Þjóðviljinn - 04.03.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.03.1967, Blaðsíða 10
ÞorvaldurSkúlason opnar málverkasýningu í dag Hefmestan áhuga á því sem ég mála á morgun Idag verða þau mest tíðindi, að Þorvaldur Skúlason opnar málverkasýningu i Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á tuttugu og einu málverki. Hann hefur ekki sýnt einn síðan 1962, þá í Listamanna- skálanum. — Af hverju svo langt líði milli sýninga? Það er feikna- lega mikið verk að búa til eina góða mynd, það er eina ástæðan. Kannski verða ekki til nema svosem tíu myndir á ári, segir Þorvaldur. Og svo eyðileggur maður myndir til þess að eftirmælin verði ekki eins skelfileg. Eigum við ekki að segja að þessar myndir séu málaðar á síðustu fjórum árum. Þær eru að vísu flestar ársettar 1966, en það er byrjað á þeim löngu fyrr mörgum hverjum. Jú mikið rétt, afkvæmun- um eru nöfn gefin, það er það lýgilega við þetta. : . . „Hvít birta“, „Þytur“, „Til- brigði“ — í þeim anda voru nafngiftirnar. Og ung blaða- kona spurði, hvaða breyting- um Þorvaldi findist hann hafa tekið siðan 1962, þegar hann sýndi síðast einn. — í hreinskilni sagt þá veit ég það ekki. Maður lifir allt- af í þeirri von að gera eitt- hvað sem getur gengið og það er eiginlega öll sagan. Kannski er það eins með málara og foreldra, menn eiga erfitt með að gera upp á milli barna sinna Sum eru ef til vill algjörlega misheppnuð og þá getur eins verið að manni þyki vænst um þau. Mér er sagt að þetta geti verið þannig. Annars er ekki svo að skilja að mér þyki vænt um þetta sem hér er Ég hef mestan áhuga á því sem ég mála á morgun. Það var minnzt á fjólublá- an lit í myndunum? — Já, mér finnst dálítið freistandi að eiga við hann, því hann er reyndar dálítið andstyggilegur litur og hreint ekki þægilegt að koma honum fyrir í mynd án þess að það verði spaugilegt . . . Á þessa leið fórust Þorvaldi orð, þegar blaðamenn sóttu að honum. Sýningin er opnuð í dag kl. 2 og almenningi eftir kl. 7. Síðan er hiin opin kl. 2—10 næstu fjórtán daga. 'i Jóhannes Norðfjörð h.f. 65 ára: Sýning é gömlum ár- umítilefniafþví Wilhelm Norðfjörð með elzta úrið í eigu lslendings af þeim sean eru á sýningunni. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Ein elzta úra- og skartgripa- verzlun Reykjavíkur minntist I gær 3. marz, 65 ára afmælis síns. Það er tíra- og skartgripaverzlun Jóh... Norðfjörð h.f. Verzlunin var stofnsett á Sauðárlcróki og er verzlunarléyfi stofnandans út- gefið 3. marz 1902- 1 tilefni afmælisins 1 hefur verzlunin sýningu á gömlum úr- um í eigu Islendinga og úrum, sem fengin eru frá Sviss í tilefni af afmæli verzlunarinnar. Er hið elzta frá Sviss smíðað 1465- Það elzta í eigu Islendings er smíðað 1672. Verður sýningin í glugga og í verzluninni að Hverf- isgötu 49 allan þennan mánuð og eTU allir velkomnir að skoða. Jólhannes Norðfjörð, úrsmíða- meistari, stofnandi verzlunarinn- ar var fæddur 7. september 1875 og lézt 17. júni, 1952- Hann nam úrsmíði hjá Jónasi Var,söe í Stavanger og lauk rrámi 1901. Verzlunarleyfi fékk Jóhannes á Sauðárkróki 3. marz, árið eftir. Jóhannes Norðfjörð starfrækti verzlun sína á Sauðárkróki fyrstu tíu árin en fluttist til Háskólamenntaiir opinberir starfsmenn gagnrýna BSRB Reykjavíkur 1912 og opnaði verzlun í Bankastræti 12. Síðar var verzlunin til húsa á ýmsum stöðum. en þó lengst í Austur- stræti 14 og þar muna flestir Reykvíkingar hana. 14. maí 1959 flutti aðalverzlun- in að Hverfisgötu 49 en útibú var áfram um tíma í Austur- sti-æti 14, en síðan fluttist það í Austurstræti 18 í hús Almenna bókafélagsins. , Sérstæð afmælissýning. 65 ára afmælisins minnist verzlunin, sem fyrr segir, með merkilegri úrasýningu- Hefur nú- verandi eiganda verzlunarinnar, Wilhelm Norðfjörð, tekizt að safan saman um 20 gömlum úr- um í eigu Islendinga. Á eiriu þeirra er smíðaártalið 1672. Er það í eigu Gunnars Bjarnasonar skólastjóra Vélskólans. Hin úrin eru frá ýmsum tímum, þó ekki séu á þeim ártöl og gætu þau því verið eldri- En öll eiga úrin það sammerkt að vera hin feg- urstu á að líta. Sum eru með silfurslegnum hlífðarlokum. — Yngsta úrið á sýningunni í eigu Islendings er eitt af fyr’stu úr- unum, sem verzlun Jóh. Norð- fjörð seldi á Sauðárkróki fyrir 65 árum. Eitt úranna — vasaúr — er þannig úr garði gert að það slær og gefur til kynna líðarídi klukkuetund sólarhringsins þegar ýtt er á sérstakan sláttutakka, Sé klukkan milli 3 og 4 slær úr- ið 3 högg, sé klukkan milii G og 7 slær úrið 6 högg o.s-frv. ■ Eins og kunnugt er hefur Bandalag háskólamanna sett fram kröfu um að því verði veittur samningsréttur fyrir hönd þeirra háskólamenntaðra manna sem eru 1 þjón- ustu hins opinbera í stað Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sem nú fer méð samningsrétt háskólamenntaðra manna eins og annarra ríkisstarfsmanna. Munu ýms félög háskólamenntaðra manna telja að fyrir Kjaradómi hafi fulltrúar BSR.B ekki haldið nægilega fast fram hlut há- skólamanna eins og eftirfarandi tvær félagasamþykktir, sem Þjóðviljanum hafa nýverið boriæt bera ljóst vitni um: Félag íslenzkra fræða hélt fund 28. febrúar 1967, þar sem rætt var um starfsemi og hlut- verk Bandalags háskólamanna. Svohljóðandi ályktun var sam- þykkt samhljóða: „Sökum reynslu undanfarinna ára lýsir fundur í Félagi ís- lenzkra fræða 28. febrúar 1967 yfir vantrausti áf Bandalag starfsmanna ríkis og bæja til Frambald á 6. siðu. Svissnesk antique-iir. Þá hefur verzluninni tekizt að fá hingað til lands 13 gömul úr frá Sviss, öll hin fegurstu- Sum þeirra eiu gulli slegin og lögð smelti. Um aldur þein-a allra er ekki nákvæmlega vitað en á einu þeirra er smíðaártalið 1465. Sýningin mun standa út þenn- an mánuð og eru allir velkomnir í verzlundna til að skoða úrin. Fjöldi vega lokaður vegna mikilla snjóa Margir fjallvegir eru nú ófær- ir vegna snjóa og er ástandið verst á Austur- og Norðurlandi að því er Þjóðviljinn fékk að vita hjá Vegamálaskrifstofunni í gær. Hellisheiði er lokuð, en fært er um Þrengslin og um Suður- land allt austur að Vík í Mýr- dal, en þaðan aðeins störum bíl- um og jeppum austur yfir Mýr- dalssand. Vestur á bóginn er fært öllum bilum um Hvalfjörð, Borgar- fjörð og Snæfellsnes, en einung- is stórum bifreiðum yfir Bröttu- brekku vestur í Dali. Á Vest- fjörðum eru allir aðalvegir lok- aðir, en fært innanfjarða. Stórir bílar komast norður yf- ir Holtavörðuheiði, um Húna- vatnssýslu, Skagafjörð og yfir Öxnadalsheiði, en leiðin frá Ak- ureyri til Húsavíkur er lokuð. ★ Á Austurlandi eru allir fjall- vegir lokaðir, en fært er um Fljótsdalshérað næst Egilsstöð- um og einnig milli Reyðarfjarð- ar og Eskifjarðar. 2,4 miljónir kr. í sjúkrasjóBi Verkakvennafél. Framsóknar Aðalfundur Verkakvennafé- félagsins Framsóknar var hald- inn í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu þriðjudaginn 28. febrúar s.l- * l Formaður félagsins Jóna Guð- jónsdóttir flutti skýrslu stjómar- innar og skýrði frá starfsemi fé- lagsins á liðnu ári. Þá minntist formaður níu félagskvenna, er létust á liðnu starfsári, og vott- uðu fundarkonúr þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. I félaginu voru um áramót 1668 konur. Að skýrslu formanns lokinni voru lesnir og skýrðir reikningar félagsins, og nam skuldlaus eign þess í árslok 1966 kr. 1.776.987,00, auk sjúkrasjóðs- Úr sjúkrasjóði voru veittar kr. 43Í.539.00 og í árslok nema eign- ir hans um kr. 2.400-000,00. Ákveðið var að árgjald skyldi vera hið sama og á síðastliðnu ári kr. 700.00- Stjómin var sjálfkjörin, en hana skipa: Jóna Guðjónsdóttir formaður, Þónxnn Valdimarsdótt- ir varaformaður, Guðbjörg Þor- steinsdóttir ritari, Ingibjörg BjaVnadóttir gjaldkeþ og Ingi- björg Ömólfsdóttir fjármálarit- ari. Meðstjómendur eru þær Pálína Þorfirxnsdóttir og Kristín Andrésdóttir. Ennfremur var stjóm Sjúkrasjóðs endurkjörin, en hana skipa Þórunn Valdi- marsdóttir og meðstjómendur Jóna Guðjónsdóttir og Kristín Andrésdóttir. Samþykkt var reglugerð fyrir Qrlofsheimila- sjóð- Einnig var samþykkt á fundinum að gefa til Hallveigar- staða kr. 5.000,00. Framhald grein- arinnar birtist eftir helgina * Vegna þrengsla í blaðinu þessa dagana dregst óhjákvæmi- lega birting á framhaldi hinnar mierku greinar Steindórs Árna- sonar um togaraútgerðina fram yfir helgina. I. hluti greinarinn- ar birtist í blaðinu sl. miðviku- dag, II. hlutinn daginn eftir. III. og IV. hluti greinarinnar munu birtast eftir helgi sem fyxr var sagt. Málfunáur sósíálista: Félagsleg stefna í áætlanagerð Sunnudaginn 5. marz verð- ur haldinn málfundur 1 Tjarnarbúð uppi. Fundur- inn hefst kl. 3 síðdegis. Guðmundur Ágústsson hagfræðingur flytur fram- söguerindi: — Félagsleg stefna í áætlanagerð. — Öllum opiö. — Æ.F. LoftleiBir fáað nota RR-400 til Norðurlanda og Bretlands Vegna þeirra takmarkana sem urðu nýlega á hæðarflugi flug- véla af gerffinni DC-6B og DC-7 leitaði flugmálastjóri fyrir hönd Loftleiffa h.f. leyfi flugmála- yfirvalda í Bretlandi og á Norff- urlöndum til þess aff Loftleiffir mættu ttota Rolls Royce flugvél- sinar í staff DC-6B flugvélanna unz fyrrgreindum takmörkunum yrffi aflétt. Flugmálastjóra bárust í gær, þau svör að Loftleiðum h.f. væri leyft í vissum tilfellum að nota Rolls Royce flugvélar sín- ar til Nórðurlanda. og Bret- landsflugs og væri þetta heimil- að fyrst um sirm. Vegna þessa má gera ráð fyr- ir að á næstunni verði áætlun- arflugi Loftleiða milli íslands, Bretlands og Norðurlanda haldið að nokkx-u uppi með Rolls Riyce ruS’, óluin félagsins. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.