Þjóðviljinn - 04.03.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.03.1967, Blaðsíða 1
Laugardagur 4. marz 1967 — 32. árqanqur -t- 53. tölublað. Freyja frá Súðavík talin af ★ Freyja frá Súðavík er nú talin af og er leit að henni aft mestu hætt. Varðskipið Albert kom að norðan og tók þátt í leitinni í fyrrinótt og í gærmorgun og varð ekki vart við neitt. ★ Seytján bátar leituðu í fyrradag og tvær flugvélar fram eftir degi og reyndist þetta umfangsmikil og nákvæm leit að bátnum. ★ Þá munu Súðvíkingar hafa leitað eitthvað á landi í gærdag og bar sú Ieit ekki árangur. I^- Félagsmál i Reykjavlk undir forystu ihaldsins: Hvarvetna blasir við sleifarlag- ið, tómlætið og skipulagsleysið Sigurjón Björnsson, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, gerði harða hríð að borgarstjórnarmeirihlutanum á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld ■ Það er engv Iíkara én borgarstjórn armeirihlutinn ffleymj því að það býr fólk í þessari I cr^, — það er eins og honum sé fyrirmunað að skilja, að það þurfi að huga að fleiru en dauðum hlutum, samanber það að þegar rausnast er til að byggja nýtt barnaheimili er ógjörningur að muna eftir því að það er byggt fyrir böm, en ekkj til að speglast í sjálfu sér. Með þessum orðum lauk Sig-f" urjón Bjömsson, borgarfulltrúi Alþýöubandalagsins, ræðu sinni á borgarstjórnarfundinum í fyrrakvöld, er hann gagnrýndi harölega sleifarlag, tómlæti og skipulagsleysi íhaldsins og borg- aryfirvalda í bamavemdarmál- um og félagsmálum almennt. Var drepið á þessa raeðu í blaðinu í gær og þó einkum getið um- ræðna sem út af henni spunn- ust um íyrirkomulag á rekstri barnaheimilisins Hlíðarenda, rekstursfyrirkomulag sem Sigur- jón taldi löngu úrelt og afar var- hugavert. Það skal tekið fram, að hér er átt við vistheimilið að Hlíðarenda, en ekki barnaheim- ili (dagheimili) Sumargjafar. Barnaverndarmálin Sigurjón Björnsson beindi þeirri fyrirspurn til borgarstjóra, hvemig miðaði samræmingu til- lagna ( samstarfsnefndar um barnavérndarmál frá 1. marz 1966 og fékk þau svör að álits- gerðar í málinu væri að vænta „fyrir vorið“. Sigurjón kvaðst þá vilja nota tilefni þessa ársafmælis til að rifja upp afskipti eða öllu held- ur afskiptaleysi borgarstjórnar- meirihlutans af barnaverndar- málunum og reyndar félagsmál- um í heild á liðnum árum. Sagði hann að meðferð málsins sem um var spurt væri glöggt dæmi. Það hefði kostað a.m.k. eins árs baming í borgarstjórn að fá skipaða nefnd til að vinna að samræmingu barnaverndarmál- anna. Nefndin hefði síðan setið tvö ár að störfum, en hún hefði vissulega getað skilað áliti miklu fyrr ef íhaldið hefði ekki bein- línis tafið það af ásettu ráði með því að kveðja ekki nefnd- armenn saman til fundar nen» endrum og eins. — Það var raunar aldrei ætlun íhaldsins, sagði Sigurjón, að skila öðru vísi áliti en því sem gerði róð fyrir óbreyttu ástandi, eins ' tillögur meirihluta nefndarinxv.. 502 ára gamalt úr ú sýningu tírið á myndinni er smiðað árið 1465 og e«r því orðið 502 á.ra gam- alt og utanum það er haglega gerður kassi sem einnig sést á mynd- inni. tír þetta er ásamt fleiri gömlum úrum á sýningu sem Jóhann- es Norðfjörð h.f. úra- og skartgripaverzlunin hefur opnað í tilefni' af 65 ára afmæli sínu. — Sjá frétt á 10. síðu. — (Ljósm. A. K.). „Pressuballið" 17. marz nk. Edward Heath heiðursgestar Hið árlega Pressuball Blaða- mannafélags íslands verður haldið föstudaginn 17. marz n. k. í Súlnasal Hótel Sögu. Heið- ursgestur á ballinu að þessu sinni verður Edward Heath, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Bretlandi og einnig mun forseti íslands heiðra samkomuna með nærveru sinni. Aðalræðu kvöldsins flytur hciðursgesturinn, Edward Heath. Þá munu Fjórtán Fóstbræður syngja og Ómar Ragnarsson flytur skemmtiþátt er saminn er fyrir þetta tækifæri og mun hann flytja hluta hans á enskri tungu. Súlnasalurinn verður sérstak- lega skreyttur og vel til matar- ins vandað en hann verður fjór- réttaður. Loks verður stiginn dans til kl. 2 e.m. Tekið verður á móti miða- pöntunum kl. 2—5 í dag og á morgun hjá Tómasi Karlssyni. sími 24584 og Atla Steinarssyni, sími 32790. bera með sér. Hitt kom þeim afar illa, að tveir nefndarmanna skyldu ekki vilja beygja sig. Og nú er liðið eitt ár í viðbót, alls 4 ár. Hvað skyldu þau verða mörg í viðbót? Og hvað skyldi íhaldið hafa skapað mörg mein- leg örlög ungra þegna á þess- um 4 árum? sagði ræðumaður. Skólamálin Sigurjón Björnsson sagði að dæmið um bamaverndarmálin væri aðeins eitt af mörgum, hvarvetna blöstu við sömu stað- Framhald á 6. síðu. Þjéðviljinn er 16 síður á morgun ■ Á morgun er sunnudagur og þá verður Þjóðviljinn 16 síður eins og undan- farna sunnudaga. Efni blaðsins verður fjölbreytt og vandað. Til dæmis að taka: ■ Austri skrifar hvíldardags- greinina „Að kaupa prent- frelsið“. Birt er grein um stríðshörmungarnar í Vi- etnam eftir bandaríska konu, Mörthu Gellhorn. ■ Frásögn og myndir frá framkvæmdum við lands- höfn í Njarðvík. ■ Sunnudagssagan er Speg- illinn eftir Alphonse Daud- et. Hlöðver Sigurðsson skólastjóri á Siglufirði skrifar Svíþjóðarbréf. ■ Birtur er fyrri hluti grein- ar úr bandaríska tímarit- inu Ramparts þar sem flett er ofan af samskipt- um CIA, bandarísku leyni- þjónustunnar, og stúdenta- samtakanna í Bandaríkj— unum. ■ Þá eru greinar um tvær sænskar kvikmyndir, sem verið er að sýna eða sýnd- ar verða á næstunni hér í Reykjavík. Einnig skák- þáttur, föndurhom. B Nýr þáttur hefst í blað- inu, „vettvangur menning- arlegrar baráttu", sem png- ir listamenn ritstýra. Sjákrarúsmskorturism hefur stundum leitt til duuðsfullu Haukur Kristjánsson neitaði að ræða í fréttaauka Utvarpsins um Slysavarðstofuna af ótta B Þjóðviljinn fékk það staðfest í gær, að Haukur Kristj- ánsson, yfirlæknir Slysavanpstofunnar í Reykjavík, hefði neitað að koma fram í fréttaauka hjá Ríkisútvarpinu. Vildi læknirinn með þessu mótmæla ákvörðun meirihluta út- varpsráðs, um að stöðva flutning á þættinum þjóðlíf í út- varpinu í fyrrakvöld. Fréttastofa ríkisútvarpsins fór þéss á leit í janúar að spjalla við Hauk Kristjánsson um Slysavarðstofuna og ætlaði fréttastofan að herma loforðið upp á lækninn í fyrradag og hafði Arna Gunnarssyni, frétta- manni verið falið að tala við lækninn, — en þegar til kast- anna kom, þá neitaði Haukur að ræða um málefni Slysavarðstof- unnar á þeim forsendum, að hann kærði sig ekki um neinn mótmæli við að hindra flutning þáttarins Þjóðlíf seinná um kvöldið. Stöðvun þáttarins hefur vak- ið mikla athygli og er það haft eftir Guðmundi Jónssyni, fram- kvæmdastjóra hljóðvarpsins, sem sér um svonefnd hlustenda- bréf, að þessi þáttur sé mjög rómaður að ágætum í bréfum frá hlustendum síðustu daga. Stúdentafélag Háskólans hefur nú ákveðið að efna til umræðu- fundar um neyðarástand í sjúkrahúsmálum, og annan að- búnað lsekna og þar á meðal um Slysavarðstofuna í Reykjavík og hefur farið þess á leit við lækn- ana Árna Björnsson og Ásmund Brekkan, að þeir verði frum- mælendur á þessum fundi og hafa þeir samþykkt það fyrir siti leyti. Mikið neyðarástand ríkir nú í sjúkrahúsmálum borgarinnar og hefur þessi sjúkrarúmaskort- ur stundum haft í för með sér dauðsföll þeirra manna er kom- ust eigi nógu fljótt undir við- eigandi meðhöndlun af þessum sökum. Þeir valdamenn er bera á- byrgð á þessum málum hafa hingað til skotig _ sér á bak við læknana, — hinsvegar er neyð- arástandið orðið það alvarlegt, að það stríðir orðið á samvizku lækna að þegja um þetta sleif- arlag öllu lengur. Þjóðviljinn náði sambandi í gær við Hauk Kristjánsson, lækni og innti hann nánar eftir neitun hans að koma fram í fréttaauka hjá útvarpinu. Jú. — þetta er rétt, sagði Haukur. Ég kærði mig ekki um hugsanlegan sensor á málflutn- ingi mínum og einnig ber að líta á þetta sem mótmaeli við að þátturinn Þjóðlif fékkst ekki fluttur hjá útvarpinu. Ég hef haft tal af þeim lækn- Framhald á 6. siðu- sensor sensor á málflutningi sínum og einnig bæri að líta á þetta sem Framhald á. (L síðu. Aðalfundur Kven- félags sósíalista Aðalfundur Kvenfélags sósí- alista verður haldinn þriðjudag- inn *7. þ.m. í Tjamargötu 20 kL 8,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Margrét Ottósdóttir segir frá nýafstaðinni Þýzkalandsför. Kaffi. Landsnefndar- fundurinn verð- ur settur í dag KI. 3 síðdegis í dag, laugar- dag, verður landsnefndarfundur Samtaka hemámsandstæðinga settur í Lindarbæ. Ragnar Arn- alds alþm. setur fundinn, Loft- ur Guttormsson sagnfræðingur skýrir frá starfi miðnefndar og framkvæmdanefndar, Heimir Pálsson stud. mag. raeðir um verkefni samtakanna næstu mánuði og þeir Bjöm Teitsson stud. mag. og Svavar Gestsson stud. jur. hafa framsögur um stefnumál samtakanna. — Fund- inum lýkur á morgun. Aihr bærism vur vatnsluus hútt í sólurhrmg Vandræðaástand í Kópavogi í gær B3 Allur Kópavogur og mik- ill hluti Búsíaðahverfis voru algerlega vatnslaus í al)an gærdag og ríkti mikið ófremd- arástand á flestum heimil. um á þessu svæði af þessum sökum. Húsmæðurnar gátu ekki eldað matinn, þvegið upp eða gert neitt það er vatn þurfti að nota til, fólk gat ekki þve'gið sér um hend- urnar éða burstað í sér tenn- urnar og þeir karlmenn sem ekki nota rafmagnsrakvélar urðu að fara órakaðir í vinn- una svo að nokkur dæmi séu nefnd. Orsökin fyrir þessiu ófremd- arástandi er sú að í fyrra- kvöld eða snemma í fyrri- nótt sprakk aðalæðin í Foss- vogi sem flytur vatn til Kópa- vogs og frá henni fær einnig austurhhíti Bústaðahverfis vatn. Hafin var leit að bilun- inni í fyrrinótt en hún fannst ekki fyrr en í gærmorgun. Pípan sem sprakk er 17 tommu víð og er hún orðin 33 ára gömul, var lögð árið 1934. Er ætlunin að skipta alveg um leiðslu síðar á árinu en í gaer var unnið að því að gera við bilunina til bráða- birgða og skipta um pípur á nokkrum hluta lagnarinnar. Vann allur viðgerðarflokkur vatnsveitunnar að því að gera við bilunina í gær en þrátt fyrir það var ekki búizt við því síðdegis i gær er Þjóð- viljinn átti tal vig skrifstofu- stjóra vatnsveitunnar að við- gerðinni yrði lokið fyrr en með kvöldinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.