Þjóðviljinn - 16.03.1967, Blaðsíða 1
»
Edward Heath er væntanlegur hingaB ínótt
Fimmtudagur 16. marz 1967 — 32. árgangur — 63. tölublað.
Heath verður heiðursgestur á
pressuballi Blaðamannafélagsins
á föstudagskvöld, og flytur þar
ræðu. Þá mun hann flytja fyr-
irlestur á laugardaginn klukk-
an 4 síðdegis. Nefnir hann fyrir-
lesturinn: Hin nýja Evrópa. ÖIl-
um er heimill aðgangur meðan
húsrúm leyfir.
Á föstudagsmorgun ki. 11.15
gengur Heath á fund forseta fs-
lands og að viðræðum þeirra
loknum sýna forsetar Alþingis
honum Alþingishúsið.
Rétt fyrir hádegið heimsækir
hann Bjama Benediktsson for-
saetisráðherra og kl. 12.30 ræðir
hann við Emil Jónsson, utanrík-
isráðherra.
Kl. 4 ó föstudag mætir Heath
á blaðamannafundi sem verður
á heimili brezka sendiherrans
hér, Halford Mac Leod, en hjá
honum býr Heath meðan hann
dvelur hér.
Um kvöldið er Pressuballið og
hefur verið vandað til þess svo
sem kostur var á. Verða um 300
géstir í Súlnasalnum.
I<S>-
■■■•■■«■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Svik íhaldsins í
hitaveitumátiiin
íbúa Breiðhotts
og Fomwgs
Væntanlegir íbúar hins
nýja Breiðholtshverfis eiga
ekki von á sameiginlegri
kyndistöð á vegum Hitaveit-
unnar samkvæmt niðurstöð-
um borgarráðsfundar í fyrra-
dag. Hins vegar verður kom-
ið upp kyndistöð fyrir hið
nýja Fossvogshverfi en íhald-
ið felldi þá tillögu Guðmund-
ar Vigfússonar að hún skyldi
rekin á sama grundvelli og
þjónusta hennar seld sama
verði og önnur fjarhitun Hita-
veitunnar. Er byggjendum
þar þó ætlað að g jiða heim-
æðagjöld fyrirfram og öll á
þessu ári.
Guðmundur Vigfússon lagði
einnig til að reist yrði og :
rekin af Hitaveitunni kyndi-
stöð fyrir hið nýja Breiðholts-
hverfi og þjónusta hennar
seld á almennu verði Hita-
veitunnar. Þessa tillögu felldi
íhaldsmeirihlutinn í borgar-
ráði en með henni greiddu
atkvæði Guðmundur Vigfús-
son og Kristján Benedikts-
son. íhaldið er þannig ákveð-
ið í að svíkja öll sín loforð
um hitaveitu eða kyndistöð í
Breiðholtshverfi og íbúum
Fossvogshverfis er ætlað að
greiða 30—40% hærra verð
fyrir fjarhitun frá kyndistöð
þar en Hitaveitan tekur af
öðrum notendum í borginni.
Hér er ætlun íhaldsins að
leggja þungan bagga á herð-
ar væntanlegra íbúa beggja
þes'sara hverfa. Sér-kyndiað-
staða fyrir hverja einstaka
íbúð í Breiðholtshverfi kost-
ar samkvæmt áætlun hita-
veitustjóra ekki undir 50
þúsund krónum í stofnkostn-
aði og er búið að samþykkja
þar mörg hús án þess að
gert sé ,ráð fyrir sérkyndingu
og reykháfi. íbúum Fossvogs-
hverfis er svo ætlað að búa
við 30—40% hærri kynding-
arkostnað en öðrum notend-
um Hitaveitunnar.
Þessi afstaða íhaldsins' er
svo furðuleg og uppgjöf þess
í hitaveitumálum svo alger
að hún' mún vekja almenna
undrun og án efa hörð mót-
mæli þeirra sem hlut eiga að
máli.
Ákvörðun borgarráðs í hita-
veitumálum þessara hverfa
verður eitt aðalumræðuefnið
á borgarstjórnarfundi sem
j hefst í dag kl. 5 síðdegis.
Vill Alþingi veita stuðning tillögum
Ú Þunts til luusnar Vietnamstríðinu?
Þingsályktunartillaga þriggja Alþýðu-
bandalagsmanna til umræðu í gær
□ íslendingar hefðu átt vegna sögu sinnar og
skilnings á heimsmálum að rista Bandaríkjunum
níð fyrir árásarstyrjöldina í Víetnam, sagði Einar
Olgeirsson á Alþingi í gær. Hann bætti við að því
miður væri þess ekki að vænta að Alþingi ætti
nægan siðferðisþrótt til að rísa upp og fordæma
þá glæpsamlegu árás, en rétt væri að samúð með
víetnömsku þjóðinni í raunum hennar kæmi einn-
ig fram úr ræðustól Alþingis.
□ Hann og félagar háns í þingflokki Alþýðu-
bandalagsins hefðu þó ekki flutt tillögu um for-
dæmingu á framferði Bandaríkjanna, heldur ein-
ungis tillögu um að Alþingi lýsi stuðningi við
fram komnar tillögur Ú Þants, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, um lausn Víetnamstríðsins.
Hermansson hér íboði róttækra stúdenta
Í gærdag kom hingað til lands
með flug-vél Flugfélags íslands,
H. C. Hermansson, formaður
sænska kommúnistaflokksins.
Mun hann dvelja hér í nokkra
daga í boði Félags róttækra
stúdenta og er myndin hér að
ofan tekin er fulltrúar félags-
ins, Ragnar Arnalds og Ólafur
Einarsson bjóða Hermansson vel-
kominn.
' Carl Henrik Hermansson er
faeddur 14. desember 1917 í
Sundvall. Hann lauk prófi í
hagfræði frá . háskólanum í
Stokkhólmi 1941. í skóla vár
hann meðlimur í samtökum
ungra jafnaðármanna og síðar
félagi í stúdentafélaginu Clarté.
Hann gekk i sænska Kommún-
istaflokkinn árið 1941 og starf-
aði við Ny Dag.
SAS og Fí fljúga á leiðinni
Norðurlönd - Fœreyjer
Skandinavíska flugfélagið SAS
hefur ákveðið að nýta réttindi
sín á áætlunarflugleiðinni Norð-
urlönd : Færeyjar. Hefur SAS
komið að máli við FÍ og óskað
eftir samstarfi um þetta flug
sem FÍ hefur fallizt á. Mun FÍ
eftir sem áður fljúga milli ís-
lands og Færeyja og Færeyja og
Skotlands.
f NTB frétt frá Kaupmanna-
höfn í gær sagði um þetta mál
að færeyska flugfélagið, Faroe
Airways hvers aðaleigeridur eru
danskir, geti átt von á því að
rekstursgrundvöllur þess verði
að engu gerður. Félagið hafi í
rúm þrjú ár haldið uppi áætl-
unarflugi milli Færeyja og
Kaupmannahafnar og renni leyfi
félagsins til þessa flugs út 1.
april n.k. Dönsk flugmálayfir-
völd fjalli um þá ósk Færey-
inganna að fá leyfið fram-
lengt. en SAS hafi nú farið
fram á að ndta áðurnefnda
heimild til flugsins. Þess má
geta að Faroe Airways fékk
leyfið upphaflega vegna þess
að SAS hafði ekki áhuga á því.
Mál þetta hefur nú verið rætt
við landsstjómina í Færeyjum.
Síðan 1946 hefur Hermansson
átt sæti í miðstjórn og fram-
kvæmdanefnd sænska Kommún-
istaflokksins og á árunum 1946
—57 var hann ritstjóri fræði-
rits flokksins „Vár Tid“. 1953—
61 var hann ritari útbreiðslu-
mála flokks'ins. Árið 1959 varð
hann aðalritstjóri Ny Dag og
kjörinn var hann á þing 1962.
Hermansson hefur verið for-
maður sænska Kommúnista-
flokksins síðan 5. janúar 1964.
Umræðufundur
um hetlbrigðismáí
í kvöld kl, 20.15 efna Stúd-
entafélag Háskóla Islands og
Stúdentafélag Reykjavíkur sam-
eiginlega til almenns umræðu-
fundar í Sigtúni um heilbrigðis-
mál,- stjómsýslu, framkvæmdir
og þróun. Framsögumenn eru
Ámi Bjömsson læknir, Ásmund-
ur Brekkan lœknir og Jóhann
Hafstein heilbrigðismálaráöherra.
Að loknum framsöguræðum
verða frjálsar umræður. Eru all-
ir velkomnir á fundinn meðan
húsrúm leyfir.
Bygging hensmtankanna verði stöðvuð
Áskorun frá íbúum í nágrenninu lögð fram í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Eins og kom fram í grcin eft-
ir Gísla Jónsson, rafveitustjóra
f Hafnarfirði, í Þjóðviljanum í
fyrradag, hafa nær allir íbúar á
Hvaleyrarholti í HafnarfirSi og
ýmsir fleiri undirritað áskorun
til bæjarstjómar um að Olíufé-
laginu h.f. verði synjað um Ieyfi
f KVÖLD flytur Haukur Helga-
son síðara erindi' sitt um þróun
kapítaliskra framleiðsluhátta eft-
ir 1930.
Þá les Þorsteinn skáld frá
Hamri ný frumsamin Ijóð.
Félagar fjölmennið. — Æ.FJl.
til að reisa fleiri bensíngeyma í
birgðastöð sinni á Hvaleyrar-
holti, Á fundi bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar í fyrradag var á-
skorun þessi iögð fram undirrit-
uð af nær 400 manns, og fylgdi
henni ítarleg greinargerð frá
Gisla Jónssyni.
Þegar Olíufélagið h.f. fékk á
sínum tíma að reisa birgðastöð
á Hvaleyrariholti, var þar lítil
sem engin þyggð, en samt sem
éður var mikil andstaða gegn
því að reistir yrðu benzmgeymasr
svo nærri bæmrm, og affifcr sén-
fræðingar um brunamál töldu
það mjög varhugavert. . Nú er
risin byggð allt í kringum stöð-
ina, þar sem eru 6 stórir bens-
íntankar og að mihlum hluta
geymt þar flugvélabensín. Er bví
naumast umdeilanlegt að af
þessu stafar stórkostleg hætta
fyrir íbúana þama, og er hin
brýnasta nauðsyn að bensín-
geymamir verði fjarlægðir úr
byggð í Hafnarfirði.
Nú hefur það hins vegar gerzt
aíð bæjarráð hefur fyrir sitt Jeyti
'leyft, að byggðir verði tveir
bensíngeymar til viðbótar í stöð-
inni. og eru framkvæmdir þegar
hafnar, þótt ekki liggi fyrir end-
anlegt samþykki brunaeftirlits.
Það er því að vonum að íbúar
£ nágrenni við bensínstööina rísa
nú upp og mótmæla því að auk-
in sé sú hætta, að þarna verði
stórkostlegt slys. Verður fróðlegt
að sjá hvort meirihluti bæjar-
stjómar Hafnarfjarðar treystir
sér til að taka á sig þá ábyrgð
að hunza þessa sjálfsögðu kröfu
íbúanna um að lágmarksöryggis
þeirra sé gætt.
Þingsályktunartillagan sem
þrír þingmenn Alþýðubandalags-
ins, Ein^fr, Gils Guðmundsson og
Ragnar Arnalds fluttu snemma
á þessu þingi kom loks til um-
ræðu á fundi Sameinaðs þings
í gær. Hún er þannig:
„Alþingi ályktar að lýsa yf-
ir samþykki sínu við tillögur
U Þants, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, til lausn-
ar á styrjöldinni í Vietnam.
En þær eru þessar:
1. Að Bandaríkin hætti loft-
árásum sinum á Norður-
Vietnam.
2. Að styrjaldaraðilar í Suð-
ur-Vietnam dragi úr hern-
aðaraðgerðum sínum.
3. Að Þjóðfrelsishreyfing S-
Vietnams verði viðurkennd-
ur samningsaðili og allir
aðilar fallist á að setjast
að samningaborði.
Felur Alþingi rikisstjórninni
að framfylgja þessari sam-
þykkt á alþjóðavettvangi, m.a.
tilkynna hana á þingi Sam-
einuðu þjóðanna.“
Einar lauk framsöguræðu sinni
á þá leið að minna á að þessar
tillögur hefðu hlotið góðar und-
irtektir á Norðurlöndum, m.a.
hefði forsætisráðherra Dana lýst
sig fylgjandi þeim. Einnig hér á
landi hefðu margar slíkar • radd-
ir komið fram, m.a. í ritstjórn-
argrein stjórnarblaðsins Vísis.
Hvar sem þessar tillögur hafa
verið ræddar hefur þeim verið
vel tekið, sagði Einar m.a. Við
álítum að Alþingi íslendinga eigi
að taka undir þessar tillögur.
Það er hið minnsta sem við get-
um gert til að stuðla að því að
binda endi á hræðilega styrj-
öld og til þess að gefa þjóð,
sem hefur orðið að reyna annað
eins og Víetnamþjóðin, tækifæri
til þess að útkljá sjálf innan-
landsmál sín og ráða sjálf
hvernig hún hagar stjórnarfari
sínn.
★ 7>/2 miljón kr. tii að drepa
hvern skæruliða
í alllöngu máli rakti Einar
sögu Víetnamþjóðarinnar og þá
emkum síðasta kafla þeirrar
sögn. þjóðfrelsisbaráttuna, til-
Framhald á 3. síðu.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
ðsvífinn dómur
Einar Bragi
dæmdur í
sektir og
1 gær var kveðinn upp
dómur I Hæstarétti í rriál-
inu Einar Bragi Sigurðsson,
Kristján Jóhannesson, Sig-
urjón Þorbergsson, Stefán
Pálsson og Haraldur Henr-
ýsson gegn Lárusi Jóhann-
essyni, og gagnsök.
1 borgardómi Rvikur
hafði Einar Bragi verið
dæmdur til að greiða Lár-
usi Jóhannessyni miskabæt-
ur að upphæð kr. 75.000.—
vegna skrifa í vikublaðið
Frjálsri þjóð. Gagnáfrýj-
andi gerði m.a. þær kröfur
fyrir Hæstarétti að staðfest
yrðu ákvæði héraðsdóms
um ómerkingu ummæla, að
refsing aðaláfrýjanda Ein-
ars Braga yrði þyngd og
honum gert að greiða
gagnáfrýjanda miskabætur
allt að 500.000.— kr. ásamt
vöxtum.
í dómi Hæstaréttar eru
ummælin dæmd ómerk,
Einar Bragi Sigurðsson
dæmdur til að greiða 7.500
kr. í ríkissjóð og gagná-
frýjanda Lárusi Jóhannes-
syni í fébætur 40 þús. kr.
ásamt vöxtum og ennfrem-
ur 7 þús. kr. í birtingar-
kostnað. Einar Bragi Sig-
urðsson greiði gagnáfrýj-
anda málskostnað í héraði
og fyrir Hæstarétti 35 þús.
kr.
Nú er gagnasöfnun einn-
ig lokið i 6 málum fyrir
bæjarþingi Reykjavíkur er
Lárus Jóhannesson höfðar
vegna ummæla í Frjálsri
þjóð.
)