Þjóðviljinn - 04.03.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1967, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — ÞJOÐVILJINU — Ijaugardagur 4. marz 1967. • Sldðamót Reykjavíkur haldið áfram á sunnudaginn Á sunnudaginn kemur, 5. marz, verður Svigmóti Reykja- víkur haldið áfram. Keppt verður í B og C-flokkum, drengjaflokki og telpnaflokki. Skíðaráð Rvíkur sér um mót- ið. sem haldið verður við skíða- skálann i Hveradölum. Meðal keppenda verða allir beztu skíðamennimir í Reykja- vík í hópi hinna yngri. Móts- stjóm skipa þeir Þórir Lárus- son, Leifur Gíslason og Bjami Einarsson. Mótið hefst kl. 1 sd., en nafnakall verður kl. 12 við endamark. Keppendur eru beðnir að mæta stundvíslega. Aðalfundur Hús- félags R-víkur gagnameistara- Húsgagnameistarafélag Rvik- ur hélt aðalfund 21. febrúar. Á fundi þessum var Kristján Siggeirsson húsgagnasmiðam. kjörinn heiðursfél. þess. Krist- án hefur starfað mjög mikið fyrir félagið og var formaður þess í 22 ár. Árið 1963 baðst Kristján ein- dregið undan endurkosningu sem formaður en hefur verið varaformaður síðastliðin 4 ár. 13.00 Öskalög sjúklinga. Sig- ríður Sigurðardóttir kynnir. 14.30 Vikan framundan. Bald- ur Pálmason og Þorkell Sig- urbjömsson kynna útvarps- efni. 1510 Veðrið í vikunni. Páll Bergþórsson skýrir frá. 15.20 Einn á ferð. Gísli J. Ást- þórsson flytur þátt í tali og tónum. 16.05 Sigurlaug Guðmundsd. frá Egilsá velur sér plötur. 17.05 Tómstundaþáttur barna og unglinga. Örn Arason fl. 17-30 Úr myndabók náttúrunn- ar- Ingimar Öskarsson talar um þjóðgarð Tékka f Karp- ataf jöllum. 17-50 Dóra Ingyadóttir og Pét- ur Steingrímsson kynna nýj- ar plötur. 19.30 Harry, smásaga eftir Rosemary Tirrrperley. Ás- mundur Jónsson íslenzkaði. Jón Aðils leikari les. 19.55 Úr tónleikasal: Philip Jenkins pranóleikari frá Bretlandi á hljómleikum í Borgarbíói á Akureyri 7. fe- brúar. a) Chaconna eftir Bach-Busoni. b) Skersó nr. 3 eftir Chopin. e) Fjórar baga- tellur (1938) eftir Rawsthpme- 20.30 Leikrit: Mercadet, gaman- leikur eftir Honoré de Balzac- Þýðandi: Ingibjörg Stephen- sen. Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Leikendur: Þorsteinn ö. Stephensen, Guðbjörg Þor- bjamard., Bryndís Sehram, Gestur Pálsson, Valdemar Helgason, Jón Aðils, Valur Gislason, Rúrik Haraldsson, Amar Jónsson, Gísli Alfreðs- son, Benedikt Ámason, Anna Herskind og Kristín Magnús. 22.50 Danslög. 22.40 Lestur Passíusálma (35). 01.00 Dagskráriok- • Einþáttungar Mattliiasar Jo- hanncssen, Eins og þcr sáið og Jón gamli, hafa nú verið sýnd- ir 16 sinnum á litla sviðinu í Lindarbæ við ágæta aðsókn. Næsta sýning verður á sunnu- dagskvöld 5. febrúar- Valur Gíslason leikur aðalhlutverkið i báðum þáttunum og er mynd- in af honum í hlutverki sínu í Jóni gamla. Rœða Sigurjóns Framhald af 1. síðu. reyndimar. Hann tók skólamál- in naest sem dæmi: Hvílíkt stríð og nudd hefur það ekki kostað að reyna að koma viðunandi skipulagi á sér- kennslu afbrigðilegra barna, sagði hann, og er víst langt í land enn. Hvað með skólabyggingar? Hefur ekki þurft látlausan eft- irrekstur til þess að fá meiri- hlutann til að sjá nemendum fyrir hinu algjöra lágmarki skólahúsnæðis. Og þar verðum við vitni að stórfelldum svik- um og tölulegum fölsunum. Baraaheimiiin Hvað með barnaheimilismálin? Allir vita í hverjum ólestri þau eru, og hvilíku tómlæti og skiln- ingsleysi er að mæta í þeim efnum. Það er ekkert launung- armál, að bamaheimili skortir tilfinnanlega. En jafnframt eru sum barnaheimili hér fyrir neð- an allar hellur, og í stað þess að vera sú heilsuiind sem þau eiga að vera, verða þau gróðr- arstía andlegrar veiklunar. Æskulýðsstarfsemi Hvað með aðstöðu unglinga til heilbrigðs tómstunda- og fé- lagslífs, hélt Sigurjón Bjömsson áfram, — hvað hefur íhaldið gert hér til að bæta úr? Fara ekki vandamálin sífellt vaxandi? Er um annað meira talað en einmitt það? Hafið þið kannski, herrar mínir og frúr í meiri- hlutanum, einhverjar stórfelld- ar áætlanir til úrbóta á prjón- unum? Jú, jú, — við höfum Æskúlýðsráð, við höfum nefndir og guð veit hvað. Því má vissu- lega til svara. En hvað hefur Æskulýðsráð unnið? Ég veit ekki betur en Æskuiýðsráð tví- stigi og hiki, velti vöngum og kafni í geldu ráðabruggi, þegar um veigamikil mál ræðir. Og enn sagði Sigurjón: — Ég hef líka átt þess kost undan- farið að kynnast ýmsum ncfnd- arstörfum á vegum borgarinnar um þessi mál og mér blöskrar hreinlega hve hægt er að þvæla fram og aftur endalaust um hluti sem oft eru augljósir, mér blöskrar hvernig farið er með tíma manna og hversu sáralítill afraksturinn verður. í lok ræðu sinnar sagði Sig- urjón Björnsson að sú væri sannfæring sín, byggð á þeim kynnum sem hann hefði haft af þessum málum, að sleifarlagið. tómlætið og skipulagsleysið í þeim efnum sem hann hefði gert að umtalsefni væri svo yfir- gengilegt og ófyrirgefanlegt, að ekki væri hægt að kveða of fast að orði. Lœknamólin Framhald af 1. síðu. um er fram komu í þættinum og fjölluðu um málefni Slysavarð- stofunnar og mér virðist ekkert ofsagt í þeim efnum. Þetta skýr- ist hinsvegar betur við að hlusta á þáttinn og hefur mér verið gefinn kostur á að gera það á næstunni. Þá spurðum við um hugsan- lega meðhöndlun Slysavarðstof- unnar á svonefndum hópslysum, — en læknar hafa hvað eftir annað að undanförnu varað við og telja að Slysavarðstofan sé ófær að gegna hlutverki sínu undir slíkum kringumstæðum með þeirri starfrækslu og að- búnaði, sem nú er fyrir hendi. Ég þori nú varla að gera mér grein fyrir því neyðarástandi, er myndi ríkja undir þeim kringumstæðum, sagði Haukur að lokum. Þá náði Þjóðviljinn sambandi við Árna Björnsson, lækni og formann Læknafélags Reykja- víkur og innti hann eftir áliti hans á stöðvun þáttarins. Mér finnst þetta bann skýra sig bezt sjálft. Hversvegna eru þessi mál svona viðkvæm. Þetta bann varpar ljósi á neyðarástand, sem ríkir hér í borginni á ýms- má ekki þegja í hel. um sviðum heilbrigðismála og Við spurðum Árna um vænt- anlegan fund Stúdentafélagsins. — Já, — ég hef samþykkt að verða þar annar frummælandi, sagði Ámi að lokum. CIA Framhald af 3. síðu. er frá CIA, og kennir þar svo margra grasa að það má nærri því fullyrða að engin meirihátt- ar samtök eða stofnanir í „hin- um frjálsa heimi“ hafi fariðvar- hluta aí örlæti CIA. Aður var vitað eða grunur lék á að CIA veitti fé til margra þessara stofnana. Þannig var kunnugt að leyniþjónustan hef- ur veitt stórfé til bandarísku háskólanna Michigan State Uni- versity og Massachusetts Insti- tute of Technology. „New York Times“ skýrði fyrst frá því í greinaflokki sem blaðið birti fyrir rúmu ári og varð það til þess að MIT neitaði frekari íjárgjöfum frá CIA. Fjárstyrk- urinn til Michiganháskóla fór m.a. til þess að kosta þjálfun lögregluliðs einvaidans Ngo Dinh, Diem í Suður-Vietnam. Margir aðrir bandarískir há- skólar og menntastofnanir hafa þegið fé á laun frá CIA, og því fé hefur aftur að nokkru leyti verið varið til styrktar mennta- stofnunum erlendis sem leyni- þjónustan taldi sér hentugt að aðstoða. Það er auðvitað misjafnlega mikið fé sem runnið hefur til hinna ýmsu stofnana en aug- ijóst virðist að stærstu fúlgurn- ar hafa farið til að kosta ýms alþjóðleg samtök sem hafa haft það efst á stefnuskrá sinni að „berjast gegn kommúnisman- um“. í því sambandi má sér- staklega nefna samtökin „Frjálsa menningu", sem haft hafa und- irdeildir í flestum vesturlöndum, einníg á íslandi. Þannig hefur CIA kostað útgáfu tímarita sem koma út á vegum hinna ýmsu deilda „Frjálsrar menningar", svo sem „Der Monat“ í Vestur- Þýzkalandi, „Preuves" í Frakk- landi, „Encounter" í Bretlandi og „Perspektiv" í Danmörku. Af öðrum stofnunum sem þeg- ið hafa miklar íúlgur frá leyni- þjónustunni má sérstaklega nefna Blaðamannafélag Banda- ríkjanna sem aftur hefur að verulegu leyti staðið undir kostnaði af starfsemi Alþjóða- sambands blaðamanna í Bruss- el; Alþjóðasamband ungra jafn- aðarmanna sem hefur aðsetur í Vín, en fyrsti formaður þess var Per Hækkerup, einh höfuðieið- togi danskra sósíaldemókrata og sonur hans Jan gegnir því starfi nú; en engin alþjóðasam- tök munu hafa fengið meira fé frá CIA en Aiþjóðasamband frjálsra verklýðsféiaga, en því fé hefur aftur verið varið m.a. til að tryggja stuðning verklýðs- félaga í nýfrjálsu löndunum við „vestræna samvirmu". Hjálmur Sigurðsson vann bikarglímu Víkverja 1967 Þriðja bikarglíma Ungmenna- félagsins Víkverja var háð í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar 18. febrúar sl. Þátttakendur voru 9. Handhafi bikarsins var Gunnar R. Ingvarsson, sem unnið hefur bikarinn tvívegis. Bikarinn er gefinn af Sláturfé- lagi Suðurlands. Úrslit glím- unnar urðu þau, að hinn ungi og efnilegi glímumaður, Hjálm- ur Sigurðsson, bar sigur af Reykjavíkurúr- vaí gegn úrvali Bandaríkjahers Annað kvöld, (sunnudag) fer fram í Laugardalshöllinni fyrsti leikurinn af fimm á þessum vetri milli Reykjavíkurúrvals körfuknattleiksmanna og úrvals Bandaríkjahers á Keflavíkur- flugvelli. Á undan leiknum keppa IR og Ármenningar til úrslita í 1. flokki Reykjavíkur- mótsins. Reykjavíkurúrvalið, sem kepp- ir við hemámsliðið, er þannig skipað: Frá IR: Agnar Frið- riksson, Birgir Jakobsson, Skúli Jóhannsson og Jón Jónasson; frá KR: Kblbeinn Pálsson, Gunnar Gunnarsson, Hjörtur Hansson, Einar Bollason og Guttormur Pálsson; frá KFR: Marinó Sveinsson. hólmi og lagði alla keppinauta sína nema Ingva Guðmunds- son, en jafnir gð vinningum urðu Gunnar R. Ingvarsson, Ingvi Guðmundsson og Hannes Þorkelsson allir með 6 vinn- inga og urðu því að glíma til úrslita um 2. og 3. verðlaun. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Hjálmur Sigurðss. 7 v. 2. Gunnar R. Ingvas. 6 4- 2 v. 3. Ingvi Guðmundss. 6 + 1 v. 4. Hannes Þorkelss. 6 + 0 v. 5. Ágúst Bjamason 4 v. 6. Helgi Árnason 3 ▼. 7. Gunnar Tómasson 3 v. 8. Barði Þórhallss. 1 v. 9. Magnús Ólafss. 6 v. í hléinu milli glíma sýndu 24 drengir glímu, og þótti að því góð skemmtun. Daginn eftir, 19. febrúar, sýndu Víkverjar glímu í Kefla- vík. Þátttakendur voru 24. Að lokinni glímusýningunni var háð bændaglíma. Bændur voru Ingvi Guðmundsson og Hjálmur Sigurðsson. Glímustjóri var Kjartan Bergmann. Landsfíokka- gHman 19.3. Landsflokkaglíman fer fram sunnudaginn 19. marz n. k. að Hálogalandi og hefst hún kiL 5 síðdegis. Ungmennafélagið Vfkverji oér um framkvæmd glímunnar. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast skriflega til Sigurðar Sigurjónssonar, Teiga- gerði 12, Reykjavík, eigi síðar en 12. marz n.k. ★ RáSlegginga- og upplýs- ingaþjónusta Geðverndarfé- lagsins hefst mánudaginn 6. febrúar og verður framvegis alla mánudaga kl. 4—6 e.h. að Veltusundi 3, sími 12139. Almennur skrifstofutími er kl. 2—3 e.h. alla daga nema laugardaga. Geðvemdarfélag íslands. Ályktanir háskólamanna Framhald af 1(X síðu. að sinna að gagni sérmálum þeirra opinberu starfsmanna, sem varið hafa mörgum dýr- mætustu árum ævinnar ril að búa sig undir starf sitt og hafa af þeim sökum allt aðra afstöðu til kjaramála en nokk- ur annar hópur opinberra starfsmanna. Fundurinn bendir á, hversu allt tal um „launajöfnuð11 verð- ur villandi þegar á það er lit- ið, að raunverulegar ævitekjur þeirra manna, sem minnsthafa lagt í sölumar til að búa sig undir ævistarfið, verða að jafn- aði miklu hærri en þeirra, sem vandað hafa til ufldirbúnings- ins. Fundurinn lýsirþví eindregn- um stuðningi við þá stefnu Bandalags háskólamanna, að samningsréttur um kjaramál háskólamenntaðra opinberra starfsmanna komist hið fyrsta í hendur háskólamanna sjálfra, svo sem fyrri ályktanir félags- ins um þetta efni hníga að.“ (Frá Fél. ísl. fræða). ★ l Hinn 24. febrúar síðastliðinn var fundur haldinn í Félagi há- skólameTmtaðra kennara. Á fundinum var einróma samþykkt ályktun sú, er hér fer á eftir: „Fundurinn telur, að við und- „Mistök II Framhald af 3. síðu. dag í 85 árásarferðir til Norður- Vietnams og er sagt að ráðizt hafi verið á samgönguleiðir og hergagnageymslur. Bandarísk herskip á Tonkinflóa héldu á- fram skothríð sinni á stöðvar á strönd Norður-Vietnams og er sagt að þau hafi nú í fyrsta sinni skotið á fiugskeyta- og radarstöðvar. Westmoreland hershöfðingi, yfirmaður bandaríska hersins í Vietnam, sagði í dag að halda yrði áfram loftárásunum á N.- Vietnam. Þær væru ómissandi þáttur í öllum hernaði Banda- ríkjanna í Vietnam, sagði hann. Þeir Bandaríkjamenn sem vildu gera hlé á loftárásunum gerðu sér ekki grein fyrir því hve ó- skapiega dýrkeypt það hlé myndi verða bandarísku her- mönwmtnB I Vietnam. irbúning síðustu kjarasamninga hafi réttur og hagsmunir há- skólam en n taðra kennara verið fyrir borð bomir af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Landssambandi framhaldsskóila- kennara. Af þeim sökum hafa félagsmenn sagt sig úr ofan- greindum samtökum, vantreysta þeim og vilja ekki afekipti þeirra af málefnum sínum í væntanl. kjarasamningutn. Fundurinn harmar þann drátt, sem á því hefur orðið, að Banda- lagi háskólamanna sé veittur samningsréttur til jafns við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og telur það óviðunandi, að háskólamenntaðir starfsmenn í þjónustu ríkisins skuli enn vera án þeirra sjálfsögðu rétt- inda, sem slíkur samningsréttur veitir. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjóm að hraða afgreiðslu samningsréttarmálsins og láta framkvæmdir í því ekki undir höfuð leggjast, ef breytingar verða gerðar á samningsréttar- lögunum á yfirstandandi þingi. Háskólamenntaðir kennarar vilja ekki una við niðurstöðu kjaradóms frá 30. nóv. 1965. Fundurinn mótmælir því harð- lega þeirri ætlun BSRB og lög- gjafarvaldsins að fresta nauðsyn- legum tilfærslum milli launafl. um eitt ár, enda verður ekki annað séð en tveggja ára samn- ingstími eigi að nægja til nauð- synlegrar undirbúningsvinnu við starfemat og fleira. Fundurinn lýsir því yfir, að háskólamenntaðir kennararmunu ekki sætta sig við, að hugmynd BSRB um samningsréttargjald ó alla ríkisstarfsmenn verði að lögum“. (Frá Fél. háskólamenntaðra kennara). Fjórír styrkir til háskólanáms í Danmörku Dönsk stjómarvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslend- ingum til háskólanáms í Dan- mörku námsárið 1967 — ’68. Einn styrkjanna er einkumætl- aður kandídat eða stúdent, sem leggur stund á danska tungu, danskar bókmenntir eða sögu Danmerkur, og annar ætlaður kennara til náms við Kennara- háskóla Danmerkur. Allir eru styrkimir miðaðir við 8 mán- aða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim, efhenta þykir. Styrkfjárhæðin nemur 892,50 d.kr. á mánuði, en að auki er veittur sérstakur styrkur vegna ferðakostnaðar í Danmörku, 50,00 danskar krónur. Umsókn- um um styrki þessa skal komið til menntamál aráðuneytisins, Stjómarráðshúsinu við Lækjar- torg, fyrir 25. marz n.k. Um- sókn fylgi staðfest afrit próf- skirteina ásamt meðmælum, svo og heilbrigðisvottorð. Sér- stök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. (Frá menntamálaráðuneytinu). Tilkynning frá Menntamálaráði íslands. 1. Styrkur til vísinda- og fræðimanna. Umsóknir inn styrk til vís- inda- og fræðimanna árið 1967 þurfa að hafa borizt skrifstofu Menntamálaráðs, Hverfisgötu 21 í Reykjavík, íyrir 1. apríl n.k. Umsóknum fylgi skýrsla um fræðistörf. Þess skal og getið, hvaða íræðistörf umsækjandi ætlar að stunda á þessu ári. Umsóknareyðublöð fást í skrif- stofu Menntamálaráðs. 2. Styrkur til núttúrufræði- rannsókna. Umsóknir um styrk, sem Menntamáiaráð veitir til nátt- úrufræðirannsókna á árinu 1967, skulu v,era komnar til ráðsins fyrir 1. apríl n.k. Um- sóknum fylgi skýrslur um rannsóknarstörf umsækjanda síðastliðið ár. Þess skal og getið, hvaða rannsóknarstörf umsækjandi ætlar að stunda á þessu ári. Umsóknareyðublöð fást í skrif- stofu Menntamálaráðs. Reykjavík, 2. marz 1967 Menntamálaráð íslands. Kvöldvaka FÉLAGS ÍSLENZKRA LEIKARA verður endurtekin í Þjóðleikhúsinu mánu- dagskvöld kl. 20,30. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinii.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.