Þjóðviljinn - 04.03.1967, Blaðsíða 8
£ SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugandagwr 4. mearz l&eSL
9
JOHN FOWLES:
SAFNARINN
5
Og nú gat ég bara beðið eftir
hentugu tækifaeri. Ég var skrýt-
tnn þessa daga, ég hugsaði fyr-
ir öllu, það var eins og ég
hefði ekki gert annað alla ævina.
Eins og ég væri leynilögreglu-
maður eða njósnari.
Loks tiu dögum seinna gerðist
það á svipaðan hátt og það ger-
ist stundum með fiðrildi. Ég
á við það, að maður fer á stað
þar sem maður veit af sjaldgæf-
um afbrigðum og þá er þau ekki
að finna, en í annað sinn þeg-
ar maður er alls ekki að leita
að þeim, þá er eitt þeirra kannski
á blómi beint fyrir framan mann,
rétt fram á silfurdiski eins og
sagt er.
Þetta kvöld beið ég fyrir ut-
an neðanjarðarstöðina eins og ég
var vanur og bíllinn stóð í hiið-
argötu. Ég stóð fyrir utan búð
beint á móti útgöngudyrunum 'og
ég sá hana koma upp stigann.
Það var rigning úti og ég sá
að hún var ekki í regnkápu,
bara í peysu. Hún hljóp fyrir
homið, inn í sjálfa stöðina. Ég
gekk yfir götuna, það var sægur
af fólki í kringum mig. Hún
stóð í símaklefa. Svo kom hún
út og í stað þess að fara upp
brekkuna eins og hún var vön,
gekk hún inn í aðra götu. Ég
elti hana, ég hugsaði með mér
að þetta væri furðulegt, ég gat
ekki skilið hvert hún var að fara.
En allt í einu beygði hun inn
í hliðargötu og þar var kvik-
myndahús og þangað fór hún
inn. Þá skildi ég þetta allt, hún
hafði hringt þangað sem hún
bjó til að segja að það væri
hellirigning og hún ætlaði í bíó
ef ske kynni að það stytti upp.
Ég vissi að þarna var tækifærið
komið, svo framarlega sem hún
ætti ekki stefnumót við neinn.
Þegar hún var farin inn, fór ég
og aðgætti hve langan tíma sýn-
ingin tæki. Hún tók tvo klukku-
tíma. Ég tók áhættu, kannski
ætlaði ég að ögra forlögunum
til að stöðva mig. Ég fór inn í
veitingahús og borðaði kvöldverð.
Svo fór ég að bilnum og lagði
honum þannig að ég gæti séð
kvikmyndahúsið. Ég vissi ekki
hvað í vændum var, ef til vill
ætlaði hún að hitta kunningja.
Ég á við það, að það var eins
og ég bærist fyrir straumi; ég
gæti setið fastur og ég gæti kom-
izt upp úr.
Hún kom alein út eftir ná-
kvæmlega tvo klukkutíma, það
var mikið til hætt að rigna og
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dodó
Laugav. 18, III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968.
það var næstum dimmt, loftið
var skýjað. Ég sá að hún gekk
hina vanalegu leið upp brekk-
una. Svo ók ég framhjá henni
að stað, sem ég vissi að hún
hlaut að fara framhjá. Það var
þar sem gatan sem hún bjó við
beygði út frá annarri götu. Öðr-
um megin voru tré og runnar,
hinum megin var stórt hús í
miklum garði. Ég held það hafi
verið autt. Ofar við götuna voru
fleiri hús, öll stór. Fyrsta spöl-
inn sem hún þurfti að ganga var
eftir vel lýstum götum.
Þetta var kjörinn staður.
Ég hafði saumað plastpoka
inn í regnkápuna mína, þar var
ég með dálítið klóróform og
CTC og klútinn, svo að hann
héldist rakur. Ég gætti þess að
speldið væri niður, svo að lykt-
in fyndist ekki, en ég gat opnað
hann á ancjartaki þegar ég þurfti
með.
Tvær gamlar konur með regn-
hlífar (það var aftur að byrja
að rigna) komu gangandi upp
götuna í áttina til mín. Það kom
mér illa, ég vissi að hún hlauf
að fara að koma og ég gafst
næstum upp. En samt laut ég
niður, þær gengu framhjá og
töluðu hvor upp í aðra, ég held
þær hafi ekki einu sinni tekið
eftir mér eða bílnum. Það voru
alls staðar bílar við þessa götu.
Ein mínúta leið. Ég fór út og
opnaði afturdyrnar. Allt var
reiðubúið. Og um leið var hún
komin í nánd við mig. Hún hafði
beygt inn í götuna án þess að
ég tæki eftir því, hún var ekki
nema tuttugu metra frá mér og
hún gekk hratt. Ef það hefði
verið bjart veður, þá veit ég
ekki hvað ég hefði gert. En
vindurinn þaut í trjá'krónunum.
Ég sá ekki að neinn kæmi á
eftir henni. Og svo var hún kom-
in alveg til mín, gekk eftir gang-
stéttinni. Það var skrýtið, en hún
var að raula fyrir munni sér.
Ég sagði: — Afsakið, hafið
þér vit á hundum?
Hún stanzaði undrandi. —
Hvernig þá? sagði hún.
— Það er hræðilegt, en ég var
að aka á hund, sagði ég. Hann
þaut út á götuna. Ég veit ekki
hvað ég á að gera við hann.
Hann er ekki dáinn. Ég leit aftur
í bílinn með áhyggjusvip.
— Æ, veslingurinn litli, sagði
hún.
Hún gekk til mín til að sjá.
Alveg eins og ég hafði vonað.
— Það'blæðir ekki úr honum,
sagði ég, — en hann getur ekki
hreyft sig.
Svo kom hún að opnum bak-
dyrunum og ég vék til hliðar
eins og til að leyfa henni að
sjá. Hún laut fram til að gægj-
ast inn, ég leit niður götuna og
svo greip ég í hana. Hún gaf
ekkert hljóð frá sér, hún virt-
ist alveg agndofa, ég hélt klútn-
um sem ég var með í vasanum
fyrir munninn á henni og nefinu,
en hún var ekki sérlega sterk,
kraftminni en ég hafði gert mér
í hugarlund. Hún gaf frá sér
korrandi hljóð. Ég leit aftur nið-
ur götuna og hugsaði: þetta er
ekki hægt, hún veitir mótspyrnu
og ég verð að meiða hana eða
stinga af. Ég var reiðubúinn til
að leggja á flótta. En Svo varð
hún allt í einu alveg máttlaus,
ég hélt henni uppréttri. Ég kom
henni hálfa leið inn í bílinn, svo
opnaði ég hinar dyrnar, fór sjálf-
ur inn og dró hana á eftir mér,
svo lokaði ég varlega á eftir
okku>-. Ég velti henni upp í rúm-
ið. Hún var mín, allt í einu
var ég allur í uppnámi, mér
varð ljóst að þetta hafði heppn-
azt hjá mér. Ég keflaði hana
fy>ESt, svo batt ég hana án þess
að flýta mér, án þess að láta
fumið ná tökum á mér, alveg
eins og ég hafði ráðgert. Svo
settist ég undir stýri. Þetta hafði
ekki tekið mínútu. Ég ók upp
götuna, ekki hratt, hægt og ró-
lega og beygði í áttina að stað
sem ég hafði tekið eftir á Hamp-
stead Heath. Þar fór ég aftur í
og batt hana betur með klútnum
og öllu tilheyrandi, svo að hún
meiddi sig ekki og einnig til þess
að hún gaéti ekki hrópað eða
barið í bílinn eða neitt þess hátt-
ar. Hún var ennþá meðvitundar-
laus, en hún andaði, það heyrði
ég, alveg eins og hún væri kvef-
uð, svo að ég vissi að það var
allt í lagi með hana.
f námunda við Redhill beygðí
ég út af aðalveginum eins og ég
hafði ákveðið og ók inn á fá-
farinn hliðarveg og fór aftur í
til að líta á hana. Ég kom vasa
Ijósinu þannig fyrir að það
varpaði dálítilli birtu á hana.
Hún var vakandii Augun í henni
sýndust ósköp stór, en þau voru
ekki hræðsluleg, það var eins og
í þeim væri stolt, alveg eins og
hún hefði einsett sér að vera
ekki hrædd, ekki fyrir nokkurn
mun.
Ég sagði, verið ekki hræddar,
ég skal ekki gera yður mein.
Hún hélt áfram að stara á mig.
Þettá var óþægilegt, ég vissi
ekki hvað ég átti að segja. Ég
sagði: Líður ýður ekki vel, er
nokkuð sem yður vantar, en
þetta hljómaði skelfing kjána-
lega. Ég átti við það, hvort hún
þyrfti að skreppa út fyrir.
Hún fór að hrista höfuðið. Ég
þóttist vita að henni þætti
keflið óþægilegt.
Ég sagði: — Við erum komin
óralangt upp í sveit, það er til-
gangslaust að æpa, ef þér gerið
það, þá kefla ég yður umsvifa-
laust aftur, skiljið þér?
Hún kinkaði kolli og ég los-
aði af henni klútinn. Áður en
ég vissi af hafði hún risið upp
eins og hún gat, hallað sér til
hliðar og kastað upp. Það var
hræðilegt. Ég fann lyktina af
klóróforminu og uppköstunum.
Hún sagði ekkert. Hún stundi
bara. Ég varð flaumósa, ég vissi
ekki hvað ég átti að taka til
bragðs. Mér fannst allt í einu
sem við yrðum að flýta okkur
heim eins og við gátum, svo að
ég keflaði hana aftur. Hún
streyttist á móti,' ég heyrði hana
segja undir klútnum: nei, nei,
þetta er hræðilegt, en ég neyddi
sjálfan mig til að gera það, því
að ég vissi að það var það bezta
þegar á allt var litið. Og svo
settist ég aftur undir stýri og ók
aftur af stað.
Við komum hingað klukkan
rúmlega hálfellefu. Ég ók inn
í bílskúrinn, fór út og leit í
kringum mig til að ganga úr
skugga um að ekkert hefði kom-
ið fyrir meðan ég var í burtu,
þótt ég hefði auðvdtað ekki átt
von á því. En ég vildi ekki að
lítil þúfa velti öllu Massi-nu. Ég
fór niður í herbergið hennar,
allt var í lagi, ekki of mnilokað,
því að ég hafði haft dyrnar opn-
ar. Ég hafði sofið þar niðri eina
nótt til þess að vita hvort það
væri nóg loft, og það var alveg
nóg. Þarna var allt við höndina
til að búa til te og hvað eina.
Það var ósköp snyrtilegt og nota-
legt.
Jæja, loks var hin stóra stund
runnin upp. Ég fór upp í bíl-
skúrinn og opnaði dyrnar að
bílnum. Allt gekk samkvæmt á-
ætlun. Ég losaði hana við ólarn-
nar, fékk hana til að setjast
upp, en auðvitað var hún enn
bundin á höndum og fótum.
Hún sparkaði dálítið og barðist
um, ég neyddist til að segja, að
ef hún væri ekki róleg yrði ég
að nota aftur klóróform og CTC
(ég sýndi henni það), en ef hún
væri stillt myndi ég ekki gera
henni neitt. Það réð úrslitum.
Ég lyfti henni, hún var ekki
eins þung og ég hafði haldið,
það var hægðarleikur að koma
henni niður; við slógumst að
vísu dálítið við herbergisdyrnar
hennar, en hún gat ósköp Ktið
gert. Ég lagði hana í rúmið.
Þetta var búið og gert.
Hún var hvít í framan, hún
hafði ælt dálítið utan í þykku
peysuna sem hún var í, hún var
heldur óburðug; en það var eng-
inn hræðslusvipur í augunum á
henni. Það var einkennilegt. Hún
starði bara á mig eins og hún
væri að bíða eftir einhverju.
Ég sagði: Þetta er herbergið
yðar. Ef þér gerið eins og ég
segi, skal ég ekkert mein gera
yður. Það er tilgangslaust að
æpa. Það heyrist ekki út og
auk þess kemur aldrei neinn
hingað sem gæti heyrt tM yðar.
Nú fer ég frá yður, hér er dá-
lítið kex og smurbrauð (ég hafði
keypt smávegis í Hampstead)
og eins getið þér búið til te
eða kakó ef þér viljið. Ég kem
aftur í fyrramálið, sagði ég.
Ég sá að hún vildi að ég tæki
burt keflið, en það vildi ég ekki
gera. Ég losaði bara böndin af
handleggjunum á henni, og svo
flýtti ég mér út; hún fálmaði í
ofboði og reyndi að ná klútnum
frá munninum, en mér tókst
fyrst að læsa dyrunum og setja
slagbrandinn fyrir. Ég heyrði
hana hrópa. Ko’mið aftur! og
síðan aftur, en ekki mjög hátt
Svo reyndi hún dyrnar en ekki
með neinum ofsa. Svo fór hún
að berja í hurðina með einhverju
hörðu. Ég held það hafi verið
hárburstinn. Það gerði ekki mik-
inn hiávaða en til öryggis ýtti
ég falska bókaskápnum fyrir og
vissi að ekkert gat heyrzt út.
Ég var klukkutíma í ytri kjall-
aranum til öryggis. Það var ó-
þarfi, það var ekkert í herberg-
inu sem hún gat notað til að
brjóta upp hurðina með, þótt
hún hefði haft krafta til þess,
VORUTRYGGINGAR
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf
LINDARGÖTU 9 • REYKJAVfK StMI 22122 — 21260
SKOTTA
— Ég vildi óska þess að mamma þín væri ekki svona sammála
mömmu minni um það að við séum of ungar til þess að vera í
bikini.
Plaslmo
ÞAKRENNUR 0G NIDURFALLSPÍPUR
RYÐGAR EKKI
ÞOLIR SELTU 0G SÓT,
\ ÞARF ALDREI AÐ MÁLA
MarsMIng Company hf
IAUGAVEG 103 — SlMI 17373
' ; \
Útsölunni lýkur
um helgina. Enn er hægt að gera goð kaup
á ýmsum íatnaði.
Verzlunin Ö. L
Traðarkotssundi 3 (móti Þ}óðleíkhúsinu).
©siíineníal
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir em í, með okkar íufl-
komiiu sjálívirku neglingarvél.
veita íyllsta öryggi í snjó og
hálku.
Nú er allra veSra von. — Bíðið
ekki eítir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL' hjólbarðá, með
eða án nágla, úndir bílinn nú
þegar.
Vinnustoía vor er oþin alla daga
írá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með íullkomnustu vélum
sem völ er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.