leiðandi ólík áhugamál. Sigríður skáldsins með því að nota ímyndunaraflið svolítið því að hann var náttúrlega ekki til staðar heldur sýndir þeir stað- ir sem hann bjó á og sagt frá ævi hans og starfi. Bjarni Guðmundsson póstað- stoðarmaður svaraði spurningum Þjóðviljans þannig: — Það var mjög gaman að Æskan spyr og mættu gjarn- an vera fleiri viðræðuþættir í sjónvarpinu, til að mynda um bókmenntir. Steinaldarmenn- imir eru ágætir fyrir þá sem þeir eru sniðnir fyrir en það hljóta að vera krakkar, en mér þykir of mikið að sýna þá einu sinni í viku. Sá þáttur sem mér finnst bera af er Munir og minjar sem Kristján Eldjárn sér um, ég hef líka sérstakan áhuga á þeim efnum sem þar er fjall- að um. En mér finnst ekki ná nokkurri átt að sýna þöglu myndirnar sem sýndar voru mjög oft á tímabili. Ég held að flestir hlusti bet- ur eftir fréttunum í sjónvarpi en í útvarpi, sagði Bjami að lokum. Óeirðir halda áfram i Aden ADEN 2/3 — Enn í dag urðu róstur í brezku nýlendunni Ad- en, fimmta daginn í röð. Brezk- ir hermenn með alvæpni voru á verði á götum borgarinnar og beittu þeir hvað eftir , annað táragasi til að dreifa mannfjölda. A.m.k. einn maður var skotinn til bana í dag. Guðrún Hagalínsdóttir, hús- móðir segist oft horfa á is- lenzka sjónvarpið. — Ég horfi fyrst og fremst á fréttir og kvikmyndir, eins finnst mér gaman af ýmsum viðræðuþáttum t.d. Æskan spyr. Hinsvegar eru Steinald- armennirnir og. Dýriingurinn hálfkjánalegir og ég horfi sjaldnast á þá. — Hvernig fannst þér dag- skráin á miðvikudaginn? — Hún var alveg sæmileg. Það er alltaf gaman að Gög og Gokke, þeir slá öll met í gam- ansemi. Svo var verúlega ánægjulegt að heyra hvað unga fólkið hefur mikinn áhuga á kennslumálum. Þátturinn um Byron var bæði fróðlegur og skemmtilegur, þarna gat mað- ur fengið lifandi mynd af ævi Cabinet Toyota Corona Bjarni Á miðvikudaginn var eftir- farandi á dagskrá sjónvarpsins: Fréttir, Steinaldarmennirnir, Við Genfarvatn — Byron og Shelley, Æskan spyr, rætt um skólakerfið, Borgarstjóraefnið — Gög og Gokke, og Jazzþátt- ur. Fyrst var spjallað við full- trúa yngstu kynslóðarinnar, Heigu Soffíu Konráðsdóttur, 7 ára: — Á miðvikudaginn fannst mér langskemmtilegast að horfa á myndina með Gög og Gokke, sagði Helga. — Fékkstu að horfa á alla dagskrána? — Já, já, ég fæ það oftast. En stundum fæ ég ekki að horfa á myndir sem eru bara fyrir fullorðna t.d. fékk ég ekki að sjá Dr. Jekell og Mr. Hyde. Mamma segir að ég fái vonda drauma af þvi að horfa á svo- leiðis myndir. < — En finnst þér ekki gaman að barnatímanum á sunnudög- um? — Jú, Stundin okkar er það bezta í sjónvarpinu, finnst mér. Þorsteinn Þorsteinsson vinn- ur í útibúi Landsbankans á Laugavegi. Þjóðviljinn spurði hann hvað honum hefði þótt bezt á dagskránni á miðviku- dagskvöldið. — Persónulega fannst mér jazzþátturinn beztur enda er ég mikill jazzunnandi. Svo er alltaf hægt að hlæja að Stein'- aldarmönnunum, og fréttirnar horfi ég ævinlega á þegar ég hef tíma til þess. Annars finnst mér dagskrá sjónvarpsins yf- irleitt ágæt þótt setja megi út á einn og einn þátt. Sigríður Jóhannesdóttir, *em- andi í stúdentádeild Kennara- skólans sagði þetta um dag- skrána á miðvikudaginn: , — Þátturinn Æskan spyr var ágætur en þó finnst mér nokk- ur mistök hafa orðið í vali spyrjenda t.d. var enginn full- trúi frá Kennaraskólanum, sem er eini skólinn þar sem rætt er um skólakerfið og kenrislu-. mál almennt. Eins þótti mér þátturinn um Byron nokkuð góður en ljóðin voru ekki nógu vel lesin. — Ég horfi ekki oft á sjón- varpið en helzt á kvikmynd- irnar sem eru vanalega síðast á dagskránni. þær eru oft prýðilegar. ★ Þorsteinn Glæsilegur og traustur einkabíll. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7 — 3imi 34470

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.